Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 47
af fjölbreytilegum söng og tónlist
og áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Hópur fólks
tekur jafnan þátt í undirbúningi
og framkvæmd messunnar, bæði
leikmenn, djáknar og prestar.
Helgihald
í Kolaportinu
Helgihald verður í „Kaffi Port“, í
Kolaportinu 28. október kl. 14. Um
leið og gengið er um og bæn-
arefnum safnað eða frá kl. 13.30
syngur og spilar Þorvaldur Hall-
dórsson ýmis þekkt lög bæði eigin
og annarra. Hann annast einnig
tónlistina í helgihaldinu. Prestar,
djáknar og sjálfboðaliðar munu
leiða samveruna og prédika. Boðið
er upp á að leggja fram fyrirbæn-
arefni og verður beðið með og fyr-
ir þeim sem þess óska. Miðborg-
arstarfið.
Samkirkjulegur
bókamarkaður
Bókaforlagið Salt ehf og Samband
íslenskra kristniboðsfélaga standa
fyrir samkirkjulegum bóka- og
tónlistarmarkaði, í kjallara húss
KFUM og KFUK við Holtaveg 28,
gegnt Langholtsskóla. Til sölu eru
bækur og tónlistardiskar með
kristilegu efni einnig bækur al-
menns efnis sem hafa verið gefnar
á markaðinn, bæði innlendar og
erlendar, nýjar, nýlegar og eldri.
Þar eru barnabækur, ýmiss konar
fræðslurit um kristna trú og
kirkju, og bækur um hjónaband og
uppeldi, auk ljóða- og bænabóka,
skáldsagna og ævisagna. Kaffihús
verður opið meðan á markaðinum
stendur. Sérstök tilboð verða í
gangi og útvaldar bækur gefins.
Allur ágóði af markaðnum rennur
til starfs Kristniboðssambandsins í
Afríku.
Markaðurinn verður opinn í dag
laugard kl. 13-16.
ÞANN 25. september sl. varð ann-
ar stórmeistari Íslendinga, Guð-
mundur Sigurjónsson, sextugur.
Yngri kynslóðir yngri skákmanna
þekkja kannski ekki mikið til Guð-
mundur enda hefur hann lítið teflt á
opinberum vettvangi í meira en 20 ár.
Hann varð Íslandsmeistari árið 1965
aðeins 17 ára gamall og vann titilinn
aftur 1968 og 1972. Á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar voru Guð-
mundur og Friðrik Ólafsson lang-
fremstu skákmenn Íslands og um
tíma voru áhöld um það hvor væri
betri. Besti tími Guðmundar í skák-
inni var á árunum 1968–78. Hann
vann Reykjavíkurskákmótið 1970
með 80% vinningshlutfall, hlaut 12
vinninga úr 15 skákum, tefldi á sterku
móti í Caracas í Venesúela sama ár og
einnig á Ólympíumótinu í Siegen en
gerði þá hlé á taflmennsku. Tók upp
þráðinn aftur eftir að lokið laganámi,
varð stórmeistari í ársbyrjun 1975
með frábærri frammistöðu í Hast-
ings-mótinu og tefldi á næstu árum
víða um heim við góðan orðstír enda
almennt talinn einn af glæsilegustu
skákmönnum sinnar kynslóðar. Hann
var aðstoðarmaður Robert Hübners
á millisvæðamótinu í Rio de Janeiro
1979 sem lauk með glæstum sigri
Hübners. Þá var hann aðstoðarmað-
ur og þjálfari Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar á heimsmeistaramóti sveina
1987 en Hannes vann mótið með eft-
irminnilegum hætti. Í dag er Guð-
mundur einn af eigendum Eignamiðl-
unar, einnar stærstu fasteignasölu
landsins. Guðmundur rauf ákveðna
kyrrstöðu í skáklífi Íslendinga þegar
hann varð Íslandsmeistari 1965. Frið-
rik Ólafsson bar höfuð og herðar yfir
aðra íslenska skákmenn og kannski
sá eini sem gat ógnað honum, Ingi R.
Jóhannsson tefldi ekki mikið. Á
Fiske-mótinu sem fram fór í Oddfel-
low-húsinu 1968 sem var jafnframt
þriðja Reykjavíkurskákmótið tefldi
Friðrik með miklum glæsibrag en
Guðmundur kom næstur. Hann átti í
dálitlu basli með baráttuglaða landa
sína en tefldi hinsvegar frægustu
skák mótsins gegn hinum þekkta
ungverska stórmeistara Lazslo
Szabo. Þessi skák var valin fimmta
besta skák ársins 1968 af hinu virta
riti Infirmant sem er ekki lítið afrek
þegar litið er til þess að þetta var upp-
gangstími hjá meisturum á borð við
Boris Spasskí og Bent Larsen.
