Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 8

Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 8
■JittilJD 7. apríl 1997 Larry Bell frumkvöðull minimalismans sýnir á Kjarvalsstöðum Glerið er Minimalismi er listastefna sem rekur upphaf sitt til New York árið 1966. Þá hélt hópur listamanna sýningu í Gyðinga- safninu sem bar heitið Primary Structures. Yerkin voru óhlut- læg myndverk en listamennirn- ir lögðu áherslu á að einfalda formgerðina í frumþætti sína. A þessum tíma voru menn einnig að þróa áfram hina geometrísku myndgerð en í kjölfarið komu fram hugmyndir um hlutverk rýmisins í listhlutnum og tengsl við áhorfendur tóku að skipta meira máli en áður. Þessi nýja listastefna hlaut snemma heitið ABC-list eða minimalismi. ÁBENVIN6 Skækjan hættir og frumsýning á Fiðlaranum Leitt hún skyldi vera skækja hefur nú verið sýnt fyrir fullu húsi síðan í haust. Nú eru aðeins fjórar sýning- ar eftir. Ástæða þess að sýningum verður að ljúka nú í aprfl er sú að leikhópnum hefur verið boðið til á listahátíð f Stokkhólmi í maí. Þegar er uppselt á tvær sýningar svo það er hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa frábæru sýningu. Um þessar mundir standa yfir æf- ingar á söngleik ársins í Þjóðleik- húsinu. Að þessu sinni er það Fiðl- arinn á þakinu sem hefur verið val- inn til sýningar. Leikstjóri er Kol- brún Halldórsdóttir en með helstu hlutverk munu fara þau Jóhann Sigurðarson og Edda Heiðrún Bachmann. Frumsýning er fyrir- huguð þann 18. aprfl næstkomandi. Djass á Jómfrúnni Þann 11. aprfl mun Tríó Ólafs Stephensen ásamt Jóhönnu Jónas- dóttur koma fram. Auk tónlistar eru bandarískar bókmenntir á dagskrá. Með Ólafi leika þeir Guðmundur R. Einarsson trommur og Tómas R. Einarsson bassi. BÞann 18. apríl leik- ur norrænt tríó Bjöms Thorodd- sen. Ásamt Bimi koma fram þeir Ole Rasmussen bassi, Arne Tool- bom trommur og Egill Ólafsson söngvari. Þeir leika frumsamda tónlist. Þann 25. apríl verður Tríó Kjartans Valdimarssonar með tónleika. Auk Kjartans em í bandinu þeir Þórður Högnason bassi og Matthías Hem- stock trommuleikari. Þeir munu leika tónlist eftir DeJohnettes, Sur- mans og fleiri, auk fmmsaminna opusa. Þann 30. apríl verður Jam Session á Jómfrúnni en þá er svokallað loka- kvödl fyrstu hrinu Múlans. Laxness sýning Þann 19. apríl verður opnuð sýning í Þjóðar- bókhlöðu sem samanstendur af málverkum og skúlptúmm af nóbelsskáldinu Hall- dóri Laxness. Sama dag verður skáldið 95 ára. Þótt sum verkanna séu þegar orðin þjóðkunn þá verða einnig til sýnis mörg myndverk sem eru að koma fyrir almennings- sjónir í fyrsta sinn. Sýningin stend- ur til 31. maí. Grundvallaratriði minimalism- ans liggja í því að hinni hefð- bundnu sjónrænu fagurfræði er alfarið hafnað en þess í stað er það sjónræn skynjun og upplif- un áhorfandans á sjálfum sér og listhlutnum í sameiginlegu rými sem skiptir höfuðmáli. Minimalisminn felur í sér nýja fagurfræðilega viðmiðun en listhlutirnir hafa verið ein- faldaðir til dæmis í grindur eða ósnertanleg fyrirbæri eins og til dæmis ljós. Formin eru iðulega hlutlaus og allt er nákvæmlega útmælt og því er í raun ekki hægt að stækka eða minnka þessi verk enda eru þau oftast unnin í verksmiðjum og hönd listamannsins hvergi sjáanleg. Frumkvöðlar minimalismans