Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 45
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„FÆ ég ekki opnu í Morgunblaðinu?“
segir André Bachmann þegar blaða-
maður hefur samband við hann út af
plötu sem hann gaf út 22. desember
sl. Blaðamaður segist efast um það en
áttar sig um leið á að André er að
grínast, enda þekktur fyrir ljúfa lund
og hjartahlýju.
Gott dæmi um það er árleg jóla-
skemmtun fyrir fatlaða sem hann hef-
ur staðið fyrir í 21 ár, með stuðningi
Happdrættis Háskóla Íslands og
SPRON styrkti André einnig með
plötukaupum. Auk þess hefur André
gefið út plötur fyrir Sjálfsbjörg,
Styrktarfélag Barnaspítala Hringsins
og Styrktarfélag vangefinna, með
þeim Þorgeiri Ástvaldssyni og Árna
Scheving. Um 800 mættu á jóla-
skemmtunina í fyrra og fengu plötuna
gefins. Platan ber titilinn Með kærri
kveðju. „Þessi diskur er búinn að vera
tvö ár í vinnslu og undirbúinn af Árna
Scheving o.fl. Þetta eru minningar
fyrir mig og fleiri,“ segir André.
Lögin á disknum eru ábreiður svo-
kallaðar, cover-lög, sem André hefur
dálæti á. Með honum á plötunni eru
Árni heitinn Scheving á bassa, Einar
Valur Scheving sá um slagverk,
Kjartan Valdimarsson lék á píanó og
hljómborð, Sigurgeir Sigmundsson á
gítar og Sigurður Flosason á saxófón
og þverflautu. André syngur og upp-
tökustjóri var Birgir J. Birgisson.
André segir diskinn rómantískan
með rauðvíns- og koníaksstemningu.
„Og konfekt. Eyrnakonfekt,“ segir
André og hlær. „Það vantar svona á
markaðinn, svona ballöðumúsík –
lyftutónlist,“ segir André og hlær aft-
ur innilega. Meðal laga eru „Dagný“,
„Án þín“, „Ný fyrirheit“ og
„Mamma“. Íslensk og erlend í bland.
Texti eins lagsins, „Brostu“, var sam-
inn af Þorsteini Eggertssyni með
André í huga.
„Ég er alveg afskaplega sáttur og
rosalega ánægður með þetta,“ segir
André um plötuna, hljóðfæraleik-
urinn sé alveg frábær sem og útsetn-
ingarnar. „Ég er nú ekki alltaf með
þetta á fóninum,“ bætir André við,
það væri líka undarlegt ef söngvari
væri alltaf að hlusta á sjálfan sig.
Elvis, Bowie, Bachmann
André segir plötuna hafa fengið
góðar viðtökur, um 4.000 eintök seld
og það þrátt fyrir að diskurinn hafi
komið til landsins 22. des. Á sama
degi lést góðvinur André, Árni Schev-
ing. André segir andlát hans hafa
verið mikið áfall. Árni hafi sagt hon-
um fyrr í mánuðinum, eftir að hafa
hlustað á master-útgáfu af plötunni,
að hún „grúvaði svakalega flott“,
hann væri stoltur af André.
André hefur verið í tónlistarbrans-
anum í 34 ár, deilir afmælisdegi með
Elvis heitnum Presley og David Bo-
wie, 8. janúar. „Elvis, Bowie og Bach-
mann,“ undirstrikar André stoltur
enda ekki amalegur hópur að til-
heyra.
André þakkar eiginkonu sinni að
hann sé jákvæður og léttur í lund,
þrátt fyrir að hafa barist við veikindi
undanfarin ár. „Það eru forréttindi í
lífinu að vera elskaður og fá að elska,“
segir André, gaman að fara í vinnuna
og gaman að fara heim. Óskandi að
allir hefðu þetta viðhorf til lífsins.
Með kærri kveðju er til sölu á Olís-
stöðvum um allt land.
Rómantísk rauð-
vínsstemning
Árvakur/Frikki
André Eldhress með plötuna sína í bensínstöð Olís í Garðabæ, þar sem
hann vinnur meðfram tónlistinni. Rómantískar ballöður með kærri kveðju.
BANDARÍSKA leikkonan Mary-
Kate Olsen er komin með nýjan
mann upp á arminn, en sá heppni
heitir Nate Lowman og er 29 ára
gamall listamaður, búsettur í New
York. Sést hefur til þeirra saman á
fjölmörgum næturklúbbum í borg-
inni. Vinir leikkonunnar, sem sjálf er
21 árs, segja að þau séu mjög ást-
fangin. Mary-Kate hefur verið á
lausu að mestu frá árinu 2005 þegar
hún hætti með hótelerfingjanum
Stavros Niarchos, sem síðan þá hef-
ur verið kenndur við Paris Hilton. Reuters
Mary-Kate með nýjan
Þorskur á Íslandsmiðum
Ráðstefna Hafrannsóknastofnunarinnar um rannsóknir á þorski á
Íslandsmiðum, 25. og 26. janúar á Hótel LOFTLEIÐUM
Dagskrá:
Föstudagur 25. janúar 2008
9 10 Setning ráðstefnunnar
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
9 25 Gestafyrirlestur
Ghislain A. Chouinard, Kanada
10 40 Þorskur og umhverfi
Fundarstj. Sólveig Ólafsdóttir, Hafrannsóknastofnunin
11 40 Lifnaðarhættir
Fundarstj. Hafsteinn Guðfinnsson, Hafrannsóknastofnunin
15 10 Aðgreining stofna og stofnerfðafræði
Fundarstj. Þorsteinn Sigurðsson, Hafrannsóknastofnunin
16 10 Saga þorskstofnsins
Fundarstj. Þorsteinn Sigurðsson, Hafrannsóknastofnunin
Laugardagur 26. janúar 2008
9 30 Aldur, vöxtur og kynþroski
Fundarstj. Sigurður Snorrason, Háskóli Íslands
11 30 Stofnmat
Fundarstj. Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun
15 00 Samantekt um niðurstöður ráðstefnunnar
Keith Brander, Danmörk
15 45 Léttar veitingar
Ráðstefnustjóri; Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar
Skráning þátttöku á hafro@hafro.is (merkið póstinn ÞORSKRÁÐSTEFNA) eða í síma 5752000.
Nánari upplýsingar er að finna á hafro.is/radstefna.
Hafrannsóknastofnunin
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
STÆRSTA OPNUN
ALLRA TÍMA
Í DESEMBER Í USA.
eeee
„...FYRIR ALLA ÞÁ SEM
ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI
SPENNU“
„...EIN BESTA AFÞREYING
ÁRSINS.“
-S.V. MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
THE GAME PLAN kl. 8 - 10 LEYFÐ
NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 B.i.12 ára
I AM LEGEND kl. 10:20 B.i.14 ára
BRÚÐGUMINN kl.8 - 10:10 B.i. 7 ára
SIDNEY WHITE kl. 8 LEYFÐ
NATIONAL TREASURE 2 kl. 10:10 B.i. 12 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA
„Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í
alla staði.“
Dóri DNA - DV
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
Síðustu sýningar
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
eeee
„...EIN SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ
Í LANGAN TÍMA...“
„...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI
- FRÁBÆR SKEMMTUN!“
HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2
Leiðinlegu skólastelpurnar
-sæta stelpan og 7 lúðar!SÝND Á SELFOSSI
ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA
ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI
/ SELFOSSI
BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 B.i.7 ára
THE GAME PLAN kl. 8 - 10:20 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
eee
"VEL SPUNNINN FARSI"
"...HIN BESTA SKEMMTUN."
HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR