Morgunblaðið - 13.01.2008, Side 11

Morgunblaðið - 13.01.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 B 11 Hafðu samband og fáðu upplýsingar um Hafnarfjörð og hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar í síma 585 5500 og á heimasíðunni www. hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA Óskum eftir hressum og áhugasömum starfsmönnum í dag, kvöld- og helgar- þjónustu hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Helstu verkefni eru að aðstoða þjónustuþega við athafnir daglegs lífs, auka færni þeirra og sjálfstæði. Við bjóðum starfsmönnum fjölbreytni í starfi, fræðslu og handleiðslu og öruggt starfsumhverfi, Í boði er sveigjanlegur starfstími og starfshlutföll eru samkomulagsatriði. Starfið gerir kröfu um jákvætt viðmót og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir Við leitum að einstaklingum með félagsliðamenntun eða aðra félagslega menntun, reynslu eða mikinn áhuga á störfunum. Laun fara eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veita Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi heimaþjónustudeild og Kolbrún Oddbergsdóttir deildarstjóri í heimaþjónustudeild í síma 585 5700 FÉLAGSLEG LIÐVEISLA Félagsþjónustan í Hafnarfirði auglýsir eftir starfsfólki í félagslega liðveislu fatlaðra samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sérstaklega vantar starfsfólk í liðveislu fyrir karlmenn á öllum aldri. Í boði er sveigjanlegur starfstími utan venjulegs vinnutíma. Starf við félagslega liðveislu gerir kröfu til jákvæðs viðmóts, mannúðlegra viðhorfa og hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir. Um er að ræða lærdómsríkt starf og boðið er upp á handleiðslu með starfinu. Laun fara eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Þ. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi í síma 585-5700. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á gudruni@hafnarfjordur.is. RÁÐGJAFI Á SVIÐI FÉLAGSMÁLA Félagsþjónustan í Hafnarfirði leitar að ráðgjafa í fullt starf til 1. september 2008. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Starfið felst aðallega í afgreiðslu fjárhagsaðstoðar og almennri ráðgjöf varðandi framfærslu, húsnæðismál o.fl. Við leitum að röskum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt, er lipur og ákveðinn í samskiptum. Við leitum að karlmanni ekki síður en konu vegna kynjahlutfalls á vinnustaðnum. Viðkomandi þarf að hafa lokið prófgráðu á sviði félagsvísinda, sálarfræði eða uppeldisfræða sem nýst getur í starfi. Launakjör skv. samningi viðkomandi stéttarfélags og sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 21. janúar. Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Jónsdóttir, deildarstjóri, eða Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður, í síma 585 5700. Umsóknum skal skila til: Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði Strandgötu 33 220 Hafnarfirði Verkefnisstjóri - Smitsjúkdómadeild Project leader – Infectious Diseases Starfi ð felst í því að leiða rannsóknaverkefni á sviði smitsjúkdóma sem byggjast á að einangra erfðabreytileika sem valda sjúkdómum og ákvarða á hvern hátt þessar breytingar leiða til sjúkdóma. Við rannsóknirnar eru tvinnaðar saman aðferðir sameindalíffræði, tölfræði, erfðafræði og lífefnafræði. Unnið er í hópum í náinni samvinnu erfðarannsóknasviðs við aðrar deildir fyrirtækisins sem og stofnanir og háskóla í Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku og Asíu. Vísindamenn með þekkingu á rannsóknum á smitsjúkdómum eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Hæfniskröfur Háskólapróf (Ph.D. eða MD.) í sameindalíffræði, lífefnafræði, læknisfræði, töl- fræði og stærðfræði eða skyldum greinum. Reynsla af störfum á rannsóknar- stofu er nauðsynleg. Við leitum að öguðum og duglegum einstaklingi sem er sjálfstæður og vinnur vel í hóp. Íslensk erfðagreining er í fararbroddi rannsókna á erfðum algengra sjúkdóma og býður starfsmönnum upp á mikla möguleika á starfsþróun og símenntun í alþjóðlegu starfsumhverfi sem einkennist af nýsköpun, hugmyndavinnu og góðum starfsanda. Sérfræðingur í lífsýnadeild Research Associate – Biological materials Íslensk erfðagreining leitar að sérfræðingi í Lífsýnadeild fyrirtækisins, um er að ræða einangrun á DNA úr lífsýnum, frumuræktun, undirbúning DNA sýna fyrir arfgerðagreiningu ásamt umsjón með lífsýnabanka. Hæfniskröfur Háskólapróf (B.Sc.) í sameindalíffræði, lífefnafræði eða skyldum greinum. Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er æskileg. Við leitum að duglegum og röskum einstaklingi sem er sjálfstæður, skipulagður og á auðvelt með að vinna með öðrum. Nánari upplýsingar er að fi nna á heimasíðu ÍE og hjá Starfsmannaþjónustu ÍE: careers@decode.is / 5701900. Íslensk erfðagreining I Sturlugötu 8 I 101 Reykjavík I s: 5701900 I www.decode.is I info@decode.is I careers@decode.is Umsækjendur eru beðnir um að skila umsóknum á umsóknavef Íslenskrar erfðagreiningar (www.decode.is) og láta stutt yfi rlit um reynslu af rannsóknarstörfum fylgja umsókn, þ.m.t. aðferðir sem notaðar voru, auk lýsingar á áhugasviði ásamt upplýsingum um meðmælendur. Sérfræðingur á erfðarannsóknarsviði Research Associate/Scientist – Population Genomics Íslensk erfðagreining leitar að sérfræðingum til starfa á erfðarannsóknarsvið, við rannóknir á algengum sjúkdómum. Verkefnin felast í úrvinnslu gagna í meingena- leit þar sem tvinnaðar eru saman aðferðir sameindalíffræði, erfðafræði og lífefna- fræði. Störfi n eru unnin í hópum sem starfa saman að ákveðnum sjúkdómsverk- efnum í samvinnu við aðra sérfræðinga og hópstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hæfniskröfur Háskólapróf (B.Sc. eða M.Sc) í sameindalíffræði, lífefnafræði eða skyldum grein– um. Við leitum að duglegum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingum sem sem eru skipulagðir og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Bókari Íslensk erfðagreining leitar að bókara í fjármáladeild fyrirtækisins, um er að ræða færslu fjárhagsbókhalds, viðskiptamanna- og lánadrottna. Bókhaldið er unnið frá grunni til endurskoðunar. Starfi ð felur einnig í sér reikningagerð, uppgjör og ýmis önnur sérverkefni. Hæfniskröfur Viðskiptafræði eða sambærileg menntun æskileg. Reynsla af starfi í bókhaldi og bókhaldsþekking er áskilin. Góð enskukunnátta, kunnátta á Navision bókhald- skerfi og Excel er einnig skilyrði. Við leitum að sjálfstæðum og öguðum ein- stakling sem á auðvelt með samskipti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.