Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 10

Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grimm veröld, eitt allsherjar samsæri. VEÐUR Hugh Hendry, yfirmaður fjár-festingasviðs breska vog- unarsjóðsfyrirtækisins Electica Asset Management sagði í samtali við breska dagblaðið Times fyrir tæpum tveimur árum að hann vildi láta minnast sín sem manns- ins sem gerði Ísland gjaldþrota.     Þetta varrifjað upp í frétt í Morgun- blaðinu í gær þar sem kom jafnframt fram að einn sjóða Elec- tica, the Elec- tica Fund, væri sjóður sem fjárfesti í hlutabréfum og gjaldmiðlum. Sjóðurinn er um 19,1 milljarðs króna virði.     Þar kemur fram að í yfirliti yfirstöðu sjóðsins í febrúar- mánuði hafi um 10% af fjárfest- ingum sjóðsins í gjaldeyri verið skortstaða í íslensku krónunni. Ekki er gefið upp um hve mikla fjármuni ræðir, en væntanlega er þar um innan við tveggja millj- arða króna eign í krónum að ræða, þegar litið er á heild- arstærð sjóðsins.     Það er því annaðhvort mont eðahreinræktuð heimska sem ræður orðum ofangreinds Hugh Hendry, þegar hann gerir sér vonir um að „verða þekktur sem maðurinn sem gerði Ísland gjald- þrota“, nema hvort tveggja sé.     Tveir milljarðar til eða frá ogþótt þeir væru miklum mun fleiri, skipta engum sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf – sem betur fer.     Vill einhver hafa mann í vinnusem hefur það að köllun að gera eitt örríki norður í Atlants- hafi gjaldþrota? STAKSTEINAR Hugh Hendry Mont eða heimska SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                                 *(!  + ,- .  & / 0    + -              ! "#  $                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                              :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                             *$BC                    !   "#  $$        %&   '      ( !   )  *  +       *! $$ B *! %& '#  & #  (  )#* ) <2 <! <2 <! <2 %(#'  +$,-" ).  C $            /       !, ,    )    ' <7   *%     -        .            '     +   <   -  %    /               # !   *  %   /0 )11  )# 2 )  ")+$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björgvin Guðmundsson | 1. apríl Ólöglegt að hvetja til verðhækkana „Hagsmunaaðilar á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri um- fjöllun um verðhækk- anir. Í slíkri umfjöllun kunna að felast brot á samkeppnislögum.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, en að undanförnu hafa m.a. forsvarsmenn Bændasamtakanna og fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna fjallað … Meira: gudmundsson.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 1. apríl Naktir vegagerð- armenn … Vestfirskir vegagerð- armenn hafa ákveðið að mótmæla með afar at- hyglisverðum hætti af- leitum vegasamgöngum í fjórðungnum. Þeir segja að nú sé mælirinn fullur, þeir geti ekki lengur setið að- gerðarlausir með hendur í skauti. Vegasamgöngur á Vestfjörðum séu klárt brot á mannréttindum. Og hvað ætla mennirnir að gera? Haldið ykkur! Þeir ætla að láta mynda sig … Meira: olinathorv.blog.is Gísli Tryggvason | 1. apríl Aprílgabb í garð háskólafólks? Í dag hittist í fyrsta skipti tvíhöfðanefnd for- sætisráðherra um þró- un Evrópumála; þar eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaafla, atvinnu- rekenda og launafólks – eða hvað? Þau tæpu sjö ár sem ég var framkvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna (BHM) leit ég að vísu svo á – og hegðaði mér eftir því – að BSRB væri eins og eldra systkini