Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 21
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 21
Unglingsárin geta reynst erfiðog ekki eiga foreldrar alltafauðvelt með að fylgjast með
því sem gengur á í lífi eigin barna.
Hér er því birtur útdráttur úr nið-
urstöðum nýlegra erlendra rann-
sókna á unglingum, en flestar þeirra
er að finna í Journal of Adolescent
Health og eru þær birtar hér í ein-
faldari mynd.
Vinir og umhverfið
Jákvæð reynsla unglinga af fram-
haldsskólanum snemma á skólaferl-
inum, ásamt þeim góðu samböndum
sem þeir mynda við aðra í skóla-
umhverfinu, hafa uppbyggileg áhrif
á almenna líðan þeirra í námi síðar
meir, draga úr líkum á áfengis- og
vímuefnaneyslu og auka líkurnar á
því að þeir klári námið. Góð tengsl
við skólann og jákvæð vinasambönd
hafa mest að segja í þessu samhengi.
Til þess að auka áhuga unglinga á
íþróttum þurfa aðstæður til íþrótta-
iðkunar að vera þægilegar og að-
gengilegar en einnig skiptir íþrótta-
áhugi vina og skólafélaga máli.
Börn og unglingar eru líkleg til að
ofmeta hversu margir í þjóðfélaginu
reykja. Þar sem slíkt ofmat getur
haft áhrif á hvort að þau byrji sjálf
að reykja er mikilvægt að upplýsa
ungt fólk um þá staðreynd að einn af
hverjum fimm Íslendingum reykir
nú að staðaldri.
Þeir unglingar sem byrja að
reykja fá langoftast fyrstu sígarett-
urnar hjá vinum eða kunningjum.
Sjónvarp og tölvur
Fjölþjóðleg rannsókn sýnir að
tengsl eru á milli þess að horfa mikið
á sjónvarp (meira en tvo tíma á dag)
og vera gerandinn í eineltistilfellum.
Börn sem fá ekki að horfa á bann-
aðar myndir heima hjá sér eru síður
líkleg til að byrja að reykja.
Af þeim börnum og unglingum
sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki eru
strákar í meirihlutanum. Þeir spila
jafnframt meira en aðrir, eru líklegri
til spila á móti ókunnugum á vefn-
um, eiga gjarnan eigin tölvu í svefn-
herbergi sínu og segjast frekar nota
tölvuleiki til að hafa stjórn á reiði
sinni.
Geðheilsa
Þunglyndi snemma á unglings-
árum er líklegt til að hafa neikvæðar
afleiðingar fyrir líkamlegt heilsufar
á fullorðinsárum og vinnuafköst. Ef
foreldrar verða varir við einkenni
þunglyndis hjá barni sínu er brýnt
að leita fljótlega aðstoðar hjá fag-
aðila. Áhrif af þunglyndi versna með
tímanum ef ekkert er gert.
Áfengisneysla unglinga er
áhættuþáttur hvað sjálfsvígstilraun-
ir snertir, á þetta sérstaklega við ef
börn byrja að drekka mjög snemma.
Hlutverk foreldra
Gott samstarf foreldra við fram-
haldsskólann og virkni í foreldra-
félögum hefur jákvæð áhrif á náms-
árangur barnsins. Jafnframt sýna
rannsóknir að þegar foreldrar eru
virkir öll námsárin (t.d. með því að
sýna náminu áhuga og eiga regluleg
samskipti við kennara), þá er fram-
haldsskólaneminn mun líklegri til að
klára einnig háskólanám síðar meir.
Þegar unglingar afla sér upplýs-
inga um vandamál sem ekki eru lík-
amlegs eðlis (t.d. geðræn vandamál
eða upplýsingar um skaðsemi áfeng-
is og tóbaks) eru þeir líklegri til að
leita til vina og foreldra en til fag-
aðila. Það er því góð ástæða fyrir
foreldra að kynna sér málin og hafa
svör við hugsanlegum spurningum á
reiðum höndum.
Nánari upplýsingar og heimilda-
skrá má finna á heimasíðu Lýð-
heilsustöðvar (www.lydheilsu-
stod.is).
Reuters
Tölvunotkun Drengir gera meira af því að spila ofbeldisfulla tölvuleiki en stúlkur. Þeir eru líka líklegri til að vera
með eigin tölvu í svefnherbergi sínu og segjast frekar nota tölvuleiki til að hafa stjórn á reiði sinni.
Unglingar og umhverfið
Héðinn Svarfdal Björnsson,
verkefnisstjóri fræðslumála hjá
Lýðheilsustöð.
Dagskrá og tillögur fyrir
aðalfund Skipta hf.
Aðalfundur Skipta hf. verður haldinn miðvikudaginn
27. febrúar 2008 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlands-
braut 2, og hefst fundurinn kl. 17
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Skýrsla forstjóra um rekstur félagsins og endurskoðaður
reikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Breytingar á samþykktum:
- Ákvörðun um hækkun hlutafjár
4. Ákvörðun um greiðslu arðs.
5. Kosning stjórnar félagsins.
6. Kosning endurskoðunarstofu.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins
fyrir störf þeirra.
8. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu.
9. Ákvörðun um heimild til kaupa á eigin hlutum.
10. Tillaga félagsstjórnar um að Skipti hf. verði skráð í Kauphöll.
11. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að
berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum
til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Sjá einnig heimasíðu
félagsins: skipti.is
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðal-
fundardaginn frá kl. 16 á fundarstað.
Stjórn Skipta hf.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · WWW.RAFVER.IS
gel-arnar
...enginn reykháfur
Einnig til fyrir rafmagn!
Viður eða gler
Ýmsir litir í boði
Auðveld uppsetning
Hægt að staðsetja
nánast hvar sem er
Lyktarlaus bruni