Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 24

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „EN PABBI, þetta er syk- urminnsta súkkulaðimorgunkornið á markaðnum,“ segir 5 ára barnið við föður sinn og endurtekur orð- rétt auglýsingatexta úr sjónvarpinu, þegar faðirinn vill ekki láta undan og kaupa óholl- ustuna. Baráttan við offitu- vandann er tekin al- varlega í nágranna- löndum okkar. Um áramótin útvíkkuðu Bretar bann sitt við auglýsingum á óholl- ustu í sjónvarpi. Nú er ekki lengur leyfi- legt að auglýsa fæðu- tegundir sem inni- halda mikla fitu, salt eða sykur í sjónvarpi með eða í þáttum fyrir börn og ung- menni undir 16 ára eða á tímum þegar börn horfa mest. Í Bretlandi hafa aug- lýsingar á óhollum matvörum sem beint er að börnum undir 10 ára aldri verið bannaðar frá því í apríl í fyrra. Gripið var til bannsins til að sporna við síauknum heilsufarsvanda barna vegna offitu. Nú töldu menn að ganga þyrfti lengra. Krafa hef- ur komið fram um að bannið þurfi einnig að ná til fjölskylduþátta sem börn og fullorðnir fylgist með saman. Áhugi breska íhaldsflokks- ins á Latabæ sýnir líka að breskir stjórnmálaflokkar eru með barátt- una gegn offituvandanum – barátt- una fyrir auknu heilbrigði – á dag- skrá. Offita er heilsufarsvandi á Íslandi Auglýsingabann leysir ekki allan vandann, – auka þarf hreyfingu, fræðslu um hollustu og eftirlit með skólamöt- uneytum. En auglýs- ingar hafa áhrif og ekki síst á börn. Það er ekki að ástæðu- lausu að auglýsendur keppast við að auglýsa sykrað morgunkorn, sykraða drykki og skyndibita með barna- efni. Það ber árangur. Rannsóknir hafa sýnt að feitt barn verður oftast feitur fullorð- inn. Það er því sið- leysi að beina mark- aðssetningu á óhollustu, sem skaðar heilsuna, að saklaus- um börnum. Meirihluti Íslend- inga á við offitu eða ofþyngd að stríða samkvæmt opinberum upplýsingum. Offitan er ört vaxandi heilsu- farsvandi hér, bæði meðal barna og full- orðinna, eins og í hin- um vestræna heimi og staðan hér er svipuð og í Bret- landi. Við þessum vanda verður að bregðast áður en í algjört óefni er komið. Íslendingar eru mun verr staddir en frændþjóðirnar á Norð- urlöndum. Í heilbrigðisnefnd Alþingis er nú til umfjöllunar þingmál mitt um að við förum svipaða leið og Bretar og ýmsar aðrar Evrópuþjóðir og takmörkum markaðssetningu á óhollustu sem beint er að börnum í sjónvarpi. Ég legg þar til að ráðherra beiti sér í að ná samkomulagi meðal framleiðenda, auglýsenda og inn- flytjenda um að hætta að auglýsa óhollustu með barnaefni. Það er mildari leið en fortakslaust bann og lagasetning. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa samþykkt áskorun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að taka á offituvandanum með raunhæfum aðgerðum og þeirra á meðal eru takmarkanir á auglýs- ingum á ruslfæði sem beint er að börnum. Heilbrigðisnefnd ætti að afgreiða þingmál mitt úr nefndinni og samþykkja að beina þessum til- mælum til heilbrigðisráðherra, sem hefur tekið jákvætt í málið. Það væri í þágu velferðar þjóðarinnar og aukins heilbrigðis bæði barna og fullorðinna. Samþykkt málsins væru mik- ilvæg skilaboð frá löggjafanum og nauðsynlegt innlegg í baráttu við einn stærsta heilbrigðisvanda sem herjar á okkur eins og aðrar vest- rænar þjóðir. Talsmaður neytenda og umboðs- maður barna hafa barist fyrir því saman í nokkurn tíma að takmarka enn frekar markaðssókn sem bein- ist – beint eða óbeint – að börnum. Ég fagna þeirri mikilvægu vinnu. Þessi