Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 43
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
LÁTÍÐ í bæ er yfirskrift á tónleika-
veislu sem fer fram á skemmtistaðn-
um Sirkus við Klapparstíg um kom-
andi helgi. Þá ætla íslenskir
tónlistarmenn að rísa upp og mót-
mæla þeirri þróun sem á sér stað í
miðbæ Reykjavíkur með tónleikum
gegn niðurrifi húsa í miðbænum.
Vilja þeir koma þeim skilaboðum til
borgaryfirvalda og verktaka að þeir
verndi og viðhaldi húseignum í stað
þess að rífa þær niður.
Í tilkynningu frá tónleikahöld-
urum segir að Sirkus og reyndar all-
ur sá reitur sem húsnæði barsins
stendur á tákngeri vel þá „allsherj-
artiltekt“ sem fara á fram í mið-
bænum þar sem sérstöðu miðbæj-
arins og fjölskrúðugu mannlífi hans
er fórnað en í staðinn reynt að líkja
betur eftir verslunarkjörnum út-
hverfanna. Með því að skera á þessa
slagæð í hjarta Reykjavíkur er því
styrkur miðbæjarins í að fá að vaxa
og dafna á eigin forsendum gjör-
samlega hunsaður.
„Hugmyndin að þessari tónleika-
veislu kviknaði eiginlega eftir fund
Torfusamtakanna á Boston í desem-
ber. Þá ákváðum við, nokkrir skap-
andi einstaklingar sem dvelja mikið í
miðbænum, að gera eitthvað í mál-
unum í staðinn fyrir að tala enda-
laust um þau. Við viljum vekja at-
hygli á vandanum og ná árangri og
athygli borgaryfirvalda,“ segir Egill
Tómasson einn þeirra sem standa að
Látíð í bæ.
Langur listi listamanna
Egill segir að allir þeir tónlist-
armenn sem þau höfðu samband við
hafi tekið afskaplega vel í hugmynd-
ina og endilega viljað vera með. Ekki
hafi samt allir haft tök á því að koma
fram á Sirkus um helgina en endi-
lega viljað leggja nafn sitt við mál-
staðinn.
„Flestir á listanum koma fram en
nokkrir, eins og Sigur Rós, styðja
okkur og leggja nafn sitt við þessi
mótmæli en spila ekki á tónleik-
unum.“ Sama er upp á teningnum
með Botnleðju, Egill telur ekki lík-
legt að hún komi fram enda þónokk-
ur ár síðan bandið hætti, hann segir
samt aldrei að vita.
Þeir listamenn sem taka þátt í
tónlistarhátíðinni Látíð í bæ á einn
eða annan hátt eru: 1985!, Amiina,
Ampop, Barði Jóhannsson, Berglind
Ágústsdsóttir, Bob Justman, Benni
Hemm Hemm, Bloodgroup, Bogo-
mil Font, Borkó, Botnleðja, Cocktail
Vomit, Curver, Dr. Gunni, Flís, Gho-
stigital, Gusgus DJ-set, Hjaltalín,
Hjálmar, Hudson Wayne, Jagúar,
Jakóbínarína, Jan Mayen, Kira
Kira, K.K., Megas, Motion Boys,
Mr. Silla & Mongoose, Mugison,
Music Zoo, múm, My Summer as a
Salvation Soldier, Orgelkvartettinn
Ananas, Páll Óskar, Pétur Ben,
Rass, Trabant Experience, Retro
Stefson, Reykjavík!, Seabear, Singa-
pore Sling, Sigur Rós, Skátar, Skak-
kamanage, Slowblow, Sometime,
Sprengjuhöllin, Valgeir Sigurðsson,
XXX Rotweiler, Æla og Ölvis.
