Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 43
✝ Gunnar Helga-son fæddist að
Háreksstöðum í
Norðurárdal hinn
23. september 1924.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi hinn 19.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helgi Þórð-
arson, f. 1877, d.
1951 og Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir,
f. 1890, d. 1965.
Gunnar var yngstur
átta systkina. Hin eru Lára Kristín
(hálfsystir), f. í Winnipeg 1902, d. í
Kaliforníu 1985, Rögnvaldur Ingv-
ar, f. 1911, d. 1990, Sigurþór, f.
1913, d. 1995, Laufey, f. 1914, d.
1983, Sigurlaug, f. 1916, Óskar, f.
1917, d. 1993, Sigríður, f. 1921.
Kristín, f. 25.3. 1955, búsett á
Skagströnd, gift Guðmundi Ólafs-
syni. Börn þeirra eru Ruth (dóttir
Guðmundar), maki Guðjón Ingi
Guðmundsson, börn þeirra Daníel
og Rakel Hanna. Gunnar, maki
Hrafnhildur B. Gunnlaugsdóttir.
Ólafur, maki Ragnheiður Ólöf
Skaptadóttir, barn þeirra er
Rannveig Lilja. 3) Unnur Ingi-
björg, f. 23.9. 1957, búsett í
Reykjavík, gift Vilmari Þór Krist-
inssyni. Börn þeirra eru Elísabet,
Steinunn, maki Ólafur Stefnir
Jónsson, Þórunn, Valdís. Upp-
eldissonur Vilhjálmur Vilmarsson,
maki Mariella Tsirilakis.
Gunnar ólst upp í Hrútafirði.
Hann fluttist með foreldrum sín-
um til Skagastrandar 12 ára gam-
all og fór snemma að vinna ýmis
verkamannastörf. Síðar gerðist
hann vörubílstjóri og varð það
hans ævistarf.
Gunnar verður jarðsunginn frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd í
dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Gunnar kvæntist á
Skagaströnd, hinn
14. september 1952,
Elísabetu Guðmundu
Kristjánsdóttur, f.
30.9. 1925, d. 21.3.
1991. Foreldrar
hennar voru Unnur
Gíslína Björnsdóttir
og Kristján Sigurðs-
son. Börn Gunnars
og Elísabetar eru 1)
Kristján Helgi, f. 22.
júlí 1952, búsettur á
Skagaströnd, kvænt-
ur Öldu Ragnheiði
Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru
Árný Elfa, maki Steinn Símonar-
son, börn þeirra Kristján Páll og
Rakel Alda. Guðrún Elsa, maki
Arnar Ólafur Viggósson, dóttir
þeirra Arna Rún. Gunnar, maki
Guðrún Björnsdóttir. 2) Eygló
Okkur langar í fáeinum orðum að
minnast afa.
Eitt af því fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar við hugsum um afa í
Lundi er mjólkurkexpakkinn á eld-
húsborðinu, Scania dagatalið í stig-
anum, vörubíllinn úti á hlaði, húfan
hans á snaganum og vasahnífurinn í
buxnavasanum. Það var alltaf nota-
legt að heimsækja afa.
Rúmlega ársgömul fór ég í mína
fyrstu barnapössun. Pabbi flaug
með mig norður þar sem amma og
afi í Lundi tóku glöð á móti mér. Til
að byrja með var ég ekki eins kát og
þau en það átti fljótt eftir að breyt-
ast. Ævintýraferðirnar norður á
Skagaströnd urðu fleiri og var ég
iðulega í góðu yfirlæti.
Afi var mjög vinnusamur. Hann
bauð mér stundum með á rúntinn, á
vörubílnum sínum. Það var mikið
sport að fá að sitja í og fylgjast með
honum keyra, sturta, hífa og fram-
kvæma hinar ýmsu kúnstir. Heilu
og hálfu dögunum eyddi ég með
honum í vörubílnum og fékk að velja
tónlistina. Amma var svo tilbúin
með hádegismatinn handa okkur og
þá gat afi hlustað á fréttirnar og
fengið sér smá kríu.
Í Lundi átti afi skemmtilegar
græjur sem við systurnar fengum
að leika okkur með, ritvél og reikni-
vél sem prentaði á strimil. Draum-
urinn um að gerast búðarkona var í
algleymi.
Þegar ég náði loksins niður á kúp-
linguna á græna Bronconum hófst
æfingaakstur í malargryfju fyrir of-
an Skagaströnd. Afi var ágætis
kennari, pollrólegur yfir þessu öllu
saman og eflaust stoltur að hafa
kennt afadóttur sinni að skipta úr
fyrsta gír í annan.
Bíltúrar um Skagaströnd, út á
Skaga, í Kálfshamarsvík, inn á
Blönduós o.fl. voru svo til fastir liðir.
