Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að vita allir sem stunda íþróttir og
þá sérstaklega flokkaíþróttir, að
menn koma og fara – geta ekki
verið öruggir um sinn samastað.
Einn daginn eru leikmenn hetjur,
en annan daginn skúrkar – ekkert þar á milli.
Peningarnir eru orðnir miklir til dæmis í
knattspyrnunni, að leikmenn eru með um 17
millj. ísl. kr. í vikulaun. Þegar peningarnir eru
orðnir svona miklir er ekki nema eðlilegt að
eigendur félaga, stuðningsmenn og allur al-
menningur geri meiri kröfur til íþróttamanna –
að þeir sýni að þeir séu að vinna fyrir laun-
unum sínum. Sýni og sanni að þeir séu
skemmtikraftar, sem almenningur komi til að
sjá leika listir sínar. Þegar peningarnir eru
orðnir svona miklir, þá eru kröfurnar að sjálf-
sögðu miklu meiri.
Það eru gerðar miklar kröfur hjá almenningi
til landsliðs Íslands í knattspyrnu. Menn láta
ekki bjóða sér upp á allt. Þess vegna mættu
ekki nema um sex þús. áhorfendur á Evrópu-
leik gegn Lettlandi á Laugardalsvellinum,
þrátt fyrir að sigur hafi unnist á Norður-Írum í
Laugardal mánuði áður. Áhugalaust landslið
Ísland tapaði fyrir Lettum og fékk síðan skell í
Liechtenstein fjórum dögum síðar, 3:0. Það
voru ein verstu úrslit Íslands frá upphafi.
Ótrúlegt var að sjá hvað íslenska landsliðið
var agalaust í leiknum gegn Liechtenstein –
leikmenn voru áhugalausir og það kom í ljós að
eitthvað mikið var að. Að vísu hafði það komið
fram áður, að öll umgjörð í kringum liðið var
ekki eðlileg. Það var eitthvað meira en lítið að
og ekki voru það skemmtilegar fréttir þegar
ljóst var að nokkrir leikmenn liðsins hafi brotið
útivistareglur og verið á ferðinni á börum í
miðbæ Reykjavíkur nóttina eftir tapið fyrir
Lettlandi, nóttina áður en landsliðið hélt síðan
til Liechtenstein snemma dags.
Þannig uppákomur eru ekki boðlegar – ekki
almenningi og heldur ekki félögum leikmann-
anna, sem voru í fastasvefni þegar aðrir skeið-
uðu um á dansskónum í miðbæ Reykjavíkur.
Það var ekki nema eðlilegt að sundrung hafi
verið komin í landsliðshópinn.
Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari Íslands, sem er mjög agaður maður –
enda skólaður í Þýskalandi – réði greinilega
ekki við hugsunarhátt manna sem voru í lands-
liðinu. Það varð honum að falli. Það var ljóst að
tími Eyjólfs var ekki kominn þegar hann var
ráðinn sem landsliðsþjálfari 2005. Hann lagði
landsliðsskóna á hilluna fjórum árum áður og
lék landsleiki með níu leikmönnum sem hann
valdi í sitt fyrsta lið. Það kunni ekki góðri
lukku að stýra. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara
sem eru svo nátengdir leikmönnum sínum, að
ná upp þeim aga sem þarf. Það hefur oft komið
fram í knattspyrnusögunni – á fleiri stöðum en
á Íslandi.
Þegar formaður KSÍ var spurður um næt-
urbrölt landsliðsmanna – hvort að það væri
ekki óeðlilegt að leikmenn væru úti á næturlíf-
inu á milli landsleikja. Hann reyndi að verja
uppákomuna með því að segja að landsliðs-
mennirnir væru ungir og kraftmiklir. Lands-
liðsþjálfari Íslands og stjórnarmenn KSÍ gátu
ekki höndlað óregluna. Það var mikill skaði
fyrir knattspyrnuna á Íslandi.
Þegar svona uppákoma átti sér stað hjá
sænska landsliðinu fyrir nokkrum árum, voru
þeir leikmenn sem brutu útivistarreglur lands-
liðsins settir í leikbann og var einn þeirra ekki
óþekktari leikmaður en Zlatan Ibrahimovic,
einn fræknasti knattspyrnumaður heims.
