Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSTIALA kauphallarinnar
lækkaði um 0,19% í gær og er
5.041 stig en um tíma í gær var
lækkunin töluvert meiri. Gengi bréfa
Eikar Banka hækkaði um 3,5% og
Century Aluminum um 1,41%. Bréf
Eimskip lækkuðu um 4,32% og Ice-
landic Group um 3,3%.
Krónan veiktist um 0,9% í gær, en
mikil velta var á millibankamarkaði,
um 93 milljarðar króna. Gengis-
vísitalan er nú 154,70 stig en var
153,40 við opnun markaða í gær-
morgun.
Skuldatryggingarálag á skuldabréf
bankanna var óbreytt í gær.
Lækkun í kauphöllinni
● STJÓRN Icelandic Group mun
óska eftir heimild aðalfundar félags-
ins til útgáfu víkjandi, breytanlegs
skuldabréfs að andvirði 41 milljón
evra, jafngildi tæplega 5 milljarða
króna miðað við núverandi gengi.
Samkvæmt tilkynningu til kaup-
hallar mun lánið verða til fjögurra ára
og bera 23% vexti á ári. Að lánstím-
anum liðnum getur lánardrottinn svo
breytt skuldabréfinu í hlutafé í Ice-
landic Group á genginu 1. Sam-
kvæmt tilkynningunni skal féð sem
fæst með skuldabréfaútgáfunni not-
að til þess að styrkja innviði félags-
ins frekar og lækka hlutfall skamm-
tímafjármögnunar.
Fallið er frá fyrri tillögu um heimild
til útgáfu nýs hlutafjár.
Vilja gefa út breyt-
anleg skuldabréf
● TAP FL Group
á síðasta árs-
fjórðungi 2007
og fyrsta árs-
fjórðungi 2008
vegna fjárfest-
inga í finnska
flugfélaginu
Finnair nam
samtals um 4,5 milljörðum
króna.
Á mánudag var greint frá því að
FL Group hefði selt afganginn af
eign sinni í Finnair fyrir um 13,6
milljarða króna og að gengistap
það sem af væri þessu ári hefði
numið 1,7 milljörðum króna.
Skömmu fyrir áramót seldi FL
Group 11,7% hlut í Finnair fyrir
um 11 milljarða króna, en geng-
istap félagsins af sölunni nam
2,8 milljörðum króna.
Fyrir söluna í desember átti FL
Group 24,4% hlut í Finnair og var
næststærsti hluthafinn í félaginu.
Tapaði 4,5
milljörðum á Finnair
SAMSON eignarhaldsfélag tapaði 5,7
milljörðum króna á síðasta ári, borið
saman við 13,2 milljarða króna hagn-
að árið 2006. Eignarhluti félagsins í
Landsbankanum var 4.559 milljónir
að nafnverði í árslok 2007 og nam
hann 40,73% af heildarhlutafé bank-
ans. Markaðsverð hlutarins nam
161,8 milljörðum í árslok. Bókfært
virði hans er 78,4 milljarðar en í til-
kynningu til kauphallar kemur fram
að beitt sé hlutdeildaraðferð við bók-
un eignarhlutans. Gengi hlutafjár í
Landsbankanum hækkaði um 34% á
síðasta ári. Í tilkynningu Samsonar
segir m.a. að sem alþjóðlegt fjárfest-
ingafélag beiti það gengisvörnum til
að styðja við eign félagsins í Lands-
bankanum og dragi úr gengisáhrifum
á eignir félagsins í evrum talið. Þar
sem félagið beiti hlutdeildaraðferð á
eign sína í bankanum sé hækkun á
markaðsverði eignarinnar ekki færð
að fullu á móti þessu tapi.
Mikil sveifla
hjá Samson
MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch Rat-
ings greindi frá því í gær að horfum
fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands
vegna langtímaskuldbindinga hefði
verið breytt í neikvæðar úr stöðug-
um. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
var hins vegar staðfest, hún er A+
fyrir erlendar langtímaskuldbind-
ingar. Þá greindi matsfyrirtækið
Standard & Poor’s frá því í gær að
það hefði tekið til athugunar láns-
hæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir lang-
tímaskuldbindingar með neikvæðum
vísbendingum.
Segir í rökstuðningi Fitch að
breytingar á horfum ríkissjóðs end-
urspegli það að lánshæfiseinkunnir
Glitnis, Kaupþings banka og Lands-
banka séu nú til neikvæðrar athug-
unar hjá fyrirtækinu, en tilkynning
þess efnis barst einnig í gær.
„Ef Fitch kemst að þeirri niður-
stöðu að lánastaða stærstu bank-
anna á Íslandi hafi versnað gæti
myndast neikvæður þrýstingur á
lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs,“ segir
Paul Rawkins sérfræðingur Fitch.
