Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 11

Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR B.Ed. í grunnskólakennarafræði B.Ed. í leikskólakennarafræði B.S. í iðjuþjálfunarfræði B.S. í líftækni UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ B.S. í sjávarútvegsfræði B.S. í umhverfis- og orkufræði B.S. í viðskiptafræði Háskólinn á Akureyri býður upp á fjarnám sem fer að mestu fram í gegnum netið en til stuðnings eru myndfundir, lotur og aðrar samskiptaaðferðir. Kynntu þér málið! KYNNINGARFUNDUR Á NORDICA MIÐVIKUDAGINN 2. APRÍL KL. 17-18 Í boði er eftirfarandi nám: Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000. Allir velkomnirwww.unak.is Fjarnám á háskólastigi LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu óskar eftir upplýsingum um tvo menn sem brutust inn í skartgripa- verslun í miðborg Reykjavíkur að- faranótt fimmtudagsins 27. mars sl. Mynd náðist af öðrum þjófnum en rannsókn hefur enn sem komið er ekki leitt til handtöku mannanna. Saman höfðu þeir á brott með sér á annan tug armbandsúra af Ray- mond Weil- og Revue Thommen- gerð. Þeir sem telja sig þekkja manninn eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100. Þekkist hann? Mynd náðist af öðrum þjófnum í skartgripaversluninni. Lýst eftir stórtækum úraþjófum BANDALAG háskólamanna hefur mótmælt auglýsingu um stöðu vega- málastjóra og krefst þess í bréfi til samgönguráðherra að auglýsingin verði dregin til baka og ný auglýsing birt þar sem fram komi með skýrum hætti hvaða menntunarkröfur séu gerðar vegna ráðningar nýs vega- málstjóra. Í bréfinu kemur fram að nokkrir félagsmenn aðildarfélaga BHM hafi vakið athygli bandalagsins á auglýs- ingu um stöðu vegamálstjóra sem birtist á Starfatorgi 19. mars sl „Þar er gerð krafa um háskólamenntun í verkfræði eða sambærilega mennt- un. Alls óljóst er hvað átt er við með sambærilegri menntun; er átt við sambærilega lengd menntunar eða menntun í skyldum greinum og þá hverjum? Sé litið til verkefna stofn- unarinnar eins og þau eru skilgreind í lögum í 5 gr. laga nr. 80/2007 felast þau helst í aðstoð við ráðherra vegna stefnumótunar, skiptingu fjármuna, rekstur og umsjón tilgreindra mála- flokka. Á fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir um 35 milljarða króna umsvif- um Vegagerðarinnar og starfsmenn munu vera um 320. Í lögum um Vegagerðina er ekki gerð krafa um að vegamálstjóri hafi verkfræði- menntun. Með vísan til þess, verk- efna hennar og umsvifa fer Bandalag háskólamanna fram á að auglýsingin verði dregin til baka og staðan aug- lýst að nýju með skýrum kröfum um menntun umsækjenda,“ segir í bréf- inu. Mótmæla auglýsingu um stöðu vegamálastjóra ÁSTHILDUR Helgadóttir verkfræðingur og knattspyrnu- kona hefur tekið sæti í stjórn Ís- lenskra get- rauna. Ásthildur er skipuð af menntamála- ráðherra í stjórn- ina fyrir hönd íþróttanefndar ríkisins. Ásthildur Helgadóttir er aðeins önnur konan sem skipuð er í stjórn Íslenskra getrauna í 52 ára sögu fyrirtækisins. Hin var Líney Rut Halldórsdóttir sem nú gengur úr stjórn eftir að hafa tekið við starfi framkvæmdastjóra Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Ásthildur í stjórn Getrauna Ásthildur Helgadóttir SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Íslands og Færeyja gengu í gær frá fiskveiðisamningi milli landanna, sem felur m.a. annars í sér að Fær- eyingar fá að veiða 30 þúsund lestir af loðnu við Ísland á næstu loðnu- vertíð svo fremi að útgefinn kvóti verði a.m.k. 500 þúsund lestir. Sé gefinn út minni kvóti fá Fær- eyingar 5% í sinn hlut. Samkomulag er um að þjóðirnar fái áfram að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld innan lögsögu hvorrar annarrar. Botnfiskveiðiheimildir Fær- eyinga við Ísland verða óbreyttar á árinu 2008. Færeysk skip hafa því heimild til að veiða 5.600 lestir af botnfiski, en heildarafli þorsks verður þó aldrei meiri en 1.200 lest- ir og lúðuafli aldrei meiri en 45 lest- ir sem er um helmings skerðing milli ára. Þá hafa íslensk skip heimild til að veiða 2.000 lestir af Hjaltlandssíld við Færeyjar og 1.300 lestir af makríl. Samningur um fiskveiði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.