Þjálfarar í aðalhlutverki
Afar einkennileg uppákoma átti sér stað í
nóvember – eftir kvennaleik Fram og Stjörn-
unnar í handknattleik, þar sem ungt lið Fram
lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar að velli. Það
muna fáir eftir úrslitum leiksins, en fleiri eftir
hvernig þjálfarar liðanna hömuðust á dóm-
urum leiksins að leik loknum.
Þjálfari Stjörnunnar gekk öllu lengra í ásök-
unum sínum og vændi Handknattleiks-
samband Íslands og dómaranefnd sambands-
ins um spillingu, sem væri að skaða
handknattleikinn á Íslandi. Þá sagði hann um
dómara leiksins að þeir hefðu hreinlega dæmt
Fram-liðinu í hag þar sem þeir væru vinir
þjálfara Fram-liðsins og þeir væru á ferðinni á
ölstofum í miðbæ Reykjavíkur um hverja helgi.
Þjálfari Fram bað dómarana afsökunar á
ummælum sínum, en þjálfari Stjörnunnar, sem
var skotfastari, var ekki á þeim buxunum að
biðja einn eða neinn afsökunar.
Mál þjálfaranna var tekið fyrir hjá aganefnd
HSÍ, sem úrskurðaði þjálfara Stjörnunnar í
bann til 1. febrúar 2008.
Þjálfari Stjörnunnar fór langt yfir strikið og
órökstuddar dylgjur um dómara og stjórn-
endur handknattleikshreyfingarinnar gerðu
lítið annað en skaða handknattleikinn á Ís-
landi. Það vakti þó nokkra athygli að þjálfari
Stjörnunnar myndi vega að hinum þjálf-
aranum á þann hátt að skilja mátti að hann
væri á fullri ferð úti á lífinu um hverja helgi.
Þjálfari Fram er í sambúð með einni af stúlk-
unum úr Stjörnunni sem urðu Íslandsmeist-
arar á glæsilegan hátt sl. keppnistímabil. Var
þjálfari Stjörnunnar að gefa í skyn að einn leik-
maður hans væri á næturbrölti með sambýlis-
manni sínum og dómurum í miðbæ Reykjavík-
ur um hverja helgi? Það er ljóst að ef þjálfari
Stjörnunnar biðst afsökunar á framkomu sinni
eftir leik Fram og Stjörnunnar, eru það fleiri
en dómararnir tveir sem eiga þá að fá senda af-
sökun.
Framkoma þjálfaranna gegnvart dóm-
urunum var fyrir neðan allar hellur og ekki
neinum bjóðandi – leikmönnum beggja liða,
dómurum, áhorfendum, handknattleikshreyf-
ingunni og handknattleiksunnendum.
Stjórn HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu eftir at-
burðinn, sem sagði: „Í kjölfarið á leik Fram og
Stjörnunnar í N1-deild kvenna og þeirra at-
burða og umræðu sem hafa átt sér stað hefur
stjórn HSÍ bókað á fundi sínum tilmæli til
dómaranefndar HSÍ að eftirlit verði komið á í
m.fl kvenna hjá Fram og Stjörnunni um
óákveðinn tíma.“
Þetta voru eðlileg viðbrögð, því að það verð-
ur að hafa þá þátttakendur sem fara ekki eftir
settum reglum og háttvísi, undir ströngu eft-
irliti þannig að uppákomur eins og sú sem átti
sér stað í leik Fram og Stjörnunnar, endurtaki
sig ekki.
Ég hef áður bent á, að það fari enginn kapp-
leikur fram án dómara og það eru félögin sjálf
sem eiga að ala upp og leggja til dómara. Mörg
félög sem hafa hagað sér hvað verst gagnvart
dómurum, hafa aldrei lagt fram dómara til að
dæma leiki í efstu deildum.
