Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF/ MESSUR Á MORGUN AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson, félagar úr messuhópi aðstoða, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja og organisti er Arnór B. Vilbergsson. Súpa og brauð á vægu verði í safn- aðarheimilinu eftir messuna. Sunnudaga- skóli er kl. 11 í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta 28. október kl. 11, sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar og prédikar. Kirkjukórinn leiðir al- mennan safnaðarsöng, organisti Krisztina Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Börnin komi með litla gjöf og skókassa. Fréttir og myndir af verkefninu má nálgast á www.skokassar.net. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11, í umsjá leiðtoganna Elíasar og Hildar Bjarg- ar. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Vinir og vandamenn heim- ilisfólks velkomnir. Messa í Áskirkju kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi eftir messu. BERGSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Fjólu Haraldsdóttur djákna. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar org- anista. Afhending á nýju biblíuþýðingunni. Fermingarbörn og foreldrar hvött til þátt- töku. BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskólinn kl. 11, í hátíðarsal Álftanesskóla. Matta, Bolli Már og Sunna Dóra leiða stundina. Hans og Gréta koma í heimsókn. Biblíu- fræðsla og söngur. Hressing að lokinni samveru. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Barnaguðsþjónusta verður 28. okt. kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir annast stundina. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11, í umsjá Lindu, Jóhanns og Nínu. Yngri barnakór syngur, stjórnandi Gunnhildur Baldursdóttir. Tómasarmessa kl. 20. BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Guðsþjónusta 28. október kl. 14. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11, samvera með söng og fræðslu. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Renötu Ivan. For- eldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14, prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Stúlkna- og Kammerkórar Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Organisti Renata Ivan. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjart- an Sigurjónsson, kór Digraneskirkju, A- hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lokinni. (www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar ásamt Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir og kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jón Guðbergsson, söngur og fjölbreytt dag- skrá. Boðið verður upp á súpu og brauð. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30pm. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Traustason, vitn- isburðir frá Alfahelginni. Gospelkór Fíladel- fíu leiðir söng. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega frá Fíladelfíu kl. 20. filadelfia@gospel.is. Friðrikskapella | Árdegismessa kl. 9.30. Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt aðstoðarfólki. Org- anisti Guðmundur Vilhjálmsson, einsöngv- ari og kórstjóri Margrét Bóasdóttir. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr skátunum leiða sönginn. Æðruleysismessa kl. 20. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Nanda María segir helgi- sögu, Ása Björk þjónar og er með hugleið- ingu fyrir fullorðna fólkið á meðan börnin lita. Carl Möller og Anna Sigga leiða söng- inn og brúðurnar koma í heimsókn. Messu- kaffi og andabrauð eftir guðsþjónustuna. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11, kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma 28. október kl. 14 þar sem Hreimur H. Garðarsson prédikar. Á sam- komunni verður lofgjörð, barnagæsla, fyr- irbænir og eftir samkomu verður kaffi og samvera. Grafarholtssókn | Sunnudagaskóli kl. 11 í Ingunnarskóla, messa kl. 11 í Þórðarsveig 3. Prestur séra Sigurjón Árni Eyjólfsson. Siðbótar minnst. Organisti Hrönn Helga- dóttir, kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. Kirkjukaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11, séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Sunnudagaskóli kl. 11, prestur sr. Vigfús Þór Árnason, umsjón: