Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 9

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR KÖNNUN á vegum Barnaverndar- stofu, svonefnd afdrifakönnun, hjá unglingum sem dvöldu á Meðferðar- og skólaheimilinu Háholti frá 1999- 2004 leiðir í ljós að eftir aðlögunar- tíma sætta flestir unglingarnir sig allvel við dvölina þar, þótt þeir vistist þar langoftast gegn vilja sínum og af illri nauðsyn. Könnunina vann Jón Björnsson sálfræðingur. Á Háholti fer fram mesta gæsla allra meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu og þar eru að öllu jöfnu erfiðustu ungling- arnir sem Barnaverndarstofa ann- ast. Unglingar á Háholti eiga oft að baki langa sögu vandamála á borð við vandræði í skóla, ósamkomulag á heimili, fíkniefnaneyslu og afbrot. Verulegur hluti þeirra á við athygl- isbrest og ofvirkni að stríða. Könn- unin leiðir í ljós að eftir aðlögunar- tíma láta þeir yfirleitt vel af starfsfólki, viðmóti í sinn garð, aga og dagskrá. Þá finnst foreldrum og unglingum í flestum tilvikum að gagn hafi verið að dvölinni. Þetta gagn fólst í ýmsu, m.a. að unglingurinn var tekinn úr umferð/neyslu og fékk tóm til að taka út þroska og persónuleg tengsl. Þá eru nefnd atriði á borð við ramma og fastar skorður, auk þess sem áfanga var lokið í skólanámi. Flestir unglinganna töldu ekki að þeir hefðu orðið fyrir slæmum áhrif- um af öðrum unglingum sem voru samtímis þeim á Háholti. Þetta töldu hinsvegar margir unglingar að hefði verið tilfellið í fyrri meðferðardvöl að Stuðlum. Þegar unglingarnir voru spurðir í könnuninni hvað/hver hefði hjálpað best í erfiðleikum þeirra, skipuðu þeir fagfólki ofar en fjöl- skyldunni. Sætta sig flestir við með- ferðardvölina að Háholti Í HNOTSKURN »Könnunin náði til 51 ung-lings. Dvöl á Háholti ein og sér varð ekki þess valdandi að unglingarnir sneru frá villu síns vegar, heldur tóku flestir upp fyrri hætti fljótlega eftir út- skrift. Margir leituðu þó ítrekað eftir öðrum meðferðarúrræðum. »Einn hluti hópsins náði góð-um árangri en brugðið gat til beggja vona með annan hópinn. Sá þriðji var í slæmum málum. „VIÐ unnum ferð til Vegas. Í fyr- irtækinu sem ég er að vinna hjá var smákeppni í því hver gæti hermt best eftir Elvis Presley,“ sagði Sveinbjörn Grétarsson, sem í fyrradag var útnefndur Skyndi- hjálparmaður ársins, ásamt syni sínum Tómasi. „Ég vil nú sérstaklega taka það fram að ég hef hvorki fyrr né síð- ar leikið Elvis,“ sagði Sveinbjörn og hló við, „þetta var svona „one time only“.“ Í verðlaun fyrir bestan Elvis var sem sagt vikuferð með öllu til Las Vegas og þar er hann núna ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Hauksdóttur, en hann bjargaði einmitt lífi hennar í september sl. eftir að hún fékk hjartastopp. Ferðalagið hófst í gær, morg- uninn eftir að hann fékk útnefn- inguna Skyndihjálparmaður árs- ins. „Við ákváðum að drífa okkur bara í þetta áður en einhver ann- ar fengi hjartaslag,“ sagði hann glettinn. „Og við ætlum að gera okkar besta í að tæma alla spila- kassana.“ Sveinbjörn var þó ekki í fyrsta sinn á sviði með gítarinn þegar hann hermdi eftir Elvis í fyrsta, og væntanlega síðasta, sinn því hann er gamall Greifi, var í húsvísku hljómsveitinni Greifunum í árafjöld, og ætti því að kunna tökin á gítarnum. Elvis-eftir- herma á leið til Vegas Innlifun Sveinbjörn Grétarsson, Skyndihjálparmaður ársins, hefur hvorki fyrr né síðar leikið Elvis. Sveinbirni Grétarssyni, Skyndihjálparmanni ársins, er ýmislegt til lista lagt SJÖ réttindalausir ökumenn, allt karlar, voru stöðvaðir á höfuðborg- arsvæðinu um helgina. Fimm þeirra reyndust hafa verið sviptir ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Ökumennirnir eru á ýmsum aldri en sá elsti í hópnum er á níræðisaldri og hefur áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Þá voru 12 ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta voru allt karlmenn á aldrinum 17-50 ára. Fjórir í þessum hópi eru undir tvítugu og jafn- margir eru á þrítugsaldri. Réttindalaus ökumaður á níræðisaldri ÞÓRARINN Ingi Pétursson í Lauf- ási hefur jörðina til 15. nóvember samkvæmt ákvörðun stjórnar prests- setra. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórarinn of snemmt að ákveða hvort hann myndi bregða búi en hann er með 600 fjár. Þórarinn kvaðst helst af öllu vilja geta farið annað með bú- skapinn, en varnarlínur sauðfjárvei- kivarna valda því að hann getur ekki flutt hvert sem er með kindurnar sín- ar. Lárus Ægir Guðmundsson, for- maður stjórnar prestssetra, sagði að Þórarinn hefði óskað eftir því við stjórn prestssetra að fá að sitja jörð- ina til loka sláturtíðar og að færanlegt hús sem hann býr í fengi að standa þann tíma. Lárus sagði að stjórn prestssetra hefði samþykkt að verða við þessu og að tímamörk miðuðust við 15. nóvember næstkomandi. Lárus sagði að beiðnin hefði borist fyrir nokkrum dögum og stjórn prestssetra samþykkt hana síðastlið- inn föstudag. „Ég veit ekki annað en að mál séu í góðum farvegi núna,“ sagði Lárus. Þórarinn flytur úr Laufási Situr jörðina til 15. nóvember í haust ÞAÐ er góður siður að moka gang- stéttir þannig að gangandi vegfar- endur þurfi ekki klofa snjóinn eða hrekjast út á götur, með tilheyr- andi hættu á að verða fyrir bíl. Það er því fremur öfugsnúið að við leikskólann Grænuborg á Skóla- vörðuholti hafi einhver tekið sig til og rutt snjó í haug uppi á miðri gangstétt og þar með gert gang- stéttina ófæra fyrir flesta. Þarna hefur skaflinn staðið í nokkra daga. Gangandi vegfarendur hafa því þurft að sneiða fram hjá skaflinum með því að ganga út á götu. Gang- stéttin er á hinn bóginn ágætlega greiðfær beggja vegna skaflsins. Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar síðdegis í gær að málið yrði skoðað. Svo er bara að sjá hvort hlákan sem er í veðurkortunum verði fljót- ari til að bræða skaflinn en borgin að færa hann. Gangstéttin ófær en gatan er greið Árvakur/Frikki VEGNA frétta um smásöluverð á lyfjum á Íslandi árétta SVÞ – Sam- tök verslunar og þjónustu að Lyfja- greiðslunefnd ríkisins ákveður smá- söluverðið en ekki smásalarnir. Lyfsalar hafa líka hvatt til aukins innflutnings samheitalyfja til að auka samkeppni og lækka lyfja- kostnað, segir m.a. í tilkynningu frá samtökunum. Samanburður lyfjagreiðslunefnd- ar á verði lyfja á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum sýnir að smásöluálagning á Íslandi er hærri hér á landi en ytra þó að heildsölu- álagning sé svipuð. Sum umfjöllun fjölmiðla hefur verið þannig að ætla má að apótek ákveði sér háa álagningu og skirrist við að kaupa inn samheitalyf sem eru ódýrari en frumlyf. Hið rétta er að það er nefnd á vegum ríkisins, lyfja- greiðslunefnd, sem ákveður bæði heild- og smásöluverð lyfja. Lyfsalar flytja ekki inn lyf sjálfir og myndu gjarnan vilja sjá fleiri samheitalyf á markaði hér. Einnig skal áréttað að kannanir hafa sýnt að lyfjaverð út úr apótekum er að meðaltali 8% lægra hér en í Danmörku, svipað hér og í Svíþjóð en 5-6% hærra hér en í Nor- egi og Finnlandi, segir ennfremur. Nefndin ákveður verðið Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun minnst 60% afsláttur Rýmingarsala í 3 daga Allt að 90% afsláttur Freemans/Clamal • Reykjavíkurvegi 66 • Hafnarfjörður • S: 565 3900 Fyrstir koma fyrstir fá! Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSÖLULOK VERÐHRUN ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.