Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TAKA þarf fastar á eigendum mannlausra húsa í miðborginni sem láta húsin drabbast niður. Huga þarf að viðurlögum eins og dagsekt- um og hefur byggingarfulltrúi slíkar aðgerðir til skoðunar. Þetta kom fram í máli meirihlutans á borg- arstjórnarfundi í gær. Þar var efnt til umræðu um málefni miðborg- arinnar að ósk allra flokka. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sagði að á næstunni verði stofnaður átakshópur um bætta umgengni í miðborginni, undir forystu borg- arstjóra. Í hópnum verða helstu embættismenn borgarinnar sem koma að málunum, auk slökkviliðs- stjóra höfuðborgarsvæðisins. „Enn- fremur verður lögregla kölluð til og fulltrúar íbúasamtaka og hags- munaaðila,“ sagði Ólafur og sagði að hópurinn myndi hittast mjög ört. Jafnframt stæði til að leggja aukna fjármuni í verkefnið, en ekki kom fram í máli Ólafs hversu há sú upp- hæð er. Strax verði hafist handa og sagði Ólafur að á næstu vikum og mánuðum myndu íbúar sjá mun á miðborgarbragnum. „Ég get lofað borgarbúum að þegar þeir mæta til hátíðahaldanna 17. júní í miðborg- inni okkar allra koma þeir í hreina og fallega miðborg sem við getum öll verið stolt af,“ sagði borgarstjóri. Unnið að myndun kjarnasvæða Þá skal stefna að því að svonefnd kjarnasvæði verði í miðbænum, að því er Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arráðs, sagði á fundinum. Hún sagði að þegar væri farið að huga að þessu. „Þá draga menn hring í kringum svæði sem talin eru sér- staklega verðmæt í skipulagslegu tilliti, mikilvæg fyrir höfuðborgir og talin hafa sögu- og menningarlegt gildi sem okkur finnst sérstakt og einstakt. Flestar metnaðarfullir borgir hafa löngu dregið hring utan um sinn kjarna,“ sagði Hanna Birna. Tímabært væri að draga slík- an hring hér. „Það kjarnasvæði er Laugavegurinn, Kvosin, Þingholt og Hverfisgata,“ sagði Hanna Birna. Setja ætti skýrar grunnreglur um að á þessum svæðum ætti að gera meiri kröfur um byggða- og borg- arvernd og um virðingu fyrir því sem fyrir er, heldur en annars stað- ar er. Þetta væri í góðu samræmi við vinnu sem unnin hefði verið á tímum 100 daga borgarstjórn- arinnar í haust. Hanna Birna sagði að bygging- arfulltrúi borgarinnar myndi í dag kynna tillögur á fundi skipulagsráðs að lausn mála á reitnum sem mark- ast af Hverfisgötu, Laugavegi og Klapparstíg og hefur verið hvað mest í umræðunni. Þar hefðu verið mikið í umræðunni tvö hús sem ekki hefði fengist heimild til að rífa vegna þess að ekki lægi fyrir bygg- ingarleyfi. „Mér finnst ekki að við eigum að skapa það fordæmi að veita heimild fyrir niðurrifi húsa án þess að fyrir liggi heimild til bygg- ingar.“ Mikilvægt væri að ekki mynduðust skörð í miðborgina án þess að fyrir lægi hvað koma ætti í staðinn. Óskar gagnrýndi Ólaf Við upphaf fundarins gagnrýndi Óskar Bergsson, fulltrúi Framsókn- arflokks, borgarstjóra, sem hann sagði þrisvar hafa veist að Fram- sóknarflokknum. Óskaði hann skýr- inga á þessu við upphaf borg- arstjórnarfundar í gær, en sagði í samtali við mbl.is að borgarstjóri hefði ekki svarað þessu. Sagði Ósk- ar nýjasta dæmið vera ummæli borgarstjóra í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins í fyrrakvöld um að Framsóknarflokkurinn væri sá flokkur sem lengst hefði gengið í þjónustu við verktaka og auðmenn. Lofar hreinni miðborg 17. júní  Undirbúningur hafinn að myndun sérstakra kjarnasvæða í miðborginni  Á kjarnasvæðunum verða m.a. gerðar ríkar kröfur um byggða- og borgarvernd ÁKVEÐINN subbuskapur er af bílum í miðborginni. Þetta kom fram í máli Gísla Marteins Baldurssonar, formanns umhverfis- og