Morgunblaðið - 13.01.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.01.2008, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Skemmtileg framtíðarstörf í góðu vinnuumhverfi Framreiðslunemar. Þrjár stöður sem gefa gríðarlega framtíðar- möguleika bæði hér heima og erlendis. Aðstoðarþjónar (aðstoð í sal) Vanir sem óvanir. Leitum að fólki sem hefur gaman af lífinu, er skemmtilegt og gefandi. Umsóknir óskast sendar á perlan@perlan.is eða í síma 899 5870 (Guðni Hrafn) og 891 7091(Þorleifur). Perlan þar sem gleðin ræður ríkjum. www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við bændur sem og viðskiptavini sína – og gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Verslunarstjóri: Óskum eftir að ráða til starfa verslunarstjóra á eitt af kaffihúsum okkar í Reykjavík. Starfið felst í ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri staðarins. Sölu og framreiðslu á kaffidrykkjum og meðlæti. Sölu á úrvalskaffi, kaffivörum og öðru vöruframboði. Innkaup á vörum fyrir staðinn og umsjón með starfsmannahaldi og ráðningum. Hæfniskröfur: Leitað er að áreiðanlegum, skipulögðum og jákvæðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Reynsla af rekstri er æskileg. Metnaður, frumkvæði í starfi, áhugi og þjónustulund eru skilyrði. Kaffibarþjónar: Starfið/Starfssvið: Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir fólki til starfa á kaffihús okkar á höfðuborgarsvæðinu. Í boði eru framtíðarstörf og hlutastörf. Starfið felst í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstaklingum með metnað og frumkvæði. Kaffitár leggur sig fram við að þjálfa og fræða starfsfólk sitt þannig að hver og einn sé svo vel að verki farinn að öruggt sé að bestu eiginleikar kaffisins komist til skila. Skriflegum upplýsingum má skila með tölvupósti á marta@kaffitar.is, umsóknareyðublöð liggja einnig frammi á kaffihúsum okkar. Frekari upplýsingar veitir Marta í síma 696 8832. -leggur heiminn að vörum þér Löggiltur fasteigna- sali eða lögfræðingur Traust og öflug fasteignasala í Reykjavík óskar eftir að ráða löggiltan fasteignasala eða lögfræðing til starfa fljótlega. Nemi á síðasta ári í lögfræði kæmi til greina. Fyrir er einn lögg. fasteignasali. Um er að ræða skjalagerð og einhverja sölumennsku. Gerð er krafa um sjálfstæðan, heiðarleigan og töluglöggan aðila. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu hjá rótgrónu fyrirtæki. Með allar umsóknir veður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á box@mbl .is merkt “Skjalagerð” fyrir 19. janúar nk. www.mos . i s mosfellsbær óskar að ráða verkefnastjóra til starfa fyrir skóla- skrifstofu og skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs. um er að ræða nýtt starfsheiti, en verkefnin hafa að hluta til verið á leik- og grunn- skólasviði, en taka þó mið af hinni öru þróun og stækkun mosfells- bæjar. verkefni: · Stjórnsýsluverkefni á sviðinu, einkum í tengslum við grunn- og leikskóla · Fræðsla og upplýsingagjöf – stýra upplýsingaflæði og efla samstarf þvert á svið bæjarins · Skipulag endurmenntunar starfsfólks stofnana á fræðslu- og menningarsviði · Ráðgjöf og stuðningur við nýsköpunar- og þróunarverkefni · Mats- og eftirlitsverkefni á fræðslu- og menningarsviði hæfni og menntun: Gerð er krafa um háskólamenntun, t.d. á sviði mannauðs- og/eða félagsvísinda eða kennara- og/eða uppeldismennt- unar eða á sviði verkefnastjórnunar og/eða matsfræða. Starfsmaðurinn þarf að vera lipur í samskiptum og hafa góða hæfni til að vinna með öðrum, en jafnframt geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og verið skapandi. Hann þarf að vera röskur til verka og hafa úthald til að fylgja verk- efnum til enda. Einnig að vera talnaglöggur, kunna á helstu miðla upplýsingatækni, vera vel ritfær á íslensku og hafa getu til að nýta erlendar upplýsingauppsprettur um menntun, menningu og skólastarf. Í samræmi við jafnréttisstefnu mosfellsbæjar eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið. umsóknarfrestur er til 28. janúar, 2008. umsóknum skal skila til fræðslu- og menningarsviðs mosfellsbæjar, þverholti 2, 270 mosfellsbæ. allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs (bth@mos.is). fræðslu- og menningarsvið mosfellsbæjar Verkefnastjóri á fræðslu- og menningarsviði mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag með rúmlega 8000 íbúum. alls staðar er stutt í ósnortna náttúru og fallegt umhverfi. Í mosfellsbæ er blóm- legt íþrótta-, tómstunda- og menningarlíf, en auk þess státar bæjarfélagið af öflugum leik- og grunnskólum. sveitarfélagið stefnir að því að vera í far- arbroddi í þróun íslenskra leik- og grunnskóla, með uppbyggingu nýrra skóla og með því að efla enn frekar núverandi skóla. A 3 / H G M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.