Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Árið sem er að ljúka var tímabil tækifæra og vaxtar hjá bog-
manninum. Í hönd fer ár umskipta og breytinga og þú færð ráð-
rúm til þess að auka efnislegt ríkidæmi þitt, líka sjálfsvirðingu
og sjálfsmat. Byggðu á því sem þú hefur þegar skapað. Nú er
ekki rétti tíminn til þess að fara og byrja á einhverju nýju.
Smátt og smátt munu verkefnin sem þú einbeitir þér að á árinu
skerpa fókusinn um ókomin ár. Bogmaðurinn fær tækifæri til
þess að temja sér raunsæi, en það er ekki auðvelt fyrir hug-
sjónamanninn sem hann er. Mikilvægt er að hann nýti sér
þennan tíma, hann kemur ekki aftur.
Breytingar á einkahögum bogmannsins byrja að gera vart
við sig í febrúar og ná hámarki í ágúst. Ný tækifæri koma fram
á sjónarsviðið í janúar, júní og desember og þá nær sköp-
unargleðin líka hámarki.
Heilsufar og öguð vinnubrögð verða í brennidepli og ekki
hægt að segja fyrir um hvort heilsan batnar eða versnar, eða
hvort aukin ábyrgð þessu tengd er yfirvofandi.
Sambönd bogmannsins ýta ýmist undir vonbrigði og streitu,
eða öryggi og stöðugleika. Kannski er hann raunsærri í við-
horfum til annarra núna. Hingað til hefur hann stokkið til að
óathuguðu máli, þegar varkárni hefði átt betur við.
Óvenjulegir atburðir verða á heimili eða innan fjölskyld-
unnar, eitthvað óvænt, samkomur sem leynd hvílir yfir, eða
leyndarmál sem koma upp á yfirborðið.
Á vormánuðum gerist eitthvað nýtt og spennandi á róm-
antíska sviðinu og tækifæri gera vart við sig. Nú er rétti tíminn
til þess að byrja með hreint borð. Slepptu því sem ekki kemur
þér lengur að gagni. Nýtt gildismat er þitt. Einbeittu þér sér-
staklega að peningamálunum.
Ef bogmaðurinn lætur það ógert, gætu fjárhagslegar þreng-
ingar orðið að veruleika, þótt tímabilið framundan eigi að geta
orðið hagstætt.
BOGMAÐURINN
22. nóvember til 21. desember
Stjörnuspá fy
Á nýju ári má hrúturinn eiga von á meiriháttar breytingum í
vinnunni, á starfsferlinum eða í sinni grein. Hvort breyting-
arnar eru fyrirboði þenslu og jákvæðrar þróunar, eða þær
verða neikvæðar og hamlandi, veltur á fæðingarkorti hvers og
eins. Líkur eru á því að þær verði jákvæðar ef hrúturinn hefur
gert það besta úr tækifærunum til þess að eflast og umbreytast
sem þetta ár hafði í för með sér. Atburðir sem hrúturinn hefur
enga stjórn á munu hafa djúpstæð áhrif á hann. Umskiptin
munu hefjast í byrjun febrúar og ná hámarki í ágúst.
Hugsanlegt er að létti á hrútnum á árinu vegna vonbrigða
sem hann hefur orðið fyrir í rómantíkinni og nánum sam-
böndum.
Heilsufar og sjálfsagi í daglegu lífi verður efst á baugi og
annaðhvort leiðir árið til aukins heilbrigðis og vellíðunar til
langframa, eða þá að heilsufarið versnar og hrúturinn þarf að
axla aukna ábyrgð.
Kannski þarf hrúturinn að takast á við skyndilegar og óvænt-
ar breytingar á einhverju sviði, en það sem um ræðir verður
honum hulið á einhvern hátt og tengist jafnvel undirvitundinni.
Valdatafl gæti komið upp í vinnunni eða í nánum sam-
böndum. Með vorinu koma tilfinningamál og óleyst viðfangsefni
í sambandi hrútsins við sína nánustu upp á yfirborðið. Ákvarð-
anir sem hann tekur í tengslum við það munu hafa djúpstæð
áhrif á hann.
Hrúturinn þarf að vera á varðbergi gagnvart lögfræðilegum
ágreiningsefnum, eða einhverju sem tengist skjölum eða menn-
ingarárekstrum á ferðalögum. Fjármálin gætu versnað ef eitt-
hvert uppnám verður í vinnu eða í sambandi við starfsframa. Þá
er lykilatriði að venja sig við, aðlagast og gera áætlanir fram í
tímann. Eitthvað óvænt gæti líka komið upp í sambandi við
stórar stofnanir á borð við spítala, samtök eða álíka.
Meiriháttar breytingar verða á lífsviðhorfi vogarinnar á þessu
ári, hugsanlega verða þær afdrifaríkar. Tækifæri munu gefast
allt árið til þess að hverfa inn á við og leita svara þar, ekki í ytra
umhverfi. Tíminn fyrir alvarlega andlega vinnu er runninn upp,
fyrir sjálfsendurnýjun, sjálfsskoðun og sjálfsuppgötvun. Búðu
þig undir að taka nýja stefnu, þú munt læra það á árinu. Gættu
þess líka að verða ekki of værukær. Meiriháttar breytingar
bíða á þarnæsta ári.
Persónulegar breytingar byrja að gera vart við sig í febrúar
og ná hámarki síðsumars. Áhrifa þeirra mun aðallega gæta í
persónulegum samböndum, á heimili og í sambandi við áhuga-
mál. Vogin finnur sig knúna til þess að uppgötva sitt sanna sjálf
að nýju og kanna óþroskaða kunnáttu og hæfileika, ekki síst í
vor. Mögulegt er að náin sambönd líði þegar persónulegur
styrkur hennar vex og breytingar sem verða í framhaldinu
munu hugsanlega verða umtalsverðar.
Stakkaskipti verða í persónulegum samböndum og í róm-
antíkinni þar til í árslok, en þá verður staðan eilítið óljósari. Þá
er mikilvægt að hafa raunsæið að leiðarljósi og ganga úr
skugga um hvort hlutirnir séu ekta eða ekki.
Heilsa og sjálfsagi í vinnu verður í brennidepli, ekki síst í
mars, maí og nóvember en þá láta ný tækifæri á sér kræla.
Endurskoðaðu allt sem tengist heilsunni og tileinkaðu þér nýja
siði.
Ekki er víst að vogin fái fulla viðurkenningu fyrir þann ár-
angur sem hún nær, en einhverri ábyrgð verður létt af henni og
hún á að reyna að njóta þess.
Margt sem er hulið í lífi vogarinnar mun koma upp á yf-
irborðið á árinu og hún losar sig við langvinnar flækjur til þess
að geta byrjað með hreint borð haustið 2009. Samlögun fortíðar
og framtíðar er lykilatriðið í því að marka sér nýja stefnu.
Slepptu takinu og taktu því sem að höndum ber.
VOGIN
23. september til 22. október
Umtalsverðar breytingar eru í vændum í vinnu eða á starfs-
ferlinum á nýju ári, en þær verða ekki afdrifaríkar. Þess í stað
mun nautið upplifa hægfara, stöðuga og viðvarandi þenslu, að-
allega meira af því sem það er vant. Hugsanlegt er að nautið
upplifi eitthvað skapandi og listrænt sem það hefur ekki átt að
venjast. Ekki samt láta fara of vel um þig. Meiriháttar við-
fangsefni krefjast úrlausnar árið 2009.
Breytingar tengdar starfsvettvangi og vinnu munu líklega
byrja að gera vart við sig í febrúar og stigmagnast þar til síð-
sumars. Ef afstaða himintunglanna á þeim tíma hefur bein
áhrif í fæðingarkorti nautsins, gætu afleiðingarnar orðið rót-
tækar. Ekki missa sjónar á raunsæinu.
Hvað rómantíkina og náin sambönd varðar eru líkur á meiri
gáska og gleði en undanfarin ár, ekki síst með börnum, ann-
aðhvort þínum eigin eða börnum annarra.
Heilsufarið og sjálfsagi í daglegum athöfnum skiptir máli,
sem fyrr. Vertu skapandi og finndu tjáningu þinni farveg, til
dæmis heima hjá þér. Ef viðfangsefnin eru ögrandi er vel
hugsanlegt að hömlur af völdum himintunglanna séu að hafa
áhrif í fæðingarkortinu þínu. Í besta falli verður niðurstaðan
bætt heilsa og fyrirkomulag sem stuðlar að vellíðan til lang-
frama. Hinn möguleikinn er viðvarandi hnignun og meiri
ábyrgð.
Mögulegt er að vinir og kunningjar stuðli að tengslum sem
gefa nautinu tækifæri til þess að stækka hóp náinna vina – en
það gerist ekki nema það nýti sér tækifæri sem koma upp,
ekki síst í mars, maí og nóvember.
Valdatafl kemur upp í samböndum eða á starfsvettvangi og
er bara fyrirboði þess sem koma skal árið 2009.
Með vorinu verður nautið vart við aukna þolinmæði og skil-
virkni í eigin fari, sem er upphafið að löngu tímabili persónu-
legrar umbreytingar á sviði sem er því mikilvægast.
