Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 58

Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 58
58 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Þriðji hlutinn í fram- tíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Dark is Rising kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Good Luck Chuck kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Superbad kl. 3 - 5:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 1:30 (300 kr.) Eastern Promises kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Resident Evil kl. 10:10-KRAFTSÝNING B.i. 16 ára Heartbreak Kid kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 4 (450 kr.) - 6 B.i. 14 ára Hákarlabeitan kl. 4 (450 kr.) Sími 564 0000Sími 462 3500 Dark is Rising kl. 3 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára 4 Months Enskur texti kl. 3 - 5:40 - 8 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 3 - 5:40 B.i. 12 ára Halloween kl. 10:20 B.i. 16 ára Superbad kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára Sími 551 9000 Brjálæðislega fyndin mynd!! Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up - Dóri DNA, DV- T.S.K., Blaðið - H.J., MBL - J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is DÓMSDAGURDJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! eee Dóri DNA - DV STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA SÍ ÐU ST U SÝ N. Ver ð aðeins 300 kr. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG Las Vegas er HORFIN... Jörðin er næst! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Hann þarf að finna sex falda töfragripi á aðeins fimm dögum... til að bjarga heiminum frá tortímingu! Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ* * Gildir á allar s ýningar merkta r með rauðu450 KR. Í BÍÓ * Krafist er uppsagnar Þrastar Helga-sonar, ritstjórnarfulltrúa LesbókarMorgunblaðsins. Krafan birtist hér: „Verandi löggiltur bókmenntafræðingur staðhæfi ég að þetta er ekki kvæði fyrir fimm aura. Þetta er viðbjóðslegt klám; ekki einu sinni hormónagelgja af verstu sort gæti klambrað svona ógeði saman, ekki heldur þær sem teikna typpi með tússi í undirgöngum borgar óttans! […] Mér finnst að það ætti að segja ritstjóranum um- svifalaust upp út af þessari kvæðisbirtingu, ekkert síður en Mogginn lét flórgyðjuna Ellý loka sínu bloggi þegar hún var farin að róa á sömu mið og þetta svokallaða danska skáld.“ Þessi texti er tekinn af bloggi Hörpu Hreinsdóttur (harpa.blogg.is) og vísar til birtingar Lesbókarinnar á ljóð- inu „Lestu mig! Ég er með stór brjóst“ eft- ir danska ljóðskáldið Lars Skinnebach. Ljóðið fjallar um samlíf karls og konu og erfitt er að lesa út úr því annað en að bæði séu lögráða og hvorugt virðist þvingað til verksins, eins er erfitt að sjá sérstaka kven- eða karlfyrirlitningu í ljóðinu. Í fljótu bragði sé ég aðeins eitt að þessu ann- ars prýðilega ljóði, það eru fáein ansi ljót orð í því.    Sérstaklega orðin tussa og typpi. Ég veitekki alveg af hverju mér finnst orðin ljót en mig grunar þó tvennt. Annars vegar að þessi fagurfræði mín sé upprunin frá leikskólanum þar sem ég heyrði orðin fyrst og annar helmingur krakkahópsins hló og hinum helmingnum fannst þetta vera oj- bjakk (orð sem áðurnefnd Harpa kallar ljóð Skinnebach einmitt) og við fengum öll aula- hroll hvert yfir öðru. Hin er sú að þessi orð hafi hreinlega verið valin af siðavöndum púrítönum af þeirri ástæðu helstri að þau væru ljót. Ef saga siðmenningarinnar er skoðuð lauslega þá er áberandi hversu algengt er að holdleg ást sé rökkuð niður bæði af and- legu og veraldlegu yfirvaldi á sama tíma og stríð er iðulega upphafið. Bókmennt- irnar hafa ekki verið sæmilega frjálsar nema brot af sinni sögu, langt fram á síð- ustu öld (og sums staðar enn) voru bók- menntir sem snertu af alvöru á klámi eða erótík neðanjarðar á meðan bókmenntir um stríð og ofbeldi (sem margar upphófu viðfangsefnið) þöktu veggi sérhvers heim- ilis þar sem á annað borð voru bækur. Þannig höfum við aldagamla hefð fyrir því að skrifa áhrifaríkar bækur um stríð og of- beldi en erum flest hvert öðru klaufalegra þegar við ætlum að klambra saman ein- hverjum smátexta um kynlíf. Því orðin enda ýmist á því að vera; a) hjákátleg, hall- ærisleg eða ljót, b) tepruleg eða c) klínísk og köld.    Prófum bara:„Hann hjó menn í herðar niður.“ Er þetta ekki nokkuð falleg setning, ljóðræn jafnvel? En lokaðu augunum örskotsstund og hugsaðu aðeins um merkinguna. Sjáðu þetta fyrir þér, settu þig jafnvel í spor fórnarlambsins sem hugsanlega missir saur á síðustu augnablikum jarðlífsins. Og skyndilega hættir setningin að vera falleg. Fegurðin klofin í herðar niður. En prófum annað. „Hann stakk typpinu inn í píkuna á henni.“ Þetta er hins vegar forljót setning, ojbjakk! En lokaðu aug- unum örskotsstund og hugsaðu aðeins um merkinguna. Þetta gæti verið hápunktur bestu stunda lífs þeirra. Þarna verður jafn- vel til fjölskylda, þetta gæti jafnvel verið staðurinn þar sem þau finna sjálfa ham- ingjuna. Ljótleikinn klofinn í herðar niður. En það er eitthvað í tungumálinu, menn- ingunni, sem stendur í vegi fyrir þessari hamingju. Það er eitthvað í tungumálinu sem vill frekar að við förum í stríð, sem vill frekar að við rífumst, vill frekar að við séum vond hvert við annað. Þannig að við þurfum að losna við aulahrollinn og end- urheimta tungumálið. Ein leið gæti verið sú að birta meira ojbjakk í Lesbókinni. Að höggva mann og konu Ljósmynd/Søren Solkær Starbird Ojbjakk „Myndin sýnir höfund ojbjakksins, Lars Skinnebach.“ Myndatexti við mynd af Skinnebach á bloggi Hörpu Hreinsdóttur. AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.