Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 29 ✝ Guðrún Sig-urveig Jóns- dóttir (Búdda) fæddist í Reykjavík 12. júlí 1934. Hún andaðist á Land- spítalanum, Foss- vogi, 7. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson yf- irtollvörður (Guð- laugssonar og Ingi- bjargar Bjarnadóttur) og Kristrún Jóna Jóns- dóttir (Indriðasonar og Sig- urveigar Jónatansdóttur). Systk- ini Guðrúnar, börn Jónu með Pétri Guðbergi Gíslasyni, eru Pétur Pétursson heildsali, 1. október 1918, d. 17. maí 1996 og Helga Pétursdóttir Rósantsson húsmóðir, f. 21. nóvember 1921, nú búsett í Bandaríkjunum. Eiginmaður Guðrúnar Sig- urveigar var Guðmundur Trausti Friðriksson, rafmagnsverkfræð- ingur og framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1920, d. 28. september 1997. Börn þeirra eru:1) Jón, raf- eindavirki og fiskvinnslustarfs- maður, f. 17. janúar 1954, búsett- ur á Höfn í Hornafirði. Sonur hans og Ingigerðar Arnardóttur er Örn Arnar tölvunarfræðingur, f. 10. apríl 1971. Synir hans og El- ínar Hjálmsdóttur eru Steinar ar, kvæntist í upphafi fjórða ára- tugar síðustu aldar ekkjunni Jónu Kristrúnu og gekk tveimur börn- um hennar, Pétri og Helgu (Dollu), í föðurstað og Guðrún bættist 1934 í barnahópinn. Fjöl- skyldan settist að í Meðalholti 11 og bjó þar lengi. Árið 1951 fór hin þá 18 ára gamla Guðrún ásamt Helgu systur sinni til þjónustu- starfa í Bandaríkjunum. Fyrir vestan kynntist Guðrún árið 1953 og giftist eiginmanni sínum, Guð- mundi Trausta og fæddust syn- irnir Jón og Pétur í Elisabeth í New Jersey. 1955 komu þau hjón- in heim til Íslands er Guðmundur hóf störf sem borgaralegur starfsmaður Public Works hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Fljótlega bættust við börnin Friðrik Þór og Kristrún Jóna og fyrsta langtímaheimili fjölskyldunnar var að Glað- heimum 24 og síðar að Brúna- landi 8, bæði í Reykjavík. Guðrún var fyrst og fremst húsmóðir alla tíð og afar eljusöm í því hlut- verki. Á áttunda áratugnum skildust leiðir Guðmundar og Guðrúnar, án þess þó að til lög- skilnaðar hafi komið. Upp úr því tók hún upp heimilislíf hjá heið- urshjónunum Jarþrúði Péturs- dóttur (Jöru) og Antoni Líndal Friðrikssyni (Tona) og fjölskyldu þeirra að Efstasundi 70. Þær Jara urðu miklar vinkonur og studdu hvor aðra í gegnum þykkt og þunnt, en báðar glímdu við erfið veikindi. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ingi, f. 19. júlí 1997, Ágúst Orri, f. 6. des- ember 2000 og Hlyn- ur Örn, f. 3. desem- ber 2002. 2) Pétur vatnsveituverkstjóri, f. 21. desember 1954, búsettur í Seattle í Bandaríkjunum, kvæntur Virginiu Wood Fridriksson, tónlistarmanni og kaupmanni. Börn þeirra eru Spencer Thor, f. 8. júlí 1995 og Sonja Björk, f. 20. mars 1997. 3) Friðrik Þór, frétta- maður, f. 22. september 1956, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Dýrfjörð leikskólastjóra og lektor. Börn þeirra eru Trausti Þór viðskiptafræðingur, f. 13. nóvember 1979, unnusta Íris Svavarsdóttir, sonur þeirra Sturla Þór, f. 25. september 2007, og Sturla Þór, f. 10. maí 1983, d. 1. janúar 2001. 4) Kristrún Jóna, ferðaskrifstofustarfsmaður, f. 24. ágúst 1959, búsett í Jacksonville í Bandaríkjunum, gift Joel Col- burn, tónskáldi og rithöfundi. 5) Drengur Guðmundsson, f. 23. maí 1969, andaðist innan sólarhrings. Guðrún Sigurveig, kölluð Búdda frá barnæsku, var komin af harðduglegu fólki, sunnlensku í föðurætt og suður-þingeysku í móðurætt. Jón tollari, faðir henn- Ótal gleði- og ánægjustundir standa fyrir hugskotsjónum okkar í dag, þegar við systkinin kveðjum mömmu. Þær yfirskyggja tilfallandi stundir veikinda og annarra erfið- leika. Það sem hvað mest einkenndi mömmu, fyrir utan ytri og innri feg- urð, var lífsgleði, innileiki, snyrti- mennska og gjafmildi – hún hugsaði yfirleitt meira um hag annarra en sjálfs síns. Maður finnur það ekki síst nú hversu djúpt hún hefur snert okkur og aðra sem kynntust henni. Pabbi og mamma gáfu okkur afar skemmtilega og sérstæða æsku. Pabbi nam og starfaði í 15 ár í Bandaríkjunum. Úti hitti hann mömmu, sem betur fer, árið 1953. Hún var 19 ára Au Pair stúlka, en hann 33ja ára mikilsmetinn verk- fræðingur hjá RCA Victor. Þau héldu heim til Íslands tveimur árum síðar, tveimur drengjum ríkari. Pabbi starfaði frá 1955 í 31 ár hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en fjölskyldan bjó þó mestmegnis í Reykjavík. Í barnahópinn bættust fljótlega við piltur og stúlka og bjó fjölskyldan fyrst í Meðalholti 11 en síðan í Silfurtúni (í Garðabæ). Hún fluttist 1962 í Glaðheima 24 og var þar í 8 ár, en frá 1970 varð Brúna- land 8 að heimahögunum. Og þetta voru ógleymanleg ár ævintýraferða um allt land og þá ekki síst til lax- og silungsveiða. Við brunum enn í græna hermannajeppanum í hugum okkar og bleiki kagginn hennar mömmu; Chevrolet Bel Air. Þá hafði mamma ómælda gleði af hestamennsku um langt árabil. Vegna starfa pabba á Vellinum hafði fjölskyldan algera sérstöðu meðal nágrannanna, því við klædd- umst öðruvísi, borðuðum öðruvísi mat, áttum öðruvísi leikföng – og við vorum fyrsta fjölskyldan í borg- inni til að setja upp loftnet og byrja að horfa á Kanasjónvarpið. Allt þetta auðveldaði okkur að eignast vini og allt þetta jók á sjálfstæði okkar á þessum mest mótandi tím- um. Barnæskan í Glaðheimunum og unglingsárin í Fossvoginum voru enda mikil hamingjuár og þótt leiðir pabba og mömmu hefðu síðar skilið þá leiddi það þó til þess að við feng- um að kynnast fjölskyldu Jöru og Tona og dætur þeirra urðu okkur mjög nánar persónulega. Eðlilega leitar hugurinn fyrst og fremst til æskuáranna, því seinni part ævinnar mátti mamma þola ýmsa erfiðleika vegna sjúkdóma og umferðarslyss sem dró verulega úr hreyfanleika hennar til starfa og leiks. En hvað sem því líður þá hvarf aldrei sá kjarni sem einkenndi mömmu; innri fegurð hennar, kar- akter, gjafmildi og innileiki. Hún var alltaf afar sjálfstæð í hugsun og gjörðum, vildi aldrei vera öðrum háð, vildi engum skulda, vildi allt fyrir aðra gera og hugsaði seinast um eigin hag. Við kveðjum mömmu með miklum söknuði, en jafnframt gleðjumst við yfir því að hún hafi fengið hvíld og tækifærið til að fara í ættar- og vinaveisluna miklu fyrir handan, þar sem taka á móti henni fyrst af öllum pabbi hennar og mamma, Pétur bróðir hennar, eig- inmaður hennar og pabbi okkar, Jara og Toni, Sturla Þór og Begga og fleiri ástvinir sem fyrr kvöddu. Við vitum að þau fagna henni inni- lega, því nú verður góð veisla enn betri. Jón (Onni), Pétur (Diddó), Friðrik Þór (Lilló) og Krist- rún Jóna (Rúna). Í fjölskyldunni hans Lilló eru allir kallaðir eitthvað, að því komst ég fljótlega, pabbinn Lúllú, bræðurnir Onni og Diddó, systirin hefðbundið Rúna og mamma þeirra Búdda. Einhvern veginn dettur manni helst í hug hnellin kerling, en svo var nú aldeilis ekki. Búdda