Síkvikt tónlistarlíf
Látíð í bæ hefst um kl. 17 á morg-
un á Sirkus og stendur alla helgina
fram á sunnudagskvöld. Egill segir
að það verði engin skipulögð dag-
skrá heldur taki bara hver tónlist-
armaðurinn við af öðrum. „Hug-
myndin er að fólk getir komið við á
Sirkus á rölti sínu um miðbæinn,
hlustað á góða tónlist, og þannig
sýnt málstaðnum stuðning.“
Skemmtistaðnum Sirkus verður
lokað um næstu mánaðamót og er í
hyggju að rífa húsnæðið. Þeir tón-
listarmenn sem taka þátt á Látíðinni
og leggja nafn sitt við verkefnið hafa
reglulega leikið eða lagt leið sína á
Sirkus og bera þannig vitni því sí-
kvika tónlistarlífi sem fram hefur
farið á staðnum. Egill segir að þó að
tónleikarnir séu haldnir á Sirkus og
eigi vissulega að vekja athygli á nið-
urrifi hússins séu þetta baráttu-
tónleikar gegn öllu niðurrifi í mið-
bænum. „Það er sál í 101 en ef fram
fer sem horfir verður hún ekki leng-
ur til staðar. Það eiga engir gler-
kassar heima þar.“
Það er sál í 101
Látíð í bæ á Sirkus
um helgina
Árvakur/Ásdís
Mótmæla Botnleðja hætti fyrir nokkrum árum en bandið leggur nafn sitt
við tónlistarhátíðina Látíð í bæ þó litlar líkur séu á að það komi fram.
Árvakur/ÞÖK
Vinsælt Oft hefur verið stappað í Sirkusportinu þegar hljómsveitir troða
þar upp á sumrin, gestum og gangandi til mikillar gleði og ánægju.
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
EITT STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
í Háskólabíói
11. - 24. Janúar
EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
Sýnd kl. 6, 8 og 10
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Sýnd kl. 6 m/ísl. tali
NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST!
Sýnd kl. 8 og 10
HILMIR SNÆR
GUÐNASON
MARGRÉT
VILHJÁLMSDÓTTIR
LAUFEY
ELÍASDÓTTIR
JÓHANN
SIGURÐARSON
ÓLAFÍA HRÖNN
JÓNSDÓTTIR
ÞRÖSTUR LEÓ
GUNNARSSON
ÓLAFUR DARRI
ÓLAFSSON
ÓLAFUR EGILL
EGILSSON
ILMUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
Nú mætast
þau aftur!
Tvö hættulegustu skrímsli
kvikmyndasögunnar
í tvöfalt betri mynd!
Missið ekki af einum flottasta
spennutrylli ársins!!
-bara lúxus
Sími 553 2075
MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR
FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING
ÓTTINN BREYTIR ÖLLU!
“... trúlega besta Stephen King
mynd í tæpan áratug.”
T.V. - Kvikmyndir.is
MISTRIÐ
FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI
OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG
„THE SHAWSHANK REDEMPTION“
MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR
FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING
ÓTTINN BREYTIR ÖLLU!
“... trúlega besta Stephen King
mynd í tæpan áratug.”
T.V. - Kvikmyndir.is
MISTRIÐ FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI
OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG
„THE SHAWSHANK REDEMPTION“
Sýnd kl. 5
FRÁBÆR NÝ GAMANMYND
EFTIR BALTASAR KORMÁK!
LANDSLIÐ LEIKARA FER Á KOSTUM
Í MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
Besta íslenska fíl-gúdd myndin
fyrr og síðar “
- .ss , X-ið FM 9.77
eeee
Frábær mynd. Hún er falleg, sár og
fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd,
saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að
gera fína bíómynd.
-S.M.E., Mannlíf
eeeee
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 10
Allar myndir eru með enskum texta
Dagskrá og miðasala
á midi.is
Allt um myndirnar á
graenaljosid.is og af.is
“Brúðguminn er skemmtileg mynd sem
lætur áhorfendur hljæja og líða vel“
- G. H., FBL
eeee
SÍÐASTI
SÝNINGARDAGUR!
PERSEPOLIS
eeeee
- H.J. MBL
MOLIÈRE
2 DAGAR Í PARÍS
Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
The Nanny diaries kl. 8 - 10:20
Duggholufólkið kl. 6 B.i. 7 ára
Atonement FORSÝNING kl. 8 B.i. 7 ára
Viðskiptavinir, sem greiða
með korti frá SPRON, fá
20% afslátt
af miðaverði á myndina
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FORSÝNING Í HÁSKÓLABÍÓI
2 dagar í París kl. 6 - 10:20
Hell kl. 10:40
Persepolis kl. 6
Moliére kl. 8
HELVÍTI
Stærsta kvikmyndahús landsins