Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 54
„Hann hjó menn í
herðar niður.“ Er þetta
ekki nokkuð falleg setning,
ljóðræn jafnvel? 58
»
reykjavíkreykjavík
HANN stóð 200 sinnum á sviðinu og
flutti leikverkið Hellisbúann. Bráð-
um mun hann hafa leikið Pabbann
80 sinnum og stöðugt er uppselt á
sýninguna. Það er nóg að gera hjá
Bjarna Hauki Þórssyni.
„Ætli þetta sé ekki bara lítið blóm
sem hefur vaxið!“ segir pabbinn
sposkur um Pabbann. Hann varð
faðir árið 2004 og skrifaði verkið upp
úr því en það fjallar um hlutverk
feðra í nútímasamfélagi.
„Sýningin byrjaði frekar smátt og
partur af þessu er held ég bara að
maður hefur verið þolinmóður og
leyft þessu að spyrjast út.“
Rigg og stemning
Bjarni Haukur hefur ferðast með
Pabbann um landið og sýnt hann á
hátt í 20 stöðum. „Maður hleður
bara dóti inn í stóran sendiferðabíl
og ekur af stað. Þetta er bara vertíð!
Eins og með hljómsveitirnar, rigg og
stemning … Þetta var náttúrlega
gert mikið í gamla daga en virðist
einhvern veginn vera hætt. Það virð-
ist enginn vera að sinna þessu.“
Spurður af hverju hann sé alltaf
einn á sviðinu, ýmist sem hellisbúi
eða faðir, segist Bjarni Haukur
hlæjandi hafa velt því mikið fyrir
sér. „Ég er farin að hallast að því að
ég hljóti bara að vera svona leið-
inlegur! Það vill enginn vera með
mér … Ég sit bara uppi með sjálfan
mig.“ Hann kveður síðan upp úr með
að einleiksformið sé reyndar form
sem hann kunni einfaldlega vel við.
Vegna mikillar eftirspurnar er bú-
ið að skipuleggja aukasýningar á
Pabbanum í Íslensku óperunni.
Sit uppi með sjálfan mig …
Og svo rembast Bjarni Haukur Þórsson fæðir barn í leikritinu Pabbanum
sem fyllt hefur hús um land allt og verið sýnt nærri 80 sinnum.
Á Airwaves-
hátíðinni bar
það við að einn
af þekktari lista-
mönnum þjóð-
arinnar gerðist
þyrstur er hann
gekk af sviði. Sá var hængurinn á
að svo naumt var listamönnunum
skammtað að ekki voru nema tveir
bjórar á mann, sem þegar voru
drukknir, og vörður vígalegur við
bjórkælinn. Aðstoðarmaður lista-
mannsins náði því fram með harð-
fylgi að hann fengi annan bjór, en
til að það gengi eftir þurfti að
hringja í ýmsa umsjónarmenn há-
tíðarinnar. Listamaðurinn var ekki
par glaður – enda fékk hann ekki
annað fyrir spilamennskuna en
þessa þrjá bjóra.
Tveir bjórar eru
andskotans nóg!?
Broadway fagnar um þessar
mundir 20 ára afmæli og í tilefni af
því verður boðið upp á sýninguna
George Michael í 25 ár! Líkt og seg-
ir á heimasíðu Broadway er um
eina „stórkostlegustu tónlist-
arskemmtun allra tíma“ að ræða en
þar verður að sjálfsögðu valinn
maður í hverju rúmi. Eru þar
fremstir meðal jafningja Friðrik
Ómar og Jógvan Hansen.
Broadway 20 ára
Innan um alla
góðvini okkar á
jólabókamark-
aðnum er nokkur
ný nöfn að finna í
Bókatíðindum
sem nú er hægt
að lesa á netinu.
Valur Gunnarsson blaðamaður
virðist til dæmis hafa loksins klárað
bók sem hann hefur verið með í
smíðum í Finnlandi í nokkur ár og
Ágúst Bogason útvarpsmaður fer í
gegnum samsæriskenningar sem
spunnist hafa í kringum árásirnar á
Tvíburaturnana í New York.