mál þarf að skoða í enn víð- ara samhengi og nefni ég þar sem dæmi óhollustuauglýsingar á DVD diskum með barnaefni, – auglýs- ingar sem ekki er hægt að spóla yfir þegar barnaefnið er skoðað. Þær ætti ekki að líða. Hættum að ota óhollustu að börnum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um óhollustuauglýsingar sem beint er að börnum » Það er ekki að ástæðu- lausu að auglýs- endur keppast við að auglýsa sykrað morg- unkorn, sykraða drykki og skyndibita með barnaefni Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. STUNDUM verða menn orðlaus- ir. Það varð sá sem þetta ritar þegar Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, opnaði á það á dög- unum að verja tugum milljarða úr ríkissjóði til kaupa á greiðslu- marki kúabænda sem væri þar með loka- stuðningurinn við landbúnaðinn. Færa skyldi einni kynslóð kúabænda andvirði alls stuðnings við greinina í skuldabréfi og segja við næstu kynslóð, þið framleiðið án rík- isstuðnings og á heimsmark- aðsverði. Þessi framsetning er ábyrgð- arlaus, bæði gagnvart bændum og neytendum. Hún er tilræði við sam- stöðu og velvilja til landbúnaðarins. Þeim mun verri er þessi framsetn- ing að á bak við hana er alvara. Vil- hjálmur er í ábyrgðarmiklu starfi fyrir atvinnulífið og þar með land- búnaðinn. Hann var innsti koppur í búri núverandi landbúnaðarráð- herra sem ráðuneytisstjóri hans, hann er lykilmaður í Sjálfstæð- isflokknum og var mikilvirkur þing- maður þess flokks og hugmynda- fræðingur um árabil. Það er enginn venjulegur leikmaður úti í bæ sem setur þetta fram. Því fylgir meiri al- vara en ætla mætti. Hvað knýr nú á um þessa um- ræðu? Er Sjálfstæðisflokkurinn, í samstarfi við Samfylkinguna, búinn að fallast á einhverjar kröfur um af- nám tolla eða breytingar á landbún- aðarkerfinu umfram það sem WTO- samningar kveða á um? Kúabændur hafa samning við ríkið út árið 2012, samning sem jafnvel þarf að endur- skoða verði niðurstaða um það í WTO. Á þeim vettvangi snýst end- urskoðunin um það að draga úr framleiðsluhvetjandi og markaðstruflandi stuðningi. Í átta ár gegndi ég starfi landbún- aðarráðherra og átti mikið og gott samstarf við forystumenn bænda. Þeir áttu eitt markmið að mér fannst sem er leita leiða til að efla landbúnaðinn og matvælaframleiðsluna, búa hann undir að efl- ast og styrkjast og geta tekist á við sam- keppni í opnari heimi og ekki síst að bændur yrðu minna og minna háðir stuðningi ríkisvaldsins. Þessi opnun Vilhjálms er í ætt við glórulausa peningahyggju og græðgi. Ég vona að forystumenn bænda taki strax af allan vafa í þessu tilfelli, sem landbún- aðarráðherra telur þess virði að ræða og fara yfir. Kúabændur eiga sér hugsjónir eins og bændur al- mennt, starf þeirra er þjónusta við neytendur og landið okkar. Svona umræða, ef hún er ekki slegin af strax, sundrar bændastéttinni milli búgreina og grefur undan þeirri miklu samstöðu sem ríkir um ís- lenskan landbúnað í dag. Þetta er tilboð um að kaupa kúa- bændur frá starfi sínu og skilja við greinina í rúst. Hver getur litið í eigin barm, skuldabréf upp á 50 eða 100 milljónir til Jóns bónda á Hóli og síðan heimsmarkaðsverð fyrir framleiðsluna. Jón færi með skulda- bréfið í bankann og kýrnar í slát- urhús. Við Íslendingar eigum frábærlega góðar mjólkurvörur sem neytendur vilja hafa á sínu borði. Því er aðeins eitt sem kemur til greina og það er að halda áfram að þróa búgreinina og gera hana sterkari innan frá. Að stuðningur ríkisins verði áfram hóf- legur í lækkandi tollum