Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
NÝTT útvarps-
leikrit, Drauga-
lest, er á dagskrá
Rásar 1 í kvöld,
og hefst það kl.
22.20. Verkið
segir frá fjórum
mönnum sem
koma saman í
herbergi og
segja sögur sínar
meðan blóðið
rennur niður veggina. Höfundur er
Jón Atli Jónasson, leikarar Ellert A.
Ingimundarson, Pétur Einarssson,
Þór Tulinius og Gunnar Hansson og
leikstjóri er Stefán Jónsson.
Jón Atli
Jónasson
Útvarp
Draugalest
í útvarpinu
AÐALFUNDUR Richard
Wagner-félagsins verður hald-
inn á Þingholti, Hótel Holti, á
sunnudag kl. 14. Að loknum að-
alfundarstörfum verður mynd-
in Das Erste eftir Doris Metz
sýnd, í minningu Gudrunar
Wagner sem lést seint á síð-
asta ári. Myndin fjallar um
Bayreuth á liðnu sumri og
frumraun Katharinu Wagner á
sviði Festspielhaus með uppsetningu Meist-
arasöngvaranna. Talað er við fjölmarga þekkta
listamenn og Wagner-sérfræðinga. Þá verður
einnig sýnt myndband með hljómsveitarstjór-
anum sögufræga Hans Knappertsbusch þar sem
hann stjórnar fyrsta þætti Valkyrjunnar.
Tónlist
Vinir Wagners
með Wagner-bíó
Richard Wagner
MÁLFRÆÐINGURINN
Rasmus Kristján Rask ferðað-
ist um Ísland á árunum 1813-
15 og lagði stund á rannsóknir
á íslensku máli. Eftir hann
liggja bækur um íslenska mál-
fræði og útgáfur íslenskra
forntexta en einnig var hann
meðal stofnenda Hins íslenska
bókmenntafélags 1816. Ís-
lenska málfræðifélagið boðar
nú til 22. Rask-ráðstefnunnar í samvinnu við Mál-
vísindastofnun Háskóla Íslands á laugardaginn kl.
9-16.30 í stofu HT-101 í Háskólatorgi Háskóla Ís-
lands. Þar verða ellefu fyrirlestrar er varða ís-
lenskt mál og almenna málfræði. Sjá nánar um
dagskrá á www.imf.hi.is.
Fræði
Rask á rökstólum
málfræðinga
Rasmus Rask
GÍTARLEIKARINN Hilmar
Jensson og norski trommu-
leikarinn Oyvind Skarbo halda
tónleika á Gauki á Stöng í
kvöld, og hefjast þeir kl. 21.
Oyvind er ungur trommuleik-
ari sem á undanförnum árum
hefur skipað sér í flokk
fremstu trommuleikara Nor-
egs. Hilmar hefur um árabil
verið einn afkastamesti tón-
listarmaður Íslands, en hann
hefur lítið komið fram á Íslandi á undanförnum
árum. Þeir félagar hafa áður leikið saman, á hinni
rómuðu Nattjazz tónlistarhátíð í Bergen, og
fengu gríðarlegt lof fyrir þá framkomu.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Tónlist
Hilmar og Oyvind
djassa á Gauknum
Hilmar Jensson
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TILKYNNT var um stofnun nýs
tónlistarsjóðs í Þjóðminjasafninu í
gær. Ber hann nafnið Kraumur og
er sjálfstæður sjóður á vegum vel-
gerðarsjóðsins Aurora sem var
komið á fót snemma á síðasta ári af
hjónunum Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur landslagsarkitekt og Ólafi
Ólafssyni, stjórnarformanni Sam-
skipa. Þórunn Sigurðardóttir, list-
rænn stjórnandi Listahátíðar í
Reykjavík og stjórnarmaður í Au-
rora, er stjórnarformaður Kraums
og upphafsmaður verkefnisins. Með
henni í stjórn eru tónlistarmaðurinn
Pétur Grétarsson og Ásmundur
Jónsson, framkvæmdastjóri Smekk-
leysu. Framkvæmdastjóri Kraums
er Eldar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri Hr. Örlygs. Kraumur
er tilraunaverkefni til þriggja ára
en samtals verður 50 milljónum
króna veitt í sjóðinn á þessum
þremur árum. Sjóðurinn mun hafa
þann meginstarfa að efla íslenskt
tónlistarlíf, fyrst og fremst með
stuðningi við unga listamenn með
því að auðvelda þeim að vinna að
listsköpun sinni og koma verkum
sínum á framfæri. Markmiðið er að
styrkja stöðu ungra tónlistarmanna
á Íslandi með beinum styrkjum,
faglegri aðstoð og samstarfi af
ýmsu tagi. Sérstakt fagráð verður
skipað sem hittist a.m.k. einu sinni
á ári og unnt er að sækja um til-
greind verkefni en einnig getur
framkvæmdastjóri haft frumkvæði
að samningum við listamenn. Gert
er ráð fyrir að tilkynnt verði um
fyrstu styrkhafa innan tveggja
mánaða frá stofnun Kraums.