Þá var farið með nesti og stoppað á
áhugaverðum stöðum. Bæjarnöfn
og heiti á hólum og hæðum voru á
hreinu hjá karlinum. Einnig er mér
minnisstæð veiðiferð í Harastaðavík
þar sem afi veiddi lítinn kola og gaf
mér. Umsvifalaust var búin til lítil
tjörn fyrir nýja gæludýrið mitt en
stíflan brast og fiskurinn fagnaði
frelsinu. Mikil sorg og eftirsjá ríkti
en afi reyndi allt hvað hann gat að
veiða kolakrílið aftur. Það tókst ekki
en þess í stað veiddi hann stærðar
silung sem hann gaf mér.
Veturnir á Skagaströnd voru oft
snjóþungir. Skaflarnir náðu stund-
um upp undir þak og þá var afi lið-
tækur í snjóhúsagerð með okkur
krökkunum. Hann mætti galvaskur
með skófluna og gróf út heilu íbúð-
irnar, með forstofu, glugga og stofu
með hillu fyrir kerti.
Í fyrrasumar var svo komið að
mér að rúnta með afa um mitt
vinnusvæði á Kárahnjúkum, þar
sem ég vann um skeið. Hann hafði
mjög gaman af því að sjá fram-
kvæmdarsvæðið og vinnuvélarnar
sem voru af annarri stærðargráðu
en hann hafði unnið við. Malarhaug-
ana mældi hann í hlössum og tonn-
um, enda með næmt auga fyrir
þeim. Hann iðaði í skinninu þegar
hann sá búkollurnar. „Asssgoti hefði
nú verið gaman að prufa eina
svona.“ Síðasta heimsóknin til afa
var á afmælisdaginn hans fyrir
skömmu. Þá var hann kominn á
sjúkrahúsið á Blönduósi en þaðan
átti hann ekki afturkvæmt.
Elsku afi, biðjum að heilsa ömmu
á nýja bænum í Himnaríki.
Elísabet og systur.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn vin
okkar Gunnar Helgason vörubíl-
stjóra. Uppí hugann koma margar
góðar minningar. Gunnar var alltaf
stór hluti af samfélaginu undir
Höfðanum.
Sem lítill drengur ólst ég upp í
næsta húsi við hliðina á Gunnari og
Elsu þar sem við Helgi sonur þeirra
erum miklir vinir og leikfélagar og
mátti segja að ég væri þar heima-
gangur til fjölda ára. Gunnar átti
alltaf fallega vörubíla og þeir voru
margir í gegnum tíðina og sérstak-
lega til þess tekið hvað hann hugsaði
vel um þá. H-34 var alltaf hans bíl-
númer. Margar ferðirnar sátum við
Helgi í bílnum hjá Gunnari er hann
var við vinnu sína. Dýrðarstundir
áttum við í bílskúrnum hjá Gunnari
og þar var margt brallað. Man ég
sérstaklega eftir að þegar við strák-
arnir í útbænum vorum í bílaleikj-
um, þá var oft sagt „Ég pant vera
Gunni Helga“. Gunnar var ótrúlega
hjálpsamur við okkur krakkana
þegar við vorum að undirbúa ára-
mótabrennurnar sem þá voru hafð-
ar uppi á Höfða. Er hann flutti heilu
bílfarmana af spýtnarusli sem safn-
að hafði verið saman hingað og
þangað og keyrði uppí Tjaldklauf.
Þegar við byggðum húsið okkar
þá var gott að eiga góðan að er leit-
að var til Gunnars, sem alltaf var
boðinn og búinn að leysa öll verkefni
sem hann var beðinn um.
Ein ferð kemur sérstaklega upp í
hugann er ég bað Gunnar að koma
með mér út á Skaga að sækja hellur
sem við ætluðum að nota í garðinn
okkar. Gekk okkur bærilega að
safna saman hellunum. Gunnar sér
fljótlega að mér liggur eitthvað á
hjarta og spyr hvað hrjái mig. Ég
segi honum að mig vanti góðan stein
undir flaggstöng og það komi eig-
inlega bara einn steinn til greina
þarna í Múlanum. Hann sé bara svo
firna stór. Gunnar biður mig að sýna
sér steininn, hvað ég og geri. Hann
horfið drjúga stund á steininn, mat
aðstæður og horfir svo á mig og seg-
ir ,,Langar þig í steininn, Finnur?“
Ég játti því og var ekki að sökum að
spyrja að eftir mikið basl og slitnar
stroffur, þá komum við heim með
steininn og sómir hann sér vel þar
sem hann er nú.
Við þökkum Gunnari áralanga
vináttu og sendum öllum ástvinum
hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Finnur og Guðbjörg.
Þeim fækkar gömlu görpunum og
víst er það eðlilegt samkvæmt lög-
máli lífs og dauða. Það er líka skilj-
anlegt að menn sem komnir eru á ní-
ræðisaldur kveðji eftir langan og
starfsaman ævidag.
En söknuður býr engu að síður í
huganum þegar horft er til baka og
margháttuð samskipti rifjuð upp
sem ríma við allt sem ærlegt er og
gott.