samgönguráðs í gær. Gísli Marteinn sagði á undanförnum mánuðum og árum hefði sigið mjög á ógæfuhliðina. „Við höfum misst stjórn á því hvernig og hvar bílum væri lagt í miðborginni,“ sagði hann. Mjög víða væri erfitt fyrir gangandi vegfarendur að komast um. Gísli sagði að borgin hefði sofið á verðinum þegar ákveðið var að setja 1.600-1.800 bílastæði undir nýja tónlistarhúsið án þess að ákveða að fækka stæðum ofanjarðar. Hann sagði nauðsynlegt að merkja betur þá staði sem ekki mætti leggja á. Í dag legðu t.d. margir bílum á Lækjartorgi, refsilaust, enda væri þar ekkert skilti um að bannað væri að leggja þar. Subbuskapur af bílum Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞEGAR fremstu bílarnir voru við Seðlabankann voru þeir síðustu ekki lagðir af stað úr Klettagörðum, það var samfelld röð alla leið, margir bættust í hópinn og þetta tókst mjög vel í dag. Við höldum ótrauð áfram þar til við fáum viðbrögð,“ sagði Hjörtur Jónsson, fulltrúi sendibíl- stjóra, um mótmæli atvinnubílstjóra vegna hækkana á eldsneytisverði, sem fram fóru í gær. Á þriðja hundrað ökutækja ók frá Klettagörðum um Sæbraut og inn á Austurvöll, þar sem Sturlu Böðv- arssyni, forseta Alþingis, var afhent áskorun til ríkisstjórnarinnar um lækkun eldsneytisverðs. Mótmælin voru skipulögð af Ferðaklúbbnum 4x4 og voru þau umfangsmestu sem haldin hafa verið síðustu daga. Að sögn lögreglu höfuðborg- arsvæðisins var viðbúnaður nokkur við Alþingi og á götum borgarinnar, en allt gekk áfallalaust fyrir sig. Minniháttar lokanir voru á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar eftir að bílarnir fóru úr miðbænum. Einnig var lokað á Gullinbrú og hægaakstur var á Kringlumýrarbraut til suðurs. Vonandi það sem til þarf Hávaðinn var ærandi er trukkar og jeppar renndu fram hjá Alþing- ishúsinu og bílstjórar þeyttu flautur og þokulúðra í mótmælaskyni. Blaðamaður hafði tal af nokkrum bílstjóranna og var mikill hugur í mönnum: „Þetta er vonandi það sem til þarf svo eitthvað breytist, ég ferðast gjarnan innanlands þar sem ég er leiðsögumaður en það fer að verða erfitt eins og verðlagið er orð- ið,“ sagði meðlimur í Ferðaklúbbn- um 4x4 og Jeppavinum sem hefur það að atvinnu að aka ferðamönnum um landið. Áætlað er að á fimmta hundrað manns hafi safnast saman á Aust- urvelli til að sýna bílstjórum sam- stöðu. Heyra mátti nokkur vonbrigði hjá viðmælendum Morgunblaðsins sem töldu þátttökuna alltof slaka og var mörgum heitt í hamsi. „Löngu tímabært“ „Fólk ætti að skammast sín, það hefðu miklu fleiri mátt sýna sam- stöðu og mæta hingað í dag,“ sögðu hjónin Helga og Einar sem gerðu sér far í bæinn til að taka þátt í mót- mælunum, „það er löngu tímabært að fólk láti í sér heyra, landsmenn hafa alltof lengi látið valta yfir sig.“ Það var breiður hópur sem mætti á Austurvöll og var barnafólk þar á meðal. „Við þurfum að koma börn- unum í leikskóla, komast í vinnu og sækja börnin og það getum við ekki án þess að vera á tveimur bílum. Þetta verð er fólki ekki bjóðandi, hvað þá barnafólki,“ sagði heim- ilisfaðir sem kom gagngert til að vera viðstaddur mótmælin „það mætti líka gera manni auðveldara fyrir að kaupa vistvæna bíla.