Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● LOKS birti yfir mörkuðum í gær, úr-
valsvísitalan OMX I15 hækkaði um
3,2% og lauk í 5.005 stigum. Mest
munaði þar um 7,3% hækkun Exista
og 6,3% hækkun FL Group. Eik banki
lækkaði mest, eða um 3,3%.
Viðskipti með bréf Kaupþings
námu 6,7 milljörðum og 5 milljörðum
með bréf Glitnis. Hlutabréfavelta
nam um 15 milljörðum króna, heild-
arvelta nam 36,7 milljörðum. Trygg-
ingamarkaðir báru sig verr en hluta-
bréfamarkaðir og hækkaði álag
bankanna um 17-27 punkta.
Vísitalan í 5.005 stig
● VÍSITALA krón-
unnar hefur verið
á uppleið síðustu
daga. Við opnun
markaða í gær
veiktist krónan
enn meir og fór
þá evran í fyrsta
sinn yfir 100
krónur og var um
og yfir því gengi í tæpa klukkustund,
að því er segir í Vegvísi Landsbank-
ans. Krónan styrktist þó á ný þegar
hlutabréfamarkaður fór að hækka.
Lokagildi gengisvísitölunnar var
129,55, og hafði krónan styrkst um
1,2% yfir daginn.
Mestri lægð síðustu sex mánuði
náði krónuvísitalan í byrjun nóv-
ember, þá var einmitt metlægð
Bandaríkjadals gagnvart krónunni.
Síðan þá hefur gengisvísitalan
hækkað um 15,4%.
Krónan fór yfir 100
evrur en styrktist svo
● GREININGARDEILD svissneska
bankans UBS hefur í nýju fréttabréfi
sínu hækkað verðmat sitt á hluta-
bréfum Kaupþings. Markgengi bréf-
anna er nú, að mati bankans, 650
krónur á hlut en var áður 600 krónur.
Gengi Kaupþings er enn sem fyrr
hærra en markgengið og því mælir
UBS með því að fjárfestar selji bréf
sín. Þá hefur UBS lækkað markgengi
Glitnis í 17 krónur á hlut úr 20 krón-
um. Áfram er mælt með sölu.
UBS hækkar Kaupþing
en lækkar Glitni
HAGNAÐUR Marel nam 6,1 milljón
evra, um 608 milljónum króna, árið
2007, en var 159 þúsund evrur árið
áður. Þar af nam hagnaður vegna
hlutabréfa í hollenska félaginu Stork
4,6 milljónum evra. Handbært fé frá
rekstri var 30,4 milljónir evra í árs-
lok en var 63,1 árið 2006. Þær breyt-
ingar má rekja til kaupa á hlutabréf-
um í Stork NV og aukningar á
hlutabréfum Marels. Hlutafé í Marel
seldist fyrir 34,6 milljónir evra á
árinu, og áttu lífeyrissjóðir þó nokk-
urn þátt í þeim kaupum.
Þá jukust sölutekjur um 39% og
þær námu nú 290 milljónum evra en
rekstrarhagnaður jókst um þriðjung
og var nú 10 milljónir evra.
Sölutekjur fjórða ársfjórðungs
jukust um 9,7%, í 78,9 milljónir, og
hagnaður tímabilsins var 3,4 millj-
ónir í stað 0,5 milljóna taps árið áður.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel,
segir árið hafa mótast af samruna
Marel við Scanvægt, Delford og
Carnitech, og ekki síst samningum
um kaup á Stork. Stærð Marel Food
Systems hafi nær fimmfaldast síðan
ný stefna fyrirtækisins hafi verið
kynnt árið 2006. Reiknað er með 8%
rekstrarhagnaði á árinu 2008.
Stork skilaði 75%
af hagnaði Marels
(+! !
4
))+!
.
5
!
5
#
/ 0 6 "
7 !#
1 8 !
!
!"
&'9&
'9%
2*)
9
&&9
!!
:$9
9%
*(
:9
# 3
(!
;
; " !
<
/* "
GCHFD
$9
9
3)"4
9
&9$
'9'
"
9$
%9
*(
:9
:9
9'
DIGF
9
9
2"4
"
C !
C DCJH D Uppgjör
Marel Food Systems
halldorath@mbl.is
Tilboðið hefur þó takmarkað gildi í
heildarsamhengi markaðsóróans,
því skuldabréfin sem Buffett falast
eftir eru nú þegar talin með þeim
öruggustu sem í boði eru.