um leið og búin styrkjast og að hinn pen- ingalegi stuðningur sé færður í grænni hólf sem ég tel víst að verði að vera í lok þessa búvörusamnings. Þessari tröllslegu frjálshyggju eiga bændur að hafna strax en halda í þess stað í þá stefnu sem hefur verið leiðarljósið vel á annan áratug, allt frá þjóðarsáttinni sem bændur voru aðilar að. Þessi stefna hefur gefist búgreininni og þjóðinni vel. Það er brýnna verkefni fyrir ráð- herra málaflokksins að ræða um og leita leiða hvernig hægt sé að mæta gríðarlegum hækkunum á áburð- arverði og fóðurverði og að lækka hina háu verðbólguvexti sem eru að sliga skuldug heimili og atvinnu- rekstur sem hefur verið að búa sig undir framtíðina eins og íslenskur landbúnaður hefur verið að gera í góðri trú. Bændur, varist gylliboð Guðni Ágústsson skrifar um breytingar á landbúnaðarkerf- inu » Færa skyldi einni kynslóð kúabænda andvirði alls stuðnings við greinina í skulda- bréfi og segja við næstu kynslóð, þið framleiðið án ríkisstuðnings og á heimsmarkaðsverði. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. HART hefur verið sótt að „fram- haldskólunum fimm“ undanfarnar vikur og mánuði. Skólameistarar þessara skóla hafa heyrt og lesið í fjöl- miðlum að þeir hafa nánast verið að svíkja út fé, með því að oftelja nemendur. Skólar þeirra fái síðan meira en þeim ber frá hinu opinbera, jafnvel á kostnað annarra fram- haldsskóla. Mikið hefur verið skrifað og rætt um reiknilíkan fram- haldsskólanna og áhrif þess á fjárveitingar. Þar er miðað við að að- eins sé greitt fyrir nemendur sem skila sér í lokapróf. Almenn- ingur getur varla sett sig inn í málið því þetta virðist flókið, eins og stofnstærðarútreikn- ingar hjá Hafró, nú eða stýrivaxtaútreikningar Seðlabank- ans. Málið er ekki alveg svona flókið. Í grunninn greiða yfirvöld framhalds- skólunum fyrir þjónustu við almenn- ing, fræðslu á framhaldsskólastigi. Í einföldustu mynd er þá um að ræða bekkjarkerfisskóla sem tekur tiltek- inn fjölda nemenda inn að hausti og heldur síðan vel utan um hópinn með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru í bekkjarkerfi. Einn og einn hættir eða forfallast, en langflestir eru komnir á spor sem leiða þá í gegnum veturinn og námsefnið. Ekki minnkar það lík- urnar að þetta eru góðir námsmenn og hafa þess vegna fengið inngöngu. Þetta er hið besta mál og þessir skól- ar vinna frábært starf. Þeir sinna hins vegar aðeins hluta nemenda og reyndar þeim sem best hefur gengið fram að þessu. Síðan eru það aðrir framhaldsskólar sem eru að reyna að sinna „öllum gerðum“ nemenda, fjöl- brautaskólar og verknámsskólar. Þar eru allt aðrar forsendur og í raun er þetta ólík starfsemi. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er afar margslunginn og „víðfeðmur“ skóli. Hér er boðið upp á allt almennt bóknám og nokkur svið iðnnáms, en það er aðeins byrjunin. Hér er starfs- braut þar sem þroskaheftir og fatl- aðir nemendur fá fyrsta flokks þjón- ustu sérmenntaðs starfsfólks. Hér er starfrækt svokölluð innflytj- endabraut, þar sem nýjum íbúum er boðin kennsla, hvatning og hand- leiðsla við að aðlagast íslensku sam- félagi. Hér er braut þar sem ungu af- reksfólki í íþróttum býðst að æfa íþrótt sína samhliða námi. Svona mætti lengi telja. Í FB er síðan rek- inn kvöldskóli sem þjónar átta hundr- uð nemendum á öllum aldri. Þar er fullorðið fólk t.d. að ljúka fullgildu iðnnámi eða ljúka hefðbundnu stúdentsprófi. Þegar um hægist í starfsemi dag- skóla og kvöldskóla snemmsumars tekur svo