Morgunblaðið - 13.02.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 39
NÚ ÞEGAR kosningatíð er vestanhafs og
tekist er á um að fá að bjóða sig fram fyrir
annan af stóru flokkunum tveim sem ráða
þar lögum og lofum koma út ýmsar bækur
sem tengjast kosningunum. Þessi skáld-
saga Richard North Pattersons fjallar ein-
mitt um slag innan
Repúblikanaflokksins,
en söguhetja bókarinnar
er göfuglynd og réttsýn
hetja sem glímir við
veiklundaðan tækifær-
issinna og kristinn ofsa-
trúarmann um að verða
forsetaefni repúblikana.
Patterson hefur þótt
prýðilegur spennu-
sagnahöfundur í gegnum árin og þó bækur
hans séu allajafnan keimlíkar er hann lipur
penni og kann að keyra söguþráðinn áfram
í þrúgandi spennu. Í The Race bíður hann
aftur á móti þvílíkt skipbrot að eft-
irminnilegt er – andinn sigrar efnið svo
rækilega að það er beinlínis pínlegt að lesa
bókina.
Corey Grace er hinn frjálshuga hægri-
maður sem hvergi er til, hann er óháður öll-
um með ríka réttlætiskennd, ófeiminn við
að segja skoðun sína, hugrakkur og fljótur
að hugsa, öfgalaus trúmaður, glæsilegur á
velli og göfuglyndur, ástríkur og svo má
áfram telja. Hann hefur alla þá kosti til að
bera að vera frábær forseti Bandaríkjanna
nema einn – hann er ekki til, og það sem
meira er, slíkur maður hefur aldrei verið til.
Með þessa teiknimyndapersónu dragnast
maður síðan í gegnum bókina og þarf að
þola sífelldan pólitískan vaðal og hallær-
islega rómantík. Patterson notar bókina
nefnilega til að fimbulfamba um alls kyns
pólitísk deiluefni vestanhafs sem eru stór-
einkennileg í augum Evrópubúa. Hvernig
getur til að mynda staðið á því að svo miklu
púðri er eytt í trúmál? Hafa illa innrættir
kaupahéðnar keypt helstu stjórmálamenn?
Eru kjósendur repúblikana almennt ein-
feldningar? Þvílíkt og annað eins bull.
Andinn
sigrar efnið
The Race, skáldsaga eftir Richard North Patter-
son. Macmillan gefur út. 352 síður innb.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Appeal - John Grisham
2. Duma Key - Stephen King
3. Plum Lucky - Janet Evanovich
4. Sizzle and Burn - Jayne Ann
Krentz
5. A Thousand Splendid Suns -
Khaled Hosseini
6. World Without End - Ken
Follett
7. People of the Book - Geraldine
Brooks
8. The Senator’s Wife - Sue Miller.
9. Beverly Hills Dead - Stuart
Woods
10. Sword Song - Bernard Cornwell
New York Times
1. Notes from an Exhibition –
Patrick Gale
2. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
3. PS, I Love You – Cecelia Ahern
4. On Chesil Beach – Ian McEwan
5.Burning Bright – Tracy
Chevalier
6. The Book Thief – Markus
Zusak
7. Random Acts of Heroic Love –
Danny Scheinmann
8. No Country for Old Men – Cor-
mac McCarthy
9. Mister Pip – Lloyd Jones
10. The Kite Runner – Khaled
Hosseini
Waterstone’s
1. Alibi Man - Tami Hoag
2. Overlook - Michael Connelly
3. Blood Brothers - Nora Roberts
4. On Checil Beach - Ian McEwan
5. Not Dead Enough - Peter
James
6.Crusade - Robyn Young
7. Sisters Danielle - Steel
8. Brother Odd - Dean Koontz
9. Wives of the East - Wind
Liu Hong
10. Appeal - John Grisham
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að vínsnobb
er í raun dulinn alkóhólismi. Það á í það minnsta við
Wilberforce, söguhetju bókarinnar The Irresistible
Inheritance of Wilberforce; hann
felur sinn alkóhólisma á bak við
vínsnobbið – ef ég væri alkóhól-
isti, segir hann í bókinni, myndi
ég ekki velja vín af kostgæfni og
láta flöskuna standa opna í hálf-
tíma til að anda og ná stofuhita,
alkóhólisti myndi ekki hella því af
nærgætni í smökkunarglas og
gæta að því að glasið sé tand-
urhreint og laust við alla óæski-
lega angan, alkóhólisti myndi ekki velta víninu í
munninum til að leyfa bragðefnum að njóta sín og
punkta síðan hjá sér helstu einkenni þess.
