Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 13
ÚR VERINU
NÚ ER þorskurinn kominn í fæðingarorlof. Veiðar á
hrygningarslóðinni hafa verið bannaðar meðan hrygn-
ing stendur sem hæst. Þurfa bátarnir því að sækja utar
en ella og það gera stóru bátarnir. Hinir smærri bíða
meðan sá guli klárar að hrygna. Annars er víða langt
komið með þorskkvótann, en í gær var búið að veiða
60%, þegar reyndar um 60% eru búin af fiskveiðiárinu.
Það má því segja að veiðin dreifist þokkalega á árið.
Reynar var hún lítil lengst af framan af en tók svo mik-
inn kipp þegar vertíðin hófst í febrúar. Staðan í ýsunni
er svipuð, það er búið að veiða tæp 60% kvótans.
Magnús Jónsson, skipstjóri á Sæstjörnunni SH 63,
hefur fiskað vel á Breiðafirðinum í vetur, en nú er hann
kominn í tímabundið orlof eins og þorskurinn.
Ljósmynd/Sverrir Karlsson
Sá guli kominn í fæðingarorlof
BÓKIN „Arctic-Subarctic Ocean
Fluxes: Defining the Role of the
Northern Seas in Climate um haf-
rannsóknir í Norðurhöfum er ný-
komin út hjá Springer-forlaginu.
Bókin fjallar um rannsóknir síðustu
ára á flæði sjávar milli heimskauta-
svæðanna í norðri og suðlægari
svæða í víðum skilningi. Mjög um-
fangsmiklar rannsóknir hafa farið
fram á þessu á síðustu árum undir
yfirumsjón ASOF-verkefnisins.
Alls koma um 100 höfundar að
gerð bókarinnar sem skiptist í 28
kafla sem spanna svæðið frá Ber-
ingssundi til Labradorhafs og þaðan
austur til Barentshafs.
Íslendingar hafa gegnt veigamiklu
hlutverki í þessum rannsóknum á
hafsvæðinu í kringum Ísland, m.a.
með þátttöku Hafrannsóknastofnun-
arinnar í mörgum Evrópuverkefn-
um. Steingrímur Jónsson, prófessor
við Háskólann á Akureyri og sér-
fræðingur við Hafrannsóknastofn-
unina, er meðhöfundur að þrem köfl-
um í bókinni en Héðinn
Kynnt á ráðstefnu
Valdimarsson, sérfræðingur við
Hafrannsóknastofnunina, er með-
höfundur að tveim köflum bókarinn-
ar. Útkoma bókarinnar var kynnt í
tengslum við ráðstefnuna „Ocean
Sciences meeting“ sem haldin var í
Orlando 2.-7. mars 2008 þar sem
haldin voru mörg erindi sem tengj-
ast efni hennar.
Kanna flæði sjávar
milli heimskauta
Hundrað höfundar koma að gerð bókar
„FISKIFÉLAGIÐ er sameiningar-
samtök í sjávarútvegi. Að félaginu
eiga aðild öll samtök sem tengjast
greininni.
Stærsta verkefni
okkar í dag er
vinna að um-
hverfismerki
fyrir sjávaraf-
urðir,“ segir
Helgi Laxdal,
nýkjörinn for-
maður Fiski-
félags Íslands.
Helgi Laxdal
var á síðasta aðalfundi kjörinn
formaður í stað Péturs Bjarnason-
ar, sem gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi formennsku hjá
Fiskifélaginu. Hann hafði gegnt
formennsku í félaginu um nálega
tíu ára skeið. Jóhannes Pálsson
kom nýr inn í stjórnina.
Stjórn Fiskifélags Íslands skipa
nú: Helgi Laxdal formaður, Krist-
ján Þórarinsson varaformaður,
Elínbjörg Magnúsdóttir ritari, Að-
alsteinn Baldursson, Árni Bjarna-
son, Gunnar Tómasson, Kristján
Loftsson, Jóhannes Pálsson, Sævar
Gunnarsson og Örn Pálsson.
Helgi segir að jafnframt vinnu
að gerð umhverfismerkisins hafi
félagið vaktað starfsemi erlendra
samtaka sem tengjast sjávar-
útvegi. Það hafi bæði verið gert
með því að sækja fundi þeirra og
vakta heimasíður þeirra á netinu.
