Morgunblaðið - 18.12.2007, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is BEST Í BOLTANUM MARGRÉT LÁRA OG HERMANN KNATT- SPYRNUMENN ÁRSINS >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Í KJÖLFAR samkomulagsins sem náðist á Balí um ferli viðræðna um aðgerðir í loftslagsmálum beinist at- hyglin hér innanlands enn á ný að því ósamkomulagi sem er á milli rík- isstjórnarflokkanna um séríslenska ákvæðið svokallaða, þ.e. undanþágu til losunar koltvíoxíðs umfram það sem almennt yrði heimilað. Skv. heimildum líta sjálfstæðismenn svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hafi gengið of langt í ummælum sínum á Umhverfis- þinginu í haust um að Íslendingar eigi ekki að sækja um undanþágur fyrir Ísland frá takmörkun á losun. Sjálfstæðismenn segja að samnings- markmið Íslands verði ekki búin til í umhverfisráðuneytinu, heldur ákvörðuð og samþykkt af ríkis- stjórninni í heild sinni. Nýleg grein Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra „Tíu liðir ríkisstjórnar um minni losun“ er samstarfs- flokknum meira að skapi, en þar segir Össur m.a. að ríkisstjórnin vilji „halda fram gildi sveigjanleika- ákvæða, einsog giltu í Kýótó- samkomulaginu“. Ágreiningurinn fór ekki á milli mála þegar Geir H. Haarde for- sætisráðherra sagði í svari á Alþingi 7. nóvember sl.: „Mín skoðun er sú að við eigum að freista þess að fá aft- ur samþykkt íslenskt ákvæði að lok- inni næstu samningalotu um tak- markanir við losun gróðurhúsa- lofttegunda á grundvelli okkar sérstöðu sem viðurkennd var árið 2001 og halda þannig öllum þeim sveigjanleika sem við getum og tak- marka ekki möguleika okkar fyrir- fram,“ sagði hann. Koma úr gjörólíkum áttum Enginn vill spá fyrir um hvort lík- ur séu á að samkomulag náist um ís- lenska ákvæðið á næstunni. „Flokk- arnir tveir koma úr gjörólíkum áttum í þessu,“ segir viðmælandi. Innan Samfylkingar er bent á að Kýótó-bókunin fellur úr gildi 2012. Viðfangsefnin fram að þeim tíma séu svo gríðarstór að umfangi, m.a. um álitamál varðandi gjaldtöku fyrir losunarheimildir, að íslenska ákvæð- ið verði að hreinu aukaatriði í því samhengi. Umhverfisráðherra benti á það í gær að menn ættu ekki að útiloka þann möguleika að þurfa að greiða fyrir allar losunarheimildir eftir 2012, hvort sem um álver eða aðra stórtæka losendur er að ræða. Morgunblaðið/Ómar Áform Minnka á losun gróðurhúsa- lofttegunda um 50-75% fyrir 2050. Ágrein- ingur enn óleystur EKKI SÉR enn til lands í öldu- rótinu sem er og hefur verið á fjár- mála- og hlutabréfamörkuðum á undanförnum vikum og mánuðum. Skellurinn á hlutabréfamarkaðinum hér á Íslandi hefur verið mjög harð- ur og er öll hækkun ársins horfin og raunar gott betur en það; nú er svo komið að fara þarf meira en eitt ár aftur í tímann eða til 5. desember í fyrra til þess að finna lægra gildi á úrvalsvísitölu OMX á Íslandi en hún stendur nú í 6.316 stigum eftir um 2,3% lækkun í gær. Það táknar að úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,5% frá áramótum og um 30% frá því hún var sem hæst í júlí í sumar. Fjármálafyrirtækin vega ákaflega þungt í íslensku úrvalsvísitölunni og það eru einmitt þau sem hafa orðið harðast úti á hlutabréfamörkuðum. Greint hefur verið frá því að nokkuð hafi verið um svokölluð veð- köll að undanförnu, þ.e. bankar hafa farið fram á sölu hlutabréfa eða auknar tryggingar fyrir lánum vegna hlutabréfakaupa, og ljóst er að þróunin á markaðinum undan- farna viðskiptadaga mun væntan- lega auka enn á vandræði skuld- settra fjárfesta. Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum féllu í gær. Gengi hlutabréfa heldur enn áfram að falla  Fara þarf meira en ár aftur í tímann til að finna lægra gildi                    Viðskipti | 14 Á morgun er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka innanlands www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5 Hvað það verður veit nú enginn Leikhúsin í landinu Gefðu góða leikhúsferð >> 44 GEIR H. Haarde forsætis- ráðherra segir ekkert at- hugavert við stofnun nýs dótt- urfélags Lands- virkjunar, Landsvirkjun Power, en þing- flokkur VG varar á hinn bóginn við þeim áformum sem uppi eru. Geir H. Haarde bendir á að Landsvirkjun sé ríkisfyrirtæki sem skipuleggur sig í samræmi við markmið sín á hverjum tíma og hefur verið með verkefni erlendis í mörg ár. „Nú er fyrirtækið að koma þeim verkefnum fyrir í þessu nýja fyrirtæki, Landsvirkjun Pow- er, jafnframt því að fela því fyrir- tæki verkefni á sviði framkvæmda hér innanlands,“ segir hann. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, seg- ir þörf á að ræða málið mjög opið. „Ég sé ekki betur en verið sé að fara með 8 milljarða úr úr Lands- virkjun inn í einkahlutafélag sem hvorki heyrir undir upplýsinga- né stjórnsýslulög og því höfum við engin tæki til að fylgjast með því sem þar verður gert,“ segir hún. Ekkert at- hugavert við LV Power Geir H. Haarde Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STÓR aurskriða féll á veginn nálægt Kvíabryggju á Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, í gærkvöldi. Fólksbíll með fjögur ungmenni innanborðs lenti í skrið- unni en engan sakaði. Þá var mikið vatnsveður og hvassviðri á þessum slóð- um og stóð veðrið beint upp á hlíðina ofan við veginn. Vegna hættu á frekari skriðuföllum var ákveðið að loka veginum og voru björgunarsveitir kallaðar út. Viktoría Guðmundsdóttir, 17 ára stúlka úr Hnífsdal, var á leið inn á Ísafjörð ásamt fjórtán ára bróður sínum og tveimur jafnöldrum hans í Volkswagen Golf-fólksbíl. „Það var lítið grjóthrun á veginum aðeins á undan þannig að ég hélt bara áfram. Allt í einu kom annað grjóthrun og bíllinn festist í því,“ sagði Vikoría. Hún kvaðst hafa séð hvernig skriðan ruddist undir bílinn og umhverfis hann þangað til hann sat gikkfastur. „Spurn- ingin var hvort skriðan myndi koma öll yfir okkur eða stoppa einhvers staðar,“ sagði Viktoría. Þau sem í bílnum voru ákváðu að yfirgefa hann og hlupu yfir aurflóðið að bíl sem hafði stöðvað hinum megin við skriðuna og fengu að setjast inn í hann. „Ég er drullug upp fyrir haus,“ sagði Viktoría. „Það er fyndið að ég var einmitt að velta því fyrir mér í dag hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í einhverju svona löguðu.“ En hvernig leið henni eftir þessa lífsreynslu? „Það er smá sjokk – svona þegar maður er nýkominn með bílpróf. Ég fékk prófið á mánudaginn var.“ Mikið efni kom niður Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, sagði aurskriðuna hafa fallið fram á miðjan veginn sem er breiður á þessum stað. Hún hefði verið töluvert mikil, um 50 metra breið og a.m.k. 2 metra há við efri brún vegarins. Þegar var byrjað að ryðja aurn- um af sjálfum veginum í gærkvöldi og sagði Geir að hægt væri að fara þar um í neyðartilvikum. Hann taldi að vegurinn yrði lokaður fram eftir nóttu meðan mesta vatnsveðrið gengi yfir. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skriða Aurskriðan var um einn metri á þykkt. Mikið vatnsveður gekk yfir Vestfirði í gær og var hitinn um 11 stig. „Hrunið kom allt í einu“  Fólksbíll með fjórum ungmennum lenti í aurskriðu sem féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.