Morgunblaðið - 13.02.2008, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„NEI, ekki er það nú alveg svo
gott,“ segir Rögnvaldur Gunnars-
son, forstöðumaður hjá Vegagerð-
inni, spurður hvort lokið verði við að
malbika hringinn í kringum landið
næsta sumar.
En það styttist í það. Nú er eftir
að setja bundið slitlag á um 65 km af
hringveginum og að loknum fram-
kvæmdum sem fyrirhugaðar eru
næsta sumar verða aðeins um 50 km
ómalbikaðir.
Á þessu ári verður m.a. ráðist í að
binda Þvottár- og Hvalnesskriður,
milli Hafnar og Djúpavogs, slitlagi.
Leiðin er rúmlega fjórir km að
lengd. Einnig verður vegkafli um
Arnórsstaðamúla malbikaður í sum-
ar sem er um 6 km leið.
Lengsti malarkaflinn á hringveg-
inum, um 45 km, er um Skriðdal og
Breiðdal. Hann bíður malbikunar
enn um sinn en fjárveitingar eru fyr-
ir uppbyggingu vegarins um Skrið-
dal á næsta ári og því þarnæsta.
Öxi byggð upp á næsta ári
Upp úr botni Skriðdalsins liggur
fjallvegurinn Öxi yfir til Egilsstaða.
Á næsta ári stendur einnig til að
byggja þann veg upp. Hann verður
þó áfram malarvegur.
Þvottár- og Hvalnesskriður eru
óstöðugar og grjóthrun þar verður
oft til þess að vegurinn er ófær. Hef-
ur grjóthrun ágerst undanfarin ár
sökum tíðra skipta milli frosts og
þíðu. Skapar þetta stöðuga hættu og
er kostnaðarsamt að hreinsa veginn
sem nauðsynlegt er nær daglega. Til
ýmissa ráða verður gripið á næst-
unni til að hefta skriðuföll og til að
tryggja öryggi vegfarenda uns jarð-
göng verða gerð undir Lónsheiði.
Framtíðin liggur í göngum
M.a. verður sett vegrið sjávar-
megin í skriðunum, samtals um
2.860 m. Einnig verða settir grjót-
kassar fjallsmegin meðfram til að
varna grjóthruni inn á veg.
Var þetta verkefni boðið út á síð-
asta ári og á að verða lokið fyrir 1.
september næstkomandi.
Veglína helst að mestu óbreytt,
samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum.
Umferð um skriðurnar eru um
220 bílar á dag að meðaltali en 400
bílar á dag yfir sumarið.
„Þetta er aðeins bráðabirgða-
lausn, framtíðarlausnin er göng
undir Lónsheiði,“ segir Rögnvaldur
og bendir á að inni í samgönguáætl-
un til tólf ára, sem ekki náðist að
samþykkja á þingi sl. vor, hafi m.a.
verið fjallað um göng undir Lóns-
heiði.
Styttist í að hringvegurinn
verði að fullu malbikaður
Ljósmynd/Vegagerðin
Skriður Grjóthrun í Hvalnesskriðum er nær daglegt brauð. Setja á þar upp
grjótkassa til að hindra hrun og setja bundið slitlag á veginn í sumar.
Þvottár- og Hval-
nesskriður verða
bundnar slitlagi
SAGA Capital Fjárfestingarbanki ætlar að
höfða einkamál gegn fjárfestingarfélaginu Insol-
idum ehf., en Hæstiréttur kvað í gær upp úr um
að ekki væri hægt að knýja fram breytingu á
hlutaskrá einkahlutafélags með innsetningar-
gerð. Til þess þyrfti fyrst dóm í venjulegu einka-
máli sem fullnægt yrði með aðfarargerð.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms
Reykjavík um að hafna þeirri kröfu fjárfesting-
arbankans Sögu Capital, að verða skráður eig-
andi allra hluta í Insolidum, fjárfestingarfélags
Daggar Pálsdóttur og Páls Ágústs Ólafssonar,
og fá umráð yfir hlutaskrá félagsins.
Hæstiréttur var sömu skoðunar og héraðs-
dómur um að skyldu til breytinga á hlutaskrá
yrði ekki fullnægt með beinni aðfarargerð. Þá
taldi Hæstiréttur að Saga hefði ekki gert viðhlít-
andi grein fyrir því hvaða heimild gæti staðið til
þess að bankinn fengi umráð hlutaskrárinnar.
Málsatvik eru þau, að Insolidum keypti stofn-
fjárbréf í SPRON að nafnverði 47,5 milljónir á
genginu 11,797232. Kaupverðið nam því
560.368.521 krónu. Hafði Saga Capital milli-
göngu um viðskiptin og lánaði Insolidum 582
milljónir króna vegna kaupanna.