Ný nöfn í Bókatíð-
indum 2007
Eftir Hallgrím H. Helgason
hgrimur@simnet.is
MARTEINN Hunger Friðriksson dómorganisti
hefur nú í 26 ár staðið fyrir Tónlistardögum
Dómkirkjunnar. Þar er jafnan í öndvegi frum-
flutningur á tónverki sem samið er sérstaklega
fyrir kórinn og organistann. Hátíðin í ár er þó
óneitanlega með sérstæðum brag því að þessu
sinni frumflytur Dómkórinn verk eftir dóttur
kórstjórans, Þóru Marteinsdóttur. Verkið heitir
Missa Brevis og er messa í fjórum þáttum.
Það er óhætt að segja að Þóra Marteinsdóttir
hafi verið umlukin kórstarfi frá blautu barns-
beini en hún byrjaði sex ára að syngja í
Kársneskórnum hjá móður sinni, atorkukon-
unni Þórunni Björnsdóttur. Þar var hún til 16
ára aldurs. Síðar fór hún í Hamrahlíðarkórinn
og loks í Hljómeyki sem faðir hennar stjórnaði
á tímabili.
Fjölbreytt verk
„Ég held ég hafi verið tveggja eða þriggja
vikna gömul þegar ég fór á fyrstu kóræfinguna,
segir Þóra. „Svo ég er bókstaflega alin upp í
kór.“
Marteinn segir það gott ef tónskáld þekki
söngröddina. „Ef við fáum verk eftir tónskáld
sem semur bara fyrir hljóðfæri þá er ekki alltaf
svo auðvelt að koma því til skila með söngrödd-
unum einum“.
„Ég miða við að ef ég geti sungið þetta sjálf
þá eigi kórinn að ráða við það,“ segir Þóra.
„Svo ég syng þetta sjálf yfir.“
Þóra tók á sínum tíma próf úr tónfræðideild
Tónlistarskólans í Reykjavík. Eftir það fór hún
til Gautaborgar í frekara tónsmíðanám og lauk
mastersprófi þaðan 2005. Hún hefur samið tón-
list af margvíslegum toga en hún neitar því
ekki að trúarleg tónlist standi henni nærri.
„Mér finnst oftast kirkjuleg tónlist vera fal-
legust,“ segir hún. „Það hvílir svo sérstakur
blær yfir henni. Svo ég hef samið mikið af
trúarlegum verkum.“
„Hún kemst heldur ekki hjá því að þekkja
mikið til kirkjutónlistar,“ segir Marteinn. „En
hún fékk líka skýrar línur frá mér um það
hvernig verk hún ætti að semja. Ég hef alltaf
beðið tónskáldin að hafa það í huga að það eigi
að flytja verkið í kirkju. Þá þarf að finna texta
sem passar. Svo fékk Þóra líka ósk um að hafa
verkið þess eðlis að það væri þægilegt að flytja
það oftar án þess að þurfa að hafa mikið við.
Og mér finnst þetta hafa tekist mjög vel. Þetta
eru stuttir kaflar, ekki endilega auðveldir í
flutningi en þeir eru mjög fjölbreytilegir og að-
gengilegir og því þægilegt að hlusta á þá. Það
eru laglínur og fjölbreytni í því: þarna er við-
kvæmni, styrkleiki, hátíðlegheit og líka fjör!
Það skiptir líka máli.“
Stoltur faðir
„Ég sem bara eitthvað sem mér finnst fal-
legt,“ segir Þóra. „En ég sem mjög lagrænt,
það er alveg rétt. En það skiptir líka miklu máli
að það sé skemmtilegt að syngja verkið. Ég
þekki það sjálf af þátttöku í kórstarfi að það er
ekkert gaman að fá verk sem er leiðinlegt að
syngja þótt það hljómi kannski fallega. Ég held
líka að flutningurinn verði meira lifandi ef flytj-
endunum finnst gaman.
Marteinn Hunger játar því að það sé æði sér-
stætt að stjórna nú verki eftir dóttur sína.
„Það er náttúrlega ógurlega gaman og ég er
mjög stoltur af að eiga barn sem getur gert
þetta svona glæsilega. Ég vona að ég tárfelli nú
ekki en svona inni í mér þá snertir það mig
mjög.“
Dómkórinn frumflytur verkið Missa brevis
eftir Þóru Marteinsdóttur á Tónlistardögum
Dómkirkjunnar í dag kl. 16.
Alin upp í kór
Dómkórinn frumflytur í dag nýtt kórverk eftir Þóru Marteinsdóttur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Feðginin Stór stund er í uppsiglingu hjá Þóru Marteinsdóttur tónskáldi og Marteini Hunger Friðrikssyni dómorganista.