NAUTIÐ
20. apríl til 21. maí
Ár umskipta fer í hönd hjá sporðdrekanum. Hann skoðar tæki-
færin af raunsæi og færist hægt og bítandi nær settu marki. Í
janúar, september og nóvember er rétti tíminn til þess að virkja
metnaðinn og ná takmarkinu. Víkkaðu hugsunina og heiðraðu
vonir þínar og drauma á næstu tveimur árum, í samvinnu við
aðra frekar en einn með sjálfum þér, hugsanlega með vinum eða
innan félags. Þannig verður framtíðin sem þú sérð fyrir þér núna
að veruleika.
Breytingar í einkalífi byrja í febrúar og magnast stig af stigi
fram í ágúst. Áhrifa þeirra gætir á heimili og tengjast þær upp-
runa sporðdrekans og fjölskyldu. Hugsanlega verða þær róttæk-
ar á einhvern hátt. Starfsframi eða vinna er líka í brennidepli, en
ekki er víst að allt sé eins og það sýnist.
Tækifærin láta ekki á sér standa. Ekki hika við að nýta þér þau
og sýna þína einstöku hæfileika, kunnáttu og áhugasvið út á við.
Heilsufarið og sjálfsaginn frá degi til dags verður ofarlega á
blaði, einhvers konar ruglingur virðist þó fyrir hendi. Í besta falli
kemur sporðdrekinn sér upp heilsusamlegum venjum fyrir lífs-
tíð. Annar möguleiki er langvinn hnignun af óljósum ástæðum og
auknar skyldur.
Sambönd sporðdrekans eru bæði uppspretta vonbrigða og
streitu. Nú er rétti tíminn til þess að ná sambandi á ný við gamla
vini, ekki síst þá sem sporðdrekanum þykja áhugaverðir og örv-
andi. Blandaðu geði.
Í hönd fer ár upphafs og endaloka. Sporðdrekinn verður var
við nýja byrjun og tækifæri í fjármálum, en ekki verður um að
ræða róttækar breytingar til batnaðar, heldur tímabil þar sem
undirstöðurnar eru treystar enn frekar.
Fjármálin hafa verið fremur ótraust á síðari árum. Farðu vel
yfir stöðuna og gerðu áætlanir um nauðsynlegar breytingar.
Sýndu sérstaka aðgát ef fjárhagslegar skuldbindingar eru á döf-
inni.
SPORÐDREKINN
23. október til 21. nóvember
Tvíburinn gæti þurft að glíma við stórfelldar breytingar sem
tengjast heimili, fjölskyldu, rótum, undirstöðum og öryggi á
nýju ári. Best er að byggja sig upp, líkamlega og tilfinningalega
og styrkja grunninn, sem og þá sem búa á núverandi og fyrr-
verandi heimili tvíburans. Meiriháttar viðfangsefni eru í deigl-
unni.
Breytingar tengdar vinnu og starfsframa koma upp í febrúar
og magnast jafnt og þétt frameftir ári. Áhrifin tengjast hugs-
anlega menntun, ferðalögum, skoðunum og heimspeki og gætu
orðið gagnger. Gakktu úr skugga um að markmiðin séu skýr,
ekki síst ef þú ert í félagi með einhverjum.
Aukin ábyrgð gæti komið við sögu í nánum samböndum og
rómantíkinni, hugsanlega er um að ræða vandamál tengd ein-
hverjum af eldri kynslóðinni, jafnvel byrði af einhverju tagi.
Heilsa og heilbrigð rútína er ekki sérstaklega á döfinni næstu
tólf mánuði, en það merkir ekki að óhætt sé að láta slík sjón-
armið lönd og leið því breytingar eru í vændum á þarnæsta ári.
Vinir og félagar sem tengjast tvíburanum í gegnum ótil-
greindan félagsskap gætu verið jafnvel enn óvenjulegri en hann
á að venjast á næstunni. Njóttu þess bara.
Valdatafl í vinnu eða einkalífi kemur við sögu. Kannski verð-
ur tvíburinn fyrir vonbrigðum, en það orsakast af blindu á til-
teknar aðstæður. Nú þarftu að horfast í augu við það sem er í
raun og veru, í staðinn fyrir að láta óskhyggjuna ráða ferðinni.
Nýtt starf eða ný stefna á starfsvettvangi er möguleiki, en
þarfnast nánari yfirlegu.
Í stuttu máli sagt er ár mikilla breytinga í vændum sem gæti
jafnvel kollvarpað öllu því sem tvíburinn hefur byggt öryggi sitt
og skoðanir á. Ákvarðanirnar sem hann tekur í tengslum við
heimili og starfsvettvang munu hafa áhrif um ókomin ár.
Hindranir gætu komið upp í fjármálum en velta einkum á
fjárhagsstöðu nákominna.
TVÍBURINN
21. maí til 20. júní
HRÚTURINN
20. mars til 20. apríl