eru mennirnir sem sýndu í New York árið 1966. Þeir eru Donald Judd, Carl André, Robert Mor- ris, Dan Flavin og svo Larry Bell sem er án efa einn sá merk- asti í hópnum. Larry Bell hefur vakið gríðarlega athygli fyrir verk sem unnin eru í gler og nú um helgina kom listamaðurinn hingað til lands og opnuð hefur verið sýning á nýjum og gömlum verkum hans. Þessi sýning markar tímamót á Kjarvalsstöðum enda ekki oft sem svo frægir listamenn láta sjá sig hér á landi. Blaðamaður Vikublaðsins fylgdist með uppsetningu sýningar- innar á Kjarvalsstöðum og spjallaði við Larry Bell þar sem hann lá á bak við risastóra glerplötu og var að ákvarða staðsetningar á gólfinu. Minimalistar hafa valið sér ýmis efni til þess að vinna með til dœmis vinnur Donald Judd aðallega með kassa, aðrir hafa valið sér önnur efni. Hvers vegna gler? „Að fást við gler er trúlega einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið í líf- inu en það var innsæi mitt sem réði henni. Glerið er seiðmagnað efni og það hefur svo mikla möguleika. Það getur samtímis hleypt ljósi í gegnum sig, endurspeglað það eða gleypt það í sig. Með því að stjórna ljósinu, láta það til dæmis falla öðru vísi á það get- urðu glætt verkið nýrri tilfinningu. Það tók mig nokkur ár að uppgötva sérstakt tækniferli, sem ég nota mik- ið, til þess að breyta samleik glers og ljóss. Þegar málmi eða kvars er bland- að í gler þá breytist ljósið en flötur glersins heldur sér óbreyttum.” Ljósið er mikilvœgur þáttur í verk- um þínum. „Já, í mínum huga eru glerverkin eins konar vefnaður. Þau eru í raun úr ofnu ljósi sem hefur verið endurspegl- að og fært til. Þess vegna verður allt- umlykjandi ljósið í sýningarsalnum þáttur í hverju verki. Veggimir og gólfið verða hluti af hverju verki.” Þú getur þá í raun ekki endurtekið sýningar þínar? „Nei, þá þyrfti ég raun val hugmynda og tilrauna og það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum enda lít ég á starf mitt sem tilraunastarf. Eg hef einnig gert tilraunir með það sem ég kalla hið grimmúðlega rétthorn, 90 gráðurnar. Þú sérð þess merki í verkunum sem ég sýni nú. I mínum huga er fátt áhrifameira í dag- legri sjónskynjun mannsins en horn húsa og herbergia þar sem við lifum í og störfum. Við erum ekki áhorfendur í þessu rými, við erum innihald þess. Fólk hugsar kannski ekki mikið út í þetta en rétthomin em allt í kring- um okkur; þau hafa áhrif á jað- arsjón okk- ar, ákvarð- taka sýning- arsalinn með mér. Umhverfið er svo stór þáttur í verkum mínum að í raun er ég alltaf með ný verk. Verkin á sýningunni eru í antr og eg ekkt viss um að við náum nokkum tíma að skilja hversu víð tæk áhrif homin hafa haft á söguna og framvindu hennar.” Mœtti segja að það gcetti nokkurs konar sýndarveruleika í verkum þín- um? „Já, það má segja það. Til dæmis þegar ég stjóma ljósinu á sýningum þá beini ég því ekki að sjálfum skúlp- túrverkunum, heldur lýsi ég það sem verkin endurspegla. Það er sjónarhom áhorfandans sem skiptir mestu um hvemig hann skynjar verkið. Það sem ég er að reyna að ná fram er að um- hverfið hreyfist inni í skúlptúmum á sama hátt og áhorfandinn hreyfist í kringum skúlptúrinn. Það sem fæst með þessu er að áhorf- andinn verður nokkurs kon- ar hluti af verkinu, ekki ein- göngu í endurspegluninni heldur