Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 14

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MARGT af fátækasta fólkinu víða um heim hefur ekki lengur efni á að kaupa sér mat vegna þess hve verðið hefur hækkað mikið. Eru fyrir því ýmsar ástæður, meðal annars minni uppskera vegna mikilla veðurskaða, aukin ásókn í alls konar jarðargróða til eldsneytisframleiðslu og vaxandi eftirspurn eftir matvælum. „Hungruðu fólki hefur fjölgað mikið,“ segir Josette Sheeran, fram- kvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP. „Í fyrsta sinn hefur það beinlínis verið verðlagt út af markaðnum.“ Sagði hún, að horfurnar væru ekki bjartar. Fyrir utan einstaklega erfitt tíðarfar víða hefði verðhækkun á olíu þau áhrif að allur tilkostnaður við mat- vælaframleiðslu hefði stórhækkað og ætti líklega eftir að hækka mikið enn. Reksturinn væri allur dýrari og verð á áburði hefði rokið upp úr öllu valdi. Sheeran sagði að hlutfallslega sama aðstoð WFP nú, hrykki ekki nema fyrir 60% af því, sem hún dugði fyrir 2003. Hjá WFP er nú verið að meta ástandið í 30 ríkjum þar sem hung- urvofan er hvað ágengust en í sum- um þeirra er að skapast neyðar- ástand vegna þess, að stjórnvöld hafa ekki lengur fjármagn til að flytja inn næg matvæli. Minnti Sheeran á, að meðal afleiðinga hung- ursins væri vaxandi ókyrrð, upp- reisnir og átök. Erfitt tíðarfar er oft rakið til gróð- urhúsaáhrifanna svokölluðu, hækk- andi hitastigs um allan heim, og nú er því spáð, að aukinn lofthiti muni margfalda skordýraplágur með al- varlegum afleiðingum fyrir alla ræktun. Rannsóknir á laufi og öðrum gróðurleifum frá hlýskeiði fyrir 56 millj. ára beri glögglega merki um mikinn skaða af völdum skordýra. Verðhækkanir auka á hungur víða um heim BRÚÐIR fara með bæn í fjöldabrúðkaupi í Karachi í Pakistan í gær. Yfirvöld skipulögðu og greiddu fyrir athöfnina til að hlaupa undir bagga með fátæku fólki sem hefur ekki efni á brúðkaupi. AP Fátæku fólki hjálpað í hjónaband DANSKA lögreglan handtók í gærmorgun í Árósum og ná- grenni þrjá menn, múslíma, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða danska teikn- arann Kurt Westergaard, einn af höfundum hinna umdeildu Mú- hameðsmynda. Haft er eftir Jakob Scharf, yf- irmanni PET, dönsku leyniþjón- ustunnar, að fylgst hafi verið með mönnunum í alllangan tíma en nú hafi verið látið til skarar skríða til að koma í veg fyrir, að þeir létu verða af áformunum. Westergaard er einn af 12 höf- undum teikninga af Múhameð, spámanni múslíma, sem birtar voru í Jyllands-Posten 30. sept- ember 2005. Lét lögreglan hann vita af ráðabrugginu fyrir þrem- ur mánuðum og síðan hafa hann og kona hans notið sérstakrar gæslu og oft þurft að skipta um aðsetur, sem reynt er að halda leyndu. Í Jyllands-Posten kemur fram, að búið hafi verið að útfæra morðáætlunina mjög nákvæmlega en til stóð að myrða Westergaard á heimili sínu. Segir blaðið, að í samsærishópnum hafi verið danskir og erlendir ríkisborg- arar. Múhameðsmyndirnar ollu heil- miklu uppnámi í mörgum löndum múslíma og miklum hatursáróðri gegn Dönum. Fór teikning West- ergaards ekki síst fyrir brjóstið á þeim en hún var af spámanninum með sprengju í túrbaninum. Með því vildi hann segja, að margir notuðu hann og trúna til að rétt- læta hryðjuverk en múslímar skildu teikninguna þannig, að verið væri að stimpla Múhameð, spámann þeirra, sem hryðju- verkamann. Hugðust myrða einn af höf- undum Múhameðsmynda PÓLSKI presturinn Andrzej Trojanowski hyggst koma upp „andlegum griðastað“ sem hann lýsir sem einu evr- ópsku miðstöðinni sem helguð sé særingum. Pólskur erkibiskup hefur lagt blessun sína yfir sær- ingamiðstöðina. Trojanowski segir að markmiðið sé að hjálpa fólki sem haldið sé illum öndum eða jafnvel djöfl- inum sjálfum. Um 70 kaþólskir prestar stunda særingar í Póllandi og þeim hefur fjölgað um helming á fimm árum. Talið er að um 300 særingamenn starfi innan kaþólsku kirkj- unnar á Ítalíu. Kaþólskur háskóli í Róm hóf kennslu í særingum árið 2005. Um sex árum áður gaf Páfagarður út fyrstu helgisiðabókina um andasæringar frá árinu 1614. „Fólk fer ekki lengur með bænir, fer ekki í kirkju og skriftar ekki. Það er djöflinum auðveld bráð,“ sagði Gabriele Amarth, 82 ára prestur sem rekur út illa anda á hverjum degi í Róm. Kaþólskum særingamönnum vex fiskur um hrygg Andrzej Trojanowski MANNRÉTTINDASAMTÖK hafa gagnrýnt fyrirkomulag rétt- arhalda yfir sex föngum sem bandaríska varnarmálaráðuneytið ákærði í tengslum við hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september 2001. Fangarnir eiga að koma fyrir sérstakan herrétt, sem sætt hefur gagnrýni samtakanna. Þau efast um að rétturinn verði hlutlaus og sanngjarn og óttast að lagðar verði fram upplýsingar sem knún- ar hafi verið fram með pynt- ingum. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur viðurkennt að hafa beitt vatnspyntingum við yfirheyrslur yfir einum fanganna, Khalid Sheikh Mohammed, sem játaði að hann hefði skipulagt hryðjuverkin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu að sækja bæri meinta skipuleggjendur hryðju- verkanna til saka en ekki með fyr- irkomulagi sem væri ekki trúverð- ugt. „Lausnin getur ekki falist í því að dæma mann til dauða á grundvelli upplýsinga sem fengust með vatnspyntingum,“ sagði lög- fræðingur samtakanna, Jennifer Daskal. Efast um að herrétturinn verði hlutlaus og sanngjarn 9   ) :; *  48/ ' ) '  2:  ' +' : : :   < "  ' ,)=  :   : ')  = ' : ') 9  ) ( 2+(  ' 2 3 4 5 2 6 ( ' 7                     ! "#     $$  %  !& '  ( )       %*   + ,   -".   ))   )  / !,"      +     +  )      !    0  %      1* +    ,   2    *  3         )   * !     4       607>5?@A0 STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.