Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Páll V. Daní-elsson fæddist á
Flatnefsstöðum á
Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu 3.
apríl 1915 en ólst
upp á Bergsstöðum
á Vatnsnesi við al-
menn sveitastörf og
sjóróðra. Hann lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði sunnudaginn
3. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Daníel Teits-
son, bóndi á Bergs-
stöðum, f. 28.11. 1884, d. 22.2. 1923
og Vilborg Árnadóttir, f. 31.3.
1895, d. 11.2. 1993. Seinni maður
Vilborgar og fósturfaðir Páls var
bróðir Daníels, Pétur Teitsson, f.
30.3. 1895, d. 24.8. 1991. Systkini
Páls: Fanney, f. 3.12. 1913, d. 2.10.
1968; Davíð, f. 28.12. 1917, d. 17.9.
1930; Guðni, f. 5.7. 1920, d. 19.11.
1992; og Ingibjörg, f. 3.3. 1922.
Hálfsystkini Páls og sammæðra:
Ólöf, f. 23.9. 1924; Daníel, f. 27.8.
1928; og Vilborg, f. 11.2. 1932.
Páll kvæntist 23.5. 1942 Guð-
rúnu Jónsdóttur, f. 6.3. 1913. For-
eldrar hennar voru Jón Brynjólfs-
deildar Pósts og síma 1961-1976
og framkvæmdastjóri fjár-
máladeildar Pósts og síma 1976-
1980.
Páll átti sæti í stjórn SUS 1945-
1949, var í stjórn Landsmála-
félagsins Fram í Hafnarfirði og í
fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í
Hafnarfirði. Hann átti sæti í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins,
var í skipulagsnefnd flokksins og
sat landsfundi um árabil. Hann sat
í stjórn Málfundafélagsins Magna í
Hafnarfirði, var formaður 1968-
1970, sat í stjórn Skógrækt-
arfélags Hafnarfjarðar, í Áfeng-
isvarnarráði 1965-66 og 1974-87,
formaður áfengisvarnarnefndar
Hafnarfjarðar um árabil og for-
maður Landssambandsins gegn
áfengisbölinu 1968-90.
Páll var bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði 1958-66 og skoðunarmaður
reikninga kaupstaðarins 1990-94.
Hann sat í fræðsluráði Hafn-
arfjarðar 1954-62 og 1974-86 og
var formaður þess 1978-86. Þá átti
Páll sæti í útgerðarráði 1962-74,
var formaður atvinnumálanefndar
1968-69 og formaður útgáfu-
stjórnar sögu Hafnarfjarðar 1980-
84.
Útför Páls fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
son, bóndi í
Austurkoti í Flóa,
síðar á Grafarbakka í
Hrunamannahreppi
og Katrín Guðmunds-
dóttir húsfreyja.
Börn Páls og Guð-
rúnar eru: Vilborg, f.
26.8. 1943, gift Þráni
Kristinssyni, þau
eiga þrjú börn og eitt
barnabarn; Katrín, f.
16.10. 1944, hún á
einn son; Anna
María, f. 22.8. 1946,
gift Per Landrö, þau
eiga þrjú börn og tvö barnabörn;
og Páll Gunnar, f. 15.1. 1952,
kvæntur Ólínu Birgisdóttur, þau
eiga þrjú börn og eitt barnabarn.
Páll fluttist til Hafnarfjarðar
1940. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1944 og viðskiptafræði frá HÍ
1957. Páll var einn af stofnendum
Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar
hf. 1941 og framkvæmdastjóri þar
1942-1948. Hann var fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði og ritstjóri Hamars
1949-1956, starfsmaður hag-
deildar Framkvæmdabanka Ís-
lands 1956-1960. Forstjóri hag-
Við eigum eftir að sakna afa, sjá
hann á röltinu um bæinn í frakk-
anum með hattinn. Afi var alltaf í
jakkafötum og skipti þá ekki máli
hvað var á dagskrá, göngutúr í bæn-
um eða ferð í berjamó á Þingvöllum
með fjölskyldunni. Hatturinn var
líka alltaf á sínum stað og við pöss-
uðum vel upp á að afi tæki hattinn
með þegar við vorum að útrétta eitt-
hvað með honum.
Það hefur alltaf verið fastur liður
að fara til ömmu og afa á stórhátíð-
um, eyða deginum saman, öll fjöl-
skyldan, og borða góðan mat. Það
mátti ganga að því vísu að alltaf var
sami matseðillinn. Þetta varð til
þess að þegar við urðum eldri urðum
við jafn fastheldin á venjurnar og afi
og ef einhver reyndi að breyta ein-
hverju eða sleppa þá var það nokkuð
víst að eitthvert okkar myndi mót-
mæla. Það eru jú engin jól nema að
fá heitt súkkulaði með rjóma. Hon-
um fannst það alltaf gott að fá
súkkulaði með rjóma og væna sneið
af alvöru rjómatertu með.