Hjörtur og Rúna, undirleikari Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla, prestur sr. Lena Rós Matthíasdóttir, um- sjón Dagný, undirleikari Guðlaugur Vikt- orsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15, barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11, altarisganga. Samskot til UNICEF. Messu- hópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prest- ur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Biskup Íslands prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Sveinbirni Bjarnasyni, sr. Hjálmari Jóns- syni og Svölu S. Thomsen djákna. Guðrún Gísladóttir, forstj. Grundar, les ritning- arlestur. Organisti Kjartan Ólafsson, Elín Ósk Óskarsdóttir stjórnar hátíðarkór Grundar og syngur einsöng. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón- usta í Hásölum Strandbergs kl. 11. Sið- bótardagur og skákmessa, prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason, kantor Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn í Hafnarfirði synur. Skákmenn á Strandbergsmóti lesa ritningarorð. Hádegisverður fyrir skák- menn og gesti. Verðlaunafhending og fjöl- tefli. HALLGRÍMSKIRKJA: | Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Guð- rún Finnbjarnardóttir leiðir messusönginn, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Messukaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og messuþjónum. Mót- ettukór syngur, organisti Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir djákni. Boðið upp á kaffisopa í safnaðarsal eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson sóknarprestur predikar, sr. Guðbjörg Jó- hannesdóttir þjónar fyrir altari, organisti Douglas A. Brotchie. Ný útgáfa Biblíunnar tekin í notkun með viðhöfn. Sóknarnefnd- arfólk, fermingarbörn og barnakór undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur taka þátt í athöfninni. Hríseyjarkirkja | Guðsþjónusta kl. 14, sr. Helgi Hróbjartsson predikar og spilar á orgel. HVERAGERÐISKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Barnastarf kl. 11 með fræðslu, söngvum og leikjum. Fræðsla á sama tíma fyrir fullorðna. Ragn- ar Schram kennir. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Hvað vill Guð með kirkjuna? Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20 KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta 28. okt. kl. 11. Fjallað verður um þjónustu kirkjunnar og nýja Biblíuþýðingu í ræðu prestsins, sr. Skúla S. Ólafssonar, kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Há- konar Leifssonar. Barnastarfið á sínum stað. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju 28. okt. kl. 11. Fjallað verður um þjónustu kirkjunnar og nýja bibl- íuþýðingu í ræðu prestsins, sr. Skúla S. Ólafssonar, kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. Barna- starfið á sínum stað. KFUM og KFUK: | Jól í skókassa – vaka verður á Holtavegi 28 hinn 28. október kl. 20. Verkleg samvera, kakó og piparkökur. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum | Sunnu- dagskóli í safnaðarheimilinu 28. október kl. 13. Umsjón hafa Lilja Dögg Bjarnadóttir og María Rut Baldursdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11, prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti og kórstjóri Lenka Má- téova. Barnastarf kl. 12.30, umsjón: Sig- ríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.10. LANGHOLTSKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Kór Vogaskóla syngur undir stjórn Ágústu Jónsdóttur, prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börn- in í safnaðarheimilið með Rut og Stein- unni. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir héraðspretur prédikar og þjónar ásamt kór, starfsfólki og sjálfboðaliðum safn- aðarins. Messukaffi. Guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kl. 13. Djákni ÖBÍ þjónar ásamt sr. Maríu, org- anista og hópi sjálfboðaliða. LÁGAFELLSKIRKJA: | Messa kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur, org- anisti Jónas Þórir, meðhjálpari Arndís Linn, prestur sr. Þórhildur Ólafs. