Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 19
MENNING
ÞAÐ er eitthvað óvenjulega lifandi
og ferskt við málverk Davíðs Arnar
Halldórssonar sem nú sýnir í Gallerí
Ágúst. Hann málar myndir á tré-
plötur eða fundið efni og vinnur
veggverk jafnt í anda hefðar og sam-
tíma.
Í myndum hans má sjá þætti sem
minna á listamenn liðins tíma eins og
Gustav Klimt, Klee eða Hundert-
wasser og er þá átt við uppbyggingu
á myndfleti og notkun skrautlegs
mynsturs sem minnir jafnvel á
handavinnu, heklaðar dúllur. Sjá má
áhrif frá flúri barokk listar en slíkt
var vinsælt meðal listamanna fyrir
nokkrum árum. Lífrænir þættir
minna á smásjármyndir af frumum
eða myndir af líffærum. Landslags-
myndir ástralskra frumbyggja koma
líka upp í hugann og til að halda
áfram með þá vísun þá má líkja
vinnuaðferð Davíðs Arnar, þegar
hann leitast við að draga á óbeinan
hátt fram þætti í umhverfi okkar,
allt frá tölvuleikjum og graffitiverk-
um til sígildra málverka, við aðferð
frumbyggjanna við að draga upp
myndir af draumtímanum svokall-
aða sem innfelur heimsmynd þeirra.
Nú er ekki fréttnæmt að lista-
menn innlimi á einhvern hátt graffit-
ilist í verk sín, eða noti margvísleg
efni á myndflötinn. Og hvað er svo
sem hefðbundnara en málverk á
vegg, ef út í það er farið, hvernig
sem það er nú unnið, með tússi,
stensli, klippimyndum eða einhverju
enn öðru? Slíkar vinnuaðferðir eru
ekki nýjar af nálinni og það má velta
því fyrir sér hvort verkin skorti ein-
hvern samtímalegan brodd. En það
sem mestu skiptir er að Davíð tekst
listilega að blása óvæntu lífi í hefð-
bundið form, í myndum hans er að
finna marglaga, persónulegan og
áhugaverðan heim sem vísar til
margra átta.
Listamenn af eldri kynslóðinni
nota stundum orðið bomba um eitt-
hvað sem slær í gegn, segja að eitt-
hvað sé eða hafi verið algjör bomba.
Það má með sanni segja um vegg-
verkið sem hér má sjá, sem er svo
ferskt að það stekkur á mann. Nafn
Davíðs Arnar liggur í loftinu nú um
stundir og ég hlakka til að fylgjast
með þróun verka hans á næstunni.
Myndir úr
draumtíma
MYNDLIST
Gallerí Ágúst
Sýningin stendur til 23. febrúar.
Opið miðvikudaga til laugardaga
frá 12-17 og eftir samkomulagi.
Absolut gamall kastale, málverk,
Davíð Örn Halldórsson
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Valdís Thor
Skrautlegt „Sjá má áhrif frá flúri barokk listar en slíkt var vinsælt meðal
listamanna fyrir nokkrum árum,“ segir meðal annars í dómi.
ELÍN Helena Evertsdóttir heitir
ung listakona sem nýlega lauk
framhaldsnámi í myndlist í Glas-
gow og heldur nú fyrstu einkasýn-
ingu sína eftir nám á efri hæð
Startart-listamannahúss.
Sýningin nefnist Pong og er
hljóðskúlptúr. Uppistaða sýning-
arinnar er hljóðið þegar borðtenn-
iskúla er slegin. Sex hátalarar sjá
um að flytja hljóðið á milli ólíkra
staða í rýminu og er áhorfandinn
staddur þar á milli. Sýningin er þá
ósýnileg, hlutlægt séð, en óneit-
anlega kalla hljóðin fram myndir í
huganum og hreyfa athygli manns
frá einum stað til annars, fylla
þannig í rýmið. Að því leytinu
snýst verkið um skynjun manns á
líkama í rými, líkt og hlutföll í
teikningu Leonardos da Vincis af
Vitruvian-manninum, án hlutlægra
forma.
Þetta er vel útfært verk og til-
raunin spennandi. En ég get ekki
sagt að ég hafi upplifað sjálfan
mig á risastóru borðtennisborði,
eins og listakonan spyr í sýning-
arskrá. Og satt að segja þótti mér
spurningin dálítið ruglandi þar
sem ég vænti þess í dágóðan tíma
á meðan ég stóð í rýminu að hljóð-
rásin færi að breytast í leik á milli
tveggja keppenda, eins og venju-
lega gerist á borðtennisborði (að
einleik Forrests Gumps undan-
skildum). Þess í stað færðist hljóð-
ið eftir ritma sem á meira skylt við
tónverk en ófyrirséðar fléttur sem
kunna að gerast í leik. Sýnir það
vissa fagurfræðilega afstöðu lista-
konunnar en ég átta mig samt
ekki alveg á hvort markmið henn-
ar er að gestir upplifi sig í borð-
tennisborði eða fylgi fallegum
ritma í rými. Fyrir mitt leyti er
það annaðhvort/eða.