sumarskólinn við og þar voru rúmlega eitt þúsund nemendur síð- asta sumar. Hvernig er hægt að skammta svona skóla fé eftir reiknireglu sem notar einn þátt (lokapróf í áfanga) sem viðmiðun? Nemendur okkar koma úr öllum mögulegum áttum og við erum stolt yfir því að geta sinnt þörfum nánast allra. Óhjákvæmilega leita hingað nemendur sem hafa tafist í námi eða helst úr lestinni fyrr á ævinni, ein- hverra hluta vegna. Einn er að koma í skóla eftir tuttugu ára hlé, annar er að jafna sig eftir veikindi eða slys, enn annar hyggst ljúka stúdentsprófi til viðbótar iðnnámi. Styrkur FB ligg- ur í stærðinni, fjölbreytninni, mann- auðnum og afar uppbyggilegu og mannvænu viðhorfi allra sem þar starfa. Það er sárt að finna að þessi alúð og umhyggja verður nánast „refsiverð“ eins og málum er háttað. Eitt lítið dæmi setur þetta í sam- hengi. Eftir að hafa síðastliðið haust neitað hópi nemenda með afar slaka útkomu úr samræmdum prófum um skólavist fengu stjórnendur skólans skýr fyrirmæli frá ráðuneyti mennta- mála um að veita þessum nemendum skólavist. Fylgst var með tíu þessara nemenda og eins og menn kannski vissu varð lítið úr námi hjá hópnum. Í annarlok fóru aðeins þrír þessara tíu í einhver lokapróf, hinir voru „horfn- ir“. Engin sérstök fjárveiting fylgdi þessum hópi, aðeins fyrirmæli um að veita þeim inngöngu. Samkvæmt vinnulagi sem nú er notað á skólinn aðeins að fá greitt fyrir þessa þrjá, að hluta til, eftir alla fyrirhöfnina sem kennarar, námsráðgjafar og stjórn- endur hafa haft af þessum hópi! Þarf að segja meira? Undanfarin ár hefur millj- ónatugum verið eytt í „kerfisvinnu“ við undirbúning samræmdra stúd- entsprófa, styttingu námstíma og nú síðast nýtt frumvarp um framhalds- skóla. Þessir peningar hefðu verið vel „Framhalds- skólarnir fimm“ Gunnar M. Gunnarsson skrifar um framhaldsnám Gunnar M. Gunnarsson »… við erum stolt yfir því að geta sinnt þörfum nánast allra. NÚ ER mikið rætt um að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, „axli ábyrgð“ vegna REI-hneykslisins. Hneyksli hefur það réttilega verið kallað vegna kauprétt- arsamninga í skjóli myrkurs, yfirgengi- legrar ásælni peninga- manna en fyrst og fremst vegna þess að blanda af ásetningi og sofandahætti stjórn- valda varð til þess að minnstu munaði að fjárfestar kæmu klóm sínum í eignir Orkuveitu Reykjavíkur. Leiðin fyrir fjárfesta inn í orkugeirann opnaðist þegar rík- isstjórn Geirs H. Haarde ákvað að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja síðastliðið vor. Þessari ráða- gerð var mótmælt harðlega á sínum tíma og áður en gengið var frá kaup- unum krafðist þingflokkur VG þess að horfið yrði frá þessari fyrirætlun. Þá var Samfylkingin komin inn í rík- isstjórn í stað Fram- sóknar, en allt kom fyr- ir ekki. Hvorki Geir H. Haarde forsætisráð- herra né Árni M. Mat- hiesen fjármálaráherra léði máls á þessu og Samfylkingin tók eins og fyrri daginn afstöðu með þögninni. Eftirfarandi voru skilyrðin sem þeir Geir og Árni settu við söluna á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja: „Ís- lensk orkufyrirtæki (fé- lög sem stunda starfsemi sem fellur undir raforkulög nr. 65/2003) í op- inberri eigu mega ekki bjóða í eign- arhlut íslenska ríkisins. Sama gildir um dótturfélög framangreindra fyr- irtækja og önnur félög þar sem þau fara með yfirráð í skilningi sam- Eiga ekki Geir og Árni að axla ábyrgð? Ögmundur Jónasson tengir saman eignarhald á orkulind- um og Rei-málið Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.