Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 36
Grunnurinn verður skrítinn á Organ í kvöld … 40 » reykjavíkreykjavík „VIÐ höfum ekki hugmynd um hvernig þetta er komið til og heyrð- um fyrst af þessu í morgun [gær- morgun],“ segir Hallur Baldursson, framkvæmdastjóri Ennemm auglýs- ingastofu sem sér um auglýsingamál Símans. Stuttu fyrir hádegi í gær- morgun fór af stað á netinu mynd af forráðamönnum kínverska stálfram- leiðandans Sutor við skrásetningu á Nasdaq-verðbréfamarkaðinn í Bandaríkjunum en fyrir aftan stjórnendurna sést vörumerki sem lítur nákvæmlega út eins og vöru- merki Símans. Merki Símans hannað árið 2003 Hallur segir að vörumerki Símans hafi verið hannað árið 2003 af hönn- uði sem þá starfaði hjá Góðu fólki en starfi nú hjá Ennemm. Frá Símanum bárust þær upplýs- ingar að merki Símans hefði verið hannað í árslok 2003 og kynnt í árs- byrjun 2004. Sutor hafi hins vegar ekki verið stofnað fyrr en tveimur árum síðar hinn 15. Ágúst 2006. Vörumerki forvera Sutors beri þar að auki engan keim af vörumerki Símans. Síminn mun ásamt hönnuði vörumerkisins óska skýringa frá Su- tor um merki fyrirtækisins. Eitt og sama vörumerkið Á Nasdaq Stjórnendur Sutor við skrásetningu fyrirtækisins á Nas- daq-markaðinn á dögunum. Til hægri má sjá merki Símans.  Kvikmynda- gerðarmaðurinn Hrafn Gunn- laugsson verður viðstaddur sýn- ingu á kvikmynd- inni Emblu í Há- skólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum nú á föstudag. Frá þessu greinir stúdentablað skólans en það mun vera deild þýskra og skandinavískra fræða sem stendur að sýningunni og komu Hrafns. Í greininni er farið fögrum orðum um leikstjórann og hann sagður hafa hlotið mikið lof fyrir aðferðir sína við að blanda saman sögu- legum staðreyndum og goðsögnum. Hrafn mun kynna myndina áður en sýningin hefst en að myndinni lok- inni mun hann ræða við nemendur skólans um verkið. Þá segir blaðið að Hrafn muni einnig ávarpa leik- listardeild Amherst Regional High School í Massachusetts. Hrafn flýgur til Bandaríkjanna  Tónlistarmenn og aðrir tengdir bransanum voru ekki lengi að taka við sér í gær í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að hugmyndir væru uppi innan borgarinnar um að breyta NASA í glæsihótel. Kári Sturluson, umboðsmaður skrifaði harðort bréf til fjölmiðla, tónlist- arfólks og skipulagsráðs og gagn- rýndi þessar hugmyndir sem hann sagði að ynnu gegn hagsmunum Reykjavíkur. Síðar um daginn svar- aði Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs, Kára í tölvvupósti og tjáði honum að málið hefði ekki enn fengið formlega af- greiðslu í borginni og áhersla yrði lögð á að tónleikasalurinn fái að vera áfram í húsinu þó svo farið verði fram á breytingar á salnum. Tónlistarmenn ósáttir Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FLESTA daga vinnur Bjarni Konráðsson hörðum höndum við að halda MR-ingum í skikkanlegu formi, hvetja þá áfram hring eft- ir hring í kringum Tjörnina og sjá til þess að þeir kunni fótum sínum forráð á dansgólfinu. Í frítíma sínum syngur hann og semur ljóð og nú er hann að skipuleggja tónlistarviðburð sem um 140 manns taka þátt í. „Söngurinn er mér í blóð borinn og það hlýtur að hafa þroskað tilfinninguna fyrir takti. Ég kenni dans í leikfiminni og þá hjálp- ar til að hafa taktinn,“ segir Bjarni. „Íþrótta- kennslan er mitt aðalstarf og ég hef starfað sem knattspyrnuþjálfari líka og starfað fyrir KSÍ. Það er fótboltinn, söngurinn og kveð- skapurinn, það er þetta þrennt sem er stóra málið.“ Innblásturinn gengur líka í hina áttina og íþróttatímar í MR geta orðið efni í ljóð. „Ég fæ oft ágætar hugmyndir í íþróttunum og yrki stundum í tímum. Ég yrki stundum um það sem þau eru að gera og hvernig þau bera sig að.“ Tveir fimmtíu manna kórar Bjarni hefur samið tvær kantötur, Jörð og Solveigu, í samvinnu við Björgvin Þ. Valdi- marsson söngstjóra Skagfirsku söngsveit- arinnar. Verkin verða frumflutt um helgina og þeir tónleikar verða ekki smáir í sniðum. „Það verða tveir fimmtíu manna kórar, Óp- erukórinn og Skagfirska söngsveitin í Reykja- vík. Garðar Cortes stjórnar og það verða þrír einsöngvarar, Nanna María Cortes, Aron Axel Cortes og Hlöðver Sigurðsson tenór. Við er- um með þrjátíu manna hljómsveit með hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og svo verður kór skipaður þrjátíu stúlkum úr unglingadeild Söngskólans í Reykjavík,“ segir Bjarni og verða flytjendur því samtals hátt í 140 talsins. Verkin fjalla um sögu og náttúru landsins, það fyrra nefnist Jörð og fjallar um það þeg- ar Ísland varð til í eldgosi á hafsbotninum og hvernig það hefur meðhöndlað íbúana og mótað þá. „Lengra verkið er byggt á sögunni um Solveigu á Miklabæ, ég veit ekki hvort þú kannast við hana?“ spyr Bjarni og það er greinilega grunnt á kennaranum í honum. Blaðamaður játar því að hafa heyrt hennar getið og Bjarni heldur áfram. „Hún var ráðs- kona hjá séra Oddi á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði. Þau urðu ástfangin en máttu ekki eigast því að hún var bara ráðskona. Honum var fengin kona sem þótti honum samboðin og þá gerðist Solveig sinnisveik og endaði á því að skera sig á háls.“ Solveig fékk ekki að hvíla í vígðri mold og var sögð ganga aftur og hrella íbúa á Mikla- bæ þar til bein hennar voru tekin upp 160 ár- um síðar, árið 1937 og jarðsett í kirkjugarði. Bjarni segir að samúð hans og tónskáldsins sé með Solveigu. „Við lítum hinsvegar á hana sem fórnarlamb sögunnar en ekki sem draug. Við tökum í höndina á Solveigu og tökum hennar málstað.“ Tónlistin að báðum verkunum varð til á undan ljóðunum og samvinna tónskáldsins Björgvins og ljóðskáldsins Bjarna var mjög náin. „Hann spilaði fyrir mig hugmynd að verkinu og spurði mig hvað mér dytti í hug. Ég giskaði á Solveigu í annarri tilraun og það segir nú nokkuð um það hvað við náum vel saman.“ Jörð og Solveig verða fluttar í Langholts- kirkju laugardaginn 16. febrúar klukkan 15 og 17. Hjálpar að hafa taktinn 140 manns flytja tónverk eftir Bjarna Konráðsson, íþróttakennara í MR Árvakur/Árni Sæberg Íþróttakennarinn „Það er fótboltinn, söngurinn og kveðskapurinn, það er þetta þrennt sem er stóra málið,“ segir Bjarni Konráðsson sem er að fara að frumflytja 140 manna tónverk um helgina. ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu, flautu, klarinett og strengjakvartett. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.