Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ENSKILDA, EXISTA
OG KAUPÞING
Skýrsla Enskildabankans umstöðu Exista, sem Morgunblað-ið sagði frá í gær hefur vakið
mikla athygli, alla vega í fjármála-
heiminum bæði hér og annars staðar,
þar sem Exista á hagsmuna að gæta.
Greiningardeild Glitnis hélt því
fram í gær, að útreikningar Enskilda
væru rangir og að eiginfjárhlutfall
Exista væri 15% en ekki 6% eins og
ráða mátti af skýrslu Enskilda.
Glitnir og Enskilda verða að gera
út um þetta sín í milli en tilraunir
Morgunblaðsins í gær til þess að fá
viðbrögð greiningaraðila Enskilda-
bankans við þessum athugasemdum
Glitnis báru ekki árangur.
Hins vegar spurðist Morgunblaðið
fyrir um það hjá Exista í fyrradag,
hvort eiginfjárhlutfall fyrirtækisins
væri komið niður fyrir 20% og fékk
þau svör að svo væri ekki. Samkvæmt
því er ljóst að Exista og Glitnir eru
ekki sammála um hvert eiginfjárhlut-
fall Exista sé.
Kjarni málsins er þó sá, að þessar
umræður um stöðu Exista, sem eru
áþekkar og umræður um stöðu FL
Group fyrir skömmu og raunar einnig
um Fjárfestingarfélagið Gnúp, sýna
þá miklu óvissu, sem nú ríkir á ís-
lenzkum fjármálamarkaði. Ástæðan
fyrir því, að athyglin beinist svo mjög
að Exista nú er auðvitað sú, að félagið
hefur tekið á sig umtalsverðar skuld-
bindingar vegna kaupa Kaupþings
banka á hollenzkum banka. Þess
vegna er eðlilegt að spurt sé, hvort
Exista hafi bolmagn til þess að axla
þær skuldbindingar gagnvart Kaup-
þingi – sem félagið á stóran hlut í –
miðað við núverandi markaðsaðstæð-
ur. Og hafi menn efasemdir um það
vakna spurningar um hvort Kaup-
þing geti staðið við kaupin á hol-
lenzka bankanum vegna þess að að-
gengi að fjármagni er ekki auðvelt
um þessar mundir, alla vega ekki að
nægilega ódýru fjármagni til þess að
kaupin á hollenzka bankanum geti
gengið upp.
Það eru margar ástæður fyrir því
mikla verðfalli, sem orðið hefur á ís-
lenzka hlutabréfamarkaðnum og
sumar þeirra eiga sér rætur í öðrum
löndum. En jafnframt er það út-
breidd skoðun á markaðnum hér að
ein ástæðan sé óvissan um kaupin á
hollenzka bankanum.
Það er skoðun margra sérfræðinga
á þessu sviði, að Kaupþing hafi ætlað
sér um of með þessum kaupum og að
bezt væri fyrir bankann að komast
frá þeim. En jafnframt er nokkuð
ljóst að samningarnir um kaupin hafa
verið með þeim hætti, að Kaupþing
komizt því aðeins frá kaupunum, að
Fjármálaeftirlitið telji að Kaupþing
ráði ekki við þau.
Það yrði kusk á hvítflibba Kaup-
þings ef Fjármálaeftirlitið kæmist að
þeirri niðurstöðu. En jafnframt
mundi slík niðurstaða leysa vanda
bankans.
ÖFLUGT STARF ÞJÓÐMINJASAFNS
Íslendingum er mikill sómi sýnd-ur með afhendingu Nordiska
Muséet í Svíþjóð á 800 íslenskum
munum til varðveislu á Þjóðminja-
safninu. Forngripirnir voru afhent-
ir við hátíðlega viðhöfn í Þjóð-
minjasafninu á þriðjudag.
Þetta veglega framlag Norræna
safnsins er úrval muna sem Arthur
Hazelius, stofnandi Norræna safns-
ins, lét safna á Íslandi á árunum
1874 til 1888. Til verksins fékk
hann bestu fáanlega menn, sem
vissu vel hvernig átti að bera sig að
við skráningu þeirra muna sem þeir
höfðu með sér til Svíþjóðar. Þar á
meðal eru útskornir kistlar og rúm-
fjalir, söðlar, söðuláklæði, búningar
og búningaskart, prentaðar bækur
og handrit. Þá er mikið af rúm-
bríkum og rúmfjölum, barnaleik-
föngum og hversdagshlutum – og
útskorinn kistill eftir Bólu-Hjálm-
ar. Svona munir eru ómetanlegir.