Fiske-mótið 1968
Laszlo Szabo – Guðmundur Sig-
urjónsson
Slavnesk vörn
Á þessum árum var Slavneska
vörnin ekki eins vinsæl og dag. Szabo
reyndi að slá hinn unga andstæðing
sinn út af laginu með sjaldséðri leið, 8.
Be2. Tilraun til að skorða peð svarts á
drottningarvæng svarar Guðmundur
með því að brjótast fram með 13. .. e5.
Allt virtist með kyrrum kjörum eftir
21. Rb3 en þá setur Guðmundur allt í
bál og brand með 21. .. c5. Hafi sá
leikur og skiptamunarfórnin í kjölfar-
ið komið Ungverjanum á óvart hlýtur
23. leikurinn, Rf3+ hafa slegið hann
út af laginu. Hann getur ekki leikið
25. gxf3 vegna 25. .. Dh3 26. f4 Rg4 og
mátar en þegar Guðmundur lagði út
21. .. c5 varð hann að hafa séð 25. ..
Re4 sem er eiginlega rúsínan í pylsu-
endanum, 26. Ba5 sem blasir við er
svarað með 26. .. Rg5 og hvítur getur
enga björg sér veitt. Szabo tekst að
stoppa í götin á kóngsstöðu sinni en
þá kemur sókn úr annarri átt, 31. ..
He5! Hvítur tapar peði og síðan knýr
Guðmundur fram unnið peðsendatafl.
Kraftmikil taflmennska.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5
8. Be2 Bb7 9. a3 a6 10. b4 Bd6 11.
O–O O–O 12. Bd2 De7 13. Dc2 e5 14.
Hae1 Hac8 15. Rg5 h6 16. Rge4 Bb8
17. Rg3 Hfe8 18. Rf5 De6 19. dxe5
Rxe5 20. Rd4 Dd7 21. Rb3 c5 22.
Rxc5 Hxc5 23. bxc5
Sjá stöðumynd.
23. .. Rf3+ 24. Bxf3 Bxf3 25. Re2
Re4 26. Rg3 Rxd2 27. gxf3 Rxf3+ 28.
Kg2 Dc6 29. e4 Rxe1+ 30. Hxe1
Bxg3 31. hxg3 He5 32. Hd1 Hxc5 33.
Hd8+ Kh7 34. De2 f5 35. Hd4 Hc4
36. Hxc4 Dxc4 37. Dxc4 bxc4 38. Kf3
g5 39. exf5 c3 40. Ke4 c3
– og Szabo gafst upp.
Fyrsta Norðurlandamót stúlkna
í skólaskák
Sjö íslenskar stúlkur taka þátt í
Norðurlandamóti stúlkna í skóla-
skák. Mótið fer fram í Blokhus í Dan-
mörku um helgina. Þetta er í fyrsta
sinn sem þetta mót fer fram en það
mun verða árlegur viðburður fram-
vegis. Skáksamband Íslands sendir 7
stúlkur til keppni. Þær eru: Elsa
María Þorfinnsdóttir, Geirþrúður
Anna Guðmundsdóttir, Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna
Björg Jóhannsdóttir, Sigríður Björg
Helgadóttir, Stefanía Bergljót Stef-
ánsdóttir og Tinna Kristín Finnboga-
dóttir. Fararstjórar eru Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir og Bragi Krist-
jánsson.
Björn efstur á Haustmóti TR
Björn Þorfinnsson vann Sigur-
björn Björnsson í 2. umferð Haust-
móts TR sem nú stendur yfir i húsa-
kynnum Taflfélags Reykjavíkur í
Faxafeni. Björn er einn efstur í A–
flokki, hefur unnið tvær fyrstu skákir
sínar. Í 2. sæti kemur Davíð Kjart-
ansson með 1½ vinning.
Snilld í húsi Oddfellowa
SKÁK
Fiske-mótið
Oddfellow-húsið 1968
Helgi Ólafsson
Norðurlöndin gegn Bandaríkjunum 1986 Bent Larsen, Guðmundur Sig-
urjónsson og Margeir Pétursson.
helol@simnet.is
Fyrirtæki
Naglasúpan -
veitingastaður
Meðeigandi óskast í
veitingastað í miðbæ Rvík.
Hafið samband við Gerhard,
s.845-6265.
Byggingavörur
Ítalskir hringstigar til sölu.