Síðan hafi verið ýmis önnur,
kannski smærri verkefni, en
mikilvæg eins og útgerð skóla-
bátsins. Skiplagning fyrir náms-
ferðir nemenda úr grunnskólum
landsins út á sjó og fræðsla um ís-
lenzkan sjávarútveg. Þá sé mikið
leitað til Fiskifélagsins varðandi
upplýsingar af ýmsu tagi um
sjávarútveginn.
Miklar breytingar
„Starfsemi Fiskifélagsins hefur
breytzt geysilega mikið. Það er
ekki lengur eins sjáanlegt og það
var á árum áður. Félag eins og
þetta er sameiginlegt öllum sam-
tökum í sjávarútvegi. Þar eru
hagsmunirnir mjög mismunandi,
þar eru sjómenn, þar er útgerð og
fiskverkafólk. Eðlilega verða
hagsmunamálin breytileg. Það
þarf því kannski að stíga varlega
til jarðar. Kannski hafa menn stig-
ið fulllétt til jarðar að undanförnu.
Hugsunin hjá okkur er að reyna
að sinna þeim verkefnum, sem
greinin í heild getur verið sam-
mála um. Það er víðtækt sam-
komulag um umhverfismerkið. Við
erum að vinna í því og höfum aug-
lýst eftir sérfræðingi til aðstoða
okkur við þá vinnu. Við vonum að
við ljúkum því á þessu ári. Það
hefur komið mjög skýrlega fram á
aðalfundi félagsins að það sé lyk-
ilatriði að hægt sé að vísa til þess
að hér séu stundaðar sjálfbærar
veiðar. Þetta er það sem mestu
máli skipti núna,“ segir Helgi Lax-
dal.
Stærsta verkefnið að
vinna að umhverfismerki
Helgi Laxdal
Í HNOTSKURN
»Það hefur komið mjög skýr-lega fram á aðalfundi félags-
ins að það sé lykilatriði að hægt
sé að vísa til þess að hér séu
stundaðar sjálfbærar veiðar.
Þetta er það sem mestu máli
skiptir núna.
»Vinna að umhverfismerki ermikilvægasta vinnan um
þessar myndir og mjög brýnt að
ljúka henni.
»Jafnframt skipuleggur félag-ið námsferðir grunn-
skólanema á skólaskipinu Dröfn
og vaktar starfsemi erlendra
samtaka í sjávarútvegi.
!"
$ %&'
(
)
*&**+
(
#$
$ &+
(
)
&'
(
%&'
$ &,
(
)
&
(
(&
$ ,&,'
(
)
&,'
(
)( "
$ &,%
(
)
*,&,,
(
* &'+
$ ,&*,,
(
)
&'%
(
,
$ ,&++
(
)
%&**
(
-
&'
$ &**
(
)
&%,
(
(&
$ &,+,
(
)
&'
(
."
$ '&
(
)
+&
(
" &
$ &,*
(
)
&
(
)/
&'
$ &
(
)
&*''
(
01
" 23
$ +&'
(
)
%&%%
(
-(+
$ %&,
)
+&**+
SKIPUM Fisk Seafood á Sauðár-
króki hafa að sögn Gylfa Guðjóns-
sonar, útgerðarstjóra hjá Fisk Sea-
food, aflað ágætlega það sem af er
þessu ári. Lögð er áhersla á að veiða
ufsa, karfa og ýsu en fyrirtækið á
talsverðan kvóta í þessum teg-
undum. Hins vegar er reynt að
sneiða hjá þorskinum eins og kostur
er enda farið að saxast á þorskkvót-
ann.
Alls veiddu skip Fisk Seafood á
Sauðárkróki 20.331 tonn af fiski á
árinu 2007. Frystitogarinn Arnar
HU 1 aflaði mest eða 6.657 tonn.
Hinn frystitogarinn Málmey SK 1
veiddi 5.705 tonn. Örvar HU 2 var
með 4.437 tonn og Klakkur SH 510
3.532. Verðmæti þessa afla var tæpir
2.9 milljarðar, þar af voru frystiskip-
in með liðlega 1,8 milljarða sem er
fob-verð.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Sneiða
hjá þorski
Í einkasölu flott íbúð á jarðhæð í góðu
húsi í Grafarvogi. Stæði í góðu bílsk.
fylgir. Parket, vandaðar innréttingar, útg.
úr stofu á afgirta góða verönd. V. 23,9 m.
Kristján sími 856-3466 tekur á móti
áhugasömum í dag frá kl. 17:30-18.
Berjarimi 24 – íbúð 107,
m. bílskýli – Laus strax
Opið hús í dag miðvikudag frá kl. 17:30-18:00