Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
1 stk. flugvöll á sama stað út kjörtímabilið, 2 stk. kofaskrifli, áfram skyndifriðuð, og svo
½ borgarstjóradjobb.
VEÐUR
Í samtali við Morgunblaðið í gærsagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingar, um
hina nýju meirihlutamyndun í borg-
arstjórn Reykjavíkur:
„Það kemur manni alltaf jafn
óþægilega á óvart að sjá hvað menn
eru tilbúnir að leggjast lágt í valda-
sókn sinni.“
Hvað á formað-ur Samfylk-
ingarinnar við?
Leggjast Sjálf-
stæðismenn lágt
með því að taka
upp samstarf við
Ólaf F. Magn-
ússon? Ef svo er,
af hverju? Mynd-
aði Samfylkingin
ekki meirihluta
með Ólafi F.
Magnússyni sl.
haust?
Leggst Ólafur
F. Magnússon
lágt með því að
taka upp sam-
starf við Sjálf-
stæðismenn? Ef
svo er, á það
sama ekki við um
Ingibjörgu Sól-
rúnu, sem tók upp samstarf við
Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn?
Á Ingibjörg Sólrún við eitthvaðannað? Ef svo er, er þá ekki
bezt að hún segi það hreint út?
Dagur B. Eggertsson, fráfarandiborgarstjóri, segir að Sjálf-
stæðismenn hafi blekkt Ólaf F.
Magnússon til samstarfs. Hvað á
fráfarandi borgarstjóri við? Af
hverju telur hann að það sé hægt að
blekkja Ólaf F. Magnússon í stjórn-
málum, mann með jafnmikla
reynslu og verðandi borgarstjóri
býr yfir?
Hroki þessa fólks í garð verðandiborgarstjóra er ótrúlegur og
jafnframt ógeðfelldur.
STAKSTEINAR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Hverjir leggjast lágt?
Dagur B.
Eggertsson
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$ $ %$
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
% &%
'% %
% &% % % % %'
&% &% &% &%%'
*$BC $$
!
"# $%#"#"#"
&
&
"#
' (
)##*
#+
# *!
$$B *!
( ) * $ $) $ +
<2
<! <2
<! <2
(* $, "-$./
CD2
E
*
!
,
,
# "#
-&
#
/
./
)
" 0,# &
" 1#
#)2
#
&
#
<7
*3 '
.
*
#3
# -#
#
#
"# 1"-,##
!
"#)
#
#
(
4
#5
# 01$ $22 $ $3 $, "
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Baldur Kristjánsson | 23. janúar 2008
35 ár frá gosi í Eyjum!
Þrjátíu og fimm ár eru
frá gosinu í Heimaey.
Af og til er það hlut-
skipti mitt að tala yfir
fólki sem flúði Eyjar
gosmorguninn og ætíð
upplifi ég það hvað mik-
il áhrif þessar náttúruhamfarir höfðu
á líf þess fólks sem var rifið upp e.t.v.
á miðjum aldri og þurfti að fóta sig
upp á nýtt í Þorlákshöfn, Hvolsvelli,
Höfn eða á Reykjavíkursvæðinu.
Og þetta leiðir auðvitað hugann að
öllum þeim sem hrekjast frá heimilum
sínum vegna náttúruhamfara …
Meira: baldurkr.blog.is
Þorsteinn Ingimarsson | 23. janúar
Lækkun fasteigna-
skatta er lýðskrum
… Það sem er illskilj-
anlegt er af hverju þarf
að lækka fasteigna-
skattinn í stað þess að
halda honum óbreyttum
til tekjujöfnunar. Hver er
hvatinn að lækka skatt-
inn á þann efnameiri á kostnað þess
efnaminni. Nær hefði verið að halda
skattinum óbreyttum og nýta þá fjár-
muni sem inn koma og greiða t.d.
umönnunarstéttum hærri laun svo
hægt væri að manna þessi störf. …
Meira: thorsteinni.blog.is
Andrea Ólafsdóttir | 22. janúar 2008
Þetta lýðræði …
… Það er ekki eins og
þetta komi kannski á
óvart … en ef fólkið rís
ekki upp og reynir að
gera eitthvað í því verð-
ur ekki mikið eftir af því
sem kalla mætti
„smánarlega fátæklegt lýðræði sem
við þó eigum smákeim af á Íslandi“.