var bæði frekar hávaxin og alla tíð svo grönn að módel samtímans væru næsta feit við hliðina á henni. Hún var líka smekkmanneskja bæði í klæðnaði og í hönnun á heimili sínu. Glæsi- kona sem hafði sterka tilfinningu fyrir samsetningu lita og hluta. Þegar ég kom fyrst í Brúnalandið var heimilið eins fryst í tíma. Fal- legt sixtís heimili. Hornsófinn og gólfteppin blá, með appelsínugula rýjateppinu ofan á. Gylltar gard- ínur, frístandandi hillur og borð- stofuhúsgögn úr tekki. Heimilið bar með sér smekk húsfreyjunnar. Hún sagði mér eitt sinn að Guðmundur (ég gat aldrei kallað tengdapabba Lúllú) hefði fengið henni peninga til að kaupa ljós í allt Brúnalandið, hún hefði farið og keypt kristallsljósa- krónu yfir borðstofuborðið fyrir all- an peninginn. Og Lúllú gapað þegar hún kom heim. Seinna þegar hún var flutt í litlu íbúðina sína í Ljós- heimunum endurskapaði hún heim- ilið í Brúnalandinu en núna í ný- móðins stíl. Þar er tungusófinn blár og gardínur gylltar. Búdda lifði stundum hratt en hún lifði því lífi sem hún kaus sér, ekki alltaf hefðbundið en sönn sjálfri sér og sínu. Húmoristi fram í fingur- gómanna, stundum einkahúmor hennar og Jöru, eins og þegar við komum eitthvert sinnið í Skinnalón- ið og þær sátu út á palli og ræddu saman hvor með sinn háhælaskóinn undir eyra. Á árum áður hvessti stundum á milli okkar, ég var ung og kunni ekki alltaf að umgangast fólk sem ekki fór sömu leiðir og ég. Samt naut ég þess nú nokkuð að vera tengd Jöru vinkonu hennar og sambýliskonu fjölskylduböndum. Ég held reyndar að það hafi átt sinn þátt í að hún tók mig í sátt. Með ár- unum þroskuðumst við báðar og seinni ár áttum við í góðum sam- skiptum. Þá sagði hún mér stundum sögur af lífi sínu í Ameríku, af presthjónunum blindu sem gáfu hana og Guðmund saman. Sérstak- lega var henni minnistætt þegar prestfrúin þreifaði á andliti hennar og sagði svo, „Þú ert falleg“. Það var Búddu mikið áfall fyrir 10 árum þegar Jara dó, áfall sem ég held að hún hafi aldrei jafnað sig fullkom- lega á. Börn og barnabörn Jöru héldu ávallt tryggð við hana og fyrir það var bæði hún og við þakklát. Búdda var með afbrigðum gjaf- mild og stór í gjöfum sínum. Ég er henni þakklátust fyrir þá gjöf sem hún gaf okkur Lilló fyrir sjö árum þegar Sturla dó, hún leyfði okkur að nota leiði sem hún átti frátekið hjá Guðmundi og Jóni pabba sínum. Ég veit að hún hafði ekki ætlað sér að láta brenna sig, en eftir andlát Sturlu ákvað hún að það myndi hún gera og hvíla við hlið þeirra. Síðasta fjölskylduboðið sem hún tók þátt í var nafnaveisla Sturlu Þórs, son- arsonar okkar, þegar hún heyrði nafnið hans klökknaði hún eins og við. Litríku, óhefðbundnu lífi er nú lokið, að leiðarlokum vil ég þakka fyrir samvistir og votta börnum hennar og systur samúð mína. Kristín Dýrfjörð. Elsku Búdda. Ég kveð þig með miklum söknuði. Þú varst án efa ein sú skemmtileg- asta og ótrúlegasta manneskja sem ég hef kynnst og skilur eftir þig ógrynni af skemmtilegum minning- um sem ég mun ávallt geyma með mér og minnast með bros á vör. Þú varst hissa og glöð þegar ég sagði þér að ég myndi eftir kóngabláu gardínunum í Brúnalandinu og hvar rúmið mitt hafði staðið í herbergi ykkar Guðmundar, þegar þið pöss- uðuð mig 1973 þegar foreldrar mín- ir fóru í brúðkaupsferð. Þá var ég aðeins 20 mánaða. Það er svo margt sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Allar samverustundirnar