Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 89. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
HÆFILEIKARÍK
MARGRÉT DÓTTIR JÓNS GNARRS ER MEÐ
EFNILEGUSTU SÖNGKONUM LANDSINS >> 36
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÞEGAR verðbreytingar eru miklar
stuðlar það að því að verðvitund fólks
skerðist. Það er eitt af því slæma við
verðbólguna.“ Þetta segir Henný
Hinz, verkefnisstjóri verðlagseft-
irlits ASÍ.
Verðbólga mælist nú 8,7% sem er
mesta verðbólga sem mælst hefur
hér á landi í fjögur ár. Forsvarsmenn
stórfyrirtækja hafa lýst því yfir í fjöl-
miðlum síðustu daga að verð á mat-
vöru muni hækka um tugi prósenta.
Henný segir að verðbreytingar
séu almennt tíðar í lágvöruverðs-
verslunum, í báðar áttir, og það auð-
veldi neytendum ekki að átta sig á
hvað sé eðlilegt verð. Hún segir að
þetta kunni að vera ein ástæða þess
að verðskyn Íslendinga sé almennt
ekki gott.
Náttúrulögmál
Á árum áður mældist verðbólga í
tugum prósenta hér á landi og segja
má að fólk hafi þá litið á verðhækk-
anir svipuðum augum og vetrarlægð-
irnar. Hvort tveggja væri slæmt en
óviðráðanlegt.
Henný segir að þegar búið sé að
koma því inn hjá fólki að verðhækk-
anir séu óhjákvæmilegar sé hætt við
að ýmsir aðilar gangi á lagið og
hækki verð án þess að fyrir því séu
mikil rök. „Við höfum séð að und-
anförnu ótrúlegar tölur,“ segir
Henný. Hún segir að sem betur fer
átti sumir kaupmenn sig á því að
gengislækkun krónunnar kalli ekki
þegar í stað á verðhækkun. Það hafi
t.d. verið afar ánægjulegt að sjá rök
framkvæmdastjóra IKEA í Morg-
unblaðinu í gær, en fyrirtækið ætlar
ekki að breyta verði á vörum fyrr en
nýr vörulisti kemur í ágúst.
Viðskiptaráðherra kallaði fulltrúa
ASÍ, Neytendasamtakanna og
talsmann neytenda á sinn fund í gær
þar sem fjallað var um verðbreyt-
ingar og leiðir til að efla verðlags-
eftirlit. | 12
Morgunblaðið/ÞÖK
Verð Verðbólgan mælist nú 8,7%
sem er mesta verðbólga í fjögur ár.
Sjáum
ótrúlegar
tölur
Verðbólga skerðir
verðvitund fólks
FERÐAKLÚBBURINN 4x4 efndi
í gær til umfangsmikilla mót-
mæla vegna hækkunar eldsneyt-
isverðs.
Á þriðja hundrað ökutækja var
ekið frá Klettagörðum um Sæ-
braut og framhjá Alþingishúsinu
þar sem flautur og lúðrar voru
þeytt af miklum krafti.
Þegar þangað var komið var
forseta Alþingis afhent áskorun
til ríkisstjórnarinnar, þar sem
farið var fram á að álögur rík-
isins á eldsneytisverð yrðu tekn-
ar til endurskoðunar.
Nokkur fjöldi fólks safnaðist
saman á Austurvelli til að sýna
bílstjórunum samstöðu. Viðbún-
aður og skipulagning lögreglu
var nokkuð mikil en allt gekk
áfallalaust fyrir sig. | 4Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þeyttu flaut-
ur og lúðra
hjá Alþingi
Bílstjórar efndu í gær til mótmæla vegna hækkunar á eldsneytisverði
Kommúnan >> 37
Öll leikhúsin
á einum stað
Leikhúsin í landinu
Lau kl. 10.00-17.00
Sun kl. 12.00-16.00
Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum
helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7.
