Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 27 Það gerist fátt merkilegt í höf- uðstað Norðurlands þessa daga. Ekki einu sinni skipt um meirihluta í bæjarstjórn; hér hefur sami meiri- hlutinn setið við völd allt frá kosn- ingunum 2006. Er það ekki dálítið gamaldags?    Þess verður að vísu að geta að borg- arstjórar á Akureyri verða að minnsta kosti þrír á kjörtímabilinu; Kristján Þór byrjaði en fór svo á þing, Sigrún Björk er í embætti núna og Hermann Jón Tómasson tekur við á næsta ári. Þetta er allt í áttina. Og rétt að taka fram að orðið borgarstjóri var ekki notað fyrir mistök í annarri línu þessarar klausu. Akureyri er auðvitað borg.    Ástæða er til að vekja athygli á fundi um Palestínudeiluna sem Sam- tök hernaðarandstæðinga standa fyrir í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti á laugardaginn kl. 14. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ís- land-Palestína sýnir þar myndir og flytur ræðu undir yfirskriftinni Ætl- ar Bush að sjá um málið?    Hljómsveitin KA-bandið kom saman í annað skipti á 80 ára afmælisfagn- aði Knattspyrnufélags Akureyrar á dögunum, og sló í gegn. Trommu- leikari sveitarinnar er blakkempan Hannes Karlsson, formaður Akur- eyrar – handboltafélags, en félagar hans í bandinu eru bræður; Árni Jó- hannsson formaður KA leikur á bassa, Stefán Jóhannsson á gítar og hljómborðsleikari er Eiríkur Jó- hannsson, fyrrverandi forstjóri KEA.    Friðrik fimmti og hans fólk á sam- nefndum veitingastað mætir til starfa á ný á morgun eftir hefð- bundið frí meirihluta janúarmán- aðar. Þetta er sannkallaður fjöl- skylduveitingastaður og nú bætist gamall vinur í hópinn; Sigmar Örn Ingólfsson, sem verður yfirþjónn, en hann hefur undanfarið verið kennd- ur við Hótel Holt.    Sigmundur þessi, kallaður Simmi, „er héðan að norðan og var hann æskuvinur og bekkjarbróðir Öddu auk þess sem við Friðrik, Adda og hann vorum saman á matvælabraut Verkmenntaskólanns árin 1987- 1988,“ segir í pósti frá veitinga- staðnum. Adda er Arnrún Magn- úsdóttir, eiginkona Friðriks V.    Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, bauð gesti velkomna á óvenjulegan hátt þeg- ar sýningin Búdda er á Akureyri var opnuð í safninu á laugardaginn var. Í stað þess að halda ræðu stóð Hannes kyrr og þagði í þrjár mín- útur. Og flestir aðrir þögðu líka, Hannesi til samlætis.    Það vakti athygli að þegar Hannes hóf þögnina í Listasafninu kraup þar maður við kertaljós og reyk- elsi og íhugaði. Ég tók ekki tímann en var sagt að hann hefði verið þarna grafkyrr í 45 mínútur við íhugun. Sumir héldu að þarna hefði verið sett upp stytta, en svo var ekki. En það verður að segjast eins og er að maðurinn lét ekki trufla sig og hreyfðist ekki allan tímann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alvöru maður? Ekki voru allir vissir um það hvort maðurinn sem íhugaði langa stund í Listasafninu á Akureyri á laugardag væri maður eða stytta. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Túnfiskur með chili og hvítlauk Ora hefur sett á markað túnfisk í þremur bragðteg- undum – í vatni, í sætri chilisósu og með ólífuolíu, hvítlauk og sólþurrk- uðum tómötum. Túnfiskurinn er í nýjum og handhægum lofttæmdum umbúðum í 120 g bréfi. Á bakhlið hverrar pakkningar má finna fram- reiðsluhugmyndir og gómsætar upp- skriftir sem ættu að henta flestum. Auk þess er túnfiskur hollur, fitulít- ill og hentar vel í marga létta rétti. Hollusta frá Ávaxtabílnum Kaupás og Ávaxtabíllinn gerðu nýlega samning um sölu á holl- ustuvörum Ávaxtabílsins í versl- unum Nóatúns og 11-11. Er samn- ingurinn í anda stefnu Kaupáss um að auka framboð af hollum kosti í verslunum sínum. Meðal þess sem boðið er upp á eru glös með ávaxta- salati eða melónubitum auk græn- metissnakks í glasi með ídýfu. Einn- ig má finna heilhveitilanglokur með túnfiski og rækjum og vitaskuld án majóness, sem og þrjár tegundir heilhveitipastarétta og ávaxtaskyr- drykki sem gerðir eru úr hreinu skyri og ávöxtum. nýtt Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 06 35 0 1/ 08 AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.