Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 17 Reykjanesbraut | Starfsmenn Vegagerðarinnar eru að laga merkingar og þrengingar við fram- kvæmdasvæði Reykjanesbraut- arinnar. Reiknað er með að útboð á þeim hluta framkvæmdanna við tvöföldun sem eftir er verði auglýst í byrjun næsta mánaðar. Umferðin hefur gengið illa um framkvæmdasvæði Reykjanes- brautarinnar í óveðursköflunum að undanförnu, óhöpp hafa orðið og vegurinn lokast vegna blindu og snjósöfnunar. Vegagerðin tók yfir umsjón með merkingum í desember þegar verktaki tvöföldunarinnar sagði sig frá verkinu. Jónas Snæ- björnsson, svæðisstjóri Vegagerð- arinnar, segir að steinsteypublokk- irnar sem notaðar eru í þrengingum við framkvæmdasvæð- ið safni að sér snjó og valdi erf- iðleikum fyrir umferðina. Vega- gerðin vildi létta merkingarnar með því að færa blokkirnar lengra frá og koma upp léttari skiltum. Verið sé að vinna að því. Að sögn Jónasar verður lögð áhersla á það þegar framkvæmdir hefjast að nýju að lokið verði við gatnamótin við Vogaafleggjara og býst hann við að á vormánuðum verði hægt að hleypa umferð á tvö- falda kaflann alveg að Grindavík- urvegi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Létta merk- ingar á brautinni Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Grunnskólanem- um sem þurfa aðstoð við íslensku sem annað mál hefur fjölgað mikið, sérstaklega í vetur enda hefur fjölg- að mikið í bænum,“ segir Dröfn Rafnsdóttir sem tók til starfa sem kennsluráðgjafi hjá sérfræðiþjón- ustu Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar um áramótin. Hlutverk henn- ar er að skipuleggja móttöku og íslenskukennslu barna innflytjenda. Nú fá liðlega 140 nemendur grunnskóla Reykjanesbæjar kennslu í íslensku sem öðru tungu- máli. Eru það um 7% allra grunn- skólanemenda sem eru liðlega tvö þúsund talsins. Á undanförnum ár- um hafa flest börn innflytjenda ver- ið í Myllubakkaskóla þar sem rekin hefur verið sérstök deild fyrir ís- lenskunám og lögun að samfélaginu. Dröfn Rafnsdóttir tók þátt í að byggja upp þessa deild eftir að Reykjanesbær tók við hópi flótta- manna frá ríkjum fyrrum Júgóslav- íu. Flestir innflytjendurnir settust að í miðbænum og börnin sækja því nám í Myllubakkaskóla. Dreifast meira um bæinn Dröfn segir að sú breyting hafi nú orðið að börn innflytjenda dreif- ist meira á alla skóla bæjarins. Í skólum þar sem áður voru örfáir einstaklingar sem þurftu aðstoð við íslenskuna séu þeir nú orðnir yfir tuttugu. Í yngsta og fámennasta skóla bæjarins, Akurskóla, eru nú fimmtán börn sem fá aðstoð við ís- lensku sem annað mál. Nemend- urnir sem þurfa aðstoð við íslensk- una eru ekki endilega börn úr hefðbundnum fjölskyldum innflytj- enda sem eru að flytjast til lands- ins. Dröfn segir að talsvert sé um að fólk af erlendu bergi brotið sé að flytja úr öðrum landshlutum og svo sé áberandi mikið um að fólk sem sé að snúa heim úr námi eða starfi erlendis setjist að í Reykjanesbæ. „Þetta lífgar upp á samfélagið og eykur fjölbreytnina. En börnin þurfa aðstoð, sérstaklega þau börn sem hafa verið í skóla erlendis í nokkur ár,“ segir Dröfn. Sjálf hefur hún kynnst þessu með sín börn eftir að fjölskyldan flutti heim frá Bandaríkjunum þar sem maður hennar var í framhaldsnámi. „Börn- in kunna ekki skólamálið og ekki leikmálið og þótt íslenska sé töluð heima hefur hún sínar takmarkan- ir,“ segir hún. Hentar mér vel Dröfn hefur verið aðstoðarskóla- stjóri Akurskóla og unnið að upp- byggingu hans með skólastjóranum. „Það er skelfilega leiðinlegt að stökkva frá skólanum um miðjan vetur en þetta nýja verkefni er svo spennandi og hentar mér svo vel að ekki var hægt annað en að sækja um,“ segir Dröfn um vistaskiptin. Hún segist vera að koma á sam- bandi við starfsfólk skólanna og afla upplýsinga frá öðrum stöðum og vinna að mótun stefnunnar með hópi kennara og skólastjórnenda. Vonast hún til að út úr þessari vinnu komi samræmt og skilvirkt móttökukerfi fyrir öll innflytjenda- börn og unglinga á skólaaldri. 