Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Eitt af stóru verkefnum okkar hér- lendis er að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og vekja athygli á þætti nýrrar tækni í því sambandi. Mér finnst að umræða um þessi mál hafi aukist verulega sem og áhugi og vilji stjórnvalda til að taka málin föst- um tökum,“ segir Petrína Ásgeirs- dóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Hún bendir á, að á árinu hafi t.d. kafli almennu hegningarlaganna um kyn- ferðisbrot verið endurskoðaður og Al- þingi samþykkt margar breytingar í þágu barna og til batnaðar fyrir barátt- una gegn kynferðislegu ofbeldi. „M.a. var fyrningarfrestur í kynferðisbrota- málum gegn börnum afnuminn, og sam- ræðisaldurinn var hækkaður í 15 ár, en hann var áður einungis 14 ár. Einnig stendur uppúr mjög jákvætt samstarf Barnaheilla við netþjónustuaðila og Ríkislögreglustjóra um að koma á síun á landsvísu á efni á Netinu þar sem ver- ið er að beita börn kynferðislegu of- beldi, en það mál er komið vel áleiðis. Einnig hófum við samstarf við Heimili og skóla og Póst- og fjarskiptastofnun um hjálparlínu fyrir börn og foreldra um örugga netnotkun. Vefurinn Net- svar.is hóf göngu sína síðla ársins.“ Í starfi Barnaheilla á erlendum vett- vangi stendur, að áliti Petrínu, upp úr alþjóðlegt verkefni samtakanna um að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum með gæðamenntun, en það hófst árið 2006. „Alþjóðasamtök Barnaheilla vinna að því fram til ársins 2010 að átta millj- ónir barna í 20 stríðshrjáðum löndum fái góða menntun. Á árinu náðum við að bæta framtíð hundraða þúsunda barna og Barnaheill á Íslandi lögðu sitt á vogarskálarnar með stuðningi við menntun barna í Afganistan, Kambó- díu og Norður-Úganda. Við unnum einnig ötullega að því að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á aðstæðum barna í stríðshrjáðum löndum og nauð- syn þess að setja fjármagn í menntun þeirra. Annars mun þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um grunn- menntun fyrir öll börn árið 2015 ekki nást, þar sem um 39 milljóna barna í stríðhrjáðum löndum eru án skóla- göngu.“ Rödd innflytjenda heyrist Petrína segir mörg verkefni fram- undan hjá Barnaheillum á nýju ári bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. „Við munum halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem ég nefndi áðan og hérlendis viljum við einnig láta málefni barna innflytjenda meira til okkar taka og að auka þátt- töku barna í starfi okkar, þannig að rödd þeirra heyrist betur í íslensku samfélagi. Sem frjáls félagasamtök byggjum við allt okkar starf á frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyr- irtækjum og opinberum aðilum og við erum mjög þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við fengum á þessu ári og erum vongóð um að framhald verði þar á.“ Arnarfjörður fjarða fegurstur Á persónulegum nótum segir Petr- ína árið í heild hafa verið mjög við- burðaríkt og skemmtilegt. „Það sem einna helst stendur upp úr er ferð um Vestfirði og ferð í Flatey síðastliðið sumar. Varla sást ský á himni á 10 daga tjaldferðalagi og Flatey og vest- firsk fjöll og firðir eru algjörar perlur og veita manni mikla orku. Ég held ég halli ekki á neinn fjörð með því að segja að Arnarfjörður sé fjarða feg- urstur og það er einlæg ósk mín að sú fegurð fái að haldast um ókomna tíð.“ Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla Viljinn aukist Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.