á Busthús- um í gamla daga og síðar á Skinna- lóni „suður með sjó“. Þú og Jara amma sögðuð mér frá öllum kenni- leitum á leiðinni, t.d. „Rockville“, sem herinn átti og margt annað sem fá börn vissu hvað var. Við fórum einu sinni saman á öskuhaugana. Þar funduð þið amma fínasta teppi sem þið tókuð með og skelltuð á gólfið á Skinnalóni, en síðar kom í ljós að teppið var ekki eins fínt og þið hélduð, en alltaf voruð þið bjart- sýnar og funduð upp á einhverju nýju og skemmtilegu. Þú fórst með mig upp á völl í Keflavík þegar Guð- mundur var að vinna þar. Við sátum við barinn, fórum á Wendy’s ham- borgarastaðinn og þetta var heill heimur út af fyrir sig, sem ég leyfi mér að efast um að mörg börn hafi fengið að kynnast. Þegar ég kom í heimsókn í Brúnaland til þín og Guðmundar þá gafstu mér sleikjó frá Ameríku, kjúklingalæri og margt annað sem ekki var til á Íslandi í þá daga. Þetta fannst mér mjög spenn- andi og skemmtilegt. Á sumrin kom ég til þín og ömmu í Efstasundið í sumarfrí í viku eða svo og þá spiluðum við þrjár fram á nótt, mér til mikillar skemmtunar. Þú eldaðir „frikassé“,sem mér fannst besta „frikassé“ í heiminum og þú varst eina manneskjan sem fékk mig til að smakka allan mat, „einn fyrir Búddu“ virkaði alltaf. Reyndar fannst mér allur „Búdd- umatur“ ofsalega góður. Þegar þú komst frá Ameríku einu sinni man ég að þú varst með svakalega flott- ar, langar og rauðar neglur og ég vildi vera eins og Búdda. (Ég nagaði nefnilega neglurnar þá alveg eins og þú hafði gert áður). Þú settir efni með vondu bragði á neglurnar mín- ar og ég trúði alveg sögunni, sem þú sagðir mér, um að þú hefðir borðað þetta efni af nöglunum og þurft að fara á spítala. Þessu vildi ég ekki lenda í, lét þetta alveg í friði, og hætti að naga. Þökk sé þér. Þegar þú puntaðir þig og settir jafnvel upp hatt og varst að fara eitthvað út þá fannst mér þú vera eins og Díana prinsessa. Algjörlega gallalaus og glæsileg. Ég hefði vilj- að hitta þig oftar en ég gerði á þín- um síðustu árum, en ég hugsaði oft til þín og þær hugsanir kölluðu ávallt fram bros á vör og gleði í hjarta. Þú varst mér alltaf yndisleg og góð „amma“ og kallaðir mig „engilinn þinn“. Nú verður þú eng- illinn minn á himnum og fylgir mér vonandi, því nærvera þín gleður hvern þann sem hefur kynnst þér og þínum skemmtilegu persónutöfr- um. Skilaðu kveðju frá mér til Jöru ömmu og Tona afa, sem verða him- inlifandi að hitta þig aftur. Guð geymi ykkur öll. Þín Jarþrúður Guðnadóttir (Jara). Guðrún Sigurveig Jónsdóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, BÁRA HALLDÓRSDÓTTIR, Sæviðarsundi 32, verður jarðsett frá Áskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Vilji fólk minnast hinnar látnu biðjum við um að félag CP á Íslandi sé látið njóta þess. Lárus Fjeldsted, Rúnar, Stefanía, Matthildur, Guðmundur, Sigurjón. ✝ Elskulegur faðir minn , bróðir okkar og mágur, KRISTINN KRISTJÁNSSON, Miklubraut 88, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15. Vilberg Kristinsson, Ása Kristjánsdóttir, Sigurður Hauksson, Margrét Kristjánsdóttir, Þorsteinn J. Stefánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sverrir Ingólfsson, Símon Kristjánsson, Sigríður Guðbergsdóttir. ✝ Okkar ástkæra frænka, ÁSTA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, Háaleitisbraut 111, lést laugardaginn 9. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.