Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Samningar að nást?
Yfirstandandi sólarhringur getur
ráðið úrslitum um framhald kjara-
samninga ASÍ og SA. Mögulegt er
að þeim ljúki fyrir helgi. Samráðs-
fundur forystu ASÍ og SA var hald-
inn síðdegis í gær. » Forsíða
Eldsneytisverð í hámarki
Núverandi eldsneytisverð er það
hæsta hingað til hérlendis. Fram-
kvæmdastjóra FÍB þykir heims-
markaðshækkunin skila sér fljótt
miðað við að lækkun síðustu vikna
skilaði sér ekki til neytenda. » 2
Aðstoð við tjónaskýrslur
Nýtt einkafyrirtæki býður upp á
aðstoð við að fylla út tjónaskýrslur
eftir umferðaróhöpp. Með því verði
komið í veg fyrir að sterkari aðili
breyti atvikalýsingu sér í hag. » 8
Vildu myrða teiknara
Skopmyndamálið hefur kviknað á
ný í Danmörku. Þrír menn voru
handteknir, grunaðir um að hafa
lagt á ráðin um að myrða teiknarann
Kurt Westergaard. » 14
Ferjuflug eykst
Allt að tíu flugvélar sem verið er
að ferja frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu lenda á Reykjavíkurflugvelli
daglega. Starfsemin telst áhættu-
söm og er mikillar reynslu og þekk-
ingar krafist af flugmönnum.
» Forsíða
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hin heilaga vandlæting
Forystugreinar: Hver er álstefna
ríkisstjórnarinnar? | Jafnréttis-
fordæmi KSÍ
Ljósvaki: Beðið í tóminu
UMRÆÐAN»
Hættum að ota óhollustu að börnum
Bændur, varist gylliboð
Framhaldsskólarnir fimm
Eiga ekki Geir og Árni … ábyrgð?
%&9$
9 %&9
9 9$&
9
%9 9%&%
$9%
''9'
< =(
/
,
> " # /
%&9
9
%&9
9
9
9%
%9'
9% $9'
''9$
9 . 4
!2 (
%&9%'
9$
%&9$
9&
9
9'
%9%
9%
&9
''9$
?@AA5BC
(8;BACD>(EFD?
45D5?5?@AA5BC
?GD(44BHD5
D@B(44BHD5
(ID(44BHD5
(3C((D#6B5D4C
J5E5D(48J;D
(?B
;3B5
>;D>C(3,(C85A5
Heitast 6°C | Kaldast -4°C
Austan 13-18 metrar
á sekúndu og víða
rigning eða slydda, en
þó úrkomulítið norð-
austanlands. » 10
Kærasti Keira
Knightley bauð
henni til Íslands og
þau verja Valent-
ínusardeginum hér-
lendis. » 36
FÓLK »
Knightley
kemur
TÓNLIST»
Íslenskir þungarokkarar
vekja athygli. » 38
Ný tónlistarstefna
gæti verið í smíðum
hjá raftónlistarfólk-
inu sem spilar á
Organ í kvöld. » 40
TÓNLIST»
Áttu
ekki orð
FÓLK»
Féll í yfirlið við koss á
kinn. » 37
KVIKMYNDIR»
Kötturinn snýr aftur
með Truffaut » 38
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Knightley á Íslandi
2. Óttast íslenska kollsteypu
3. Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi
4. Leit við erfiðar aðstæður
Íslenska krónan styrktist um 1,2%
ÍÞRÓTTAKENNARINN við
Menntaskólann í Reykjavík,
Bjarni Konráðsson, hefur mörg
járn í eldinum.
Á milli þess sem
hann lætur
menntskælinga
hlaupa og dansa
í leikfimi syngur
hann og semur
ljóð. Stundum
sækir hann inn-
blástur í kennsl-
una og sömuleið-
is getur listræn
færni reynst vel í skólanum.
