Morgunblaðið - 18.12.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.12.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 21 SUÐURNES Garður | Byrjað er á gatnagerð í nýju íbúðarhverfi í Garði. Hverfið er fyrir ofan dvalar- og hjúkrunar- heimilið Garðvang og verða tæp- lega 200 íbúðir í fullbyggðu hverfi. Sveitarfélagið hefur ekki haft lóðir til úthlutunar allt þetta ár og segir Oddný Harðardóttir bæjar- stjóri að margir séu að bíða eftir lóðum í þessu hverfi. Í upphafi verður úthlutað 21 einbýlishúsalóð við göturnar Brimklöpp og Fjöru- klöpp og svæðið stækkað ef eft- irspurn verður meiri. Þá verður út- hlutað 12 parhúsalóðum við Berja- teig og Háteig. Einbýlishúsalóðirnar verða 900 fermetrar að stærð og endalóðirnar stærri. Gatnagerðargjöld eru um 2,4 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjórans er gert ráð fyrir leiksvæði í hverfinu miðju og opnu svæði til útivistar. Oddný segir að hverfið sé vel staðsett í bænum, í nálægð við skóla, íþróttasvæði og þjónustu- kjarna bæjarins. Með fyrstu skóflustungunni sem Oddný Harðardóttir tók eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð í hverfinu. Lóðirnar verða síðan aug- lýstar á næstu dögum. Ljósmynd/Víkurfréttir Skóflustunga Oddný Harðardóttir bæjarstjóri notaði stóra gröfu til að hefja framkvæmdir við gatnagerð í nýju íbúðarhverfi. Gatnagerð hafin í nýju íbúðarhverfi Reykjanesbær | „Ég legg áherslu á að blaðið endurspegli það sem Hitaveitan er að gera hverju sinni og starfsmenn hennar,“ seg- ir Víðir Sveins Jónsson, ritstjóri Fréttaveitunnar, fréttabréfs Hita- veitu Suðurnesja. Fréttaveitan er efnismikið fréttabréf sem dreift er til fjölda áskrifenda, auk starfsmanna. Fréttaveitan hefur verið gefin út í tuttugu ár og fagnaði tíma- mótunum við athöfn sl. föstudag. Þá var Birni Stefánssyni, sem rit- stýrði blaðinu og sá um alla vinnslu þess í átján ár, afhent sérstakt afmælisrit Fréttaveit- unnar en það telst 221. tölublað þess. Hitaveitan hefur látið binda inn blaðið frá árunum 1987 til 2004 og afhent bókasöfnum og fleiri stofnunum. Á afmælishátíð- inni afhenti Björn háskólafélag- inu Keili á Keflavíkurflugvelli bók með blaðinu þessi ár. Í tilefni afmælisins var efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem verkefnið var að mynda starfs- stöðvar eða starfsemi fyrirtæk- isins. Sjötíu myndir bárust, marg- ar góðar að sögn Víðis. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Skarphéðinn Þráinsson sigraði og átti auk þess myndina sem varð í þriðja sæti. Mynd Eyj- ólfs Vilbergssonar varð í öðru sæti. Verðlaunamyndirnar og nokkr- ar fleiri eru til sýnis á skrif- stofum HS á Brekkustíg 36 í Njarðvík. Víðir hefur reynt að birta helstu fréttir af starfsemi fyr- irtækisins, eftir því sem hægt er, í riti sem kemur út annan hvern mánuð. Af nógu hefur verið að taka á þessu ári; hræringar vegna breytingar á eignarhaldi og bygging nýs orkuvers í Svartsengi svo dæmi séu tekin. Opin upplýsingaveita Við þetta tækifæri var opnuð formlega upplýsingaveita á slóð- inni hver.is. Þar hefur verið safn- að saman á einn stað öllum til- tækum fréttum og greinum sem birst hafa og tengjast