í verunni milli end- urspeglunar, ljóssins og skynjunar. Blekkingin hefur alltaf heillað mig, hvað er raunverulegt og hvað er óraunverulegt? Sýningin er um yfirborð og ljós. Glerið er grannefni en ég nota einnig pappír; þessi efni eru stór hluti af daglegu lífi manna. Verk mín eru ekki hugmyndaleg list heldur er megintilgangur verka minna að vekja tilfinningalega skynjun með áhorfandandum," vom lokaorð Larry Bell aþ Hvert á að fara? Félag eldri borgara Leikhópurinn Snúður og Snælda Sýningar eru í Ftisinu, Hverfisgötu 105 Reykjavík Sími 552-8812 Sigrún Pétursdóttir 551-0730 Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Vesturgötu 3 (bakvið Fríðu frænku) Miðasala sími 551-9055 Skrifstofa sími 551-9030. Miðasala opin frá kl.17.00 sýn- ingardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. Leikfélag Reykjavíkur / Borgar- leikhúsið Listabraut, Reykjavfk sími 568-8000 Miðasala er opin daglega frá 13.00-18.00 Opið fram að sýningu sýningar- daga. Símapöntun alla virka daga frá 10.00-12.00. Loftkastalinn Seljavegi 2 Reykjavík Sími 552-3000 Miðasala opin alla daga frá 10.00-19.00. Möguleikhúsið við Hlemm Reykjavík Tekið á móti pöntunum í síma 562 5060. Þjóðleikhúsið Hverfisgötu 19 Reykjavík sími 551-1200 Miðasala opin mánudaga -þriðju- daga frá 13.00-18.00, miðviku- daga til sunnudaga frá 13.00- 20.00 og til 20.30 sýningardaga Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíó við Hagatorg Reykjavík Sími 562-2255 Fax 562-4475 Hótel Saga Hagatorg Reykjavík Sími 552-9900 Fax 562-5084 Miðapantanir 09.00-17.00 virka daga. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Reykjavik Sími 567-4070 Fax 557-9160 Skrifstofa er opin frá 09.00-17.00 virka daga. Húsið er opið mán- fim 09.00-22.00, fös. 09.00-19.00 og um helgarfrá 12.00-16.00. Listasafn Kópavogs Hamraborg 4 / Pósthólf 153 200 Kópavogur Sími 554-4501 Opið alla daga nema mánudaga frá 12.00 til 18.00. Kaffistofan,er opin á sama tíma. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Reykjavík sími 562-1312 Opið alla daga nema mánudaga frá 12.00 til 18.00 Norræna húsið v/Hringbraut sími 551-7030 bókasafn 551- 7090 Sýningarsalir opnir frá 14.00 til 19.00 Bókasafnið er opið frá kl. 13.00 til 19.00 alla daga nema sunnu- daga 14.00 til 17.00 Kaffistofan er opin 09.00 til 17.00 alla daga nema sunnudaga 12.00 til 17.00 Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Reykjavík sími 551-4350 Safnið er opið virka daga 14.00- 16.00 Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu Reykjavík sími 551-3797 Opið alla daga frá 13.30-16.00 Höggmyndasalurinn opinn alla daga frá 11.00-16.00 Listasafn Reykjavíkur / Kjar- valsstaðir v/Flókagötu Sími 552-6131 Opið alla daga vikunnar 10.00- 18.00 Kaffistofan er opin á sama tíma Listasafn ASÍ Grensásvegi 16a Reykjavík Sími 568-1770 Opið 14.00-19.00 sýningardaga Náttúrugripasafnið V/Hlemm Reykjavík Sími 562-9822 Opið þrið., fim., lau. og sun. frá kl. 13.00-16.00, Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði Sími 565-4242 Opið mánudaga og laugardaga frá 13.00-17.00 og sunnudaga frá 13.00-17.00. Þjóðminjasafn íslands Suðurgötu 41 Reykjavík Sími 552-8888 Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá 12.00-16.00.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.