Til tryggingar skuld samkvæmt samningnum
voru auk verðbréfa í eigu Insolidum settir að
veði með tveimur handveðssamningum allir
hlutir Daggar og Páls Ágústs í Insolidum.
Gengi hlutabréfa SPRON lækkaði mjög eftir
að bréfin voru skráð í Kauphöll Íslands í haust.
8. nóvember 2007 tilkynnti Saga Capital gjald-
fellingu skuldarinnar samkvæmt lánssamningn-
um og skoraði á Insolidum að greiða kröfuna
eða leggja fram fullnægjandi tryggingar innan
tveggja sólarhringa. Ella myndi bankinn, án
frekari viðvörunar, neyta réttar síns samkvæmt
handveðssamningunum.
Þau Dögg og Páll Ágúst urðu ekki við áskorun
Saga Capital sem krafðist þá beinnar aðfarar
hjá þeim. Gerði Saga Capital þá kröfu að hluta-
skrá Insolidum yerði breytt þannig að Saga
Capital yrði skráður eigandi allra hluta í Insol-
idum.
Saga Capital Fjárfestingarbanki segir í yf-
irlýsingu að af dómnum leiði, að til þess að inn-
heimta kröfur sínar á hendur Insolidum þurfi
Saga Capital að fara í venjulegt innheimtumál
en slíkur málarekstur getur tekið langan tíma.
Þessi niðurstaða skapi fjármálafyrirtækjum
erfiðleika við að ná fram fullnustu umsaminna
krafna gagnvart viðsemjendum sínum, en þetta
sé í fyrsta skiptið sem slík krafa sé tekin fyrir af
íslenskum dómstólum. Í niðurstöðu Hæstaréttar
felist hins vegar enginn dómur um gildi krafna
Saga Capital á hendur Insolidum, þar sem kaup-
samningur, lánssamningur og tryggingaréttindi
séu í fullu gildi á milli aðila.
Ætlar í einkamál gegn Insolidum
Í HNOTSKURN
»Eigendur Insolidum unnu málið í héraðs-dómi og í Hæstarétti, en þau töldu að ekki
hefði verið rétt staðið að sölu á hlutum í Spron
til félagsins.
»Bankinn segist nú munu leita hefðbund-inna innheimtuúrræða í því skyni að
tryggja hagsmuni sína til hins ýtrasta og jafn-
framt láta reyna á ábyrgð stjórnenda félagsins
komi í ljós að það hafi ekki lengur burði til
þess að standa við skuldbindingar sínar.
STJÓRN starfsmannafélags Orku-
veitu Reykjavíkur hvetur stjórn
fyrirtækisins og borgarstjórn
Reykjavíkur til að standa vörð um
hið góða orðspor Orkuveitunnar og
veita starfsfólki og stjórnendum
fyrirtækisins stuðning á um-
brotatímum.
„Orkuveitan er traust og ábyrgt
fyrirtæki í almannaþjónustu sem
veitir viðskiptavinum sínum að-
gang að nægri orku og vatni með
fullnægjandi gæðum og afhending-
aröryggi. Orkuveitan er mikilvægt
þjónustufyrirtæki sem rekið er í
þágu almennings og á ekki að vera
bitbein stjórnmálamanna. Deilur á
opinberum vettvangi um hlutverk
Orkuveitunnar og vangaveltur um
framtíð stjórnenda eru óheppilegar
og til þess fallnar að skapa óvissu
og skaða starfsanda og ímynd fyr-
irtækisins. Orkuveitan veitir meira
en helmingi landsmanna grunn-
þjónustu og eigendur eru fleiri en
Reykvíkingar. Starfsumhverfi og
starfsfriður í Orkuveitunni er því
ekki einkamál þeirra,“ segir í álykt-
un starfsmannafélagsins.
Hvetur félagið stjórnmálamenn
til að stuðla að því að friður skapist
um starfsemi fyrirtækisins og að
starfsfólki verði búið friðvænlegt
andrúmsloft.
OR verði ekki
bitbein stjórn-
málamanna
ERLENDUR karlmaður sem sætt
hefur gæsluvarðhaldi og farbanni
frá lokum nóvember vegna bana-
slyssins í Reykjanesbæ, þegar ekið
var á fjögurra ára dreng, er laus úr
farbanni og frjáls ferða sinna. Far-
bannið rann út í gær og taldi lög-
regla ekki efni til að óska eftir
áframhaldandi farbanni hjá dóm-
stólum.
Málið er ekki fullrannsakað að
sögn lögreglu og ekki liggur fyrir
hvort rannsóknin leiðir til ákæru.
Maðurinn getur nú yfirgefið landið
án afskipta lögreglu, en ef til þess
kemur að ákæra verði gefin út,
mun lögreglan beita sér fyrir því að
hún verði birt manninum erlendis.