Ósýnileg hlutföll
MYNDLIST
Listamannahúsið Startart
Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13:00
til 17:00. Sýningu lýkur 6. febrúar.
Aðgangur ókeypis.
Elín Helena Evertsdóttir
Jón B.K. Ransu
GLATT var á hjalla í listamiðstöð
Hafnfirðinga á nýárstónleikum
Tríós Reykjavíkur á sunnudag með
þátttöku tveggja þjóðsælla söngv-
ara. Víða var slegið á það létta
strengi að minnt gat á vel heppnað
óperusprell ÍÓ sl. nóvember, enda
hugmyndin e.t.v. þaðan fengin. S.s.
eins konar „nýárssprell“ með glað-
værri tónlist úr söngleikjum, þýzk-
um óperettum og Vínarlögum frá
hrunadansárum Habsborgaraveld-
isins við ískrandi serpentínur,
borðbombusmelli og fjúkandi
kampavínstappa.
Fín hugmynd í sjálfri sér – nema
hvað hér naut ekki sömu leiktjalda
og einkum sömu hnitmiðuðu leik-
stjórnar er gerði gæfumuninn í
Gamla bíói. Svo maður sleppi alveg
þeim möguleika að sumir óperu-
gesta hafi forbrynnt sér á nær-
liggjandi veitingahúsum sem mið-
bær Hafnarfjarðar flíkar ekki í
sama mæli. Alltjent sá nú ekki á
einum einasta hlustanda, og
stemmningin því nær þeirri sem
gerist á öllu „absólútari“ tónhelg-
istundum Kammermúsíkklúbbsins.
En hafi grínið ekki allt komizt
jafnmarkvisst til skila og að var
stefnt, þá var ánægja að mörgu.
Mesta gleðihlassið dró Sigrún
Hjálmtýsdóttir í oft glimrandi góð-
um einsöngsatriðum og dúettum á
móti Bergþóri Pálssyni, þó að
söngtúlkun þeirra félaga, saman
eða hvors í sínu lagi, verkaði
stundum líkt og vandræðafull tví-
stígandi milli gamans og alvöru í
stað sannfærandi samtvinnunar
hvors tveggja. Söngstíll Bergþórs
kom að mínu viti fullgroddalega
fyrir og saknaði maður iðulega
jafnari og fínstilltari blæbrigða,
auk þess sem hann átti stundum til
að lafa ögn í tónstöðu. Miðað við
yfirlýstan gleðskapartilgang var
leikur TR oft frekar skaplaus, þó
að einleikur Guðnýjar Guðmunds-
dóttur, að vísu við heldur ófylginn
samleik Peters Máté, skartaði
pallíettuglitrandi bogfimi í
Sígaunavísum Sarasates við mikinn
fögnuð áheyrenda.
Nýárssprell í Hafnarborg
TÓNLIST
Hafnarborg
Óperettu-, söngleikja- og Vínartónlist.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Bergþór
Pálsson barýton og Tríó Reykjavíkur.
Sunnudaginn 20. janúar kl. 20.
Kammertónleikarbbmnn
Ríkarður Ö. Pálsson
SÝNING Sigrid Valtingojer, „Ferð
án endurkomu“ í Listamannahúsi
Startart, er tileinkuð ferð listakon-
unnar til Fyrirheitna landsins. Á
þessum helgistað þrennra ólíkra
trúarbragða, þ.e. kristni, íslam og
gyðingdóms, er viðvarandi stríðs-
ástand og þjóð haldið í fjötrum.
Sigrid er þekkt fyrir grafíklist og í
ætingum útfærir hún heiti borga í
Ísrael og Palestínu í eigin stafagerð
byggðri á tilfinningu fyrir borgum
sem hún heimsótti. Þeim við hlið
hanga lýsingar listakonunnar á ferð-
inni í aðgengilegu lesmáli og á borð-
inu liggja greinar fengnar af netinu
sem sýningargestir geta lesið og
fræðst um ástandið.