Matsfyrirtækið ítrekar að láns-
hæfi ríkissjóðs Íslands standi á
sterkum grunni þar sem hreinar
skuldir hins opinbera séu aðeins 8%
af vergri landsframleiðslu, afgangur
af fjárlögum hefur verið samfelldur
frá árinu 2004 og greiðslubyrði mjög
lítil. Engu að síður sé stærð íslenska
fjármálakerfisins á samstæðugrunni
í lok júní 2007 næstum 900% af
vergri landsframleiðslu og því gefi
það til kynna mikilvægi þess að við-
brögð stjórnvalda við vanda í fjár-
málakerfi séu viðeigandi og yfirveg-
uð og feli í sér stuðning og efli traust
á bönkunum án þess að grafa undan
lánshæfi ríkissjóðs.
Í tilkynningu Standard & Poor’s
segir að ákvörðun fyrirtækisins end-
urspegli það mat að skort hafi á upp-
lýsingar um hvernig íslensk stjórn-
völd ætli að takast á við aukin
efnahagsleg viðfangsefni. Þessi við-
fangsefni komi að mestu til vegna
þrýstings í tengslum við lánsfjár-
mögnun Íslands í erlendum gjald-
miðli sem gæti leitt til beins opinbers
stuðnings við þrjá stærstu bankana.
Kemur ekki á óvart
Ákvörðun Fitch varðandi Kaup-
þing kemur bankanum í sjálfu sér
ekki á óvart, að sögn Guðna Níelsar
Aðalsteinssonar, forstöðumanns
fjárstýringar Kaupþings. „Þarna er
Fitch ekki að fella neinn áfellisdóm
yfir grunnstöðu bankans heldur
kemur ákvörðunin til vegna ytri að-
stæðna. Eina hættan er sú að mark-
aðurinn taki svona fréttum óskap-
lega illa, sem hann virðist ekki hafa
gert. Áhrifin hafa verið lítil á mörk-
uðum í kjölfar tilkynningarinnar.“
Ingvar Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárstýringar hjá
Glitni segir ákvörðunina í takti við
það sem verið hafi að gerast erlend-
is. „Í ljósi markaðsaðstæðna erlendis
og annarra ákvarðana matsfyrir-
tækja gagnvart bönkum almennt á
undanförnum vikum mátti búast við
ákvörðuninni,“ segir hann. Bendir
hann á að Fitch meti stoðir og eig-
infjárstöðu bankanna sterkar.
Lánshæfiseinkunnir
teknar til athugunar
Fitch ítrekar að lánshæfi ríkisins standi á sterkum grunni
Í HNOTSKURN
» Lánshæfiseinkunn ríkissjóðshjá Fitch er A+ fyrir lang-
tímaskuldbindingar í erlendri
mynt og AA+ í krónum.
» Hjá Standard og Poor’s erueinkunnir ríkissjóðs A+ fyrir
langtímaskuldbindingar í er-
lendri mynt og AA í krónum.
» Standard & Pooŕs tók í gæreinnig til athugunar einkunn-
ir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkj-
unar með neikvæðum vísbend-
ingum.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SVO virðist sem fjárfestar erlendis
séu komnir á þá skoðun að nú sjái
fyrir endann á lausafjárkreppu
þeirri sem einkennt hefur fjármála-
markaði undanfarin misseri. Hluta-
bréfavísitölur í erlendum kauphöll-
um hækkuðu flestar í gær og segir í
frétt Wall Street Journal að fjárfest-
ar hafi yfirgefið öruggari fjárfesting-
ar eins og ríkisskuldabréf og gull og
flutt sig á ný í hlutabréf.
Ýmist í ökkla eða eyra
Hefur blaðið eftir Todd Salmone,
forstöðumanni rannsóknardeildar
Schaeffer’s Investment Research, að
ýmist sé í ökkla eða eyra hvað varði
áhættusókn og -fælni fjárfesta und-
anfarið. Annað hvort stökkvi þeir á
áhættusamar fjárfestingar eða þeir
flytji allt sitt fé í örugga peninga-
markaðsreikninga.
Breska FTSE-vísitalan hækkaði
um 2,64% og þýska DAX hækkaði
um 2,84% í gær.
Í Bandaríkjunum hækkaði Dow
Jones vísitalan um 3,19% og Nasdaq
um 3,67%. Svipaða sögu var að segja
á Norðurlöndum, þar sem íslenska
Úrvalsvísitalan var ein um að lækka.
Samnorræna vísitalan hækkaði um
4,03%, danska vísitalan um 1,61% og
sú sænska um 3,06%.
Bjartsýni á mörkuðum
Reuters
Glaðhlakkalegur Þessi miðlari í kauphöllinni í New York var ánægður í
lok viðskiptadags, enda hækkuðu hlutabréfavísitölur vestra umtalsvert.
