Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 12

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU LAXAVERÐ hefur lækkað um 12,8% á árinu en meðalverðið í síð- ustu viku var 25,10 norskar krónur á hvert kíló, um 306 krónur íslenzk- ar, en var 28,80, 351 íslenzk, í byrj- un ársins samkvæmt upplýsingum frá norsku Hagstofunni. Frá þessu var greint í Morg- unkorni Glitnis, en þar stendur enn- fremur: „Verðið nú er viðunandi fyrir kaupendur, t.d. framleiðendur í Evrópu líkt og Alfesca. Verðið nú er undir meðalverði ársins 2007 sem var 26,7 norskar kr. á kílóið. Lækkunin undanfarið kemur sér illa fyrir laxeldisfyrirtækin í Nor- egi. Spár gera ráð fyrir lítilsháttar hækkun þegar líða fer á árið.“ Verð á laxi lækkar !" !"! #$"             #! # $! $ !  !      + && ,   #"% " # $ % $ " " & ' ( ) * " # $ % $ " " & ' ( ) * " # $ % $ " " & ' ( ) *$ " " & ' ( ) * !" BANDARÍKJAMENN af afrískum uppruna vörðu um tveimur milljörð- um dollara, 138 milljörðum íslenzkra króna, í kaup á sjávarafurðum árið 2006. Það eru 14,1% af allri neyzlu sjávarafurða í Bandaríkjunum. Kaupmáttur þessa hluta Banda- ríkjamanna, sem eru um 38 milljónir manns, mun fara yfir 72 billjónir árið 2012, samkvæmt markaðskönnunum frá Bandaríkjunum. Þeir vörðu 2.620 milljörðum íslenzkra króna til kaupa á matvælum til neyzlu inni á heim- ilunum, en það svarar til 9,9% allra slíkra innkaupa í Bandaríkjunum. Samkvæmt þessu neyta Afríkumenn- irnir tiltölulega mikils af fiski, en tölu- verð hefð er fyrir fiskneyzlu í Afríku. Mikil fiskneyzla Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GENGI krónunnar hefur lækkað töluvert að undanförnu og gengis- vísitalan búin að vera í kringum 130 síðustu daga. Gengi evrunnar hefur hækkað úr um 90 krónum í 100 og gengi Bandaríkjadals úr um 60 krón- um í 68 á tiltölulega skömmum tíma. Það bætir hag sjávarútvegsins veru- lega, þar sem skilaverð afurða hækk- ar í samræmi við veikari krónu. Af- urðaverð á erlendum mörkuðum er í flestum tilfellum nálægt sögulegu hámarki og því aukast tekjurnar verulega við lækkun krónunnar. Á móti kemur að erlendar skuldir hækka og afborganir af þeim um leið. Umtalsverðar breytingar „Gengisvísitala íslenzku krónunn- ar hefur lengi verið á bilinu 120 til 130 og nú er hún í þeim efri mörkum. Það er ekkert leyndarmál að við sem erum í sjávarútvegi og útflutnings- greinunum höfum oft talað um þetta svokallaða jafnaðargengi á bilinu 120 til 130. Nú hefur vísitalan legið í þessu undanfarnar vikur enda sér maður líka breytingar á dollarnum sem hefur eitthvað verið að hressast sjálfstætt. Þetta eru því umtalsverð- ar breytingar, en eru kannski ekki í hendi. Þetta gengur oft til baka, en nú er staðan sú að gengið er skráð með þeim hætti sem útflutnings- greinarnar hafa talið sig þurfa,“ seg- ir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Þetta hefur auðvitað tvennt í för með sér, hærra skilaverð fyrir afurð- irnar og hækkun erlendra skulda. Hvað skilaverðið varðar er um stöð- ugt innstreymi að ræða meðan geng- isvísitalan er há. Hækkun skulda hefur ekki eins mikil áhrif, þó af- borganir af þeim hækki. Verði þessi staða viðvarandi um einhvern tíma er það auðvitað gott fyrir útflutn- ingsgreinarnar, ekki bara sjávarút- veginn. Þá dregur kannski líka úr þessum gegndarlausa innflutningi. Maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér, en þetta er bara ánægjulegt vari það í einhvern tíma. Þetta vegur eitthvað upp á móti niðurskurðinum í þorskinum. Afurðaverð gott Afurðaverð eitt og sér hefur verið gott á nánast öllum tegundum sjáv- arafurða nema rækju. Við höfum því ekki þurft að kvarta yfir afurðaverð- inu, heldur þessum miklu sveiflum á genginu. Vísitalan hefur farið allt niður að 100 og upp í rúm 130. Það eru sveiflurnar sem eru slæmar, en hvað sjávarútveginn varðar þyrfti gengisvísitalan að vera nokkuð stöð- ug á milli 120 og 130. Nú er kominn dálítill tími þar sem hún hefur verið á bilinu 125 til 130 og kemur sér vel,“ segir Arnar. Lækkandi gengi krón- unnar skilar meiri tekjum Árvakur/Ómar Útflutningur Gengislækkun krónunnar að undanförnu skilar útflytjendum sjávarafurða auknum tekjum. Gengisvísitalan svipuð eða hærri en útflutnings- greinarnar eru taldar