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Keith Reed organisti leiðir safnaðarsöng- inn, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson prédikar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, org- anisti Magnús Ragnarsson, sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík): | Guðsþjónusta 28. október kl. 11. Prestur er sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur, meðhjálpari Kristjana Gísladóttir, organisti Dagmar Kunákova. NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík): | Sunnudagskóli 28. október kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Guðsþjónusta kl. 14, prestur sr. Pétur Þorsteinsson. Tón- listarflutningur undir handleiðslu organist- ans Kára Allanssonar. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Samkoma kl. 17, yfirskrift er: „Tökum við keflinu. Látum ekkert stöðva okkur“. Ræðumaður Haraldur Jóhanns- son. Lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Að- standendur fermingarbarna, Kjartan Garð- arsson og Þórður Árnason lesa ritning- arlestra. Barnasamkoma kl. 11.15. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11, almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar, kirkjukórinn leið- ir sönginn, organisti Jón Bjarnason. Guðs- þjónusta í Skógarbæ kl. 16, sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir tón- listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma. Prestur er Hans Mark- ús Hafsteinsson héraðsprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa 28. október kl. 11. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur trúarleg verk frá ýmsum heims- hornum, stjórnandi Símon H. Ívarsson sem einnig leikur á gítar, Auður Árnadóttir leikur á flautu, Íris Gísladóttir leikur á fiðlu og prestur sr. Egill Hallgrímsson. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta 28. október kl. 14. Ný útgáfa Biblíunnar færð söfnuðinum, dr. Kristinn Ólason prédikar, sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari, org- anisti er Ester Ólafsdóttir. Háskólanemar á Sólheimum taka þátt í tónlist og upp- lestri, almennur safnaðarsöngur STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA | Kvöld- samverustund verður 28. október kl. 20, sr. Helgi Hróbjartsson flytur ræðu og segir frá ferð sinni til Eþíópíu í sumar. Kór Stærra-Árskógskirkju syngur og organisti er Arnór Brynjar Vilbergsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Samkoma kl. 19, Guðlaug Tómasdóttir prédikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Samkoma kl. 11 fellur nið- ur vegna lækningadaga. www.vegurinn.is. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. sr. Frið- rik J. Hjartar predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Kór Vídalínskirkju syngur, organisti Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kvöldvaka kl. 20. Halldóra Matthías- dóttir talar. Gospelkór Jóns Vídalíns syng- ur. Unglingahljómsveitir spila. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnu- dagaskólinn kl. 11, stund fyrir börn á öll- um aldri. Guðsþjónusta kl. 13, kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Sunnudaga- skólinn 28. október kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálmsdóttir, Ástríður Helga Sig- urðardóttir, Gunnhildur Halla Baldursdóttir og María Rut Baldursdóttir. Orð dagsins: Konungsmaðurinn. Jóh. 4 Ártíðardagur Hallgríms Hátíðarmessa verður 28. október kl. 11 í Hallgrímskirkju í tilefni af ártíðardegi Hallgríms Péturssonar (27. október) en í ár eru 333 ár frá andláti þessa mikilhæfa og bæn- heita listamanns. Vart mun enn finnast sá uppvaxni Íslendingur, að hann ekki kunni eitthver bæna- vers eftir Hallgrím. 2 kirkjur á Ís- landi eru kenndar við nafn hans. Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Messu sunnudagsins leiða prestar Hallgrímskirkju, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson, sem einnig predikar. Við orgelið verður Björn Steinar Sólbergsson, en Mótettu- kórinn syngur. Messuþjónar að- stoða við messugjörðina. Barna- starfið fer fram með hefðbundnum hætti undir leiðsögn Magneu Sverrisdóttur, djákna. Að messu lokinni er boðið uppá kaffisopa í suðursal kirkjunnar. Ensk messa verður síðan kl. 14, í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir sönginn, en Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á orgelið. Gospel og gleði í Vídalínskirkju Í vetur verða kvöldguðsþjónustur eða kvöldvökur síðasta sunnudag í mánuði í Vídalínskirkju. Tilgang- urinn með þessu nýja helgihaldi er að fleiri finni sig í guðsþjónustu safnaðarins og að brúa kynslóða- bilið og efla félagsauð í bæjar- félaginu. Samverurnar munu ein- kennast af léttir sveiflu í helgri alvöru. Tónlistin mun skipa háan sess og gospelkór Jóns Vídalíns og félagar í kór Vídalínskirkju munu leiða lofgjörðina á kvöldvökunum ásamt unglingahljómsveitum Vída- línskirkju. Tónlistarstjórar eru Þóra Gísladóttir kórstjóri, Jóhann Baldvinsson organisti og æskulýðs- leiðtogarnir Ármann H. Gunn- arsson og Andri Bjarnason. Jafn- framt verða bæjarbúar fengnir til að svara spurningunni „Hvað geri ég til að halda fjölskyldunni saman á 21. öld“. Sunnudagskvöldið 28. október kl. 20 mun Halldóra Matt- híasdóttir takast á við spurning- una. En Halldóra er eiginkona, móðir og framkvæmdarstjóri sölu- sviðs Opinna kerfa. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir kvöldvök- urnar og flytur hugleiðingu. Hressing í safnaðarheimilinu að stund lokinni. Sjá www.gardasokn- .is Sr. Frank prédikar í Neskirkju Á siðbótardegi, 28. október mun sr. Frank M. Halldórsson prédika í Neskirkju. Hann er bæði kunn- ugur prédikunarstólnum og að- stæðum kirkjunnar því hann þjón- aði Nessöfnuði í 40 ár. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson. Messan hefst kl. 11. Barnastarfið hefst á sama tíma. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Trúfræðslutímar í Laugarneskirkju Sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er með vikulegu trúfræðslutímum sem haldnir eru hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Næstu þrjú þriðjudagskvöld mun hann fletta hinni nýju Biblíuþýð- ingu og gefa áheyrendum innsýn í það hvernig Biblían geti orðið ómissandi og dýrmæt í höndum lesandans og veitt innblástur sem skiptir sköpum fyrir lífstíl manns og sjálfsmynd. Síðustu vikur hefur Bjarni fjallað um siðfræðileg mál- efni sem varða hjónaband, fjöl- skyldulíf og gæði náinna tengsla. Kvöldsöngur er í Laugarnes- kirkju öll þriðjudagskvöld kl. 20, þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sálmasönginn. Frjálst er að sækja kvöldsönginn eða trú- fræðsluna eina og sér. Ensk messa í Hallgrímskirkju Ensk messa á morgun, 28. október, kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason, organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og Jón- ína Kristinsdóttir mun leiða safn- aðarsöng. Messukaffi. Enskar messur eru haldnar síðasta sunnu- dag hvers mánaðar í kirkjunni. Service in English on the Twenty-second Sunday after Pentecost at Hallgrímskirkja. October 28th at 2 pm. Holy Comm- union. Preacher and Celebrant: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergs- son. Leading Singer: Jónína Krist- insdóttir. Refreshments after the Service. Skákmessa í Hafnarfjarðarkirkju Guðsþjónusta í Hásölum Strand- bergs kl. 11. Siðbótardagur í kirkj- unni og skákmessa. Sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur messar og Barbörukórinn í Hafnarfirði syng- ur undir stjórn Guðmundar Sig- urðssonar kantors. Skákmenn á 4. Strandbergsmóti lesa ritningarorð og leiða bænir. Léttur hádeg- isverður fyrir skákmenn og gesti þeirra. Verðlaunafhending og fjöl- tefli við Helga Ólafsson stórmeist- ara. Þemakvöld um Biblíu 21. aldarinnar í Hafnarfjarðarkirkju Í tilefni hinnar nýju þýðingar Bibl- íunnar sem út er komin verður haldið þemakvöld um Biblíu 21. aldarinnar í boði Fullorðinsfræðslu Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 20.30, í safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Skoðuð verður ritunarsaga Bibl- íunnar, hvernig hinn gríski og hebreski texti hennar urðu til, hvernig valið var í Biblíusafnið og heimildargildi textanna krufin. Valdir textar verða bornir saman úr hinni nýju þýðingu og þýðing- unni frá 1981 og umdeild merking þýðingarinnar brotin til mergjar. Til hliðsjónar verða hafðar enskar, danskar, sænskar, þýskar og lat- neskar Biblíuþýðingar. Leiðbein- andi er sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Tómasarmessan verður í Breið- holtskirkju í Mjódd 28. október, kl. 20. Tómasarmessa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tíu árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saurbæjarkirkja (Hallgrímskirkja í Saurbæ), Hvalfjarðarströnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.