Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ J ólagjöf ársins í ár er GPS staðsetn- ingartæki. Þessi græja sem í sinni einföldustu mynd kostar tugi þús- unda króna er okkar nýja akkeri í líf- inu. Þjóðin, sem fyrr á öldum taldi ekki eftir sér að vaða yfir hálendisheiðar í svartasta myrkri til að bjarga rolluskjátu úr ógöngum, treystir sér ekki til Hveragerðis á nýja jeppanum sínum öðruvísi en hafa leið- sögutæki sér til fulltingis. Og þó trúa fæstir því í dag að álfar geti lokkað mann í björg á myrkri leið. Getur þetta verið merki um að við séum gjörsamlega búin að tapa áttum? Það er ekki að furða að landinn viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Mantran und- anfarin ár hefur verið að eignast stærra ein- býlishús en áður, flottari jeppa en áður, flókn- ari græjur en áður, ferðast meira en áður og ganga í glæsilegri klæðum en áður – helst sér- hönnuðum af íslenskum spútnikhönnuði. Og leiðin hefur verið bein og greið. Á þennan lífs- stíl höfum við getað treyst. En allt í einu er ballið búið og gott ef sæt- asta stelpan fór ekki heim með Vinstri græn- um. Kór umhverfissinna er skyndilega orðinn svo hávær að honum hefur tekist að yfirgnæfa Bose-græjurnar sem tróna yfir Jacobsen Egg- inu í 80 fermetra stássstofunni. Allt í einu þyk- ir eitthvað mikilvægara en norræna munaðar- naumhyggjan sem hefur gnæft ofar öllu öðru og við höfum þjónað af ástríðu alla þessa öld. Skyndilega er okkur uppálagt að draga saman neysluna og setja umhverfið og jörðina alla í forgang. Nú skiptir víst máli við hvaða að- stæður Bose-græjurnar og flottu flíkurnar eru framleiddar. Okkur er gert að skima út fyrir eigin nafla. Það er þó meira en að segja það. Það er hreint ekkert auðvelt, þegar maður er búinn að fjárfesta í tíu milljóna króna tryllitæki sem eyðir 26 lítrum á hundraðið, að horfa á mesta töffarann í götunni þeysa fram hjá á Prius tvinnbílnum sínum, stöðutákni stjarnanna í Hollywood. Og gefa manni hornauga í leiðinni. Manni getur nú sárnað við minna. Og hvað er eiginlega í gangi þegar jafnvel ruslatunnan manns er ekki lengur nógu smart? Einkareknar gámaþjónustur hafa ekki undan að afgreiða endurvinnslutunnur til ástríðufullra umhverfiselskenda sem borga nú stórar fúlgur fyrir að fá að flokka ruslið sitt, fólks sem í fyrra hafði aldrei heyrt á kolefnis- jöfnun minnst. Bara fjórir börn Það fer ekki milli mála að við stöndum á krossgötum, líkt og Fúsi forðum daga sem átti ekki í neinum vanda með að hundsa gullið og gersemarnar sem álfkonan bauð honum – allt þar til hann þáði að bíta í flotskjöld sem hún bar fyrir hann. Einhverra hluta vegna er okk- ur flestum um megn að komast upp úr gamla neyslufarinu. Jú, við keyptum flatskjái, bíla, innréttingar, tískuföt og alls kyns græjur sem aldrei fyrr en gleðin yfir nýja dótinu var ekki eins fölskvalaus og áður. Heilu fjölskyldurnar létu það þó ekki stöðva sig þegar tvær risavaxnar dótabúðir opnuðu á höfuðborgarsvæðinu á haustmánuðum. Land- inn ruddist inn fyrir þröskuldinn svo lá við handalögmálum og af endalausum biðröðum og troðningi við leikfangahillurnar fyrstu dag- ana má ráða að þetta hafi einmitt verið það sem skorti – fleiri hlutir fyrir æsku landsins – dót með þá framtíð eina að fæða sístækkandi ruslaskrímslið, einn helsta óvætt græna kórs- ins. Óbragðið í munni foreldranna gerði þó lítið til að slá á gleðiglampann í augum hinna ungu neytenda. Skítt með það þótt þeir botnuðu hvorki upp