í hópi samtaka opinberra … Meira: neytendatalsmadur.blog.is Jón Magnússon | 1. apríl Vörubílstjórar njóta samúðar en mega ekki ganga of langt Aðgerðir vörubílstjóra undanfarna daga hafa vakið verðskuldaða at- hygli og notið almennrar velvildar almennings þrátt fyrir að aðgerð- irnar hafi hingað til bitn- að á almennum borgurum í umferð- inni. Bæði vörubílstjórum og venjulegum bifreiðaeigendum finnst ríkið leggja of miklar álögur á olíu og bensín. Mikilvægt er fyrir vörubílstjóra að hafa almenning með sér í baráttunni. Aðgerðir eins og vörubílstjórarnir standa fyrir eru jú til þess að fá al- menning til liðs við sig og gera ráða- mönnum grein fyrir því hvað málið er alvarlegt. Það hefur vörubílstjórum tekist. Vörubílstjórar mega vita það að ýmsir sem sitja á Alþingi þar á meðal ég telja nauðsynlegt að draga úr álög- um ríkisins á bensín og olíur og við eigum þannig fulla samstöðu með Vörubílstjórum. Ríkisstjórnin hefur … Meira: jonmagnusson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Kristín M. Jóhannsdóttir | 1. apríl Frekari fréttir af Dziekanski-málinu Munið þið ennþá eftir Robert Dziekanski- málinu, pólska mann- inum sem lést á flugvell- inum í Vancouver? Eitt af því sem maður skildi aldrei var hvernig stóð á því að hann var á flugvellinum í marga klukkutíma áður en hann lést. Nú hafa yfirvöld birt myndbönd úr eftirlitsvélum flugvallarins og þar má fylla svolítið inn í myndina þótt aldrei verði hægt að skýra til fulls hvað fór fram í huga mannsins þennan síðasta dag hans. Svo virðist sem hann hafi aldrei skilið almennilega hvað hann átti að gera. Hann kom inn í flugvallarbygginguna með öðrum en var sendur í innflytj- endaeftirlitið þar sem hann var að flytja til landsins. Líklega hefur hann aldrei almennilega skilið það því hann fór í áttina að innflytjendaeftirlitinu (hefur líklega verið bent þangað) en fer aldrei inn. Þannig líða margir klukku- tímar þar sem hann heldur sig … Meira: stinajohanns.blog.is STÆRÐFRÆÐIKEPPNI grunn- skólanema í Breiðholti fór fram 4. mars sl. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti sér um framkvæmd keppninnar með styrk Reykjavíkurborgar. Í ár voru þátttakendur 201 úr 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna fimm í Breið- holti. Þetta er í 11. sinn sem keppnin fer fram. Allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Stigahæstu keppend- um var boðið til sérstakrar verð- launaafhendingar í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 13. mars. Glitnir, Heimilstæki og VÍS gáfu verðlaun til keppninnar. Stigahæstu keppendur í hverjum árgangi voru: 10. bekkur 1. Atli Guðlaugsson, Hólabrekkuskóla. 2. Una Sólveig Jóakimsdóttir, Breiðholtsskóla. 3. Þorsteinn Halldórsson, Hólabrekkuskóla. 4. Sindri Snær Magnússon, Seljaskóla. 5.-7. Jón Bjarki Oddsson, Seljaskóla. 5.-7. Ívar Kristinn Jasonarson, Hólabrekkuskóla. 5.-7. Rebekka Helga Pálsdóttir, Seljaskóla. 9. bekkur 1.-2. Viktor Pajdak, Ölduselsskóla. 1.-2. Arnór Gunnar Gunnarsson, Ölduselsskóla. 3.-4. Hlynur Freyr Jónsson, Ölduselsskóla. 3.-4. Guðrún Margrét Viðarsdóttir, Breiðholtsskóla. 5.-6. Álfur Birkir Bjarnason, Seljaskóla. 5.-6. Linh Thuy Vu Duong, Fellaskóla. 8. bekkur 1. Fanney Hrund Jónasdóttir, Ölduselsskóla, 2. Katrín Blöndal, Breiðholtsskóla. 3. Jóna Valdís Benjamínsdóttir, Ölduselsskóla. 4. Kristín Hulda Þórhallsdóttir, Hólabrekkuskóla. 5. Elín Björk Hallsteinsdóttir, Breiðholtsskóla. Ungir Breiðhylt- ingar kepptu í stærðfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.