Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 19
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 19
inni ökumenn á harða
kani rétt eins og þar
væri annað veðurfar, til-
valið til hraðaksturs.
x x x
Víkverji er ginn-keyptur fyrir hvers
kyns súkkulaði, jafnt
innlendu sem erlendu.
Honum brá því í brún
þegar hann las að í
Þýskalandi hefði fyrir
helgi samkeppniseft-
irlitið gert innrás í skrif-
stofur nokkurra súkku-
laðiframleiðenda, þar á
meðal Nestlé, Kraft,
Mars og Ritter Sport,
vegna gruns um samráð. Þótti eftirlit-
inu grunsamlegt hvað verðlagsþróun
framleiðslu þessara fyrirtækja var
svipuð. Súkkulaði hefur hækkað mikið
undanfarið og hafa framleiðendur
sagt að ástæðan væri hækkun á verði
hráefnis. Í frétt um málið sagði að
tímasetning rannsóknarinnar hlyti að
vera áfall fyrir framleiðendurna vegna
þess hve skammt væri í Valentínus-
ardag. Hann er einmitt á morgun og
gæti þessi rannsókn leitt til þess að
elskhugar gefi sínum heittelskuðu
fremur ávexti að þessu sinni en
súkkulaði. Og auðvitað hugsa þeir
súkkulaðiframleiðendur, sem ekki
sæta rannsókn, sér gott til glóð-
arinnar.
Öryggi á vegum ermikilvægt, en það
getur verið erfitt að sjá
fyrir allar þær að-
stæður sem komið geta
upp. Víkverji þurfti að
aka löturhægt eftir um-
ferðaræð í Árbænum í
skafrenningi fyrir
helgina af þeirri ein-
földu ástæðu að hann
sá ekki veginn nema
sekúndubrot í senn og
þurfti þá að leggja
næstu metra á minnið.
Hann hafði þó minni
áhyggjur af því sem
framundan var en að
einhver alsjáandi bíl-
stjóri kæmi á fullri ferð aftan á hann.
Sem betur fer reyndust þær áhyggj-
ur ástæðulausar.
x x x
Vinur Víkverja var á ferð áReykjanesbrautinni á laugardag
og lenti þá í svipuðum aðstæðum.
Hann sá vart veginn og hafði engar
stikur til að miða við. Ljósastaurarnir
voru eina viðmiðið, en þeir voru nokk-
uð langt í burtu, eða hinum megin við
akreinina í áttina á móti. Viðkomandi
ökumaður gætti þess að halda sig á
hægri akrein vegarins og fór sér að
engu óðslega. Hann var hins vegar
forviða yfir því að hvað eftir annað
fóru fram úr honum á vinstri akrein-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Kristján Bersi Ólafsson fylgdistmeð atburðarásinni í Valhöll:
Til Valhallar gengur að vondum styr
Vilhjálmur þungum skrefum.
Samt eru þar margar útgöngudyr
eins og tíðkast hjá refum.
Í gær birtist limra eftir
Kristján Bersa sem var
rangfeðruð og er beðist forláts á
því:
Í íslenskri umræðu er stefið
(eftir röflið og þrefið)
að einn skuli hengja og annan
flengja
– en öðrum er fyrirgefið.
Hreiðar Karlsson hjó eftir því
hversu mikið umburðarlyndi
þjóðin sýnir þingmönnum og
reykherberginu í þinghúsinu:
Þegnarnir láta sér fátt um það
finnast enn,
sem fjölmiðlar kunna um tóbakslögin
að þrefa.
Sýnist það meinlaust, þótt einhverjir
alþingismenn
ævina stytti í þar til hönnuðum klefa.
Á mbl.is var frétt frá
Borgarfirði eystri þess efnis að
sumarbústaður hefði fokið. Það
eina sem væri eftir væri klósettið.
Friðrik Steingrímsson yrkir:
Sumarhúsi burt var bægt
ber þar fátt að líta,
á þeim stað er aðeins hægt
eftir þetta að skíta.
Að lokum yrkir Ingólfur Ómar
Ármannsson um tíðarfarið:
Nú á stríður vetur völd
að vonum myndar trega;
okkur hretin hörð og köld
hrella ógurlega.
