Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
MEIRIHLUTI utanríkismála-
nefndar Alþingis leggur til tals-
verðar breytingar á varnarmála-
frumvarpi utanríkisráðherra, sem
felur m.a. í sér stofnun Varnar-
málastofnunar. Með frumvarpinu
er reynt að skilja alfarið milli
borgaralegra og hernaðarlegra
verkefna en í nefndarálitinu segir
að ekki reynist auðvelt að draga
skýr skil þar á milli. M.a. þurfi
borgaralegar stofnanir, á borð við
lögreglu, Fjármálaeftirlitið og
sóttvarnarlækni, að geta komið að
hættumati. Nefndin telur ekki að
starfsmenn Varnarmálastofnunar
eigi einir að taka þátt í starfi
nefnda og undirstofnana Atlants-
hafsbandalagsins og í álitinu er
tekið dæmi um að embætti ríkis-
lögreglustjóra eigi aðkomu að al-
mannavarnarnefnd bandalagsins.
Taka þurfi af allan vafa um að slík
þátttaka verði áfram möguleg.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að utanríkisráðherra móti stefnu
um framkvæmd varnarmála en í
áliti nefndarinnar segir hins veg-
ar að hafa þurfi samráð við utan-
ríkismálanefnd í þessum efnum.
Þá telur nefndin ekki ástæðu til
að ráða forstjóra Varnarmála-
stofnunar áður en stofnunin verð-
ur til, eins og frumvarpið gerir
ráð fyrir, og leggur til að skýrt
verði kveðið á um að hann hafi
lokið háskólaprófi en í frumvarps-
textanum er talað um háskóla-
menntun.
Ekki skýr skil milli borgara-
og hernaðarlegra verkefna
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
MIKLAR efasemdir virðast vera innan Samfylking-
arinnar um boðaða uppstokkun lögregluembættisins á
Suðurnesjum en þrír þingmenn flokksins, Árni Páll
Árnason, Helgi Hjörvar og Lúðvík Bergvinsson, stigu í
pontu Alþingis í gær og töldu ekki hafa komið fram
nægjanleg rök fyrir áformunum. Sögðu þeir starfsemi
embættisins hafa verið árangursríka og að ekki væri
ástæða til að „gera við það sem ekki er bilað“.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
kom áformum dómsmálaráðherra í þessum efnum til
varnar og sagði tollgæslu og löggæslu almennt vera að-
skildar í landinu. Þetta væri liður í að afnema sérstakar
reglur sem giltu um Keflavíkurflugvöll. Það útiloki hins
vegar ekki áframhaldandi gott og náið samstarf.
Lúðvík Bergvinsson sagði hins vegar að meginregl-
an væri að sami maðurinn væri lögreglustjóri og toll-
stjóri. „Sú breyting sem hér er verið að boða er und-
antekning frá meginreglunni á landinu,“ sagði Lúðvík.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, var ekki
hrifin af áformunum og vildi fá skýr svör um hvort
Samfylkingin styddi þau eða ekki. „Það er afar hættu-
legt að gefa lögreglumönnum og tollvörðum sem hafa
unnið afar gott starf falskar vonir,“ sagði Siv og Grétar
Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra, var ósáttur við
framkomu dómsmálaráðherra. „Við höfum orðið vitni
að því í þessu máli að við fáum tilkynningu frá dóms-
málaráðherra um það að hann ætli að breyta lögum.
Hann kemur fram við Alþingi eins og hann ráði því
einn og geti stjórnað því einn,“ sagði Grétar.
Morgunblaðið/Kristinn
Samfylkingin lítt hrifin
Ekkert bil Engin ástæða er til að gera við það sem ekki bilar, sagði Lúðvík Bergvinsson á Alþingi í gær.