Hættið að nöldra í dómurum
Ég vil hér nota tækifærið og endurbirta það
sem ég skrifaði áður en keppnin í úrvalsdeild
hófst 2006:
Það verður einnig að taka hart á óþolandi
framkomu áhorfenda, þjálfara og leikmenna í
tíma og ótíma – við dómara. Þjálfarar og leik-
menn verða að sýna fyrirmynd í þeim málum
og ef þeir gera það ekki, á að taka hart á óþol-
andi framkomu manna á íþróttaleikjum. Dóm-
arar, eins og aðrir þátttakendur leiksins, mæta
til leiks til að gera sitt besta. Það gerir leikinn
ekki skemmtilegan að horfa upp á fullorðna
menn eyða kröftum í að nöldra í dómurum.
Þannig framkoma smitar aðeins út frá sér, til
áhorfenda. Þjálfarar verða að vera til fyr-
irmyndar – ef þeir eru ekki menn til þess, verð-
ur að taka hart á þeim. Dómarar verða að taka
strax föstum tökum á nöldri. Það er í þeirra
höndum að útrýma leiðindaframkomu, sem
hefur verið svartur blettur á handknattleik á
Íslandi undanfarin ár.
Dómarar í aðalhlutverki
Önnur óvænt uppákoma átti sér stað eftir
UEFA-leik Everton og rússneska liðsins Zenit
á Goodison Park. Þá voru það ekki þjálfarar
sem kom fram í sviðsljósið, heldur íslenskir
dómarar – Kristinn Jakobsson og Gunnar
Gylfason, sem var annar aðstoðardómari hans í
leiknum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu á Zenit í
fyrri hálfleik og rak leikmann liðsins af velli í
kjölfarið, en ekki var annað að sjá af sjónvarps-
myndum en að Kristni hefðu orðið á mistök.
Nicolas Lombaerts, varnarmaður Zenit, hand-
lék knöttinn ekki. Það sást greinilega á sjón-
varpsmyndum.
„Við Gunnar vorum báðir sammála um að
leikmaðurinn hefði sett höndina fyrir skotið og
þannig varið með hendi á marklínunni og því
ekki um annað að ræða en að dæma víta
spyrnu og vísa leikmanninum út af,“ sagði
Kristinn Jakobsson í samtali við Morgunblaðið
stuttu eftir leikinn. „Svona ákvörðun er tekin á
sekúndubroti en við Gunnar vorum alveg sam-
mála um þennan dóm og við stöndum og föllum
með því,“ sagði Kristinn.
Síðan tók málið óvænta stefnu í viðtali Krist-
ins við Fréttablaðið, að vítaspyrnudómurinn
hafi verið ákvörðun Gunnars, að hann „þurfti
að elta Gunnar, þar sem þeir væri teymi.“
Þarna var Kristinn greinilega búinn að koma
sökinni á Gunnar.
Gunnar var ekki sáttur við þessi ummæli og
sendi í kjölfarið frá sér þessa yfirlýsingu:
,,Samkvæmt reglum UEFA er dómurum
óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem
þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins
vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning
sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jak-
obssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Ze-
nit Petersburg 5. desember sl. Á 30. mínútu
leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma
vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf
merki um hornspyrnu. Virðingarfyllst Gunnar
Gylfason FIFA aðstoðardómari.“
Það er óskiljanlegt að jafnhæfur og reyndur
dómari og Kristinn er, hafi látið málið falla í
þennan farveg. Var ekki óþarfi að fara að rifja
atburðinn upp á þennan hátt, þegar allir sáu að
það voru gerð mistök á Goodison Park, eins og
eiga sér stað í mörgum leikjum víðs vegar um
heim. Menn eru bara stærri ef þeir viðurkenna
mistök sín.
Markakóngur á HM
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í
handknattleik, skaut öllum bestu handknatt-
leiksmönnum heims ref fyrir rass á HM í
Þýskalandi, þegar hann var markahæstur með
66 mörk, níu mörkum meira en næsti maður –
Tékkinn Filip Jicha. Þegar úrslitaleikur HM
var leikinn var hann kallaður fram á gólfið fyr-
ir framan 20 þús. áhorfendur í Köln Arena, þar
sem hann var hylltur fyrir afrek sitt.