Greinendur á evrópskum mörkuð-
um nefndu tilboð Buffett sem helsta
áhrifavald hækkana þar. Bankar á
borð við HSBC og Barclays leiddu
3,2% hækkun FTSE vísitölunnar, og
jafnvel Credit Suisse sem tilkynnti
helmings samdrátt í tekjum fjórða
ársfjórðungs hækkaði um 2,5%. Vísi-
tölur á Norðurlöndunum og megin-
landi Evrópu hækkuðu einnig.
„Hafa ekki áhyggjur
hafi Buffett engar“
800 milljarða dala tilboð Warrens Buffett jók trú fjárfesta
Reuters
Milljarðamæringur Þó fjölmiðlar hafi talað um að Buffett „hafi komið til
bjargar“ tók hann sjálfur fram að aðgerðir sínar væru í hagnaðarskyni.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
FJÁRFESTAR í Bandaríkjunum
voru jákvæðir gagnvart hækkandi
mörkuðum í gær, ekki síst eftir boð
Warren Buffett um að endurtryggja
skuldabréf útgefin af sveitarfélögum
að virði 800 milljarða dala, tæplega
55 þúsund milljarða króna. Tilboðið,
auk áætlana stjórnvalda um aðstoð
til lánþega sem eiga í vanda með hús-
næðisskuldir ýtti hlutabréfaverði
upp. Þannig hækkaði Dow Jones
vísitalan um 1,1% Standard & Poor’s
um 0,7% en Nasdaq stóð í stað.
Milljarðamæringurinn Buffett
bauð þremur skuldatryggingar-
félögum, MBIA, Ambac og FGIC,
50% álag á að yfirtaka skuldabréfin.
Eitt þeirra hafnaði þegar í gær, en
ekki er gefið upp hvert það er. Boðið
þykir dýrt og því nokkrar líkur á því
að öll félögin hafni því, en gengi
þeirra allra hefur lækkað nokkuð
síðustu daga. Þá nær það aðeins til
sveitarfélagabréfa, ekki húsnæðis-
lánavafninga.
„Tilboðið setur traust gólf undir
fætur skuldatryggjenda,“ segir einn
viðmælenda Wall Street Journal.
„Það segir fjárfestum að ef Warren
Buffett hefur ekki áhyggjur, þurfi
þeir ekki að hafa áhyggjur heldur.“
Hið aukna traust til félaganna
myndi hindra að mat þeirra félli úr
Aaa, en matslækkun myndi torvelda
félögunum að standa við skuldir.
Í HNOTSKURN
»Einstök dæmi um Buffett-áhrifin vestanhafs í gær voru
hækkanir á bréfum General Mot-
ors, þrátt fyrir 722 milljóna dala
tap á fjórða ársfjórðungi 2007,
og 3,4% hækkun American Int-
ernational Group (AIG).
»AIG, eignamesta trygginga-félag heims, leiðrétti á mánu-
dag að tap vegna húsnæðislána
væri fimm ma. dala, en ekki einn,
eins og áður hafði komið fram.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ÓTTINN um stóráfall í íslenskum
fjármálamarkaði eykst og ekki er
ósennilegt að eitt af stærstu fjár-
festingarfélögum Íslands verði
óróanum á fjármálamörkuðum að
bráð, samkvæmt frétt danska
blaðsins Børsen í gær. Að sögn
blaðsins er Exista talið líklegast
en samkvæmt útreikningum grein-
ingardeildar Nordea, sem Børsen
vitnar til, er eigið fé Existu nánast
uppurið og dregur blaðið þá álykt-
un að félagið sé nánast tæknilega
greiðsluþrota.
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um útreikninga Nordea og er
þeirri aðferð beitt að draga alla
viðskiptavild og mismuninn á bók-
færðu virði og markaðsvirði
Sampo og Kaupþings frá eigin fé
Existu. Að lokum er rýrnun á
markaðsvirði skráðra eigna það
sem af er ári dregin frá „hreins-
uðu“ eigin fé og þá fæst niðurstað-
an 62 milljónir evra, jafngildi um
6,1 milljarðs króna á gengi gær-
dagsins. Børsen hefur eftir Mich-
ael West Hybholt, yfirmanni hluta-
bréfagreiningar hjá Nordea, að
þegar eingöngu er litið til mark-
aðsvirðis skráðra eigna og litið
fram hjá viðskiptavild standi eftir
að skuldir félagsins séu um það bil
jafnmiklar og eign þess í hluta-
bréfum. Spurður um ástandið á ís-
lenskum fjármálamarkaði segir
Hybholt fjárfesta lengi hafa varað
við íslenskum bönkum. Krosseign-
arhaldið auki áhættuna á að verði
eitt félag gjaldþrota muni það taka
fleiri með sér í fallinu.
