Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 46
46 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 1 Þormóður Kolbrúnarskáld varkallaður svo vegna mansöngs- vísna, sem hann orti til konu, sem kölluð var Kolbrún, enda dökk á brún og brá. Hvað hét Kolbrún réttu nafni?  a) Kristbjörg  b) Húnbjörg  c) Þorbjög  d) Guðbjörg 2Ölvir hét maður ágætur í Nor-egi. Hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda börn á spjóta- oddum, sem þá var víkingum títt. Af þessum sökum fékk Ölvir við- urnefni nokkurt. Hvert var það?  a) Krakkakarl  b) Barnsrass  c) Barnakarl  d) Kveif 3Einn landnámsmanna trúði áKrist og kenndi bústað sinn við hann. Hann var þó dálítið blendinn í trúnni og þótti tryggara að heita á Þór til sjófara og harðræða. Hver var maðurinn?  a) Gunnar granni  b) Atli mjói  c) Þórólfur Mostrarskegg  d) Helgi magri 4 „Við mig hafði ég Björninn bundið.Bróður hans var nóg að eggja. Braust ég yfir bárusundið, bjargaði lífi sona tveggja.“ Þessar ljóðlínur eru úr kvæði eftir Davíð Stefánsson en út af hvaða sögu er ort?  a) Grettissögu  b) Harðar sögu og Hólmverja  c) Laxdælu  d) Hávarðar sögu Ísfirðings 5 „Þá legg ég það á við þig, aðþessi augu séu þér jafnan fyrir sjónum, sem ég ber eftir, og mun þér þá erfitt þykja einum að vera og það mun þér til dauða draga.“ Hver mælti svo og við hvern?  a) Tögld við Illuga  b) Glámur við Gretti  c) Dofri við Búa  d) Geirnefja við Þorstein 6 „Hver er sá maður, er fjórirganga fyrri, fölleitur og skarp- leitur og glottir við tönn og hefur öxi reidda um öxl?“ Um hvaða fornkappa var þetta sagt?  a) Gretti Ásmundarson  b) Aron Hjörleifsson  c) Hallfreð Óttarsson  d) Skarphéðin Njálsson 7En það var nafn hans rétt, aðhann hét Gisröður. Svo sagði hann Ara presti. Hver var það, sem sagði nafn sitt rétt vera Gisröður?  a) Gissur Ísleifsson biskup  b) Gissur Einarsson biskup  c) Gissur á Botnum  d) Gissur Þorvaldsson 8Ólafur Tyggvason Noregskon-ungur lét gera skip, sem var meira og betra en önnur skip, sem þá voru á Norðurlöndum. Hvað var það kallað?  a) Snákurinn snúni  b) Naðran langa  c) Ormurinn mjói  d) Ormurinn langi 9 „Lítið lagðist hér fyrir góðandreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé ég svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.“ Hver sagði þetta og um hvern?  a) Ingólfur um Hjörleif  b) Þormóður um Þorgeir  c) Þorbjörn öngull um Gretti  d) Kári um Skarphéðin 10Ólafur Haraldsson Noregs-konungur fór fram á það við Íslendinga, að þeir gæfu honum fyrir vináttusakir útsker það fyrir Eyja- firði, er menn kölluðu Grímsey. Var ekki tekið ólíklega í það á þingi en einn maður varð til að mótmæla því. Hver var hann?  a) Snorri Sturluson  b) Gissur Þorvaldsson  c) Guðmundur á Möðruvöllum  d) Einar Þveræingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.