Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 21 LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kynning Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður stýrði kynningarfundinum í Vík. Jóhannes Kristjánsson kynnir áskorun sem afhent var á fundinum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | Í áskorun sem fjöldi íbúa Mýrdalshrepps skrifar undir ásamt bílstjórum sem oft eiga leið um Mýr- dalinn er farið fram á það að valin verði önnur leið fyrir hringveginn um Mýrdal en sveitarstjórn hefur ákveð- ið. Með þeirri leið yrði vegurinn allur á sléttlendi og göngin gegnum Reyn- isfjall sunnar en áformað er nú. Unnið er að gerð aðalskipulags fyr- ir Mýrdalshrepp til tuttugu ára. Sveitarstjórn kynnti tillögu sína á al- mennum borgarafundi í Vík sl. mánu- dagskvöld. Skiptar skoðanir um vegstæði Deilur hafa verið í sveitarfélaginu um legu þjóðvegarins um Mýrdalinn, aðallega hvort gera eigi ráð fyrir veg- inum á núverandi stað en þar er með- al annars yfir Reynisfjall að fara eða hvort gera eigi ráð fyrir honum í göngum í gegnum fjallið. Jafnframt hafa verið skiptar skoðanir um það hvar vegurinn ætti að liggja í gegnum Reynishverfi og Reynisfjall. Eftir miklar umræður ákvað meiri- hluti fulltrúa í skipulagsnefnd og sveitarstjórn sl. sumar að gera ráð fyrir að þjóðvegurinn færi í göngum um Geitafjall, yfir mýrar, garða og tún í norðurjaðri náttúruminjasvæð- isins við Dyrhólaós og um jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Þá er gert ráð fyrir því að vegurinn liggi sunnan Víkurþorps og tengist núverandi hringvegi norðan Víkurskála. Náttúruverndarsamtök hafa mót- mælt þessari veglínu, telja hana valda óafturkræfum breytingum, ekki síst á Víkurfjöru, Reynishverfi, ræktunar- löndum bænda og votlendingu við Dyrhólaós. Bændur í Reynishverfi hafa sömuleiðis mótmælt þessari nið- urstöðu. Voru þessi sjónarmið ítrekuð á kynningarfundinum í vikunni. Fjöldi íbúa vill hins vegar fara enn sunnar í Reynishverfi. Kom það fram þegar Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku kynnti og afhenti sveit- arstjóra undirskriftarlista þar sem skorað er á sveitarstjórnina að gera ráð fyrir veginum sunnan við Geita- fjall, meðfram Dyrhólaósi og um göng sunnar í Reynisfjalli en áður hefur verið gert ráð fyrir. Jóhannes segir að með þessari leið sé hægt að losna við hringveginn úr Víkurþorpi og hann spilli minna landinu í Reynishverfi. Þá myndi allur vegurinn liggja á lág- lendi, þetta yrði brekkulaus leið sunn- an við Geitafjallið og vegurinn því öruggari en samkvæmt öðrum kost- um. 217 skrifuðu undir áskorunina. Jóhannes telur að þar af séu um fimmtíu bílstjórar sem aki mikið þarna um en mikill meirihluti þó kosningarbærir íbúar sveitarfé- lagsins. Önnur umferð í stjórnkerfinu Skipulags- og byggingarnefnd Mýrdalhrepps og síðan sveitarstjórn fjalla nú um málið á ný, að sögn Sveins Pálssonar sveitarstjóra, áður en það verður sent Skipulagsstofnun. Eftir það verður aðalskipulags- tillagan auglýst og íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir. Fjöldi íbúa vill hring- veginn nær Dyrhólaósi Í HNOTSKURN »Sveitarstjórn, nefndir ogstofnanir hafa undanfarin ár rætt átta mismunandi tillögur um legu hringvegarins. »Hreppsnefndarmenn vorusammála um að fara með veginn um göng í Reynisfjalli en mismunandi sjónarmið voru uppi um hvar vegurinn ætti að liggja. Andstæðum sjón- armiðum lýst á kynningarfundi Djúpivogur | Þegar Andrés Skúla- son á Djúpavogi kom til vinnu sinn- ar í öndverðum janúarmánuði stóð umkomulaus bjargdúfa við útidyrn- ar. Við skoðun kom í ljós að dúfan var blind og augun djúpt sokkin í sárum. Engar skýringar hafa feng- ist á þessari blindu, að sögn Andr- ésar, en þó hafa menn getið sér til að hún hafi orðið fyrir flugeldi sem sviðið hafi augu hennar. Andrés tók dúfuna með heim, gaf henni augnd- ropa, þreif útferð úr augum með eyrnapinna og bjó um hana í eld- húsinu. Dúfan fékk sjón smám sam- an og var útskrifuð af göngudeild hjá Andrési yfir í flugdeild, eftir þriggja daga vist. Hún nær vísast ekki sjón nema á öðru auganu en það dugar til að hún er nú flogin. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Augnskaði Bjargdúfan jafnaði sig eftir nærgætnislega meðferð. Blindaðri bjargdúfu hjálpað til heilsu Egilsstaðir | Vegahúsið, menningar- hús ungs fólks á Héraði, var endur- opnað í nýju húsnæði á Egilsstöðum á þriðjudag. Fær það nú inni í gamla sláturhúsinu, sem er að verða helsta skjólshús menningar á Egilsstöðum. Vegahúsið starfar undir þeim for- merkjum að bjóða fólki á bilinu 16 til 25 ára aðstöðu til tómstundaiðkunar. Meðal þess sem starfrækt verður í Vegahúsinu eru hljóðvinnslustúdíó, æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir, leiktæki, þráðlaust net, beinar út- sendingar á breiðtjaldi, aðstaða til kvikmyndavinnslu og margt fleira. Í vetur verður boðið upp á ýmsa klúbbastarfsemi, auk þess sem hægt verður að funda og hittast þar reglu- lega. Saumavélar og föndurborð eru á staðnum og föst dagskrá eins og fótboltinn á skjánum, uppistand og tónleikar. Sýndar verða gamlar kvikmyndir og námskeiðahald verð- ur fjölbreytt. Þá mun mömmuklúbb- ur Vegahússins hefja starfsemi á ný og loks má nefna að gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir erlendar konur í hús- næðinu. Vegahúsið er rekið af Fljótsdals- héraði og nýtur einnig ýmissa styrkja. Dagur Óðinsson er starfs- maður hússins. Þróttmikil starfsemi í nýju Vegahúsi Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Kraftur Fjölbreytt starfsemi verður í nýrri aðstöðu Vegahússins. Eftir Hallfríði Bjarnadóttur Reyðarfjörður | Nýlokið er helg- arsamveru áhugakvenna um búta- saum og var það í fjórða sinn sem konurnar í hinum óformlega búta- saumsklúbbi Spretti á Austurlandi hittast. Leiðbeinendur voru þær Guðný Valgerður Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gunnarsdóttir frá versluninni Bót.is á Selfossi. Unnið var í Heiðarbæ, björtum og rúm- góðum sal eldri borgara á Reyð- arfirði. Þátttakendur voru 29 úr Fjarðabyggð og af Fljótsdalshéraði og má segja að húsrúm hafi verið fullsetið. Mikil framþróun hefur orðið í vinnuaðferðum og þar sem konurnar sátu við Janome- saumavélarnar sem klippa, þræða, yfirflytja og fleira töldu þær að nú vantaði bara fjarstýringuna. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Bútasaumur Dúkarnir Aðventa og Fuglakot eru hin mesta prýði. Saumað og spjallað AUSTURLAND Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is 13.00 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Ávarp, Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar – Fulltrúaráðsins. Venjuleg aðalfundarstörf Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, forsætisráðherra Þingforseti: Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismaður 14.00 Opinn fundur – allir velkomnir Framtíðarsýn í borgarmálum Framsöguræður flytja: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. Að loknum framsögum sitja auk þeirra í pallborði borgarfulltrúarnir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 miðasala í síma 515-1700 til hádegis á föstudag. Heiðursgestur: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Blótsstjóri: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Öryggi og velferð Framtíðarsýn í borgarmálum Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 26. janúar 2008 í Sunnusal Hótels Sögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.