Þess ber að geta að markaðs-
virði allra skráðra eigna Existu
hækkaði í gær. Sampo skilaði upp-
gjöri sem var töluvert yfir spám
og í kjölfarið mun Exista fá um 14
milljarða króna í arð frá félaginu.
Vænta má að sú upphæð verði not-
uð til lækkunar á bókfærðu virði
Sampo í bókum Existu. Gengi
Sampo hækkaði um 6,24% í gær
og Kaupþings um 2,4% og þegar
útreikningar Nordea eru uppfærð-
ir með tilliti til þessara breytinga
hefur eigið fé Existu meira en
fimmfaldast miðað við þá niður-
stöðu sem frétt Børsen er byggð á.
Von á 14 milljarða arði frá Sampo
Børsen óttast áfall á íslenskum markaði og vísar til útreikninga á eignum Exista
!
!
!
! ! ! ! ! ! ! ! ! ( )*+
,(
(+ %
#"$+
"
,
# ,
GUÐNI Að-
alsteinsson,
framkvæmda-
stjóri fjárstýr-
ingar hjá Kaup-
þingi, segir að
umfjöllun The
Sunday Times í
Bretlandi um
netreikning
Kaupþings sé
ekki sú jákvæð-
asta. Miðað við það sem bankinn
hafi þurft að upplifa annars staðar
hafi hins vegar mátt eiga von á um-
föllun sem þessari. „Þetta skelfir
okkur ekkert. Um ein blaðaskrif er
að ræða, á sama tíma fáum við mjög
góða umfjöllun í öðrum blöðum, þar
sem verið er að horfa á afurð okkar
sem slíka og hvað við höfum fram
að færa,“ segir Guðni og vísar þar
til netbankareikningsins Kaupthing
Edge sem bankinn fór af stað með í
Bretlandi nýlega. Þetta er fimmta
landið sem reikningurinn stendur
til boða en fyrir eru Finnland, þar
sem þetta hófst í október síðast-
liðnum, Svíþjóð, Noregur og
Belgía.
Guðni segir umfjöllunina ekki
hafa haft áhrif eftir helgina, hvorki
á innlánaþróunina hjá Kaupþingi
Singer Friedlander í Bretlandi né
umræddan netbankareikning. Um-
sóknir hafi verið jafnmargar og að
undanförnu. Kaupþing hafi mætt
álíka mótbyr í fyrstu í hinum lönd-
unum en sparisjóðseigendur séð
fljótt að verið væri að bjóða góð
kjör og fasta vexti til ársins 2012.
Að sögn Guðna mun það koma fram
í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs hvað
reikningarnir vega þungt í heildar-
innlánakörfu bankans.
„Skelfir okk-
ur ekkert“
Guðni
Aðalsteinsson
,)*
-
)*&.!/# $ 01)1
- ' ' % -
. /0!
1
--
23 . /0!
45
0!
#6. /0!
.
- 0!
!4 - /
7
89
. /0!
:
/; 1
-0!
6
-
0!
$
0!
'<=()
'
>1
?#@? !!0!
AB 0!
C 0!
.+-,/
0!
%9
0!
%
9% D
B
%
9< <E#
4 -1
-
#
. /0!
#F B
1
-
89
9. /0!
)G0 @ 0!
A B
3 0!
H 3 0!
0 ,
I B% I!
1.
0!
/ @
0!
1
)2 3
'
H - /
A J-
:
/'
!!
! !
!! ! !
!!
! !
!
! !
!!!
!!! !! ! !
!!
!
! !
! !
!
!
!! >
!!
>
>
>
>
!! >
>
K
K
K
K K
K K K K K
K
K K K
K
>
>
>
>
>
K
K
K
K K
K
K K
K
K
K K >
>
K #@3
2 - /
>
>
>
>
>
>
>
>
>
*
2 -!2
! !
! !! ($L4
($L5
+
+
($L6
71L
+
+
*D"
)
M
+
+
#A'4
*%L
+
+
($L8 ($L0
+
+
● VIÐSKIPTAÞING Viðskiptaráðs Ís-
lands fer fram í dag á Nordica Hilton
hótelinu, þar sem meginviðfangs-
efnið er íslenska krónan og hvort
hún sé byrði eða blóraböggull. Kynna
á könnun meðal aðildarfélaga ráðs-
ins um krónuna en helstu nið-
urstöður eru þær að 63% sögðust
vilja fá annan gjaldmiðil en krónuna.
Á þinginu verður fjallað um kosti Ís-
lands hvað varði fyrirkomulag pen-
ingamála, hvort íslenska krónan eigi
sér framtíð og hvaða aðrir kostir séu
í stöðunni.
63% vilja annan gjald-
miðil en krónuna