Að tryggja fólki laun
„Það er alveg klárt að það kraum-
ar mikið undir niðri í íslensku tón-
listarlífi,“ segir Ingibjörg. „Hér er
mikið af ungu hæfileikafólki sem er
stútfullt af hugmyndum en oft vant-
ar að brúa það bil sem felst í að
stíga út úr bílskúrnum eða að stíga
upp frá tölvunni. Og það nægir ekki
að rétta fólkinu einfaldlega peninga,
heldur þarf stundum að aðstoða það
við ýmsa þætti. Sá þáttur í starfi
Kraums, einhvers konar ráðgjöf og
aðstoð, er það sem heillaði mig þeg-
ar hugmyndin kom upp.“
Þórunn Sigurðardóttir segist hafa
verið beðin um hugmyndir þegar
hún tók sæti í stjórn Aurora og hafi
þessi óðar skotið upp kolli.
„Eftir að hafa kynnst aðstæðum
listafólks, þá sérstaklega tónlist-
arfólks, í gegnum starfa minn
fannst mér að svona sjóður þyrfti
eiginlega að verða að veruleika,“
segir hún. Vel var tekið í hugmynd-
ina og sjóðurinn sé nú búinn að vera
í smíðum í um eitt ár. „Það má
segja að Eldar Ástþórsson sé nokk-
urs konar listrænn stjórnandi,“ seg-
ir Þórunn. „Við leggjum þetta í
hendurnar á honum þó að við í
stjórninni séum yfir um og í kring
og sjáum um að móta ákveðna
stefnu. Þá mun hann einnig njóta
fulltingis fagráðsins. Við leggjum
áherslu á að ná samstarfi við alla þá
aðila sem hafa verið að vinna fyrir
íslenskt tónlistarlíf; eins og útgáfu-
fyrirtæki, aðra sjóði, Listaháskól-
ann og fleira.“
Kraumur mun vinna þannig, að
hver samningur verður skradd-
arasniðinn að þeim listamanni sem
á í hlut hverju sinni.
„Þetta verður ekki þetta hefð-
bundna eyðublaðaferli heldur verð-
ur unnið mjög náið með þeim lista-
mönnum sem styrki fá. Eldar
verður þannig í góðu sambandi við
viðkomandi aðila. Þetta snýst um að
tryggja listamönnunum laun, svo
þeir geti sinnt málum eins og tón-
leikaferðalögum og öðru slíku ofan í
sjálfa listsköpunina. Margir halda
að úr því að listamenn eins og Mug-
ison og Benni Hemm Hemm séu
alltaf á ferð og flugi hljóti þeir að
hafa mikið á milli handanna en því
er iðulega þveröfugt farið. Oftast er
það hreinn kostnaður fyrir lista-
manninn að standa í slíku. Sjóðurinn
mun þannig einbeita sér að því að
styrkja innviðina hér á landi, enda
óhætt að segja að ein sterkasta
ímynd Íslands út á við sé þessi tón-
listarlega gróska sem hér þrífst.