Geðveiki og dauði
Málið er bara það að Wilberforce drekkur fimm
flöskur á dag með þessu móti og stundum fleiri.
Hann keypti nefnilega vínsafn vinar síns, eitt besta
vínsafn í einkaeigu sem um getur, og ætlar að eyða
ævinni í að drekka vínið og kærir sig kollóttan um
það þó alkóhólismi sé sjúkdómur sem leiði til geð-
veiki og dauða; hann er nefnilega ekki alkóhólisti.
Paul Torday vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir
skáldsögu sína Salmon Fishing in the Yemen, einkar
skemmtilega og vel skrifaða tragikómedíu sem
fjallaði um trú og ást. The Irresistible Inheritance of
Wilberforce fjallar líka um ást, en hún er myrkari,
miklu myrkari en Salmon Fishing in the Yemen, en
ekki síður vel skrifuð og eftirminnileg.
Vill skemmta fólki
Segja má að Torday skrifi bókina afturábak,
„Skáldsaga í fjórum árgöngum“, er undirtitill bók-
arinnar, en hún hefst þar sem Wiberforce er að feta
síðustu metrana í sinni drykkjusýki árið 2006, og síð-
an stígum við aftur í tíma, 2004 kemur næst, þá 2003
og loks 2002. Þetta gerir bókina skemmtilegri fyrir
vikið, og sjálfsblekkingin sem er ær og kýr alkóhól-
istans verður aumkunarverðari fyrir vikið; í upphafi
hvers árgangs á eftir 2006 vitum við hvað atburða-
rásin á eftir að hafa í för með sér.
Smám saman raknar líka lygavefurinn sem mætir
okkur í upphafi bókarinnar, hinn sannleikurinn um
vínsafnið mikla, skammstöfunin sem er að þvælast
fyrir Wilberforce (TNMWWTTW), hver Catherine
var og hvaðan Wilberforce hafði auð sinn. Eftir því
sem við fetum okkur nær upprunanum nálgumst við
sannleikann og í síðustu málsgreinum bókarinnar,
brjóstumkennanlegur í ljósi sögunnar sem við höfum
lesið, er lykill bókarinnar.
Í viðtölum hefur Paul Torday látið þau orð falla að
fyrir sér vaki ekki annað en að skemmta fólki og víst
er ólánssaga Wilberforce skemmtileg, bráðfyndin á
köflum og víða súrrealísk, en fyndnin er tempruð af
harmleiknum sem sagt er frá – hörmulegum örlögum
alkóhólistans og hans nánustu.
Forvitnilegar bækur: Sagan af Wilberforce
Dulinn alkóhólismi
Gamansamur Enski rithöfundurinn Paul Torday.
„Brúðguminn er heilsteypt
og skemmtileg mynd sem kemur eins
og ferskur andvari inn í skammdegið.”
-S.P., Kvika Rás 1
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBBÍÓI
“Myndin er frábær skemmtun”
- Þ.H., MBL
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
STÆRSTA
JANÚAROPNUN
SÖGUNNAR
Í BANDARÍKJUNUM!
EITTHVAÐ SKELFILEGT
ER Á SVEIMI!
eee
- S.V, MBL
eee
DÓRI DNA, DV
eee
- V.I.J., 24 STUNDIR
eeeee
Frábær mynd. Hún er falleg, sár og
fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd,
saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að
gera fína bíómynd.
-S.M.E., Mannlíf
eeee
Besta íslenska fíl-gúdd myndin
fyrr og síðar “
- S.S. , X-ið FM 9.77
eeee
“Brúðguminn er skemmtileg mynd sem
lætur áhorfendur hljæja og líða vel“
- G. H., FBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWERSÝNING
-bara lúxus
Sími 553 2075
10
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Rambo kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Ástríkur á Ólympíuleikunum kl. 5:30 - 8
Atonement kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Charlie Wilson’s war kl. 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 Sýnd kl. 8 og 10
Sýnd kl. 5:30 m/ ísl tali
Kauptu bíómiða á netinu á FRIÐÞÆING
LANG VINSÆLASTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
35.000 GESTIR - 4 VIKUR Á TOPPNUM!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI!
Stærsta kvikmyndahús landsins
„Myndin er verulega vel leikin
og að öllu leyti frábær”
- E.E., DV
- H.J. , MBL
eeeee
- H.J. , MBL
eeeee
„Myndin er verulega vel leikin
og að öllu leyti frábær”
- E.E., DV
eeee
- V.J.V., TOPP5.IS
- T.S.K. 24 STUNDIR
eee
Ó.H.T., RÚV/Rás 2
FRIÐÞÆING
- V.I.J. 24 STUNDIR