þurfa               "# & '    ()*  ( (( +(% Í HNOTSKURN »Afurðaverð eitt og sér hefurverið gott á nánast öllum teg- undum sjávarafurða nema rækju. Við höfum því ekki þurft að kvarta yfir afurðaverðinu, heldur þessum miklu sveiflum á genginu. »Þetta eru því umtalsverðarbreytingar, en eru kannski ekki í hendi. Þetta gengur oft til baka, en nú staðan sú að gengið er skráð með þeim hætti sem út- flutningsgreinarnar hafa talið sig þurfa. »Verði þessi staða viðvarandium einhvern tíma er það auð- vitað gott fyrir útflutningsgrein- arnar, ekki bara sjávarútveginn. Þá dregur kannski líka úr þess- um gegndarlausa innflutningi. MEÐALVERÐ á innlendum fisk- mörkuðum í janúar síðastliðnum var 176,60 krónur á hvert kíló sem er 0,2% hærra en árið 2006. Verðið nú er það hæsta sem sézt hefur frá árinu 2002, 195,69 og það næst- hæsta frá upphafi. Seld voru tæplega 7.104 tonn sem er 15,5% minna en í fyrra, en þá seldust 8.405 tonn. Þetta er það minnsta síðan 2003, 6.737 tonn. Verðmætið var 1.254 milljónir sem er 15,3% minna en í fyrra. Janúar 2007 var stærsti frá upphafi í verð- mætum og janúar síðastliðinn er næststærstur. Slæmar gæftir frá því í haust og skerðingin á þorskkvótanum hafa sett mark sitt á markaðina. Fram- boð af þorski hefur minnkað í sam- ræmi við niðurskurðinn, en mun meira hefur veiðzt af ýsu. Fyrir vik- ið hefur verð á þorski á mörk- uðunum verið mjög hátt.         ! "  # $ %&  !  !  !  )* ) '  $ "  "   Hæsta meðalverð í janúar frá 2002 YTRI aðstæður íslenska sjávarút- vegsins eru góðar um þessar mund- ir í kjölfar þess að afurðaverð á heimsmörkuðum hefur farið hækk- andi samhliða því sem gengi ís- lensku krónunnar er að lækka. Þessi þróun er jákvæð fyrir sjáv- arútvegsfyrirtækin. Hins vegar hef- ur kvótaniðurskurðurinn haft nei- kvæð áhrif. Auk þess er óvissa um stöðu loðnustofnsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Glitnis um sjávarútveg á Íslandi. Þar segir ennfremur: „Reikna má með að vaxandi spurn eftir sjáv- arafurðum á heimsvísu geri það að verkum að verðið haldist hátt áfram. Villtar sjávarafurðir eru í vaxandi mæli flokkaðar sem lúxus- vara á erlendum mörkuðum, og telj- um við að sú þróun sé jákvæð fyrir íslenskan sjávarútveg. Minnkandi vægi sjávarútvegs Vægi sjávarafurða í heildarút- flutningi íslenska hagkerfisins hefur dregist saman undanfarinn áratug. Á þessu ári má reikna með að 32% gjaldeyristekna komi frá útflutningi sjávarafurða en til samanburðar var þetta hlutfall 55% árið 1990. Þessi þróun mun halda áfram á næstu ár- um og við búumst við því að árið 2012 verði vægi sjávarafurða í út- flutningstekjum komið niður í 27%. Þá má búast við að álútflutningur vegi þyngra í gjaldeyrisstekjum heldur en sjávarafurðir þegar fram líða stundir og að gjaldeyristekjur vegna útflutnings á áli verði 33% af heildar gjaldeyristekjum Íslands árið 2012.“ Ytri aðstæður hagstæðar „Í RANNSÓKNUM okkar á rýrnun á fiski í gámum hafa komið fram fremur lágar tölur. Langt undir 10%. Þegar þessi útflutningur var hvað mestur 1986, mældum við þetta í nokkrum tilfellum. Þá kom í ljós að rýrnun í þorski var 1 til 2%. Síðan var gerð mun ítarlegri tilraun fyrir um einu og hálfu ári. Þá fluttum við fiskinn ekki út, en líktum eftir slík- um innflutningi á rannsóknastofu okkar. Þá kom í ljós að þetta var um 2 til 4% í þorski og eitthvað aðeins minna í ufsa,“ segir Sigurjón Arason, verkefnastjóri hjá Matís. „Loks var þetta skoðað mjög vandlega fyrir um ári síðan. Þá kom í ljós að rýrnun í þorski var um 2,4%, en ef fiskurinn var umísaður hér fyr- ir útflutning fór rýrnunin upp í 3,6%. Rýrnunin í ýsunni var um 4,8% en við umísun fóru hún upp í 7%. Allt hnjask eftir að gengið hefur verið frá fiskinum ísuðum í kör í fyrsta sinn eykur vökvatapið. Við eigum einnig gamlar mælingar á vökvatapi í fiski, sem hefur verið fluttur milli lands- hluta við erfið skilyrði. Við athuguð- um rýrnunina eftir aldri, fjögurra til sjö daga frá veiðum. Þá kom í ljós að eftir því sem hráefnið var eldra, tap- aðist meira við flutningana. Síðan þessar mælingar voru gerðar, hafa orðið miklar vegabætur og því er vökvatapið vafalítið minna nú,“ segir Sigurjón. Rýrnunin mjög lítil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.