Rockwood fellihýsin 2008
Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík
Sími 551 5600 • Fax 551 5601
www.utilegumadurinn.is
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
ÍAV hefur ákveðið að bjóða ekki í
fleiri verk á Austurlandi. Ástæðan er
kólnun á íbúðamarkaði og minnkandi
umsvif í verklegum framkvæmdum í
fjórðungnum. Aðflutningur nýrra
íbúa til Austurlands hefur ekki orðið
eins mikill og talið var að yrði, en þar
eru ekki öll kurl komin til grafar enn.
„ÍAV hefur markað sér þá stefnu
að afla ekki frekari verkefna á Aust-
urlandi og er að draga saman seglin,“
segir Guðgeir Sigurjónsson, verkefn-
isstjóri á mannvirkjasviði og stjórn-
andi ÍAV á Austurlandi.
Fyrirtækið hefur velt á milli 500 og
1.100 milljóna árlega vegna verkefna
sinna á Austurlandi. Meiri hluti fram-
kvæmda hefur falist í tilboðsverkum,
þ.m.t. stækkun Lagarfossvirkjunar.
Einnig íbúðabyggingum, en um 70
íbúðir hafa verið byggðar af ÍAV á
Mið-Austurlandi á undanförnum ár-
um. Mikið hefur verið notað af und-
irverktökum en fyrirtækið hefur um
20 starfsmenn á launaskrá á Austur-
landi.
„Við erum að byggja vélaverkstæði
fyrir Vélsmiðju Hjalta Einarssonar
við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, fjór-
tán íbúða blokk fyrir sama fyrirtæki á
Reyðarfirði og íbúðir í Votahvammi á
Egilsstöðum og á Breiðamel á Reyð-
arfirði,“ segir Guðgeir um stærstu
verkefnin á Austurlandi.
ÍAV gerði sér fimm ára áætlun
þegar ákveðið var að fara í verkefni á
Austurlandi árið 2003. Guðgeir segir
eigendum nú þykja kominn tími til að
stokka upp, því íbúðamarkaðurinn á
Austurlandi sé lakari en menn von-
uðust til. Þær væntingar sem fyrir-
tækið gerði sér um verkefnastöðu nú
hafi ekki gengið eftir. Þrátt fyrir að
íbúðamarkaðurinn eystra sé lakur
virðist talsvert vera af smærri verk-
efnum framundan í annarri uppbygg-
ingu. Styrkur ÍAV liggi í stærri verk-
efnum og því kjósi fyrirtækið að
halda að sér höndum. Reiknað er með
að þeim verkum sem ÍAV er með á
sinni könnu nú ljúki í september á
þessu ári. Uppsagnir eru þegar byrj-
aðar og framhald verður þar á fram á
haustið.
Austurland óvænlegt
ÍAV mun ekki taka fleiri verkefni á Austurlandi og lýkur verkefnum þar í haust
Væntingar um íbúðasölu og fólksfjölgun vegna álvers hafa ekki gengið eftir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Til sölu ÍAV hættir á Austurlandi.
Í HNOTSKURN
»ÍAV mun ekki leita frekariverkefna á Austurlandi og
lýkur framkvæmdum við fyr-
irliggjandi verk í haust. 20
starfsmenn missa vinnuna.
STIMPILGJÖLD vegna kaupa á fyrstu íbúð verða af-
numin ef frumvarp sem Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður sam-
þykkt. Skilyrði fyrir niðurfellingu stimpilgjaldanna er
að kaupandi hafi ekki áður verið skráður þinglýstur eig-
andi að fasteign. Eigi maki viðkomandi kaupanda íbúð
verður helmingur stimpilgjalda felldur niður en með því
er horft til þess að hjón eða sambúðarfólk kaupi fast-
eignir í sameiningu. Niðurfellingin nær aðeins til lán-
töku vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota en t.d.
ekki til atvinnuhúsnæðis eða húsnæðis til útleigu.
Stimpilgjöld af
fyrstu íbúð burt
Björgvin G.
Sigurðsson
Helmingur felldur niður ef maki á íbúð