„Það var mjög gaman að þessu og ekki síst
þar sem ég er fyrsti Íslendingurinn til þess að
verða markakóngur á HM,“ sagði Guðjón Val-
ur í samtali við Morgunblaðið og bætti síðan
við; „Þó að það sé vissulega gaman að verða
markahæstur á HM er alveg ljóst að ég væri
alveg tilbúinn að skipta á þeirri nafnbót fyrir
verðlaunapening með landsliðinu mínu á HM,
hann hefði verið mér hjartfólgnari.“
Að mínu mati er þetta mesta afrekið sem ís-
lenskur íþróttamaður vann á árinu 2007. Flest-
ir félagsmenn Samtaka íþóttafréttamanna eru
greinilega á annarri skoðun, því að Guðjón Val-
ur hafnaði aðeins í sjötta sæti í kjöri íþrótta-
manns ársins með aðeins 159 atkvæði, eða 337
atkvæðum minna en efsti maðurinn á listanum.
Það er eitthvað að, þegar afreksmaður eins
og Guðjón Valur, íþróttamaður ársins 2006,
fær svona fá atkvæði.
Guðjón Valur var ekki eini handknattleiks-
maðurinn sem var settur út í kuldann á árinu.
Það varð Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrver-
andi formaður HSÍ og kraftaverkamaður í 50
ára sögu HSÍ, einnig að sætta sig við þegar
stjórn sambandsins – á óskiljanlegan hátt –
ýtti honum til hliðar þegar heiðursformaður
sambandsins var útnefndur
Vörumerkið farið
Einn af eftirminnilegustu endasprettum á
árinu, að lokaþáttur West Ham undir stjórn
Eggerts Magnússonar, fyrrverandi stjórn-
arformanns Lundúnarliðsins. Það var ótrúlegt
að sjá hvernig West Ham náði að koma sér út
vonlausri stöðu og bjarga sér frá falli með sigri
á sjálfum Englandsmeisturunum Manchester
United á Old Trafford í síðasta leiknum, 1:0.
West Ham vann sjö af síðustu leikjum sínum.
„Þetta var stórkostlegt upplifun fyrir mig og
stuðningsmenn okkar, að sjá leikmenn okkar
ná takmarkinu á Old Trafford. Ég hafði alltaf
trú á að við myndum bjarga okkur, þó svo að
fyrir aðeins tveimur mánuðum værum við í
fallsæti. Já, trúin flytur fjöll! Það kom í ljós hjá
okkur – þegar á reyndi. Það er stórkostleg
upplifun að sjá þetta fornfræga félag frá Lond-
on gulltryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á Old
Trafford. Það var tvöfaldur fögnuður á Old
Trafford – tvær fylkingar fögnuðu. Leikmenn
Manchester United og stuðningsmenn þeirra
Englandsmeistaratitlinum og leikmenn West
Ham sæti sínu í úrvalsdeildinni. Með okkur
kom hingað stór hópur af frábærum stuðnings-
mönnum liðsins, en ég hef oft sagt að West
Ham á bestu stuðningsmennina á Bretlands-
eyjum,“ sagði Eggert Magnússon við Morg-
unblaðið að leik loknum og sagði að framtíðin
væri björt hjá West Ham.
En skjótt skipast verður í lofti í ensku knatt-
spyrnunni. Eggert, sem var orðinn vörumerki
West Ham – Eggið, eins og hann var kallaður,
yfirgaf stjórnvölin á Upton Park í nóvember.
Maðurinn, sem Englendingar kunnu svo sann-
arlega að meta vegna þess hvað hann lifði sit
svo innilega inn í leikinn á áhorfendapöllunum,
hvarf af braut. Vörumerkið var farið.
Þannig eru íþróttirnar, menn koma og fara –
geta ekki verið öruggir um sinn samastað.
Menn koma og fara
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhorfendur Landsliðið í knattspyrnu veittu áhorfendum stundum ekki mikla skemmtun.
Reuters
Marki fagnað Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki í frækilegum sigurleik á Frökkum í HM.
» Það verður að taka hart áóþolandi framkomu áhorf-
enda, þjálfara og leikmenna í
tíma og ótíma við dómara.
Þjálfarar og leikmenn verða að
sýna fyrirmynd og ef þeir gera
það ekki, á að taka hart á óþol-
andi framkomu manna á
íþróttaleikjum.
ÍÞRÓTTIR
Sigmundur Ó. Steinarsson