Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 16

Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 16
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HANN var langalangalangalangafi minn,“ segir Rüdiger Seidenfaden sjóntækjafræðingur hlæjandi og undrandi, þegar blaðamaður gengur inn í verslun hans og konu hans á Laugaveginum, Gleraugnamiðstöð- ina, og ber upp þá spurningu hvern- ig hann hafi verið tengdur tónskáld- inu Louis Spohr. Það var Einar Jóhannesson klarinettuleikari sem vísaði blaðamanni á þennan merka skyldleika tónskáldsins og sjón- tækjafræðingsins, en Rüdiger er vel kunnur verslunarmaður á Lauga- veginum og búinn að búa hér í 28 ár. Louis Spohr var samtímamaður Beethovens, eilítið yngri, en var um sína daga jafnvel vinsælli en stóra Béið. Hann var tónskáld, en líka hljómsveitarstjóri og ekki síst feiknagóður fiðluleikari. Barn utan hjónabands „Ég heiti Rüdiger Seidenfaden og fæddist í Hannover, sonur Klaus Seidenfaden. Móðir hans, amma mín, hét Franziska Müller og var fædd í Braunschweig eins og Spohr. Frá henni liggur ættin í kvenlegg gegnum Jóhönnu Henriettu Spohr til Louis Spohr,“ segir Rüdiger, sem hafði ekki hugmynd um þessi tengsl, fyrr en eftir að hann var orð- inn fullorðinn og fluttur til Íslands. Hugsanlegt er að Jóhanna Henrí- etta Spohr hafi verið dóttir tón- skáldsins. Rüdiger segir að erfitt hafi verið að átta sig á þessu vegna nafnahefðarinnar og vegna þess að eftirnöfnin passi ekki fullkomlega miðað við hefðina. „Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég fékk pappíra í hendur sem pabbi hafði skrifað eftir stríð. Ættfræðiþekkingin úti er ekk- ert lík því sem hér er því þar mátti ekki skrifa ættartölur eftir stríðið. Ég vissi að langafi minn í Brúnsvík hafði verið bruggmeistari. Ég vissi líka að móðir langömmu minnar hafði fæðst framhjá hjónabandi, og þess vegna er er erfitt að finna ná- kvæmlega út úr þessu. Þetta þótti mikil skömm á sínum tíma.“ Heiðursgestir á Kristalnum Rüdiger, konu hans og börnum hefur verið boðið að vera heið- ursgestir á tónleikum í Kristalsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Þjóð- menningarhúsinu á laugardaginn kl. 17, en það er afmælisdagur langa- langalangalangafa hans – tónskálds- ins sem hér um ræðir, Louis Spohrs. Tónleikarnir bera yfir- skriftina: „Endurvakinn meistari“ og þar leika átta hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni Oktett fyrir fiðlu, tvær víólur, selló, kontra- bassa, klarínettu og tvö horn. Í frétt frá hljómsveitinni segir, að Louis Spohr hafi sameinað klassíska form- hugsun og rómantíska ástríðu í tón- list sinni. „Þegar Einar kom og við fórum að tala um þetta, vissi ég bara að Spohr hafði verið tónlistarmaður, en vissi ekki hversu frægur hann hafði verið. Einar sagði mér frá því. Ég fór í plötubúðina Japís til að gá að diskum, fann fimm diska frá Nax- osútgáfunni og keypti þá alla. Ég hafði enga hugmynd. En þegar ég var búinn að hlusta heyrði ég að þetta var rosalega fín tónlist. Louis Spohr hafði bara gleymst.“ Og jú, það kann að vera rétt að um tíma hafi Louis Spohr gleymst, en útlit er fyrir að það muni breyt- ast, því áhugi á útgáfu á verkum hans virðist vera talsverður. Saga Spohrs er merk að mörgu leyti og eitt af því sem Rüdiger Seidenfaden hefur kynnt sér um forföðurinn er það, að hann átti stóran þátt í vin- sældum Wagners, með því að taka óperur hans til flutnings í Semper- óperunni í Dresden. „Þannig komst Wagner til álita í Þýskalandi. Carl Maria von Weber var líka góður vinur hans. Og svo var hann bara átján ára, þegar kjörfurstinn í Brúnsvík tók hann með sér í ferð til Rússlands. Hann þurfti auðvitað að hafa eitthvað með til að monta sig af, og það var fiðlusnillingurinn Louis Spohr.