Afi var alltaf að bauka eitthvað og
hann eyddi miklum tíma fyrir fram-
an tölvuna, að skrifa greinar í Mogg-
ann um helstu málefni dagsins, hann
hafði skoðanir á flestu og var ófeim-
inn að taka afstöðu.
Afi átti viðburðaríka ævi, fæddur
og uppalinn í torfbæ og að sitja síð-
an iðinn fyrir framan tölvu og senda
tölvupóst segir allt sem segja þarf
um þær gífurlegu breytingar sem
hann upplifði. Afi var ekki hræddur
við nýjungar, hann sóttist eftir því
að kynnast nýjum hlutum.
Við eigum eftir að sakna þessara
samverustunda með afa í framtíð-
inni.
Greta María og Pétur.
Afi var prinsipp maður, með
sterkar skoðanir á öllum hlutum,
setti sér skýr markmið og var fullur
af eldmóði. Hann var ekki maður
sem lá í leti heldur maður fram-
gangs og breytinga á ýmsum svið-
um.
Ég flutti til ömmu og afa á Suður-
götuna þegar ég var við nám í Flens-
borg og bjó hjá þeim í rúmlega þrjú
ár á meðan foreldrar mínir bjuggu í
Þýskalandi. Tíminn hjá ömmu og afa
hafði sterk áhrif á mig, eitthvað sem
að ég hefði ekki vilja missa af. Þarna
kynntist ég ömmu og afa vel, það var
gott að vera hjá þeim, allt hafði sína
röð og reglu, hádegismatur akkúrat
á réttum tíma til þess að hlusta á
fréttirnar, alltaf eitthvað gott með
kaffinu, ró og næði til þess að leggja
sig í friði hvenær sem var. Um helg-
ar fórum við þrjú stundum í bíltúra
þegar ég var komin með bílpróf á
bílnum hans afa sem varð alltaf að
vera rauður, því að rauðir bílar eru
öruggastir í umferðinni. Við keyrð-
um oftast út fyrir bæinn, til dæmis í
útsýnistúr um Krísuvík sem endaði í
kaffi á Eyrarbakka. Afa fannst ekk-
ert betra en að fá sér heitt súkkulaði
og eitthvað gott bakkelsi með. Þjón-
ustan og gæði veitinganna var yf-
irleitt mæld í gæðum súkkulaðisins
og magni rjómans, því meira, því
betra. Þó að afi elskaði rjóma þá
held ég að fáir hafi hugsað jafnmikið
um heilsuna og hann.
Afi hafði mjög sterkar skoðanir á
öllu sem tengdist heilsu, bjó til sitt
eigið músli, gerði leikfimisæfingar
alltaf á morgnana og á föstudögum
var það afi sem eldaði mísósúpu í
forrétt og á eftir fylgdi ofnbakaður
eplaréttur, örugglega með hollari
máltíðum sem ég hef látið ofan í mig.
Þau amma og afi ræktuðu næstum
allt sitt grænmeti sjálf á Suðurgöt-
unni, drukku mysudrykki og tóku
alltaf inn lýsi. Eftir að sjónin hans
afa fór að svíkja hann gekk hann á
alla þá fundi sem hann sótti, ef að
þeir voru innan bæjarmarkanna.
Ég lærði mikið á því að ræða málin
við afa, við sátum oft í kaffitímanum á
Suðurgötunni og ræddum öll heims-
ins málefni. Allt frá pólitík, mataræði,
femínisma, gerilsneyðingu yfir í arki-
tektúr, Halldór Laxness, Gunnar
Gunnarson, húsafriðun og manna-
nöfn. Yfirleitt vorum við algjörlega
ósammála og kaffitíminn nálgaðist
oft óðum kvöldmatartímann. Afi tók
þessum umræðum alvarlega og gaf
sér tíma, þó að ég væri 17 ára æstur
nýliði í ungliðahreyfingu Alþýðu-
bandalagsins. Málin voru rædd fram
og til baka þótt að engin niðurstaða
fengist því við bæði algjörlega ósam-
mála. Þessar umræður gáfu mér mik-
ið og eru mér mjög mikilvægar, það
er vissulega lærdómsríkt að vera á
annarri skoðun. Krafturinn og stað-
festan hans hefur verið mér ákveðinn
innblástur.
Afi setti sér markmið og stefndi
ótrauður að þeim. Ég verð alltaf æv-
inlega þakklát fyrir að hafa fengið
að sitja og rökræða hlutina við afa
og að hafa upplifað kraftinn sem
dreif hann alltaf áfram.
Brynhildur Pálsdóttir.