Þó að lengi hafi ríkt vinátta á
milli safnanna tveggja er ljóst að
kynni Christinu Mattson forstöðu-
manns Norræna safnsins og Mar-
grétar Hallgrímsdóttur þjóðminja-
varðar ollu miklu um þessa
ákvörðun. Þegar þær kynntust fyr-
ir nokkrum árum var Norræna
safnið að vinna að samningum við
Norðmenn um að skila til þeirra
munum úr safninu. „Að því búnu,“
segir Mattson, „fannst mér eðlilegt
að taka upp samræður við Margréti
um að við gerðum svipaðan samn-
ing við Þjóðminjasafnið.“
Þetta er enn ein skrautfjöðrin í
hatt þjóðminjavarðar, sem hefur
staðið fyrir öflugu safnastarfi og
bryddað upp á ýmsum nýjungum.
Ekki aðeins hefur hún lagt áherslu
á að varpa upp nýjum sjónarhorn-
um á menningararfinn í Þjóðminja-
safninu og opna þennan glugga að
Íslandssögunni fyrir þjóðinni –
ljúka upp Valþjófsstaðahurðinni.
Sú framsækna hugsun sem býr að
baki sýningum í safninu er einnig
lofsverð. Þar er bætt við menning-
ararfinn, s.s. með sýningunni
Undrabörn þar sem teflt er fram
hjartnæmum og áhrifaríkum ljós-
myndum Mary Ellen Mark af fötl-
uðum börnum á Íslandi. Og þannig
er sagan tengd nútímanum!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði af þessu
tilefni: „Þjóðminjasafn Íslands er
nú í kjörstöðu til að taka við menn-
ingarminjum frá öðrum löndum.“
Það er mikilvægt að Íslendingar
hlúi að þessum þjóðarverðmætum
af festu og ábyrgð, þannig að
grundvöllur skapist fyrir fleiri
slíka gjörninga. Og við endurheimt-
um söguna.
Þorri gripanna frá Norræna
safninu verður sýndur í Þjóðminja-
safninu í júní. Það er tilhlökkunar-
efni. Og það eigum við frændþjóð
okkar Svíum að þakka.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Halla og Kári eru ekkert ógæfufólk eðautangarðsmenn í þeim skilningi en þaufara á skjön við ákveðnar reglur í sam-félaginu til þess að ná markmiðum sín-
um. Þetta er bara eitthvert fólk í dag sem eins og
margir aðrir er svolítið upptekið af því að eiga hluti
og eignast þá hratt án þess að þurfa að hafa fyrir
því. Að því leytinu til eru þau dálítið óprúttin,“ seg-
ir Hávar Sigurjónsson um aðalpersónurnar í leik-
riti sínu Halla og Kári sem verður frumsýnt hjá
Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardaginn.
„Titill verksins er í ákveðnum hálfkæringi til-
vísun í nöfn persónanna í leikriti Jóhanns Sig-
urjónssonar um Fjalla-Eyvind, þar sem Eyvindur
kallar sig Kára þangað til rétta nafnið kemur í ljós.
Að öðru leyti eru engar vísanir í verk Jóhanns.
Þjóðsagan um Fjalla-Eyvind er kannski þarna á
bak við sem tilvísun í arf okkar og hugmyndir okk-
ar um þjóðerni og Íslendingseðlið.“
Í verkinu ákveða Halla og Kári að flytja inn eit-
urlyf með von um skjótfenginn gróða. „Þau fá ann-
að par að utan til að flytja efnin inn og endar það
með ósköpum. Í þeirri atburðarás gætu áhorfendur
kannast við eitthvað sem gerst hefur hérlendis á
síðustu misserum.
Fimmta persónan heitir einfaldlega Sjónvarpið.
Ég valdi þá leið að gera sjónvarpið að persónu; það
talar við þau og skiptir sér af, tekur þátt í atburða-
rás og ákvarðanatöku. Sjónvarpið hefur mikil áhrif
á þau og stundum er það þeirra upplýsingaveita en
það er ekki gott að segja hvenær það er að segja
satt og hvenær það lýgur,“ segir Hávar og tekur
fram að þótt þetta sé samtímaverk gæti atburða-
rásin tæplega átt sér stað frá upphafi til enda í
veruleikanum.