140 fá aðstoð við ís- lensku sem annað mál Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Kennsluráðgjafi Dröfn Rafnsdótt- ir skipuleggur íslenskukennslu. Í HNOTSKURN »Sex grunnskólar eru íReykjanesbæ með samtals rúmlega 2000 nemendur. Þeim hefur fjölgað ört. »Nemendum sem þurfa aðstoðvið íslensku sem annað mál hefur fjölgað mjög og eru nú lið- lega 140. Fimmtíu eru í einum skólanum og um tuttugu í nokkr- um. »Ráðinn hefur verið kennslu-ráðgjafi við sérfræðiþjónustu fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar til að sinna þessum málum sérstaklega. Reykjanesbær | Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að tvöfalda framlag bæjarsjóðs til Manngildissjóðs Reykjanesbæjar. Hækkar framlagið úr 500 milljónum kr. í einn milljarð. Manngildissjóðurinn var stofn- aður árið 2003 og eru fjármagns- tekjur höfuðstóls hans notaðar til að styrkja ýmis verkefni, auk frjálsra framlaga. Hlutverk sjóðsins er að styðja verkefni á sviði fræðslu-, fjölskyldu- og forvarnarmála, menningar og lista, umhverfismála, tómstunda- og íþróttamála, einnig að styðja verk- efni í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ. Á árinu 2007 voru veittir styrkir samtals að fjárhæð 40 milljóna kr. Höfuðstóll Manngildissjóðs tvöfaldaður Hornafjörður | Þrjú erlend og sex íslensk blúsbönd leika á árlegri blúshátíð á Höfn í Horna- firði, Norðurljósablús, sem nú verð- ur haldin dagana 28. febrúar til 2. mars. Að þessu sinni var ákveðið að gefa heimamönnum og ungu ís- lensku blústónlistarfólki tækifæri til að koma fram og jafnframt að kynna tónlistarmenn frá Norðurlöndunum. Þrjár erlendar hljómsveitir koma fram, Øernes blues band frá Dan- mörku, Street Cowboys frá Smá- löndunum í Svíþjóð og Emil & the Ecstatics frá Svíþjóð. Þeir síðast- nefndu voru aðalgestir Norður- ljósablúss fyrir tveimur árum. Íslensku sveitirnar eru Grasrætur úr Hafnarfirði, Johnny and the rest frá Reykjavík, Blúsbrot frá Stöðv- arfirði og Vax frá Egilsstöðum. Tvö hornfirsk bönd leika á hátíðinni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og rökkurtríóið og svo munu Hornfirðingarnir Ómar og Óskar Guðjónssynir ásamt hljómsveit opna Norðurljósablús 2008 á fimmtudags- kvöldið. Á hátíðinni verður blús- djamm þar sem allir geta fengið að grípa í hljóðfæri eða syngja. Aðaltónleikarnir hvert kvöld há- tíðarinnar verða á Hótel Höfn. Eftir þá verður blúsað samtímis á tveimur öðrum stöðum í bænum, Kaffi Horn- inu og Veitingahúsinu Víkinni. Þann- ig geta gestir gengið milli staða og hlustað á margs konar blús. Hornfirska skemmtifélagið hefur veg og vanda af Norðurljósablús í samstarfi við veitingamenn og ferða- þjónustufólk á Hornafirði. Félagið fékk Menningarverðlaun Horna- fjarðar á síðasta ári og er styrkt af Menningarráði Austurlands. Þrjú erlend bönd koma fram á Norðurljósablús LANDIÐ Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Hann var þjóðlegur and- inn sem sveif yfir vötnum í sal Borg- arhólsskóla þegar þorrablót 8. bekkjar var haldið þar. Það er fyrir löngu komin hefð á það í skólanum að nemendur í 8. bekk haldi þorrablót. Til blótsins bjóða þau foreldrum sínum eða öðr- um skyldmennum ásamt þeim starfsmönnum