Stóri bróðir minn er látinn. Hann
var tæpum 17 árum eldri en ég og
því eðlilegt að ég liti upp til hans.
Það var mannmargt á Bergsstöðum,
æskuheimili okkar og fjölgaði æv-
inlega á sumrin, því að mörg börn
voru send þangað í sumardvöl. Það
var líka oft glatt á hjalla t.d þegar
búið var að ná saman góðum hey-
feng, þá var hægt að gefa sér tíma
til að ærslast hresssilega og lét Páll
ekki sitt eftir liggja í gleðskapnum.
Það var mikið mál á þeim árum að
verða sér út um góða menntun en
Páll var ákveðinn í að læra og þá
varð bara að slá lán og hefja skóla-
gönguna, fyrst á Laugum í Þingeyj-
arsýslu. Þar kynntist hann meðal
annarra frábærum kennurum. Eink-
um mun Leifur Ásgeirsson skóla-
stjóri hafa reynst Páli vel varðandi
framhaldsmenntun sem hann svo
aflaði sér. En þegar háskólanámi
lauk var Páll reyndar löngu búinn að
stofna heimili í Hafnarfirði með sín-
um trausta lífsförunaut Guðrúnu
Jónsdóttur eða Rúnu eins og vinir
nefna hana. Öll námsárin sín hér
syðra varð Páll því að stunda fulla
vinnu auk námsins, til að afla heim-
ilinu tekna. Gestrisni var þeim hjón-
um í blóð borin og þeirra myndar-
lega heimili stóð ævinlega opið mér
og mínum þegar á þurfti að halda
eftir að ég var flutt í Hafnarfjörð.
Páll var ráðhollur þegar til hans var
leitað og á meðan Guðni minn var
með fyrirtæki og mannaforráð var
Páll okkur innan handar með bók-
haldið. Það voru nákvæm vinnu-
brögð og nutu fleiri þjónustu hans í
þeim efnum.
Ég kveð nú kæran bróður og
þakka ómælda aðstoð og allar góðu
stundirnar á heimili þeirra hjóna.
Guð verndi og styrki mágkonu mína,
börnin og ástvini alla.
Vilborg Pétursdóttir (Bogga).
Látinn er Páll móðurbróðir minn,
92ja ára að aldri. Hann hefur ásamt
systkinum sínum og mökum þeirra
ávallt verið einn af föstu punktunum
í tilveru minni. Þar sem hann var
elstur þeirra sem voru á lífi í mínu
minni var hann jafnframt eins konar
höfuð stórfjölskyldunnar enda var
þar maður á ferð sem ekki var hægt
annað en bera virðingu fyrir.
Sem barn leit ég mjög upp til hans
og sá hann sem skemmtilegan, stór-
an, reffilegan og virðulegan mann
með hatt. Jólaboð og afmæli hjá
þeim hjónum voru mér ætíð til-
hlökkunarefni, hlýjar móttökur,
rausnarlegar veitingar, spil, grín og
gaman. Páll var mjög barngóður,
sóttist eftir félagsskap okkar
barnanna ekki síður en hinna full-
orðnu og átti það til að stríða frænku
sinni og öðrum frændsystkinum
góðlátlega. Í lok áttunda áratugar
síðustu aldar fórum við mæðgur
með Páli, Rúnu, dætrum þeirra og
fjölskyldum í ferðalag um Noreg.
Það var mér ógleymanleg ferð, ekki
bara vegna þess að það var mín
fyrsta utanlandsferð heldur vegna
þess að þar vorum við hluti af
skemmtilegri heild. Margar sögur
voru sagðar, mikið spilað og hlegið á
kvöldin og ég fékk að vaka jafn lengi
og fullorðna fólkið.
Á fullorðinsárum jókst virðing
mín enn fremur fyrir Páli. Hann
hafði mjög ákveðnar og opnar skoð-
anir á mönnum og málefnum, var
rökfastur og stóð fast á sínu. Hann
hafði mjög ríka réttlætiskennd og
barðist ötullega fyrir því sem hann
hafði trú á. Fjölskyldan var honum
afar hjartfólgin og fylgdist hann
grannt með öllum afkomendum sín-
um og afrekum þeirra. Gladdist
hann mjög þegar langafabörnin tóku
að fæðast og sagði stoltur frá þeim.
Æskuslóðir hans á Vatnsnesinu voru
honum einnig mjög kærar og heim-
sótti hann þær reglulega meðan
heilsan leyfði.
Að leiðarlokum þakka ég Páli
innilega fyrir samfylgdina. Rúnu,
börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum votta ég dýpstu samúð mína.
Blessuð sé minning þess mæta
manns, Páls V. Daníelssonar.
Magnea Gunnarsdóttir.
Við ævilok Páls V. Daníelssonar
er margs að minnast í samskiptum
við sterkan persónuleika, sem ein-
kenndist af mannúð og hugsjónum.