„Söngurinn er mér í blóð borinn
og það hlýtur að hafa þroskað til-
finninguna fyrir takti. Ég kenni
dans í leikfiminni og þá hjálpar til
að hafa taktinn,“ segir Bjarni sem
er nú að sjá sitt stærsta sköp-
unarverk á listasviðinu verða að
veruleika. | 36
Listrænn
kennari
Bjarni
Konráðsson
„MEÐ þessu móti viljum við heiðra minningu hins
fallna meistara,“ segir Einar S. Einarsson, formaður
RJF-hópsins, um minningarbók um skáksnillinginn
Bobby Fischer sem liggja mun frammi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu út næstu viku. Fyrstur til að rita nafn
sitt í bókina var að sjálfsögðu Sæmundur Pálsson,
vinur Fischers til fjölmargra ára.
Að sögn Einars munu vinir Fischers einnig standa
fyrir minningarstund í Laugardælakirkju í Flóa-
hreppi, þar sem hinn látni hvílir, á laugardaginn
kemur kl. 11 og verður sú athöfn, að sögn Einars, öll-
um opin meðan húsrúm leyfir. „Þetta verður hátíðleg
en látlaus athöfn sem sr. Gunnþór Ingason og sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson munu annast. Guð-
mundur G. Þórarinsson mun flytja minningarorð um
skákmeistarann auk þess sem flutt verða lög sem
Fischer voru kær.“
Aðspurður segir Einar að boð um minning-
arathöfnina hafi verið send vinum og velunnurum
Fichers bæði hér- og erlendis, en ekki sé á þessari
stundu vitað hvort t.d. Boris Spasskí, fyrrverandi
heimsmeistari í skák, og John Bosnitch, sem var
hjálparhella Fischers í Japan á árunum 2004-2005,
hafi tök á að mæta.
Heiðra fallinn skákmeistara
Minningarbók og -stund til heiðurs Bobby Fischer
Árvakur/Ómar
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
KONA á níræðisaldri handleggsbrotnaði eftir að
þrír ungir piltar ruddust inn í íbúð hennar í
Reykjavík um helgina. Piltarnir munu hafa rugl-
ast á íbúðum.
Málavextir eru þeir að piltarnir töldu sig eiga
óuppgerðar sakir við stúlku sem þeir leituðu að.
Þeir bönkuðu upp á hjá konu á níræðisaldri sem
býr í blokk í Vogahverfi í Reykjavík og spurðu
um stúlkuna. Konan neitaði að hleypa mönn-
unum inn, en þeir tóku orð hennar ekki trúanleg
um að stúlkan væri ekki í íbúðinni. Þeir lögðust
því á hurðina og ruddust inn. Við það datt konan
og slasaðist. Hún var í framhaldi flutt á slysa-
deild og kom þá í ljós að hún var handleggs-
brotin.
Lögregla kom á staðinn og handtók piltana.
Þeir gáfu þá skýringu á því sem gerðist að um
óviljaverk hefði verið að ræða og þeir hefðu
bankað upp á hjá konunni fyrir mistök.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun
málið ekki tengjast fíkniefnamálum. Lögreglan
hefur ekki upplýsingar um að piltarnir hafi kom-
ið áður við sögu lögreglu. Rannsókn lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu á máli piltanna er
ekki að fullu lokið.
Mjög fullorðið fólk sem beinbrotnar getur ver-
ið lengi að jafna sig á eftir.
Þrír ungir piltar ruddust inn
í íbúð konu á níræðisaldri
Konan féll við og handleggsbrotnaði í átökunum Piltarnir áttu erindi í aðra íbúð
FÉLAGAR í hjálparsveitinni Dal-
björg voru kallaðir út í gær til að
leita að tveimur gönguskíðamönnum
sem voru í vandræðum á hálendinu
ofan Eyjafjarðar. Vonskuveður var á
svæðinu.
Höfðu mennirnir samband við
tengilið sinn og báðu um hjálp þar
sem þeir treystu sér ekki út úr tjald-
inu. Auk manna frá Dalbjörg voru
björgunarsveitarmenn frá Súlum á
Akureyri kallaðir út. Sleðamenn
Dalbjargar fundu mennina á miðjum
Urðarvötnum við GPS-punkt sem
skíðamennirnir höfðu gefið upp. Þeir
voru þá orðnir ískaldir eftir veruna í
tjaldinu en hresstust fljótlega eftir
að þeir komu í heitan bíl.
Skíðamenn
lentu í vanda
♦♦♦