né niður í heitum hinna nýfengnu helgidóma. „Dót err við“ og „Bara fjórir börn“ opnaði nýjar víddir í nafnagiftum fyrirtækja á Fróni sem fram að því höfðu talist óskaplega smart og alþjóðleg svo fremi sem þau skörtuðu „grúpp“ einhvers staðar á skiltinu við inngang- inn. Á sama tíma og innrás alþjóðlegra leikfangarisa gladdi barnshjörtu á öllum aldri kom upp á yfirborðið ófyrirséð þörf íslensku útrásarfyrirtækjanna sem vakti Fjölnismann- inn í hinum víðsýnasta mörlanda upp frá dauð- um, nefnilega að varpa hinu ástkæra, ylhýra fyrir róða. Nú skyldu starfsmenn fjármála- fyrirtækja kveðja maka sína að morgni að hætti Jónasar og heilsa kollegunum í djobbinu á vísu Donalds Trumps. Ekki að undra þótt bankablókin væri orðin svolítið týnd strax um hádegisbilið. Það hrikti þó í fleiri helgum véum á árinu. Óskoraða athygli vakti þegar meistarinn sjálf- ur nýtti sér nýjustu tækni til að ná í skottið á Júdasi undir miðri kvöldmáltíð í auglýsingu frá Símanum. Þetta olli titringi meðal leikra og lærðra kirkjunnar manna sem eyddu að vonum talsverðu púðri í að fárast yfir virðing- arleysi nútímans. Á meðan eldheit umræðan hélt athyglinni á hinu nýju fyrirbæri, þriðju kynslóðar farsímum, runnu þeir út eins og heitar lummur til kaupenda sem voru löngu búnir að gleyma hver önnur kynslóðin var – hvað þá sú fyrsta, enda ár og dagar síðan hún endaði á metanspúandi haugunum. Upprisa Lúkasar En það voru ekki bara athyglisþyrstir markaðsmenn sem veittust að frelsaranum. Maðurinn sem tók sérstaklega fram að börn- um væri heimilt að koma til sín mátti þola út- hýsingu úr húsi barnanna þegar heimsóknir presta voru bannaðar í leikskóla einum. Þegar við bættist að fermingarfræðsla fékk ekki inni í skólum landsins var fokið í flest skjól. Það fauk líka í stjórnarandstöðuþingmanninn Guðna Ágústsson sem hélt þrumuræðu til varnar kristninni úr pontu hins háa Alþingis. Þótti sumum hann minna á eldklerkinn sjálf- an forðum daga. Ekki villtur maður þar á ferð. Í ljós kom að fleiri en frelsarinn kunna þá kúnst að rísa upp frá dauðum. Og eldræður er hægt að halda víðar en í pontu. Á því tímabili sem leið frá því að hvuttinn Lúkas dó og lifn- aði við aftur loguðu bloggheimar vegna nafn- lausra þrumuræðna svo snarkaði í lykla- borðum. Þetta var árið sem hið nýja heimilisfang dómstóls götunnar stimplaði sig rækilega í huga okkar, og það endar á punkt- ur is. Meintir dýraníðingar fengu á baukinn. Femínistar fengu á baukinn. Ökufantar fengu á baukinn. Útlendingar fengu á baukinn. Og já, umhverfissinnar fengu á baukinn. En það fengu ekki allir á baukinn. Sumir fengu samúð og það í ríkulegu magni. Eitt helsta tómstundagaman þjóðarinnar virtist vera að fylgjast með erfiðleikum fólks á bloggsíðum þess. Nú gat hver sem vettlingi gat valdið haldið úti sínum eigin prívat raun- veruleikaþætti. Og það sýnir sig að áhorf- endaskarinn er stór – eitthvað sem fram- angreindir markaðsmenn hafa séð sóknarfæri í. Allt í einu urðu bloggþyrstir lesendur varir við blikkandi auglýsingar inni á mest lesnu síðunum. Sennilega eins gott að standa sig í skrifunum þegar menn eru komnir með kost- unaraðila á bak við sig? Sýndarruslið flæðir Hversu uppbyggileg eða niðurrífandi sem skrifin hafa verið fylla þau upp víðáttumikla öskuhauga netheima. Ruslið er nefnilega víð- ar en í raunheimum og er farið að þvælast verulega fyrir almennum netnotendum. Nýj- ustu fréttir herma jafnframt að í dag flokkist 95% alls