Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 9
FRÉTTIR
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VÖRUBÍLSTJÓRAR hafa undan-
farna daga mótmælt háu eldsneyt-
isverði og gert um leið lögreglunni
heitt í hamsi með því að stöðva um-
ferð á mikilvægum umferðaræðum
Reykjavíkur. Og helsti leiðtogi þeirra
er Sturla Jónsson. En hver er mað-
urinn sem menn ýmist gagnrýna fyr-
ir að hefta för almennings eða hrósa
fyrir að taka upp hanskann fyrir
sama almenning?
„Ég er 41 árs, fæddur í Reykjavík
og alinn upp í Breiðholtinu en bý nú
með eiginkonu og þremur sonum í
Grafarvoginum,“ segir Sturla. „Ég
hef alltaf þurft að vinna hörðum
höndum fyrir mínu og fæddist ekki
með silfurskeið í munninum. Maður
þurfti að naga rifbein þegar maður
var krakki!“
Sturla er ekki með mikla skóla-
menntun, segist ekki einu sinni hafa
lokið við grunnskólann. Bækur og
hann hafi ekki átt samleið. En hann
hefur unnið ýmis störf um ævina,
meðal annars verið til sjós, unnið við
járnsmíði, múrverk, rafvirkjun og
fleira en hefur nú verið verktaki í tíu
ár og rekur vörubíl og stóra belta-
gröfu.
Bílana og tækin flytur hann inn
sjálfur, Volvo-vörubílinn nýja frá
Kanada, vélavagninn frá miðríkjum
Bandaríkjanna og hann er nú að láta
smíða fyrir sig malarvagn vestra.
Þannig sleppur hann við að borga
umboðunum álagninguna sem hann
segir geysimikla. Sturla nýtur þess í
viðskiptunum að vestanhafs búa
frændur hans sem hafa verið honum
innan handar og er hann í nánast
daglegum samskiptum við þá.
„Ég hef aldrei verið hræddur við
að hringja, enginn hefur verið laminn
gegnum síma,“ segir hann hlæjandi.
Sturla er oft með fleiri bíla í vinnu,
oft sjö eða átta. Hann segist taka að
sér margvísleg verk en hefur mest
unnið við gatnagerð og mokað fyrir
húsgrunna, mest á höfuðborgar-
svæðinu.
Bönkunum er skítsama
Sturla segir vinnudaginn oft lang-
an hjá sjálfstæðum verktökum, 12-14
stundir, jafnvel líka um helgar en síð-
an um miðjan janúar hefur verið
minna að gera en á undanförnum ár-
um.
„Það hefur ekki verið neitt að gera.
Það á eftir að ljúka við mörg verk
sem menn voru byrjaðir á en jarð-
vinnugeirinn, sem ég er í, hefur hrap-
að. Þessi endi er alltaf verst settur
þegar fer að hægja á. Maður mokar
kannski fyrir einhvern, honum geng-
ur illa að fá fjármagn til að byggja
húsið. Bankinn setur skilyrði um að
búið sé að steypa allavega sökklana
áður en lán verði veitt. Þá borgar
bankinn jafnvel sökklana til að hús-
byggjandinn geti haldið áfram en
jarðvinnuverktakinn situr eftir.
Bankarnir stýra því hvert pening-
arnir fara og þeim er skítsama um
þann sem gróf grunninn að húsinu
sem þeir ætla jafnvel að hirða af hús-
byggjandanum. Það er þeirra gróði
að fá þetta frítt.“
– Ykkur er illa við reglurnar um
hvíldarskyldu bílstjóra, vökulögin
eins og þið nefnið þau …
„Já, alla forræðishyggjuna. Ég
man eftir samtali við gamla konu, 94
ára held ég. Hún sagði að eitt það
versta sem búið væri að gera þjóðinni
væri að krökkum hefði verið bannað
að vinna fram til 13-14 ára aldurs. Í
hnignandi þjóðfélagi er svona orku-
miklu fólki bannað að gera nokkurn
skapaðan hlut. Það er ekkert að því
að 13 eða 14 ára gamall gemlingur sé
í byggingavinnu.“
– En þú veist að stundum var
krökkum þrælað út, ekki satt?