“ Þýska tónskáldið Louis Spohr á niðja á Íslandi, Kristall Sinfóníunnar helgaður honum Hafði ekki hugmynd um tengslin Rüdiger Seidenfaden „Ættfræðiþekkingin úti er ekkert lík því sem hér er því þar mátti ekki skrifa ættartölur eftir stríðið.“ Louis Spohr Á niðja á Íslandi. 16 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SJÓÐUR Egils Skallagríms- sonar er styrktarsjóður í Bret- landi í vörslu sendiráðs Ís- lands. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. Styrkveiting fer fram tvisvar á ári, í maí og nóvember. Styrkir eru almennt veittir á grundvelli listræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf. Um- sóknir þurfa að berast sendiráðinu fyrir 1. maí eða 1. nóvember. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar eru á vef sendiráðsins (http://www.ice- land.org/uk) undir liðnum menningarmál. Menning Egill opnar silfur- punginn á Englandi Konunglegur varðmaður. Á ALÞJÓÐLEGA barnabókadaeginum, í dag, verður barna- bókadagskrá í Kringlunni dagana 2.- 5. apríl. Tilgang- urinn er að vekja at- hygli á góðum barna- bókum og mikilvægi lesturs sem og þjónustu þeirri sem börnum stendur til boða á bókasöfnum. Sögubíllinn Æringi verður við austurinngang. Á 2. hæð undir Stjörnutorgi verða sýndar mynd- skreytingar úr bókum handhafa Sögusteins 2008, barnabókaverðlauna IBBY á Íslandi og Glitnis. Ratleikur verður í Kringlusafni og í bókaversl- unum Eymundsson. Allir velkomnir. Bókmenntir Sögustundir og rat- leikur í Kringlunni Sögubíllinn Æringi. JOHN Lindow prófessor flytur á morgun erindið „Skáru á skíði: Völuspá 20 og örlaga- nornirnar.“ Lindow er prófess- or við Skandinavíu-deildina í Berkley háskóla. Lindow mun fjalla um 20. er- indi í Völuspá, þar sem kemur fram að örlaganornirnar „skáru á skíði.“ Lindow hyggst leita svara við því hvers konar skurð var um að ræða, í hvað var skorið og hvar skurðirnir voru staðsettir. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17:15 á morgun í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir á fyr- irlesturinn sem verður fluttur á ensku. Fræði Skurðir örlaga- nornanna John Lindow TILKYNNT var um tilnefningar til Orwell-verðlaunanna í gær og það vekur athygli hversu sundurleitir höfundar keppa um verðlaunin þetta árið. Orwell-verðlaunin eru nefnd eft- ir rithöfundinum George Orwell og eru veitt rithöfundum og blaða- mönnum sem þykja skara fram úr í pólitískum skrifum fyrir almenn- ing. Af þeim sem eru tilnefnd eru má nefna William Hague, Nick Cohen og Marina Lewycka. Breski íhaldsmaðurinn William Hague er tilnefndur fyrir bók um ævi Williams Wilberforce sem kom út í fyrra á 100 ára afmæli laga sem bönnuðu þrælaverslun í breska heimsveldinu sem Wilberforce beitti sér fyrir. Blaðamaðurinn Nick Cohen tilheyrir hinum væng breskra stjórnmála en er tilnefndur fyrir pistla í New Statesman og Ob- server þar sem hann gagnrýnir harðlega vinstrisinnaða landa sína og forystumenn verkamanna- flokksins fyrir miðjumoð. Marina Lewycka er tilnefnd fyrir vinsæla skáldsögu sína Tveir húsvagnar þar sem nútímaþrælahaldi er lýst og fylgst með örlögum