FORSÆTISRÁÐHERRA, Geir H.
Haarde segir ríkisstjórnina í miklu
samstarfi við Seðlabankann til að
meta það ástand sem skapast hafi í
efnahagsmálum, sem sé mjög
óvenjulegt og alvarlegt. Kom þetta
m.a. fram í máli hans í Kast-
ljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær.
„Við rösum ekki um ráð fram í
þessu efni. Það er mjög mikilvægt
að misstíga sig ekki og þá er betra
að gera ekki neitt heldur en að gera
einhverja bölvaða vitleysu,“ sagði
Geir þegar hann var inntur svara
um meint aðgerðaleysi ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálum.
Minnti hann á að fyrir sex vikum
hefði hann nefnt að lántaka til að
auka gjaldeyrisforða kæmi til
greina og verið væri að skoða mál-
ið. Þá útilokaði hann ekki að ríkið
keypti skuldabréf bankanna, eins
og Merrill Lynch lagði til í gær, en
benti á að ef til þess kæmi væri um
háar fjárhæðir að ræða. Keypti rík-
ið öll þriggja ára bréf yrði kaup-
verðið um 2.900 milljarðar.
Morgunblaðið/Ómar
Kaup Forsætisráðherra segir
skuldabréfakaup ekki útilokuð.
Rösum ekki
um ráð fram
♦♦♦
Hluthafar með
44,2% hluta-
fjár í Skiptum
hafa nú þegar
gengið að yfir-
tökutilboði Ex-
ista í félagið,
sem tók gildi
27. mars síð-
astliðinn og
gildir í átta
vikur. Þetta
var tilkynnt til kauphallar í gær.
Alls er um 3,2 milljarða hluta að
ræða og miðað við tilboðsverðið,
6,64 krónur á hlut, er andvirði
þeirra um 21,6 milljarðar króna.
Fyrir átti Exista 43,7% hlut í Skipt-
um og er því nú komið með 87,9%
hlut í móðurfélagi Símans.
Með 88%
í Skiptum
*
'+
#,
#
% &%+
,*
#
#'
&,*
&,
#
#%
&+
,&%
#,
#+
&
'
&*
&'
#*
4&
# 5
+"% + " + # 5 13 678 9"&
: ;
% $&
() *+! !*
!"#$
%& !"#$
'("#$
) !"#$
*((+("#$
,#$(-(!#.*/0*
12
* ( !"#$
3 !4(/"#$
) +(0* "#$
*"#$
56 - 7 89 :9#$+$"#$
;-("#$
< "#$
,) -
=>"#$
*#
2"#$
*(2(
;
*(25
*
-5?
((
*/ !"#$
@ ;
12
* (2 !"#$
A"
:("#$
(!("#$
;//(/-(8&8("#$
B(* &8("#$
( '. /
C
;* -( - , ("#$
,-!(8:"#$
0 !
%*
*
*
,*
%
*
+
'
'+
*%
%
*%
'
,+
'%
*
%
++
+
,
*%
+
,
!
"
#
"
$%
$
#$
$
#"
"
#"
" #
#!%
##
B(8(!(
/(
(*+ 8D* /E
3 !*
>$=F$=
FG$H$IF
==$HF$IH=
$>GH$GHH$H
H$>$>=>$GH
=G$FGF$
H>$FHF$H
H$I=$I$=
$HG$GH$==F
G$=II$FGG
F>$=$>
=H$=G$F>H
F$=F$I
$IG$=>
7
$I=$GG
I$>I
G$G
=$I=$H=
I$
7
H$>$HF$=
7
7
$II$=
G$
7
FJ=F
JH
J
>JHI
FJ
HHJ
HJ=
GHJ
HIJ
IJG
JH>
J>>
JF
IHJ
J=
>JF>
IGJ
J
=>J
JGF
GJ
JI
HHJ
>JH>
7
7
HJ
J
7
FJ>
J
J>
>J=
FJH
HHJH
HJ
G=J
HIJ
IHJF
JHI
JFH
J=
I=JH
J=H
>JG
HJ
FJ
=FJ
JGG
J
HJH
HHJ
>J==
7
7
J
HJ
>J
:&* (
%(8(!
F
H>
==
GG
I
FH
>
HG
G
I
7
7
7
G
H
7
7
7
>
7
/
(/
%(8$%
8
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
=$=$HG
=$=$HG
=$=$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$$HG
$=$HG
G$H$HG
$$HG
>$H$HF
HH$G$HF
$$HG
$$HG
F$=$HG
♦♦♦
Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Notaðu vextina strax
Sími 575 4000 | www.byr.is
// Hleyptu vexti í reksturinn
// Fáðu háa ávöxtun
// Reiknaðu dæmið til enda
Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum
sem ekki eru greiddir jafnóðum út.