Breytingar á lögregluembættinu á Suðurnesjum útiloka
ekki gott og náið samstarf, segir Birgir Ármannsson
ALMA Lísa Jóhanns-
dóttir, sem nú situr á
þingi fyrir VG, hefur
ásamt þremur flokks-
systkinum sínum lagt
fram þingsályktun-
artillögu þess efnis að
mótuð verði stefna í
málefnum kvenfanga
og að undirbúningur að
byggingu deildaskipts
fangelsis fyrir konur
verði hafin. Í greinargerð er vitnað til nið-
urstöðu nefndar um framtíðarrekstur
Litla-Hrauns og bent á mikilvægi þess að
konur geti afplánað refsivist í sérstöku
kvennafangelsi. „Þarfir kven- og karl-
fanga eru ólíkar. Konur eru í ýmsum til-
vikum verr staddar en karlar vegna and-
legra eða líkamlegra sjúkdóma þegar þær
koma til vistunar,“ segir jafnframt í tillög-
unni og lögð er áhersla á að hlúa vel að
heilsufari kvenna í fangelsum.
Kvennafangelsi
mikilvægt
Alma Lísa
Jóhannsdóttir
HÁTT í sjö milljónum króna hefur verið
varið úr ríkissjóði til athugunar á bygg-
ingu olíuhreinsunarstöðvar á Vest-
fjörðum. Þetta kemur fram í svari iðn-
aðarráðherra fyrir fyrirspurn Álfheiðar
Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna.
Í svarinu kemur einnig fram að þó að
haldgóðar upplýsingar um losun liggi ekki
fyrir sé ljóst að hún rúmist ekki innan los-
unarheimilda. „Því þyrfti annað tveggja
að koma til, förgun/nýting koltvísýrings
eða aðkeypt losunarheimild erlendis frá af
hálfu framkvæmdaraðila,“ segir í svarinu.
Sjö milljónir í
athugun á olíu-
hreinsunarstöð
Allt í plati
1. apríl setti svip sinn á Alþingi í
gær. Þingmenn höfðu sumir látið
blekkjast af aprílgöbbum fjölmiðla
og m.a. svelgst á morgunkaffinu
vegna meintra ritstjóraskipta 24
stunda og óstaðfestra fregna um að
núverandi ritstjóri ætti að hafa eitt-
hvað með borgarstjórn Reykjavíkur
að gera. Þingverðir létu sitt heldur
ekki eftir liggja og blaðamaður Morg-
unblaðsins átti undarlegt samtal við
þingmann þar sem hvor um sig þótt-
ist hafa fengið símboð frá hinum.
Flautur þandar
Mótmæli bílstjóra fóru heldur ekki
framhjá neinum í Alþingishúsinu
enda glumdu bílflautur um allan
miðbæinn síðdegis. Um tíma var
nánast óvinnufært í húsinu en eftir
að stóru mótmæladekki hafði verið
rúllað inn í anddyrið þögnuðu flaut-
urnar smám saman og aftur varð
ökufært um stræti miðborgarinnar.
Lægri sektir
Viðskiptavinir banka landsins munu
ekki þurfa að óttast háar sektir
vegna yfirdráttar á debetkortinu ef
nýtt frumvarp viðskiptaráðherra
verður að lögum. Í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að slík gjaldtaka (FIT-
kostnaður) eigi að vera hófleg og
endurspegla kostnað vegna yfirdrátt-
arins. Bönkum mun einnig verða
skylt að láta neytendur vita ef kemur
til hækkana á gjaldskrá.
Þingið ráði
Kristinn H.
Gunnarsson,
Frjálslyndum,
og fleiri þing-
menn fjögurra
flokka hafa
lagt fram frum-
varp þess efnis
að Alþingi velji
ríkisend-
urskoðanda en
ekki forsæt-
isnefnd þings-
ins eins og nú er. Í greinargerð er
bent á að samkvæmt lögum eigi for-
seti Alþingis að skera úr ef ágrein-
ingur verður í forsætisnefndinni.
„Þetta þýðir að í raun er það vilji for-
seta sem ávallt ræður, því að þótt
allir varaforsetar séu á einu máli
dugir það ekki til ef ágreiningur er við
forseta Alþingis,“ segir jafnframt í
greinargerðinni.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og á
dagskrá eru þrettán fyrirspurnir, m.a.
um virkjunarkosti á Vestfjörðum og
lagningu vegar yfir Grunnafjörð.