“ Mótmælin fóru átakalaust fram þó að einhverjir hefðu viljað meiri has- ar og var unglingsstúlka elt uppi af lögreglu eftir að hafa kastað eggi í Alþingishúsið. „Þetta hefur gengið ágætlega, það sem skipti sköpum er að við vorum vel undirbúin og gátum skipulagt okkur. Við erum svo bara viðbúin að mæta framhaldinu,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn höf- uðborgarsvæðisins. Mótmæli víðar um landið Um sjötíu ökutækjum, aðallega flutningabílum og vinnuvélum, var ekið um götur Akureyrar í gær og urðu nokkrar tafir á umferð. Vörubílstjórar og félagar í Aust- urlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4 mótmæltu á Egilsstöðum og þeyttu flautur. Um áttatíu vörubílar, rútur, jeppar og önnur ökutæki tepptu Fagradalsbraut með hægaakstri. „Höldum ótrauð áfram“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Áskorun Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, ræðir við Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis, eftir að honum hafði verið afhent áskorun til ríkisstjórnarinnar um að eldsneytisverð verði tekið til endurskoðunar. Umfangsmestu mótmæli atvinnu- bílstjóra til þessa fóru fram í gær Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Um sjötíu bílum var ekið löturhægt um götur Akureyrar í gær og flautur þeyttar í mótmælaskyni. Hér heldur flotinn upp Dalsbraut. Í HNOTSKURN »Í áskoruninni til ríkisstjórn-arinnar var farið fram á lækkun álagna ríkisins á elds- neytisverð. »Búist er við áframhaldandimótmælum og hyggjast bíl- stjórar ekki gefast upp fyrr en kröfum þeirra verður svarað. Á TÍMABILINU mars 2007 til febr- úar 2008 hækkaði matvælaverð á Íslandi um 6,5%, í Danmörku um 7,2%, í Svíþjóð um 6,0%, í Noregi um 3,3% og í Finnlandi um 6,1%. Meðaltalshækkun á matvælum á Norðurlöndunum á þessu tímabili nam því 5,8%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Teknar voru saman ýmsar upp- lýsingar um verðlagsþróun á mat- vörum síðasta árið. Samantektin var gerð til að varpa ljósi á að verð- hækkanir eru hvorki einskorðaðar við íslenska verslun eða framleið- endur matvæla. Viðmiðunartíma- bilið var frá 1. mars 2007 þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður og vörugjöld afnumin. Svipaðar verðhækkanir á matvælum HAFNARFJARÐARBÆR hefur tekið erlent lán upp á um þrjá millj- arða króna, en umsjón og ráðgjöf vegna lántökunnar var í höndum Aska Capital. Um er að ræða fjölmynta veltu- lán til þriggja ára, en að teknu tilliti til núverandi markaðsástæðna þótti ráðlegra að semja ekki við lánveit- anda til langs tíma, m.a. til að festa sveitarfélagið ekki í þeim láns- kjörum sem nú ríki á lánsfjármörk- uðum. Álag á lánið var tiltölulega lágt, eða frá 75 grunnpunktum á evru upp í 85 grunnpunkta á Kan- adadal. Hafnarfjarðarbær leitaði tilboða hjá innlendum og erlendum fjár- málastofnunum, en gekk til samn- inga við hinn írska DEPFA bank. Er lánið tekið til að fjármagna þær framkvæmdir sem fram koma í fjárhagsáætlun 2008-2011. Taka lán með lágu álagi Morgunblaðið/Árni Sæberg GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að ekkert sé athugavert við það að hann og utanríkisráðherra fari með einkaþotu til Búkarest í Rúmen- íu á fund Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, 2.-4. apríl, þar sem kostn- aðurinn sé svipaður og við það að fara með áætlunarflugi. Að auki sé mikill tímasparnaður af þessum ferðamáta samanborið við að fara með áætlunarflugi. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi. Meðal annars kom fram að hann hefði ekki getað setið fyrir svörum í Kastljósi í gær hefði hann farið með áætlunarflugi þar sem hann hefði þurft að vera lagður af stað. Ekkert at- hugavert við einkaþotuferð ÖKUMAÐUR fólksbíls sofnaði und- ir stýri og hitti ekki á brúna yfir Seljadalsá í Reykjadal skammt frá Laugaskóla klukkan 3.30 í gær. Framendi bílsins braut gat á ísinn en ísinn hélt og að sögn lögreglunnar á Húsavík var hinn 19 ára ökumaður heppinn að fara ekki niður úr ísnum. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Sofnaði og hitti ekki á brúna ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.