Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 53 Krossgáta Lárétt | 1 æki, 4 spil, 7 svífur, 8 hræfugls, 9 álít, 11 hafa tíma til, 13 at, 14 ól, 15 heiður, 17 skellur, 20 amboð, 22 megnar, 23 fárviðri, 24 dreg í efa, 25 lagvopns. Lóðrétt | 1 ríki dauðra, 2 ójafnan, 3 aumt, 4 fiðurfé, 5 kona, 6 svarar, 10 bál, 12 skyldmenni, 13 gyðja, 15 mergð, 16 samkom- urnar, 18 hagur, 19 koma skapi við, 20 fugl, 21 gaff- al. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hugarflug, 8 sýlar, 9 tíðum, 10 ætt, 11 múrað, 13 akrar, 15 farms, 18 hláka, 21 ker, 22 Eldey, 23 aular, 24 handfangs. Lóðrétt: 2 umlar, 3 afræð, 4 fatta, 5 Urður, 6 ásum, 7 smár, 12 aum, 14 kól, 15 flet, 16 rudda, 17 skyld, 18 hraka, 19 áflog, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fyrir fólkið í kringum þig skiptir álit þitt máli. Ef þú ert ekki viss um hvað þér finnst, eða heldur að álit þitt geti sært einhvern, er betra að segja lítið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það sem þig langar til að gera sam- ræmist ekki því sem þú veist að þú átt að gera. Eins og þjófur hafi falið hjarta þitt. Kallaðu á hjartað og það mun svara. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert að lita líf þitt með nýju litaspjaldi. Þú breytir siðum þínum og flestum hliðum lífs þíns. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hleyptu andanum í flöskunni út. Þér áskotnast nokkrar nýjar óskir og vilt bera þær upp við einhvern sem getur látið þær rætast. Framtíðin er björt – hún er núna! (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þig dreymir um að afla tekna á nýj- an hátt. Talaðu um það við Vog eða Krabba. Mikil fjárhagsleg ábyrgð er ávís- un á þykkt launaumslag. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ef fólk lítur þig hornauga, skaltu hunsa það. Þú ert sjálflærð manneskja og leysir því vandamál á einstakan hátt. Ein- hleypir finna ástina við að hjálpa vini eða yfirmanni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur byrjað á verkefni, ætlast til að það flæði. Þegar það gerist ekki, verð- ur þú fyrir vonbrigðum. Líklega er það merki um að snúa sér að öðru í bili. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Morgunstjörnurnar hjálpa þér að muna það sem þú gleymdir í gær. Á einhver afmæli? Hvaða reikning þarf að borga? Reddaðu því fyrir hádegi og skað- inn verður lítill. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú æfir þig að elska skilyrð- islaust – að gefa án þess að ætlast til nokkurs til baka. Byrjaðu smátt og auktu svo álagið, ekki reyna of mikið á þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur mikil áhrif á fólk, sem lítur upp til þín, með skoðunum þínum. En það er vald sem þú vilt ekki hafa núna. Vertu varkár, svo þú skipir ekki fólki óvart fyrir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarfnast viðbragða og þú færð þau. Þar sem þú hlustar á klárt fólk muntu vaxa hratt. Það sem þú hefur á prjónunum reynist mjög arðbært. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú vinnur þér inn punkta með því að neyta að taka þátt í vondum siðum sem skaða samfélagið. Hringdu strax tilbaka í fólk og mættu á réttum tíma. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp í landskeppni á milli Rússlands og Kína sem fram fór í Niz- hniy í Novgorod í Rússlandi fyrir skömmu. Hin kínverska Yang Shen (2439) hafði svart gegn stöllu sinni Ekaterina Kovalevskaya (2454). 37... Hxc3+! 