Hágæða "ítölsk" vara. Gler/viðar
tröppur, burstað stál (stainless) eða
pólerað, engar suður.
B.Haraldsson ehf., s. 897 8947
bjorneh@simnet.is
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Steinn og Timbur
Sérfræðingar í múrverki, flísaverki,
og flotverki, m.ö.o. allur pakkinn.
Nánari upplýsingar í síma 896-8892.
Sandspörslun og málun
Upplýsingar í síma 893 5537 og
Arno@internet.is
Arnar málarameistari.
Hestar
Háskólinn á Hólum
auglýsir hross til sölu:
Þröstur IS2002158300
F: Forseti frá Vorsabæ
M: Þrá frá Hólum
Þórir IS2002158302
F: Glampi frá Vatnsleysu
M: Þóra frá Vatnsleysu
Fjörnir IS2002158311
F: Smári frá Skagaströnd
M: Þilja frá Hólum
Brák IS1994258301
F: Kveikur frá Miðsitju
M: Birta frá Hólum
Skrifleg tilboð berist skrifstofu
skólans fyrir 15. nóvember nk.
Réttur er áskilinn til að hafna til-
boðum.
Nánari upplýsingar í s. 455-6300
og á vikingur@holar.is.
Nudd
Veiði
Stud, Stud, Stud!
Innfluttur labrador rakki frá USA
tiltækur á tíkur. Tiger uppfyllir allar
heilsufarskröfur HRFÍ.
Ný og spennandi lína á Íslandi!
Allar upplýsingar í síma 821 8644.
www.pointinglab.tk.
Bátar
Tilboð óskast!
gerðu góð kaup núna á skemmtibát
fyrir næsta sumar Marex 330.
árg. 2001 2x260 hp Volvo Penta .
Fullbúinn bátur með öllu sem þarf,
vel búinn tækjum.
Uppl. í síma 892 6114.
Meðferðabekkir
Glæsilegir bekkir frá USA.
Ath. 7,6 cm svampþykkt
Nálastungur Íslands ehf.
www.nalar.net
Sími 5200120 og 8630180
Húsgögn
Tómstundir
Revell módel: Nýkomin sending af
plast- og trémódelum í miklu úrvali.
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
NÓRA DALVEGI 16a
Nóra hefur opnað á Dalvegi 16.
Full búð af fallegum rómantískum
vörum. Sjón er sögu ríkari.
s: 517 7727 www.nora.is
Húsnæði í boði
Til leigu í Bæjarlind, Kópavogi
Til leigu 48 m2 og 16 m2 herb. og
jafnvel fl. m2, er í sameigilegu rými
með snyrtistofu og heildsölu með
snyrtivörur, góð aðstaða og stað-
setning. Áhugasamir hafi
samband í síma 821-7779
2ja-3ja herbergja íbúð í
Þingholtunum
2ja-3ja herbergja nýuppgerð íbúð til
leigu í rólegri götu í Þingholtunum.
Verð 125 þús/mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Kristján í
síma 6633132
Geymslur
Getum bætt við okkur
í geymslu nokkrum tjaldvögnum og
fellihýsum. Uppl. í síma 421 5452 og
867 1282.
Sumarhús
Verslun
NÓRA DALVEGI
Mikið af nýrri og fallegri heimilis- og
gjafavöru. Gott verð.
Nóra Dalvegi 16a.
S: 517 7727, www.nora.is
Jeppar
Landcruiser óskast.
Óska eftir Landcruiser 120 VX, helst
dísil. Staðgreiðsla í boði.
Uppl. í síma 896 0850.
Land Cruiser 120 árg 2006
Svartur, ek. 31 þús. km, ssk., 5
manna, krókur, filmur, þverbogar,
vindskeið m/ljósi, húdd- og glugga-
hlífar, cd magasín, hraðastillir,
loftkæling o.m.fl. Engin skipti.
Áhvílandi ca 1200 þús. Verð tilboð.
Sími 860 4853/862 0204.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Kristófer Kristófersson
BMW.
861 3790.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i.
892 1451/557 4975.
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Fellihýsi
Geymsluhúsnæði - fellihýsi
Höfum til leigu nokkur pláss undir
fellihýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu
rými í Borgarfirði á sanngjörnu verði.
Uppýsingar í síma 899 7012.
Einkamál
Til lukku með útskrift
Bestu kveðjur í MEGA OFUR
Partý :)
Ritgerðinni er loksins lokið,
ljúft skal haldið teitið.
Af víkinga sið í vínið rokið,
varlega þess þó neytið.
Binni.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl