Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Mislæg gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklubraut-
ar eru aftur komin á dagskrá borg-
aryfirvalda eftir nýjustu meirihluta-
skiptin. Engar ákvarðanir hafa verið
teknar en í haust lágu fyrir frumdrög
að skýrslu um gatnamót á þremur
hæðum og aðliggjandi stokka. Hug-
myndin er að setja hluta umferðar um
Kringlumýrarbraut í stokk frá því
sunnan við Listabraut og norður fyrir
Miklubraut en nærumferð verður á
yfirborði. Lagt er til að Miklabrautin
verði í stokki frá Stakkahlíð og vestur
fyrir Rauðarárstíg. Ofan á stokknum
verður gata á yfirborði með gatnamót
við Stakkahlíð, Lönguhlíð, Reykjahlíð
og Rauðarárstíg.
Á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar er gert ráð
fyrir þriggja hæða gatnamótum þar
sem bæði Kringlumýrarbraut og
Miklabraut eru í fríu flæði, en allir
beygjustraumar um hringtorg.
Kringlumýrarbraut liggur neðst, allt
að 10 m neðan við núverandi land, í
lokuðum stokki. Miklabraut er niður-
grafin um u.þ.b. 4 m og efst er hring-
torgið í 2 til 2,5 m hæð yfir núverandi
landi.
Heildarlengd stokksins í Kringlu-
mýrarbraut verðu um 650 m og lengd
stokks í Miklubraut, sem hugmyndin
er að nái allt vestur fyrir Rauðarár-
stíg, verður um 700 m. Reiknað er
með litlum hringtorgum við Reykja-
hlíð og Rauðarárstíg og e.t.v. gatna-
mótum við Eskihlíð og/eða Skógar-
hlíð.
Framkvæmdirnar skiptast sam-
kvæmt frumdrögum í þrjá aðskilda
áfanga. Stærsti áfanginn er mislægu
gatnamótin ásamt stokknum í
Kringlumýrarbraut til suðurs ásamt
breiðgötunni á yfirborði. Næsti
áfangi er gerð stokks í Miklubraut
milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar
með tengingu við núverandi Miklu-
braut við Miklatún. Einnig gerð yf-
irborðsgötu og gatnamóta við
Stakkahlíð og Lönguhlíð. Síðasti
áfanginn er svo að lengja stokkinn í
Miklubraut vestur fyrir gatnamótin
við Rauðarárstíg og yfirborðsgata
sem tengist vestur á Bústaðaveg.
Einnig gatnamót við Reykjahlíð,
Rauðarárstíg og e.t.v. Eskihlíð og
Skógarhlíð.
Aðgerðir á framkvæmdatíma eru
mjög viðamiklar, m.a. þarf að flytja
Kringlumýrarbrautina inn á bíla-
stæðin við Hús verslunarinnar á með-
an stokkurinn er gerður og færa
gatnamótin við Miklubraut til.
Heildarkostnaður við framkvæmd-
ina hefur gróflega verið áætlaður 12,2
milljarðar króna.
Mislæg gatna-
mót á dagskrá
Mynd/Línuhönnun hf. – Onno ehf.
Hringtorg Samkvæmt tillögu verður gata ofan á Miklabrautarstokki og hringtorg á gatnamótum við Lönguhlíð.
Heildarkostnaður við framkvæmdina
er áætlaður 12,2 milljarðar króna
Í HNOTSKURN
»Gatnamót Miklubrautar ogKringlumýrarbrautar eru
fjölförnustu gatnamót landsins
með um 80-85 þús. bíla umferð á
sólarhring.
»Þar hefur einnig kostnaðurvegna umferðaróhappa verið
einna hæstur á höfuðborg-
arsvæðinu.
Þrjár hæðir Samkvæmt tillögu að mislægum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar verður hring-
torgið 2,5 m hærra en núverandi gatnamót. Umferðin verður svo í frjálsu flæði til allra átta neðanjarðar.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FÓLKIÐ í Stærri-Árskógi í Dalvík-
urbyggð brosti breitt í gærmorgun
þegar mjólkurbíll kom þangað í
fyrsta skipti eftir stórbrunann í
haust. Hjónin Guðmundur Jónsson
og Freydís Inga Bóasdóttir af-
greiddu þar með mjólk í fyrsta
skipti síðan þá og við sama tækifæri
afhenti MS þeim hjónum viðurkenn-
ingu fyrir stórhug og dugnað við
uppbyggingu í kjölfar brunans, en
rösklega þriðjungur af fyrirhugaðri
aðstöðu hefur þegar verið byggður
upp.
Stór stund
„Já, þetta er stór stund. Mér líður
mjög vel í dag,“ sagði Guðmundur
bóndi í samtali við Morgunblaðið í
gær. Líf mjólkurbóndans snýst um
að geta afgreitt mjólk, eins og hann
sagði, og dagurinn var því langþráð-
ur. Samt er ekki svo langt liðið frá
brunanum – „eiginlega alveg ótrú-
lega stutt,“ sagði Guðmundur.
Hann er nú með 23 mjólkandi kýr
í fjósi, og alls 33 gripi. „Ég verð
kominn með 55 kýr í fjós strax í
næstu viku og verð þá með 40
mjólkandi fljótlega.“
Allir gripirnir í fjósinu nú eru
„aðfluttir“ en sá fyrsti „innfæddi“
leit dagsins ljós um síðustu helgi.
Það er kvíga sem skírð var Sokka,
enda er hún er kolsvört nema snjó-
hvít neðst á tveimur löppum.
Guðmundur sagði næsta hús
komið á teikniborðið og stefnir að
því að byggja það í sumar. Fyrir
brunann var hann með 55-60 mjólk-
urkýr og 70 alls, en stefnir að því að
þær verði 110 í framtíðinni. „Ég var
líka í nautakjötsframleiðslu en er að
hugsa um að hætta því og snúa mér
alfarið að mjólkurframleiðslunni,“
sagði hann í gær. Það væri reyndar
ekki alveg öruggt en hugur hans
stæði til þess. En hvað hægt yrði að
framkvæma færi eftir ýmsu. „Til
dæmis því hvað ég fæ mikið út úr
tryggingunum og hvernig mér
gengur að afla frekara fjár. Það er
frekar erfitt að fara í bankana
núna.“
Sigurður R. Friðjónsson, sam-
lagsstjóri MS á Akureyri, var
ánægður í gær eins og aðrir við-
staddir.
Afrek
„Þetta er sannarlega stór dagur
og ánægjulegur, fyrst og fremst fyr-
ir ábúendur í Stærri-Árskógi og um
leið fyrir íslenska mjólkurfram-
leiðslu. Hér hafði verið byggt upp af
krafti þegar bruninn varð hinn 17.
nóvember síðastliðinn og því var
það stór ákvörðun að leggja í upp-
byggingu að nýju. Það að standa
hér í dag, innan við þremur mán-
uðum eftir brunann og taka við
fyrstu mjólk til vinnslu sýnir mikið
afrek af hálfu ábúendanna. Fyrir
þennan kraft, dug og áræði veitum
við þeim Guðmundi og Freydísi
Ingu viðurkenningu í dag, bæði
fyrri hönd MS og ég veit að ég tala
um leið fyrir hönd annarra íslenskra
mjólkurframleiðenda,“ sagði Sig-
urður þegar hann ávarpaði við-
stadda í bráðabirgðamjólkurhúsi
þeirra hjóna við hlið nýja fjóssins.
„Okkur hjá MS er mikilvægt að
hafa að baki fyrirtækinu öfluga
framleiðendur, líkt og hér í Stærri-
Árskógi. Okkar ósk er sú að hér
dafni blómleg mjólkurframleiðsla
sem lengst í höndum áhugasamra
og metnaðarfullra bænda,“ sagði
Sigurður Rúnar. Hann afhenti síðan
þeim hjónum listaverk í tilefni dags-
ins, postulínskú með árituðum silf-
urskildi.
Ánægjulegur dagur í Stærri-Árskógi
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Sá fyrsti „innfæddi“ Hjónin og bændurnir Guðmundur Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir og dóttirin Bríet Una
í nýja fjósinu í gærmorgun ásmt Sokku; fyrsta kálfinum sem fæddist þar. Aðrir gripir í húsinu eru aðfluttir.
Af stað Sigurður R. Friðjónsson samlagsstjóri, Guðmundur Steindórsson
ráðunautur, Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður, Eiður Stein-
grímsson mjólkurbílstjóri, Freydís og Guðmundur og dóttirin Bríet Una.
Í HNOTSKURN
»Öll útihúsin á Stærri-Árskógieyðilögðust í stórbruna laug-
ardagskvöldið 17. nóvember síð-
astliðinn. Guðmundur Jónsson
keypti búið 1999 og hafði byggt
það upp smám saman og fjósið
var mjög tæknivætt. Megnið af
bústofni hans drapst, hátt í 200
nautgripir.
Mjólk afgreidd
í fyrsta skipti
eftir stórbrunann
AKUREYRI