starfsemi Hitaveitu Suðurnesja, ljós- myndum og kvikmyndum. Ljósmyndir Skarphéðinn Þráinsson (t.v.) sigraði í ljósmyndasamkeppni Hitaveitu Suðurnesja, Eyjólfur Vilbergsson varð í öðru sæti. Segir frá því sem Hitaveitan er að gera Egilsstaðir | Hjörtur Magnason hér- aðsdýralæknir rekur dýraspítala á Egilsstöðum og hefur gert síðan árið 2000. Áður starfaði hann sem dýra- læknir í Svíþjóð í 25 ár, frá ysta suðri til ysta norðurs, eða á svæðinu frá Skáni og upp í Lappland. „Það var gott að vera Íslendingur í Lapplandi,“ segir Hjörtur, þar sem hann stumrar yfir afríska mjóhund- inum Canis sem hefur rifið af sér kló. „Lapparnir eru ekki í miklu sam- bandi við Svíana enda mikil leiðindi og rígur þar á milli. Sem Íslendingur er maður eins og einn af þeim. Stefán Magnússon, hreindýrabóndi á Græn- landi, er eini útlendingur jarðarinnar sem hefur fengið að fara í skóla hjá Löppunum. Það líkist helst hernaðar- leyndarmáli sem þeir gera þar. Stef- án lærði þarna allt um hreindýr áður en hann fór til Grænlands og að smíða veiðihnífa, grafa í hreindýra- horn o.fl.“ Sinnir öllu særðu og veiku Hjört langaði alltaf heim en þurfti að koma börnunum sínum sex á legg í Svíþjóð áður en heim var snúið og rétt tækifæri bauðst. „Ég er með svæðið frá Bakkafirði í Skriðdal sem héraðsdýralæknir. Það eru mest kúabændur sem kalla í heimsóknir þannig að ferðir eru ekk- ert óskaplega margar. Svo eru nátt- úrlega hrossin, ég geldi t.d. á Vopna- firði en þar er nú prýðisdýralæknir fyrir sem sinnir flestu. Ég er því mik- ið hér á stofunni og hjá kúabændun- um í kring.“ Hjörtur sinnir stórum sem smáum dýrum, hefur þó sérhæft sig í hross- um gegnum tíðina en segir ekki skipta máli hvort sjúklingarnir eru páfagaukar, mýs eða tíu milljóna króna hestar. Hann segir fólk al- mennt hugsa vel um skepnur sínar. Dýravernd sé á uppleið þótt alltaf séu til undantekningar. „Ljótast finnst mér með bandhundana. Það er bann- að með lögum að hafa hund bundinn allan daginn en það kemur enn fyrir. Hér áður fyrr voru kýrnar okkar nú bundnar inni allt sitt líf. Það er réttur skepna að fá að ganga úti tvo mánuði á ári. Forsætisráðherra Svíþjóðar gaf Astrid Lindgren þá reglugerð í afmælisgjöf.“ Hjörtur er veiðimaður af lífi og sál, bæði í fiski, fugli, ref og hreindýrum. Hann segir tófunni fjölga. „Hún tek- ur ægilegan skerf í náttúrunni, sér- staklega rjúpu og gæs. Minkurinn er líka erfiður. Hann er samt kominn með eyðniveiru sem minnkar frjó- semi og getur hjálpað til við að halda stofninum niðri. Eyðniveiran er kom- in í 20-30% af stofninum og styttir lífslengdina hjá læðunum um u.þ.b. tvö ár og frjósemi minnkar frá 6-8 hvolpum niður í 3-4 hvolpa. Minka- búin eru skíthrædd við að villimink- urinn smiti í þau fáu bú sem eru eft- ir.“ Hjörtur segir veiruna ekki geta farið í aðrar dýrategundir og hafi komið til landsins með föruminkum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Aðgerð Hjörtur Magnason stumrar yfir afríska mjóhundinum Canis, rhod- esian ridgeback-veiði- og leitarhundi í eigu Þorsteins Ragnarssonar. Skvaldur á spítalanum hjá Hirti héraðsdýralækni Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.