38. Dxc3 Hc8 39. Hxf6+ Kg8 svartur verður nú biskup yfir. 40. Dxc8+ Bxc8 41. Hhf1 Dc5+ 42. Kb2 Be6 43. Hf8+ Kg7 44. H1f2 Db4+ 45. Kc1 Dc3+ 46. Kd1 g3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik Alkrafan tvö lauf. Norður ♠K82 ♥-- ♦7652 ♣ÁKDG108 Vestur Austur ♠G73 ♠ÁD10964 ♥1082 ♥73 ♦Á10 ♦9843 ♣97642 ♣5 Suður ♠5 ♥ÁKDG9654 ♦KDG ♣3 Suður spilar 6♥. Norðmaðurinn Tor Helness og Bandaríkjamaðurinn Steve Garner vöktu báðir á alkröfu með spil suðurs í úrslitaleik HM. Samkvæmt víðustu skilgreiningu þýðir alkröfuopnun það eitt að styrkur sé nægur í geim. Og suður skrökvar engu í þeim efnum; hann á tíu slagi í hjartasamningi. En hitt er annað mál að makker býst við punktaríkari spilum. Alla vega er erfitt fyrir norður að ímynda sér að það standi ekki slemma þegar suður byrjar á því að krefja í geim með 2♣. Enda fór það svo að slemma var sögð á báðum borðum. Norðmenn tóku á ásana sína gegn Garner, en Helness fékk að vinna 6♥, því Zia kom út með tromp. Kannski hefði Zia átt að vera opnari fyrir þeim möguleika að tvo ása vant- aði, því það var göslarabragur á sögn- um: Helgemo svaraði alkröfunni með 3♣ og Rosenberg í austur kom inn á 3♠. Helness sagði 4♥, Zia 4♠ og nú stökk Helgemo í 6♣, sem Helness breytti í 6♥. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Þjóðminjasafnið fær fjölda muna í næsta mánuði fráSvíþjóð sem hafa verið þar í geymslu í 120 ár. Hver er þjóðminjavörður? 2 Kvörtunum um galla í nýbyggingum rignir inn til Hús-eigendafélagsins. Hver er talsmaður Húseigendafé- lagsins? 3 Ingibjörg Þorbergs söngkona og tónskáld hélt afmæl-isveislu í fyrrakvöld. Hversu gömul varð hún? 4 Hvaða bók trónir efst á bóksölulistum? Svör við spurn- ingum gærdagsins: 1. Hvar býr skopmynda- teiknarinn Sigmund? Svar: Í Vestmanna- eyjum. 2. Danir kjósa til þings 13. nóvember nk. Hver er forsætisráð- herra Dana? Svar: And- ers Fogh Rasmussen. 3. Hvað fékk kvikmyndin Veðramót margar til- nefningar til Eddu- verðlauna? Svar: 11 4. Auðunn Helgason knatt- spyrnumaður í FH hefur ákveðið að ganga til liðs við nýtt félag. Hvaða? Svar: Fram. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR NÝ BÓNUSVERSLUN verður opn- uð í Garðabæ í dag, laugardag, kl. 10. Boðið verður upp á fjölda opn- unartilboða. Verslanir Bónus eru nú 25 talsins eftir að tveimur litlum verslunum var lokað í sumar. Verslunin sem er í sama húsi og Max, ská á móti IKEA, verður með nokkuð hefðbundnu Bónussniði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöruflokka í matvöru og sérvöru eftir því sem pláss leyfir. Í tilefni af opnun verslunarinnar í Garðabæ gefur Bónus íþrótta- félaginu Stjörnunni eina milljón króna. Íþróttafélögin í landinu vinna geysilega mikilvægt uppeld- is- og forvarnarstarf og það vill Bónus styðja, segir m.a. í tilkynn- ingu. Verslunarstjóri í nýju verslun- inni verður Bjarni Sæmundsson. Ný Bónusverslun opnuð í Garðabæ STARFSMENN Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði lögðu hönd á plóg laug- ardaginn 20. október síðastliðinn og unnu að ýmsum verkefnum í þágu samfélagsins. Í október hafa starfsmenn Alcoa um allan heim sinnt sjálfboðavinnu og lagt góðum málefnum lið. Í fréttatilkynningu segir að á Reyðarfirði hafi starfsmenn Fjarðaáls sett upp leiktæki, merkt göngu- og hjólreiðastíga, málað gangbrautir, endurbætt girðingar og fleira við lóð grunnskólans í bænum. Annar hópur starfsmanna fegraði umhverfið með því að tína rusl frá vinnubúðum í Hólmanesi. Á Egilsstöðum lögðu starfsmenn Alcoa m.a. hönd á plóg við end- urbætur á húsnæði geðræktar- stöðvarinnar Kompunnar. Í dag, laugardaginn, 27. október, munu sjálfboðaliðar úr hópi starfs- manna Fjarðaáls vinna með ný- stofnuðu skátafélagi á Egilsstöðum við að leggja göngustíga og taka til á útvistarsvæði félagsins. Á Eski- fjarðardal munu starfsmenn gróð- ursetja tré sem Fjarðabyggð leggur til og munu með tíð og tíma setja skemmtilegan svip á umhverfi golf- vallarins. Frekari upplýsingar um fyrir- tækið má nálgast á vefslóðinni www.alcoa.com. Sinna sjálfboðavinnu og leggja góðum málefnum lið Gott málefni Hrönn Bergþórs- dóttir og Karin Birgitta Axels- dóttir, starfsmenn Fjarðaáls, lögðu hönd á plóg við endurbætur á geð- ræktarstöð á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.