tölvupósts sem rusl. Jafnvel á netinu sleppur maður ekki undan ramakveini græningjanna. Jafnvel á netinu virðist neyslan vera að bera okkur ofurliði. Kannski getum við sjálfum okkur um kennt. Við sendum börnin okkar strax í æsku í strangar þjálfunarbúðir í neyslunni. Það er ekkert nýnæmi að framleiddir eru leikfanga- búðarkassar og búðarkerrur og í dag fylgir dótakreditkort með í kaupunum. Og til að tryggja að lærdómurinn síist alveg örugglega inn ganga netleikir sem ætlaðir eru börnum í fyrstu bekkjum grunnskóla út á að kaupa sem mest. Einn slíkur er Club Penguin þar sem þau stuttu stýra sýndarmörgæs sem hefur það að meginmarkmiði að gera heimili sitt sem huggulegast. Meðal nauðsynja sem sú kjólfataklædda getur nælt sér í eru hljóm- flutningsgræjur, leðursófar og flatskjáir. Hvað ungur nemur gamall temur. Kjaftæðisjöfnun? Nei, unga fólkið telur sig sennilega ekki sérlega áttavillt þegar kemur að forgangs- röðun og nauðsynjum þótt margir séu örugg- lega tilbúnir til að kveða upp úr um að það sé á rangri leið. Þannig greinir Reuters- fréttastofan frá því að þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum hyggist strengja það ára- mótaheit að sinna umhverfismálum betur í framtíðinni. Komandi frá Mekka neysluhyggj- unnar hljóta þetta að teljast stórtíðindi. Erum við kannski farin að sjá villur okkar vegar? Ef marka má kolefnisjöfnunarauglýs- ingarnar sem dundu yfir á árinu virðumst við vera farin að átta okkur á því að eitthvað verður að breytast. Helst viljum við þó bara borga fyrir að vandinn hverfi svo við getum haldið áfram uppteknum hætti. Hvort synda- aflausn í formi kolefnisjöfnunar sé rétta svar- ið skal hins vegar ósagt látið. Hver gat séð fyrir að ein stafabreyting gæti orðið svona sársaukafull? Að breyta neytanda í neitanda – þann sem neitar sér um hluti – gæti verið svona erfitt? Við höfum notið gulls og grænna skóga um hríð og viljum auðvitað ekki að þeir hverfi sisona. Er virkilega eina lausnin að neita flotinu, jafnvel þótt það bjóð- ist? Höfundar allra svörtu umhverfisskýrsln- anna sem birtust á árinu virðast halda það. En eru Jón og Gunna tilbúin að horfast í augu við að nú sé röðin komin að þeim? Það byrjaði með hvelli, að venju. Íslend- ingar fögnuðu árinu 2007 með því að skjóta um 900 tonnum af flugeldum upp í him- inhvolfið, þriðjungi meiru en þegar árið 2006 var boðið velkomið í þennan heim. Eftir lá sviðin jörðin og tóm púðurskot um víðan völl. Í ár er búið að flytja inn tæp 1300 tonn af sprengiefni svo veislan ætti að geta orðið enn stærri, nema að þau undur og stórmerki ger- ist að umhverfisópið nái í gegn og landinn fórni glitrandi ljósadýrð og litskrúðugu stjörnuregni fyrir heiðbjartan himin. En æi – ætli það séu til kolefnisjafnaðir flugeldar? Villir hann, stillir hann Morgunblaðið/Frikki Afrakstur ársins Einkareknar gámaþjónustur hafa ekki undan að afgreiða endurvinnslutunnur til ástríðufullra umhverfiselskenda sem borga nú stórar fúlgur fyrir að fá að flokka ruslið sitt, fólk sem í fyrra hafði aldrei heyrt á kolefnisjöfnun minnst. » Það er hreint ekkert auðvelt, þegar maður er búinn að fjárfesta í tíu milljóna króna tryllitæki sem eyðir 26 lítrum á hundraðið, að horfa á mesta töffarann í götunni þeysa fram hjá á Prius tvinnbílnum sínum, stöðutákni stjarnanna í Hollywood. LÍFSSTÍLL Anna Sigríður Einarsdóttir| annaei@mbl.is Bergþóra Njála Guðmundsdóttir| ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.