Einn af gömlu Skagstrendingun-
um, Gunnar Helgason bílstjóri, er
nú látinn, en hann var um áratuga-
skeið á meðal þeirra sem settu svip
sinn á mannlíf Skagastrandar. Í
heilan mannsaldur var hann á ferð
og flugi á vörubíl sínum í alhliða
þjónustu við samborgara sína og gat
sér hvarvetna hið besta orð. Hann
ók mold, möl og sandi til og frá,
áburði, heyi og öllu sem þörf var á
fyrir bændur og búalið. Til fjölda
ára átti hann stóran verkahring á
hafnarsvæðinu, ók bjóðum til báta
og frá bátum, sömuleiðis afla á hafn-
arvigt og í frystihús. Hann ók salti,
kolum og öðrum uppskipunarvarn-
ingi úr skipum og fullunnum fisk-
afurðum í skip til útflutnings. Lengi
tók hann þátt í vegagerð og stór
myndi sá haugur þykja sem hann
flutti þar á sínum bíl ef allur væri
kominn á einn stað.
Gunnar var þannig lengstum af-
gerandi beintengdur viðgangi at-
vinnulífsins til sjávar og sveita og
það vantaði ekki að hann væri
ábyggilegur í hvívetna. Hann sagði
aldrei annað en það sem hann stóð
við og það var gott að eiga viðskipti
við hann. Get ég vel um það borið,
enda var hann alltaf í fyrsta vali sem
bílstjórinn minn.
Gunnar var kyrrlátur maður og
dulur í dagfari, enginn mál-
skrafsmaður og meira fyrir að láta
verkin tala. Það gaf honum alltaf
ríka ánægju að sjá hlutina gerast,
sjá uppbyggingu og framfarir í
verki.
Lífsstarf hans var sem fyrr segir
jafnan bundið þeirri framkvæmda-
semi sem mestu skipti frá degi til
dags. Hann lifði í miðri önn atvinnu-
lífsins árum saman og fann sig vel í
þeirri atburðarás alla tíð. Hann fékk
að sjá heimastaðinn sinn vaxa úr til-
tölulega hráu sjávarþorpi í hlýlegan
bæ og það var ekki síst hans kynslóð
sem lagði hollastar hendur að því
verki – duglegir menn og kjarna-
konur.
En engin barátta er án fórna og á
miðjum aldri varð Gunnar fyrir al-
varlegu vinnuslysi. Það leið langur
tími þar til hann náði sér og gat far-
ið að vinna á ný og þó mun hann lík-
lega aldrei hafa náð sér til fulls. En
það vantaði ekki að áfram var barist
og bitið á jaxla meðal dagljóst var.
Gunnar missti Elsu konu sína fyr-
ir aldur fram og var það honum
þungt áfall sem nærri má geta. Síð-
ustu árin reyndu síðan mjög á hann
samfara vaxandi heilsuleysi og vita
þeir það gleggst sem næstir honum
stóðu og vörðu með honum vígið.
Og nú er þessi trausti eljumaður
horfinn úr heimi, andi hans svifinn
til hærri víddar og hvíld og friður
fenginn.
Við sem eftir stöndum, samferða-
menn um lengri eða skemmri veg,
þökkum fyrir góða viðkynningu og
biðjum Gunnari Helgasyni blessun-
ar. Ástvinum hans eru jafnframt
færðar hugheilar samúðarkveðjur á
þessum kveðjudegi og megi minn-
ingar um mætan mann verða ljós-
geislar á vegum þeirra um ókomna
tíð.
Rúnar Kristjánsson.
Gunnar Helgason
✝
Okkar ástkæri
SIGURDÓR JÓHANNSSON,
rafvirkjameistari,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn
30. október kl. 14.
Sigríður Eyjólfsdóttir,
Sigrún Sigurdórsdóttir, Sæmundur Guðmundsson,
Bragi Þór Sigurdórsson, Sigríður E. Hauksdóttir,
Jóhann S. Sigurdórsson, Jónína Björk Óskarsdóttir,
Hlynur Sigurdórsson, Jónína Herdís Sigurðardóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN HALLDÓRSSON
gullsmiður,
frá Nesi í Loðmundarfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 24.
október.
Útförin verður auglýst síðar.
Auður Björnsdóttir, Valdimar Sæmundsson,
Fríða Frank,
Gæflaug Björnsdóttir,
Eva, Sara, Björn Eiríkur, Nína Margrét
og langafabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR BRYNJÚLFSSON,
Böðvarsgötu 6,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn
30. október kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi.
Ásta Sigurðardóttir,
Sigurður Halldórsson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir,
Brynjúlfur Halldórsson, Vigdís Hallgrímsdóttir,
Hlynur Snær Unnsteinsson,
Brynjar Tumi Sigurðarson,
Sigurlaug Brynjúlfsdóttir,
Bryndís Brynjúlfsdóttir,
systkini hins látna og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma,
ERLA GUNNARSDÓTTIR,
Miðstræti 23,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 23. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðursystir mín,
SYSTIR ANNE PAULINE,
fædd 17. febrúar 1911,
hjúkrunarfræðingur,
lést á heimili St. Jósefssystra, Strandvejen 91
í Kaupmannahöfn, miðvikudaginn 24. október.
María Albertsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir,
KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR,
Reynigrund 25,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 25. október á Landspítala í
Fossvogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Sæmundsson,
Sæmundur Guðmundsson.