Kristinn H.
Gunnarsson
FRÉTTIR
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fylgjast sérstaklega
náið með verðlagsþróun á næstunni og verður
gert tímabundið átak í verðlagseftirliti af þeim
sökum. Þetta var meðal annars niðurstaðan af
fundi viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðs-
sonar, með Alþýðusambandinu, Neytenda-
stofu og Neytendasamtökunum í gær.
Björgvin sagði að marmiðið með fundinum
hefði verið að efna til samstöðu stjórnvalda, að-
ila vinnumarkaðar og frjálsra félagasamtaka
til að sporna eins og kostur væri gegn boð-
uðum verðlagshækkunum. Í framhaldinu
myndi hann einnig funda með stórkaupmönn-
um og Samtökum verslunar og þjónustu á
föstudaginn kemur og síðan aftur með þessum
hóp eftir helgina. Hann myndi síðan skila
minnisblaði til ríkistjórnarinnar um stöðuna í
þessum efnum.
„Við ætlum strax að stórefla verðlagseftirlit
og gerð verðkannana bæði á markaði með mat-
væli, fatnað, rafmagnstæki og fleira til að fylgj-
ast ýtarlega með verðlagsbreytingum og veita
strangt aðhald að því að það sé verið að hækka
umfram tilefni, án þess að við séum að ætla
nokkrum það. Hins vegar er það sjálfsagður
réttur neytenda að við veitum alla þá við-
spyrnu sem hægt er að veita gegn verðhækk-
unum sem vonandi eru tímabundnar vegna
veikingar krónu og stöðu á erlendum fjármála-
og hrávörumörkuðum,“ sagði Björgvin.
Hann sagði að það væri ástæða til þess að
brýna alla til samstöðu til að standa vörð um
verðlag og andæfa gegn þessari verðhækkana-
hrinu eins og nokkur sé kostur, svipað og gert
hafi verið árið 2001 þegar samstarf stjórn-
valda, verkalýðshreyfingar og annarra hafi
skilað miklum árangri hvað það snerti að fá
menn til að standa saman til að halda aftur af
verðbólguþróuninni.
IKEA til fyrirmyndar
„Ég fagna sérstaklega yfirlýsingu frá IKEA
sem lýsti því yfir að þeir ætli að ekki að breyta
verðlagi næsta hálfa árið og höndla þeir þó ein-
ungis með innfluttar vörur. Mér finnst það til
fyrirmyndar,“ sagði Björgvin einnig.
Tímabundið átak í verðlagseftirliti
Viðskiptaráðherra átti fund með Alþýðusambandi Íslands, Neytendastofu og Neytendasamtökunum
þar sem ákveðið var að stórefla verðlagseftirlit og gerð verðkannana á næstu vikum og mánuðum
Morgunblaðið/Valdís Thor
Verðlagsþróun Fulltrúar ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtaka á fundi viðskiptaráðherra.
ÞETTA HELST …
SAMGÖNGURÁÐHERRA lagði í gær
fram lagafrumvarp á Alþingi um Land-
eyjahöfn en þar er lagt til að byggð verði
ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjum sem
alfarið verður í eigu ríkisins, fjármögnuð
úr ríkissjóði og rekin af ríkinu. Er höfn-
inni ætla að styrkja samgöngur milli lands
og Vestmannaeyja.
Í frumvarpinu er m.a. eignarnámsheim-
ild vegna þess lands, sem þarf undir höfn-
ina, varnargarða, efnistöku og vegagerð
henni tengda. Er m.a. kveðið á um, að ekki
þurfi að leita samninga við landeigendur
áður en eignarnámið fer fram og helgist
það af því, að þegar hafi verið fullreyndir
samningar við landeigendur um land fyrir
höfnina. Engin niðurstaða hafi orðið af
þeim samningaviðræðum og ekki við því
að búast, að hún fáist. Kostnaður er áætl-
aður um 3,1 milljarðar.
Landeyjahöfn
í ríkiseigu