„Að hluta til er þetta fantasía enda leikhúsið
ákveðið tæki til að setja hluti í öfgakennt samhengi.
Það mætti segja Höllu og Kára gróteska kómedíu.“
Sameiginlegur skilningur
Hávar hefur verið afkastamikill undanfarin ár og er
Halla og Kári fimmta leikritið hans á tæpum sjö ár-
um. Samtíminn verður honum iðulega að yrkisefni.
„Ég hef ekki fundið mig í öðru. Mér hefur aldrei
dottið í hug að skrifa sögulegt verk. Ég vil beita
þessum miðli til að koma einhverjum skoðunum á
framfæri, jafnvel stunda smáþjóðfélagsrýni.“
Halla og Kári er þriðja leikverkið sem Hilmar
Jónsson setur upp eftir Hávar, en áður hefur hann
leikstýrt Englabörnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu
og Pabbastrák í Þjóðleikhúsinu.
„Það skiptir miklu máli þegar um er að ræða ný
verk að það sé sameiginlegur skilningur á milli höf-
undar og leikstjóra hvernig á að taka á því og ég
hef verið mjög ánægður með vinnubrögð Hilmars
Ákveðnir hlutir í verkinu hafa skerpst og skýrst.
Vinnan við þessa uppsetningu hefur skilað sér til
mín og ég tekið ákveðna hluti til endurskoðunar o
lagað til, unnið inn í verkið eftir því hvert þau eru
að fara.“
Hávari finnst skorta nokkuð á skilning á nýjum
leikritum í leikhúskúltúr okkar.
„Þegar höfundur kemur með handrit er það
gjarnan lesið og metið á textanum einum saman.
Það vantar fleiri í leikhúsin sem geta lesið leikrit
þannig að þeir átti sig á því hvaða möguleika það
felur í sér á sviði. Handritið þarf oft að selja sig al
Finnur sig í sa
Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir Höllu og Kára eftir
Grótesk kómedía um par sem er upptekið af því að eig
Höfundurinn Hávar Sigurjónsson er ánægður m
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Jakob Jóhannsson krabbameins-læknir kynnti niðurstöður meist-araritgerðar sinnar í heilsuhag-fræði við Háskóla Íslands á
Læknadögum í gær. Jakob skoðaði hag-
kvæmni þess, fyrir hið opinbera, að
borga fyrir og framkvæma bólusetning-
ar allra 12 ára gamalla stúlkna gegn leg-
hálskrabbameini. Niðurstaða Jakobs er í
stuttu máli sú að það borgi sig að ríkið
greiði fyrir almennar bólusetningar,
þrátt fyrir að verkefnið krefjist þolin-
mæði og ávextir erfiðisins komi ekki
fram fyrr en að áratugum liðnum. Sú
stefna að bólusetja myndi ekki miðast við
beinan fjárhagslegan sparnað í heil-
brigðiskerfinu, heldur að forsvaranlegt
sé að tiltekinni upphæð sé veitt í að fram-
lengja líf fólks.
Hægt að útrýma sjúkdómnum?
Árlega greinast um 50.000 konur með
leghálskrabbamein víðs vegar um heim-
inn og um helmingur þeirra deyr af völd-
um sjúkdómsins. Hér á landi greinast
hins vegar aðeins um 17 konur á ári og
síður eru ekki n
settar. Hugmyn
setningu á unga
fyrir smit, enda
mein við kynm
verði hægt að ú
dómi með alm
samhliða áfram
eiga þær um 80% líkur á því að lifa enn
fimm árum síðar, sem eru mun betri að-
stæður en konur njóta víða annars staðar
í heiminum. Nú þegar eru komin á mark-
að bóluefni gegn tveimur tegundum leg-
hálskrabba, sem geta fækkað tilfellum
um allt að 60%. Þessi bóluefni getur hver
sem er nálgast og greitt fyrir, en engu að
Bólusetning borgar
Bólusetning Jakob er krabbameinslæknir á Landspítalanu
meistaranámi í heilsuhagfræði. Hann kynnti niðurstöður sín
17 konur greinast ár-
lega á Íslandi með
leghálskrabbamein