skólans sem koma að bekknum. Foreldrarnir slógu í gegn Þorrablótsgestir komu með sín trog á blótið og meðan á borðhaldi stóð voru skemmtiatriði nemenda og foreldra. Það ríkir alltaf töluverð eftirvænting þegar að þeim kemur og ekki síst eftir atriði foreldra. Það er skemmst frá því að segja að þeir slógu í gegn. Atriðið gekk út á að kynna þjóðlegar íþróttir eins og glímu, sjómann og krumlu og þá flutti hljómsveit þjóðleg lög undir. Að öðrum ólöstuðum var Björgvin R. Leifsson stjarna kvöldsins þegar hann söng lag Þursaflokksins, Jón var kræfur karl og hraustur. Krakk- arnir hafa á undanförnum vikum æft gömlu dansana undir stjórn Halldórs Valdimarssonar skóla- stjóra og að borðhaldi loknu voru gömlu dansarnir dansaðir áður en diskóið tók völdin. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þorrablót Þau voru þjóðlega búin veislustjórarnir Sindri Ingólfsson og Heiðdís Hafþórsdóttir á þorrablóti áttunda bekkjar í Borgarhólsskóla. Þjóðlegur andblær í Borgarhólsskóla Blönduós | Rúnar Þór Njálsson fékk afhenta viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands (RKÍ) fyrir einstakt björgunarafrek á 112-deginum sem haldin var hátíðlegur á Blönduósi. Rúnar Þór vann ótrúlegt afrek á síðasta ári þegar hann kom til bjarg- ar vini sínum sem fékk sykursýkis- kast og ók Rúnar honum meðvitund- arlitlum á hjólastól sínum nokkuð langa leið í söluskála N1 á Blönduósi en þaðan var kallað eftir lækni. Einar Óli Fossdal frá RKÍ sagði að hefði Rúnar ekki brugðist með jafnyfirveguðum hætti hefði getað farið illa fyrir vini hans. Rúnar Þór var á dögunum valinn maður ársins á fréttavefnum huni.is fyrir þetta björgunarafrek. Fékk viðurkenningu fyrir björgunarafrek Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Björgunarafrek Rúnar Þór Njáls- son tók við viðurkenningu úr hendi Einars Óla Fossdal frá RKÍ. Ólafsvík | Slökkvilið Snæfells- bæjar veitti Lenu Örvarsdóttir verðlaun fyrir þátttöku í getraun vegna eldvarnarátaks sem Lands- samband slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna efndi til fyrr í vet- ur. Hún var ein þeirra 34 barna landinu sem dregin voru út. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins og fræddu átta ára börn um eldvarnir og öryggismál og gáfu þeim kost að taka þátt í eldvarnargetraun- inni. Svanur Tómasson slökkvilið- stjóri afhenti Lenu viðurkenning- arskjal, MP3-spilara, reykskynjara og fleira í verðlaun og að því loknu fékk Lena ásamt Gylfa, bróður sínum, að skoða slökkviliðsbílana og tæki slökkvi- liðsins. Eldvarnaverðlaun afhent Morgunblaðið/Alfons Verðlaun Lena fékk vegleg verð- laun og er hún hér ásamt Sigurði Guðmundssyni varaslökkviliðs- stjóra, Gylfa, bróður sínum, og móðir hennar, Barbara, þakkar Svani Tómassyni slökkviliðsstjóra. SUÐURNES Garður | Sagnakvöld verður haldið í veitingahúsinu Fösinni á Garð- skaga annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Samkoman er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Garðs. Ætlunin er að skyggnast inn í mannlífið í Garðinum en margt hef- ur breyst þar á skömmum tíma. Þeir Ásgeir Hjálmarsson frá Nýja- landi, Hörður Gíslason frá Sól- bakka og Gylfi Guðmundsson sem bjó í Gerðaskóla um tíma munu segja sögur af fólki, skemmtilegum uppákomum og lífinu í Garði. Sögu- menn eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Garðinum og búið þar í einhvern tíma. Sagnakvöldið er annar afmælisatburður ársins en Garðbúar geta fagnað hundrað ára afmæli bæjarins á viðburðum í hverjum mánuði ársins. Segja frá lífinu fyrr á tímum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.