Rannsóknin hingað til hefur leitt
í ljós hvaða bíl var um að ræða í
banaslysinu en hinn grunaði, sem
handtekinn var skömmu eftir slys-
ið, hefur ávallt neitað sök um að
hafa ekið bílnum í umrætt sinn.
Laus úr far-
banni lögreglu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TILTÖLUEGA fámennur hópur,
eða á milli fimmtán og tuttugu
manns, stundar ferjuflug að stað-
aldri. Egill Guðmundsson flugmað-
ur hefur farið á þriðja tug ferða,
ýmist frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu eða öfugt. Hann kannaðist við
breska flugmanninn sem brotlenti
Cessna 310-vélinni um 50 sjómílur
vestur af Keflavík á mánudag. Egill
segir hann hafa verið mjög færan
flugmann og einn af þeim sem eru í
fullu starfi við ferjuflug. Leit stóð
yfir í allan gærdag og fram á kvöld.
Meðal annars var notast við varð-
skip Landhelgisgæslunnar og TF-
SYN ásamt flugvél danska flug-
hersins. Enginn árangur varð af
leitinni og er flugmaðurinn talinn
af. Ekki er unnt að birta nafn hans
að svo stöddu.
Flugmenn eru oftast nær afar vel
búnir þegar kemur að svo löngum
flugleiðum og þannig segist Egill
ávallt vera í flotgalla upp að mitti
auk þess sem björgunarbátur er
um borð í vélunum. Spurður út í
hvort það sé lágmarksbúnaður
ferjuflugmanna segir Egill svo
vera. Hann segir jafnframt að
breski flugmaðurinn hafi að sögn
þeirra sem þekkja til ávallt verið
vel útbúinn. „Félagi minn tjáði mér
að hann væri alltaf með sérstakan
neyðarsendi – ekki aðeins neyðar-
sendi flugvélarinnar – sem sendir í
gegnum gervihnött, svokallað E-
pirb. Um leið og sá sendir kemst í
snertingu við vatn fer hann í gang.
Ef hann hefur ekki farið í gang
þykir mér það afar undarlegt.
Sendirinn er vatnsþéttur og ætti að
senda út þó svo að hann sé undir
yfirborði sjávar.“
Slysum fækkað mikið
Flugleið breska flugmannsins er
mjög þekkt leið ferjuflugmanna; frá
Goose Bay í Kanada til Narsarsuaq
á Grænlandi og þaðan til Reykja-
víkur. Þessir tveir leggir taka um
fjórar klukkustundir hvor. Frá því
að GPS-tæknin fór að ryðja sér til
rúms hefur slysum á þessari flug-
leið fækkað umtalsvert en nokkuð
var um slys á árum áður. Ein vél
fórst þó á Grænlandi á síðasta ári,
og þekkti Egill flugmanninn sem
stýrði henni.
Egill fór síðast í ferjuflug í jan-
úar sl. og var þá í samfloti við fimm
aðra flugmenn á alls kyns flug-
vélum. „Það var eiginlega fyrir til-
viljun, við hittumst allir í Goose
Bay í Kanada og urðum samferða
yfir,“ segir Egill og bætir við að sú
ferð hafi gengið afar vel. Hætt-
urnar eru hins vegar alltaf fyrir
hendi, sérstaklega á veturna. „Ef
það er umtalsverður mótvindur, 40-
50 hnútar, þá getur munað því
hvort flugmaður nær inn á elds-
neytinu eða ekki. Einnig ef það
hleðst ís á vélina, þá verður hún
töluvert þyngri og þá er farið að
vinna á þessu aukabensíni sem þarf
að hafa við lendingu.“
Verður vanabindandi
Þar sem afar fáir virðast taka
upp ferjuflug liggur beinast við að
spyrja Egil út í sína fyrstu ferð. „Í
fyrsta skipti sem ég fór var ég með
í maganum og að farast úr stressi –
raunar í annað og þriðja skiptið
einnig. Eftir það fór maður að læra
inn á þetta og þær hættur sem ber
að varast. Svo verður þetta eig-
inlega vanabindandi.“
Egill starfar sem flugmaður en
ferjuflugið er þó fremur áhugamál.
Hann segist ekki vilja sleppa því,
þar sem þær flugleiðir sem farnar
eru séu svo skemmtilegar og marg-
ir sérstakir staðir. Hann reiknar
allt eins með að fara í næsta ferju-
flug í mars nk., þótt það sé ekki
staðfest.
Alltaf með sérstakan neyðarsendi
Ljósmynd/Egill Guðmundsson
Ekki hættulaust Fallegt getur verið um að litast á leiðinni frá Grænlandi.
Íslenskur ferjuflugmaður segir breska flugmanninn sem brotlenti á mánudag hafa verið afar færan
Margar hættur fylgja flugi yfir hafið á veturna, mikill mótvindur getur haft áhrif og einnig ísing