Það stóð heldur ekki á fagráðs-
fólkinu þegar til þess var leitað, sem
sýnir að það vita allir hversu brýn
þörfin er.“
Mikill akkur
„Ég held að þessi sjóður eigi eftir
að verða mikill akkur fyrir íslenskt
tónlistarlíf,“ segir Eldar Ástþórs-
son. „Verkefnið hefur þá sérstöðu
að við hyggjumst fara í fá og af-
mörkuð verkefni, og vinnum þá náið
með þeim aðilum og þeim sam-
starfsaðilum sem koma þar að. Það
mætti því alveg eins kalla þetta ein-
hvers konar tónlistarsmiðju eða tón-
listarmiðstöð.“
Eldar segir sjóðinn þarfa viðbót,
sérstaklega hvað varðar að vinna
markvisst og myndarlega með þeim
listamönnum sem styrktir verða,
frekar en að þeim verði bara afhent
fé og svo ekki söguna meir.
„Ég hef orðið var við það í gegn-
um mína vinnu síðustu ár að það er
fullt af tækifærum sem koma upp
vegna þeirrar miklu grósku sem í
gangi er hér á landi,“ heldur Eldar
áfram. „Því miður er það bæði
kostnaðarsamt og í sumum tilfellum
ógerlegt fyrir listamenn að nýta sér
þau tækifæri sem við blasa. Og þar
kemur Kraumur sterkur inn.“
Kraumur mun einbeita sér að fáum verkefnum sem verður fylgt rækilega eftir
Öflugur tónlistarsjóður stofnaður
TILKYNNT var um stofnun tónlistarsjóðsins
Kraums á Þjóðminjasafninu í gær. Þórunn Sigurð-
ardóttir, stjórnarformaður sjóðsins, gerði grein fyr-
ir starfsemi sjóðsins og síðan flutti Eldar Ástþórs-
son, framkvæmdastjóri hans, stutta tölu.
Hljómsveitin Hjaltalín lék tónlist fyrir og eftir ræðu-
höld og vel var veitt af mat og drykk. Margt áhrifa-
manna úr íslensku menningar- og tónlistarlífi var í
salnum, m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra.
Áhrifafólk úr menningarlífinu
Árvakur/RAX
FAGRÁÐ Kraums skipa þau Björk
Guðmundsdóttir tónlistarmaður,
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
framkvæmdastýra Útflutnings-
skrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚT-
ÓN), Árni Heimir Ingólfsson tón-
listarstjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, Árni Matthíasson blaða-
maður á Morgunblaðinu, Mist Þor-
kelsdóttir deildarforseti Tónlist-
ardeildar Listaháskóla Íslands,
Kjartan Sveinsson hljómborðsleik-
ari Sigur Rósar og Sjón (Sigurjón
Birgir Sigurðsson) rithöfundur.
„Það sem mér líst best á er að
þetta sé gert almennilega,“ segir
Kjartan. „Það er, að fólk hafi ein-
hverjar upphæðir til að spila úr,
ekki að þetta séu einhverjir bit-
lingar upp á fimmtíu þúsund kall
sem dugar fyrir nokkrum gítar-
snúrum.“
Kjartan fagnar því að boðið
verði upp á aðstoð og tilsögn en
mikilvægt sé að listamennirnir fái
að haga því sjálfir hversu mikið
þeir þiggi af henni.
„Ég býst við að ég sé fenginn
þarna inn til að miðla af einhvers
konar reynslu, auk þess sem mað-
ur hefur verið að gægjast inn í
heim popps og klassíkur. Að mínu
viti er nú hollt að ungsveitir taki út
þroska og reynslu með einhverju
harki en það horfir öðruvísi við
fyrir lengra komna. Þá á þessi
sjóður ábyggi-
lega eftir að
koma að góðu
haldi. Nú þekkir
maður nefnilega
tónlistarmenn
sem eiga langan
feril að baki,
hafa spilað mikið
erlendis og hef-
ur verið að
ganga af-
skaplega vel með sína tónlist. Bæði
hvað varðar sjálfa listrænu vigtina
en líka sýnileikann. Margir þessara
tónlistarmanna eru samt í eilífu
harki, og ná hreinlega ekki endum
saman, þrátt fyrir að vinna dag
sem dimma nátt að sköpun sinni og
kynningu á henni. Að geta liðsinnt
þessu fólki eitthvað er auðvitað
bara af hinu góða.“
Björk
Guðmundsdóttir
Sjón
Árni
Matthíasson
Anna Hildur
Hildibrandsdóttir
Árni Heimir
Ingólfsson
Mist Þorkelsdóttir
„Gott að þetta sé
gert almennilega“
Kjartan
Sveinsson