VÍSNAHORNIÐ
Af Valhöll
og tíðarfari
pebl@mbl.is
TÆPUR helmingur spænskra
kvenna á erfitt með að finna föt í
stærðum sem passa samkvæmt nýrri
rannsókn sem Berlingske Tidende
greindi frá á dögunum. Ætlar heil-
brigðismálaráðherra Spánar, Ber-
nat Soria, að sögn blaðsins, að nota
niðurstöðurnar til að stinga upp á
nýjum Evrópustöðlum fyrir fata-
stærðir.
Spænska heilbrigðismálaráðu-
neytið ræddi við og lét vega og mæla
10.415 konur á aldrinum 12-70 ára.
Þrátt fyrir að 86% kvennanna mæld-
ust innan þeirra marka sem Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin (WHO) setur
hvað varðar þyngd og líkamsbygg-
ingu átti 41% þeirra engu að síður
erfitt með að finna föt sem pössuðu.
Rannsóknin sýndi einnig að
grannar, og þá sérstaklega mjög
grannar, konur voru almennt sáttari
við líkama sinn en þær sem þéttari
voru. Þannig fannst 70% þeirra
stúlkna sem mældust með BMI-
líkamsþyngdarstuðull undir 16 þær
vera mjög glæsilegar (en BMI-
stuðull upp á 18,5-24,9 telst eðlileg-
ur).
Rannsóknin var sett í gang eftir
tískuvikuna í Madríd 2006 í kjölfar
heitra deilna um holdafar fyrirsæt-
anna og vonast ráðherrann nú til að
fá kollega sína í Evrópu í lið með sér
við að koma á kerfi yfir fatastærðir
sem henti betur fjölbreytileika kven-
líkmans.
Spænskum konum gengur
illa að finna föt sem passa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fatastærðir 41% spænskra kvenna
á erfitt með að finna föt sem passa.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
HÁSKÓLAFUNDARÖ‹
Ísland á alfljó›avettvangi - erindi og ávinningur
Fundinum ver›ur netvarpa› beint á heimasí›unni: www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod
Málfling
í Listaháskóla
Íslands, Laugarnesi.
S‡ning í Kubbnum
Fimmtudaginn 14.
febrúar kl. 13-15
Réttur til menningar
- íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæ›ingar
Fyrirlesarar ræ›a út frá mismunandi
sjónarhornum fræ›a og lista um
íslenskan menningararf me› áherslu á
réttinn til afnota. Álitamál ver›a
rökrædd s.s. höfundaréttur á
menningararfi, réttindi og skyldur flegna
til menningararfsins, áhrif hnattvæ›ingar
og tengsl átaka og menningar í flví
sambandi. Segja má a› átakalínur í
heiminum í dag markist a› miklu leyti
af menningu og sjálfsmynd, ekki síst fyrir
tilstilli hnattvæ›ingar og aukinna náinna
samskipta milli fólks af ólíkum uppruna.
Listir og menning eru einn sá brunnur
sem leita› er í vi› sköpun sjálfsmyndar,
en réttur eintaklinga til a› gera tilkall til
menningararfs er ekki alltaf augljós.
Dagskrá: Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands
Setning málflings
Ingibjörg Sólrún Gísaldóttir, utanríkisrá›herra
Ávarp
Eiríkur Tómasson, prófessor vi› lagadeild HÍ og
framkvæmdastjóri STEFs
Höfundaréttur og menningararfur
Ólafur Rastrick, sagnfræ›ingur
Mishljómar í menningararfsor›ræ›unni
Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrv.
stjórnarma›ur UNESCOs í París
UNESCO og menningarstefna samtakanna
Gu›mundur Oddur Magnússon, prófessor
í grafískri hönnun vi› LHÍ
Frummyndin, eftirmyndin og eignaréttur hugmynda
Næst á dagskrá:
S‡ning í Kubbnum
Nemendur í vöruhönnun vi› LHÍ s‡na
afrakstur úr námskei›inu "Íslensk menning
er sérstakur hljómur", sem haldi› hefur
veri› undanfarin ár í samstarfi vi›
fijó›minjasafn Íslands.
Íslensk stjórnvöld efna til háskólafunda-
ra›arinnar í vetur í samvinnu vi› alla
háskóla landsins, átta talsins. Markmi›
hennar er a› hvetja til aukinnar uppl‡strar
umræ›u um alfljó›amál á Íslandi. Á
fundunum ver›ur lög› áhersla á stö›u og
hlutverk Íslands á alfljó›avettvangi, auk
fless a› fjalla um flátttöku Íslands í
alfljó›astarfi og einstök verkefni, ekki síst
frambo› Íslands til Öryggisrá›s
Sameinu›u fljó›anna.