ólöglegra innflytjenda á Bretlandi. Tilnefningar til Orwell- verðlauna Vinsæl Lewycka er höfundur bók- arinnar Tveir húsvagnar. IRCAM, hin þekkta tölvutónlist- armiðstöð og frumkvöðlasetur í París opnar útibú á Englandi. Ís- lensk tónskáld hafa heimsótt tölvu- ver IRCAM og samið þar tónlist, þeirra á meðal. Þorsteinn Hauks- son og Haukur Tómasson. Á sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar voru Frakkar hnuggnir yfir því að einn þeirra mesti tónlist- armaður, tónskáldið og hljómsveit- arstjórinn Pierre Boulez bjó og starfaði erlendis og kom aðeins heim til Frakklands sem gestur. Stjórnvöld byggðu Pompidou- listamiðstöðina sem hýsir IRCAM ekki síst til að laða heim þennan fræga son sinn, sem þá var í metum sem eitt mesta tónskáld síðari hluta 20. aldar. Boulez hefur unnið tals- vert við IRCAM. Margt af því sem nú þykir sjálf- sögð tækni í tónlist og stafræna heiminum á uppruna sinn í rann- sóknum vísinda- og tónlistarmanna í IRCAM. IRCAM færir út kvíarnar ♦♦♦ VART er ár liðið frá sýningu Þuríðar Sigurðardóttur, eða Þuru, í Keflavík, undir heitinu „Stóð“, og nú hefur hún opnað samnefnda sýningu í galleríi DaLí á Akureyri. Hér er að hluta til um sömu verk að ræða – myndbands- verk og málverk þar sem viðfangs- efnið eru hrossfeldir í allri sinni lita- dýrð. Flest verkin nú eru þó ný og í þeim gætir jafnframt nýrrar þróun- ar. Sem fyrr má skynja þessi verk sem afstraktmálverk, þar sem á sér stað innbyrðis leikur lita og form, en jafnframt er í þeim sterk skírskotun til raunverulegrar hrosshúðar (jafn- vel svo að sýningargestir munu hafa spurt hvort myndirnar væru „skinn“ strekkt á blindramma). Verkin vekja sterka löngun til snertingar og þau búa yfir ótvíræðu fagurfræðilegu gildi. Þegar rýnt er myndflötinn, tak- ast á athuganir (jafnt listamanns sem áhorfanda) á annars vegar málara- tækninni og áferð myndlistarverk- anna og hins vegar á gerð hross- húðar. Að þessu leyti leiða verk Þuríðar hugann að nosturslega mál- uðum gróðurmyndum Eggerts Pét- urssonar. Í eldri verkunum málar Þura hrosshárin með pensli og það gerir hún einnig í sumum nýju verkanna en í þeim túlkar hún þau þó oftar með því að rista línur í yfirborð myndarinnar, sem er nýmæli. Þann- ig nær hún fram ákveðinni mýkt og annars konar dýpt í verkin – og jafn- framt raunsæi – ekki síst hvað lit snertir. Undirlög lita ná með þessum hætti að skína lífrænt í gegn. Lítil, brúnleit mynd af ennisstjörnu er gott dæmi: þar hefur verið rist mjúklega í flötinn og brún/rauð litbrigði gæða annars einfalda mynd töluverðu lífi. Stærri mynd, þar sem sést hvítt form (er minnir á fjall) á brúntóna feldi, býr yfir sömu eiginleikum auk þess sem hvít pensilför, eða „hár“, líkt og stökkva í forgrunn myndarinnar og skapa aukna dýpt. Listamaðurinn er meðvitaður um möguleika þessarar tækni og sums staðar minna áhrifin á teikningu: t.d. í smárri mynd þar sem dökkt undirlag birtist þegar rist er í ljósleitt yfirborðið og öfugt: rist er í dökkan flöt svo að ljósari litbrigði skína í gegn. Á þessari sýningu birt- ist enn áleitnari spenna milli mynd- efnis og yfirborðs en sést í fyrri feld- verkum Þuríðar. Rist í feldinn MYNDLIST DaLí Gallery Til 5. apríl 2008. Opið fö.– lau. kl. 14–17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. Þuríður Sigurðardóttir – Stóð Skinn „Verkin vekja sterka löngun til snertingar.“ Anna Jóa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.