Við þekktum Pál rúmlega hálfa öld,
eða frá því að við sjö ára gamlar
bundumst vináttuböndum við Önnu
Maríu dóttur hans. Frá þeim tíma
var heimili Páls og Guðrúnar eig-
inkonu hans okkur opið og tengd-
umst við allri fjölskyldunni náið.
Hafði Páll iðulega á orði að við ætt-
um ekki að hringja dyrabjöllunni,
við værum ekki gestir. Vissulega lit-
um við ekki þannig á okkur á því
heimili. Í mörg ár ók Páll okkur úr
Hafnarfirði að dyrum Kvennaskól-
ans í Reykjavík á leið sinni til vinnu.
Slík greiðvikni var sjálfsögð í hans
augum. Það þurfti ekki að ræða.
Þegar við höfðum tekið bílpróf lán-
aði hann Önnu Maríu bílinn sinn, svo
að við gætum ferðast um landið á
eigin spýtur með tjald og svefnpoka.
Þannig fylgdi Páll okkur af einu
þroskastigi á annað. Hann fylgdist
ávallt vel með námi okkar, fram-
gangi og áhugamálum sem værum
við hans eigin börn. Hann hlustaði á
vangaveltur okkar vinkvennanna,
lagði sitt til málanna og var jafnan
nálægur ef á þurfti að halda. Okkur
þótti mikið til um visku hans og mát-
um hann mikils. Það breyttist ekki
þegar fram liðu stundir. Páll og
Guðrún hafa alltaf verið hluti af lífi
okkar og við höfum notið góð-
mennsku þeirra hjóna og velvildar.
Í kringum Pál V. Daníelsson ríkti
aldrei lognmolla. Ekki þurfti að fara
í grafgötur um skoðanir hans á ýms-
um málum, sem honum var umhug-
að um. Hann lét enda til sín taka í
þeim málefnum sem hann taldi far-
sæl fyrir Hafnarfjörð og ekki síður
þjóðina alla. Allt fram á síðustu daga
skrifaði Páll í Morgunblaðið um þau
málefni, sem honum voru hugleikin
og lét það ekki aftra sér þótt nær
blindur væri síðustu árin. Engum
sem Páli kynntist duldist, að þar var
stórhuga maður á ferð. Við munum
alltaf minnast hans með hlýhug. Við
vottum Guðrúnu og börnum þeirra
Páls samúð okkar og þökkum af ein-
lægni þátt Páls í uppvexti okkar.
Guðríður Sigurðardóttir,
Kristín Magnúsdóttir.
Með Páli V. Daníelssyni er geng-
inn góður vinur og samherji úr starfi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Páli kynntist ég sérstaklega þau ár
sem ég gegndi formennsku fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í bænum
og mörg síðkvöldin átti hann til að
slá á þráðinn og við spjölluðum lang-
tímum saman um málefni líðandi
stundar. Páll sótti ötullega lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins í hópi
Hafnfirðinga og síðustu árin voru
líklega fáir, ef nokkrir, sem setið
höfðu fleiri landsfundi en hann.
Þrátt fyrir háan aldur og hrakandi
sjón fylgdist Páll vel með, hann
hafði skýrar skoðanir á þeim málum
sem voru uppi hverju sinni og
brennandi áhugi hans á stjórnmál-
um var ferskur og lifandi fram á síð-
asta dag.
Ekki eru nema nokkrar vikur síð-
an Páll mætti með okkur til að
kveðja Sjálfstæðishúsið í Hafnar-
firði, áður en starf flokksins flytti í
nýtt húsnæði. Þar átti hann góða
Páll V. Daníelsson
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RÓSA JÓHANNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis
að Hvassaleiti 153,
Reykjavík,
lést mánudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Skúli J. Björnsson, Anna S. Garðarsdóttir,
Þórhallur Skúlason, Unnur A. Einarsdóttir,
Elva Rósa Skúladóttir,
Sigrún Kristín Skúladóttir,
Hlynur Skúli Skúlason
og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
REBEKKA INGVARSDÓTTIR
starfsmannastjóri,
Smárarima 69,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 12. febrúar.
Einar Ágúst Kristinsson,
Ingvar Örn Einarsson,
Anna Kristrún Einarsdóttir.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR
frá Valhöll,
síðast til heimilis Austurvegi 5,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. febrúar
Hafsteinn Sigurðsson, Olga Siggeirsdóttir,
Svanfríður Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon,
Birgir Sigurðsson, Kristín Arnberg,
Þórður M. Sigurðsson, Kristín Sigurjónsdóttir,
Ólína Herdís Sigurðardóttir,
Steinunn S. Sigurðardóttir, Ísak Þórðarson,
ömmubörn og langömmubörn.