„Auðvitað en það hefur varla verið
nokkur þrældómur hér á Íslandi síð-
ustu áratugina. Hér ríkir forræðis-
hyggja, alltaf einhver andandi ofan í
hálsmálið á þér.“
Sturla Jónsson, vörubílstjóri og verktaki, berst gegn hækkandi eldsneytisverði
„Hér ríkir for-
ræðishyggja“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Skeleggur Sturla Jónsson, vörubílstjóri og verktaki í Reykjavík: „Hef allt-
af þurft að vinna hörðum höndum fyrir mínu.“
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞETTA var það sem við stefndum
að og var bæði gleðilegt og að
sumu leyti óvænt,“ segir Snorri
Magnússon, sem hefur verið kjör-
inn formaður Landssambands lög-
reglumanna. Hann tekur við starf-
inu á Landssambandsþingi í lok
mánaðarins. Listinn sem Snorri fór
fyrir fékk 70% atkvæða í kosningu
sem fram fór nýverið. Tveir listar
voru í framboði og var listi upp-
stillingarnefndar felldur.
Snorri hefur verið í stjórn Lög-
reglufélags Reykjavíkur og starfað
sem lögreglumaður í Reykjavík frá
árinu 1984. Hann er nú rannsókn-
arlögreglumaður hjá lögreglu höf-
uðborgarsvæðisins. „Þannig að ég
þekki alla innviði lögreglunnar, hef
starfað í öllum deildum lögregl-
unnar að umferðardeildinni undan-
skilinni,“ segir Snorri.
Eftirlaun og öryggi
Spurður um áherslur hjá Lands-
sambandinu á næstunni segir
Snorri tvennt standa upp úr:
Launa- og öryggismál. Af nógu
öðru sé einnig að taka. „Það er al-
veg kristaltært að við munum
sækjast eftir verulegri hækkun
grunnlauna og leggja áherslu á
lækkun eftirlaunaaldurs lögreglu-
manna,“ segir Snorri.
Þegar hafi áfangar náðst hvað
varðar eftirlaunaaldurinn og er
hann nú 65 ár. „En við viljum halda
þeirri baráttu áfram,“ segir hann.
„Svo viljum við að það verði tekið
af alvöru á ofbeldisbrotum gegn
lögreglunni. Við sættum okkur
ekki við að sjá viðlíka dóma og
þegar ráðist var á fíkniefna-
lögregluna nýverið,“ og vísar
Snorri þar til þess er tveir karl-
menn voru sýknaðir í héraðsdómi
af ákæru fyrir ofbeldi gegn lög-
reglumönnum á Laugaveginum í
janúar sl. en félagi þeirra var sak-
felldur og dæmdur í 60 daga skil-
orðsbundið fangelsi.
Þá segir Snorri að gera þurfi
bragarbót á menntunarmálum lög-
reglumanna. „Við munum beita
okkur fyrir fjölgun lögreglumanna
og einnig leggja sérstaka áherslu á
menntunarmál.“
Snorri segir að tryggja þurfi
rekstrargrundvöll Lögregluskóla
ríkisins. Er m.a. áhugi á því að
lengja námið og auka möguleika á
framhaldsmenntun. „Skólinn hefur
verið með mjög metnaðarfullt starf
í framhaldsdeild þó hann hafi ekki
fengið sérstakar fjárheimildir til
þess,“ segir Snorri og vill leiðrétt-
ingu þar á.
Kjarasamningar lögreglumanna
eru lausir í haust.
Launa- og öryggismál verða
sett á oddinn í framtíðinni
Morgunblaðið/Ómar
Á vaktinni Snorri Magnússon tekur við formennsku í Landssambandi lög-
reglumanna í lok mánaðarins en hann hefur áratuga starfsreynslu.
STJÓRN Félags sumarhúsaeigenda
í landi Kárastaða við Þingvallavatn
lýsir yfir stuðningi við Pétur Jón-
asson og fleiri líffræðinga um mik-
ilvægi þess að varðveita lífríki Þing-
vallavatns.
Lagning fyrirhugaðs þjóðvegar
yfir Lyngdalsheiði muni auka mjög
umferðarþunga í gegnum þjóðgarð-
inn með aukinnimengun og röskun á
lífríki vatnsins. Ítrekaðar eru ábend-
ingar um að hámarkshraði á Þing-
vallavegi um Mosfellsheiði þoli ekki
meiri hámarkshraða en 80 km og að
hámarkshraði innan vatnsverndar-
sviðs Þingvallavatns verði 60 km.
Styðja Pétur
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Hörkjólar og -jakkar
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Glæsileg
sparidress
Mikið úrval - góð verð
Sundaborg 11-15
• Verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði
• Heildarstærð 2000 m2.
• Afar góð staðsetning í næsta nágrenni við Sundahöfn
• Frábært útsýni
• Malbikuð bílastæði og gott athafnasvæði
• Gott ásigkomulag jafnt utan sem innan
• Til greina kemur að selja í tveimur hlutum
Afmælisþakkir
Sendi kveðjur og þakklæti til allra sem glöddu
mig á 95 ára afmælinu 26. mars síðastliðinn.
Kær kveðja,
Valgerður Sóley Ólafsdóttir
frá Jörfi.