Í fyrstu þótti mér myndirnar full-
einfaldur og settlegur förunautur
persónulegra lýsinganna og hrárra
fréttalega upplýsinga netsins. Enda
gripu lýsingarnar áhuga minn undir-
eins. En þegar ég gáði betur leynd-
ust líka tákn og teikningar á bak við
borgarheitin sem höfðu skírskotun í
textana og samhljómur skapaðist
sem lyfti sýningunni á annað fagur-
fræðilegt plan. Jafnframt reyndist
hægfara ferli ætinganna ánægjuleg
þverstæða við ofsahraða netsins og
ofsaðningu upplýsinga sem þar er að
finna. Að þessu leyti fetar Sigrid
nýjar slóðir í list sinni, mér vitandi.
Sýningin er rammpólitísk og upp-
lýsandi, en jafnframt er þetta einlæg
úrvinnsla einstaklings sem stendur
ekki á sama.
Letur og gaddavír „Sýningin er rammpólitísk og upplýsandi, en jafnframt
er þetta einlæg úrvinnsla einstaklings sem stendur ekki á sama.“
Rammpólitísk einlægni
MYNDLIST
Listamannahúsið Startart
Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-17.
Sýningu lýkur 6. febrúar.
Aðgangur ókeypis.
Sigrid Valtingojer
Jón B.K. Ransu
FYRSTU tónleikar síðvetrar af
sex í 15:15-röð Caputs frá 2002
buðu upp á fjóra klassíska kvart-
etta í meðförum hins rúmlega árs-
gamla Íslenzka saxófónkvartetts.
Allir voru þeir frá 4. áratug síð-
ustu aldar og venju fremur frum-
samdir fyrir þessa þá nýju grein,
er enn mun nokkuð háð umrit-
unum á verkum fyrir aðra áhöfn,
líkt og með brasskvintettinn er
festist fyrst í sessi um miðja öld-
ina. En ólíkt þeim síðartalda, er
óx úr grasi vestan hafs, munu
einkum Frakkar hafa tekið ást-
fóstri við saxófónkvartettinn, eins
og dagskráin bar líka með sér.
Þrjú fyrstu verkin voru frönsk, og
rússneska lokaverkið var samið
fyrir nafntogaðan spilarahóp í
París.
Klassíska auknefningin er
kannski heldur afstæð úr því tón-
söguskeiðið þykir venjulega enda
um 1900. En miðað við framsækið
markmið 15:15-raðarinnar á hún
vel við, einkum m.t.t. hins háróm-
antíska Glazunovs. Né heldur voru
frönsku verkin ýkja fram-
úrstefnuleg og í mesta lagi lituð
þeim impressjónisma er taka
mætti öðrum þræði sem sér-
franska útgáfu af síðrómantík.
Hins vegar voru öll verk dagsins
afar áheyrileg og oft gáskafull,
ekki sízt í hrynrænu tilliti sem ÍS
skilaði yfirleitt vel burtséð frá ein-
staka stirðleikavotti og varla
óvæntum miðað við ungan starfs-
aldur.
Tónstaðan var hins vegar óað-
finnanleg og styrksamvægið sömu-
leiðis. Helzt væri út í fettandi
hvað hópnum gekk illa að komast
öllu neðar í styrk en mp þegar
það átti við, fyrir utan hvað stuttir
áherzlutónar á efsta sviði vildu
stundum verða eilítið skrækir eða
allt að því eins og æst gæsaköll.
Að vísu gæti þar sumpart verið
við salarkynnin að sakast. Í jafn-
litlu rými og í Norræna húsinu,
þar sem spilarar eru nánast ofan í
hlustendum, er lúðrasveit-
arhljóðfærum óhjákvæmilega örð-
ugra um styrkvik en ella, og sam-
hljómurinn að sama skapi
hranalegri en í hagstæðari ómvist.
Allt um það lofaði þessi uppákoma
góðu um framhaldsferilinn, enda
bar heildarsvipur tónleikanna tví-
mælalaust með sér að Íslenzki
saxófónkvartettinn sé kominn til
að vera.
Ríkarður Ö. Pálsson
Kominn til að vera
TÓNLIST
Norræna húsið
Saxófónkvartettar eftir Pierné, Françaix,
Rivier og Glazunov. Íslenzki saxófón-
kvartettinn (Vigdís Klara Aradóttir S,
Sigurður Flosason A, Peter Tompkins T
og Guido Bäumer Bar.).
Laugardaginn 19. janúar kl. 15:15.
Kammertónleikarbbbmn
Borgin er full af Vildarpunktum
safnaðu þeim með því að setja fasteignagjöldin á VISA
Þeir korthafar sem hafa áhuga á að greiða fasteignagjöld sín
hjá Reykjavíkurborg með VISA Boðgreiðslum geta skráð sig í Rafrænni
Reykjavík á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, hringt í síma 4 11 11 11
og einnig er hægt að skrá fasteignagjöldin á www.valitor.is/visabod