Ég er ekkert endilega viss um að við
munum nokkurn tíma á minni stuttu
ævi sjá alvörulýðræði eins og mig
dreymir um … en okkur ber þó að
gera allt sem við getum til að bæta
það litla lýðræði sem fyrir er …
Meira: andreaolafs.blog.is
Sveinn Ingi Lýðsson | 23. janúar 2008
Álftnesingar sýna
samtakamátt
Sl. föstudag var sent
dreifibréf í hvert einasta
hús á Álftanesi þar sem
vakin var athygli íbúa á
mjög alvarlegum ágalla
í auglýstri deiliskipulag-
stillögu. Ágalla sem
kannski varðar til framtíðar litið börn
bæjarins hvað mestu. Búið var að
breyta vinningstillögu í arkitektasam-
keppni svo mikið að hún var ekki leng-
ur ásættanleg. Umferðarskipulaginu
hafði verið kollvarpað með lokun
Breiðumýrar og lagningu Skólavegar
sem gegnumakstursgötu. Götu sem
liggur að hluta til um jaðar skólalóða
Grunnskólans og Krakkakots. Í sam-
ræðum manna á milli kom fram mjög
eindregin andstaða við þessa hug-
mynd og í framhaldi af því leiddu þær
Gerður Björk Sveinsdóttir og Brynja
Guðmundsdóttir saman hóp fólks
sem tilbúið var að leggja málinu lið.
Þessi hópur samanstendur af fólki af
öllum stigum, stéttum, flokkum og
ekki flokkum. Hópurinn gekk hús úr
húsi síðustu þrjú kvöld og tók við at-
hugasemdum íbúa. Mér sem þátttak-
anda í hópnum kom þægilega á óvart
hve gífurleg andstaða var við þennan
gjörning og svo var áhuginn mikill að
Álftnesingar sem staddir voru í fjar-
lægum heimsálfum höfðu samband
og óskuðu eftir að fá að vera með.
Þetta var stórkostleg upplifun fyrir
mig sem er búinn að vera að hamra á
þessu, í bloggi, blaðagreinum og við-
tölum við íbúa. Kynning bæjarstjórnar
á málinu hefur öll verið í skötulíki og
ekkert tillit hefur verið tekið til sjón-
armiða íbúa sem hafa verið að tjá sig
í ræðu og riti sem og á íbúafundum.
Sem sagt, veruleikafirringin virðist al-
gjör hjá meirihluta bæjarstjórnar.
Kannski verður þeim veruleiki hins al-
menna bæjarbúa ljós kl. 14.15 í dag
þegar bæjarstjóra verða afhentar
formlega mótmæli tæplega 600
kosningabærra Álftnesinga. Einnig er
mér kunnugt um að fjöldi fólks hefur
sjálfur skilað inn athugasemdum við
skipulagið og skipta þær athuga-
semdir mörgum tugum. Líklega má
reikna með allt að 700 athugasemd-
um við skipulagstillöguna og flestar
þeirra snúa að lokun Breiðumýrar og
Skólavegi. … Skyldi það fá þessa
bæjarstjórn til að átta sig á að þeir
eru kosnir til að þjóna íbúum en ekki
öfugt?
Meira: sveinni.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
DAGUR B. Eggertsson, fráfarandi
borgarstjóri, og fjármálaráðu-
neytið hafa undirritað viljayfirlýs-
ingu þess efnis að bjarga Kolaport-
inu. Dagur og forsvarsmenn
Kolaportsins kynntu þetta í gær.
Stefnt er að því að tryggja framtíð-
arstaðsetningu Kolaportsins í Toll-
húsinu næstu 10 árin með því að
breyta fyrirliggjandi hugmyndum
um bílastæði þar sem Kolaportið
hefur aðstöðu nú.
Dagur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að þó þetta væri eitt
af síðustu verkum hans sem borg-
arstjóri væri þetta eitt það ánægju-
legasta. Hann segir tollstjórann
eiga allan heiður skilinn þar sem
hann hafi reynst tilbúinn til að gera
afar róttækar breytingar á þeim
hugmyndum sem fyrir lágu. „Kola-
portið er tákn fyrir það að mið-
borgin og Reykjavík er borg fyrir
alla,“ segir hann. „Kolaportið er
nefnilega ekki bara skemmtilegur
og stundum skrýtinn staður til að
versla heldur í raun svolítil fé-
lagsmiðstöð og staður sem allir
sækja, líka fólk sem finnur sig ekki
í verslunarmiðstöðvunum. Þar er
bara gamall og góður heim-
ilisbragur í bland við forvitnilega
hluti og undarleg uppátæki sem
krydda lífið.“
Kolaportið óhult
Árvakur/Frikki
Opið Dagur B. Eggertsson ánægður með björgun Kolaportsins.