Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 17
LANDIÐ
Ritstjóri Magnús Hlynur Hreiðarsson er stoltur ritstjóri útbreiddasta hér-
aðsfréttablaðsins á Suðurlandi og ánægður með viðbrögð lesenda.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Selfoss | „Þetta er staðfesting á
þeirri stefnu sem við höfum fylgt, að
leggja áherslu á fréttirnar, enda eru
það þær sem gefa lífinu lit. Við ætlum
að sækja meira fram á því sviði,“ segir
Magnús Hlynur Hreiðarsson, rit-
stjóri Dagskrárinnar á Selfossi. Eins
og nafnið bendir til var blaðið fyrst
gefið út sem sjónvarpsdagskrá en nú
hefur sjónvarpstækið verið fjarlægt
úr haus þess og í staðinn kominn und-
irtitill: Fréttablað Suðurlands.
Dagskráin hefur verið gefin út í
fjörutíu ár og er því með elstu héraðs-
fréttablöðum landsins og það er út-
breiddast sunnlensku blaðanna. Í af-
mælisblaði er birt skoðanakönnun
sem sýnir að þrír fjórðu sem spurðir
voru lesa blaðið eða fletta því í viku
hverri. Magnús segir að þetta komi
ekki á óvart, fólk bíði eftir blaðinu á
hverjum fimmtudagsmorgni. Hann
þekkir það vel því auk þess að skrifa
blaðið ekur hann því glóðvolgu út á
bensínstöðvar, verslanir og stóra
vinnustaði á Selfossi og segir að fólk
bókstaflega rífi blaðið úr höndum sér
og vinna stöðvist á meðan fólk er að
lesa það. Dagskránni er dreift án end-
urgjalds á öll heimili í Árnes-, Rang-
árvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum
auk þess sem það liggur frammi á op-
inberum stöðum. Dagskráin er gefin
út í níu þúsund eintökum.
Blaðaútgáfa er öflug á Selfossi.
Auk Dagskrárinnar er gefið út
áskriftarblað, Sunnlenska fréttablað-
ið, og tvö önnur fríblöð, Glugginn og
Sjónvarpsvísir Suðurlands.
Búfræðingur í ritstjórastól
Magnús Hlynur er búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri og
garðyrkjufræðingur frá Garðyrkju-
skólanum á Reykjum og vann í Garð-
yrkjuskólanum í tíu ár. Hann fór fljót-
lega að vinna við fjölmiðla í
aukavinnu, skrifaði fréttir í Dag-
skrána og gerðist fréttaritari Sjón-
varpsins á Suðurlandi. Þegar nýir
eigendur komu að prentsmiðju-
rekstrinum og þar með útgáfunni
fyrir hálfu öðru ári var Magnús Hlyn-
ur ráðinn ritstjóri í fullt starf. Hann
fékk fyrst ársleyfi hjá Landbúnað-
arháskólanum en ákvað um áramót
að snúa ekki til baka. Hann heldur sér
þó við í faginu með því að klippa tré
fyrir fólk. Hins vegar segist hann fyr-
ir löngu vaknaður upp af gamla bú-
skapardraumnum.
Fréttirnar gefa lífinu lit
Í HNOTSKURN
»Dagskráin hóf göngu sínasem sjónvarpsdagskrá með
auglýsingum 1. mars 1968.
Blaðið hefur þróast út í það að
vera héraðsfréttablað og er að
efla sig á því sviði.
»Prentmet gefur blaðið út eft-ir að fyrirtækið keypti Prent-
smiðju Suðurlands, 1. ágúst
2006. Magnús Hlynur Hreið-
arsson er þriðji ritstjóri blaðsins.
Fyrirrennarar hans í starfi eru
Haraldur Hafsteinn Pétursson
og Örn Grétarsson.
» Í tilefni 40 ára afmælis erDagskráin með sögusýningu
í anddyri Hótels Selfoss. Sýn-
ingin verður þar fram yfir miðj-
an maímánuð. Þar eru meðal
annars sýndar gamlar forsíður
og ljósmyndir.
Sjónvarpsdagskrá
orðin að Frétta-
blaði Suðurlands
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Þeir sem leið hafa
átt um þjóðveg 1 á Norðausturlandi
undanfarið hafa undrast að sjá
gangandi ferðamann dragandi á eft-
ir sér tjaldkerru ekki stóra. Að-
stæður, hvorki færð né veður, hafa
verið þannig að venjulegur Íslend-
ingur hefði lagt sig í slíkt. Satt best
að segja hefur varla verið hundi út
sigandi nú í nokkrar vikur, svellaðir
vegir, stormur og skafrenningur.
En hver er það þá sem ögrar svo
rækilega íslenskri marsveðráttu?
Hún heitir Rosie Swale Pope og hef-
ur verið á göngu um heiminn nú í á
fimmta ár. Kerran sem hún dregur
er sérhönnuð hjá Amish-fólkinu í
Bandaríkjunum og er bæði létt og
sterk, er á þremur hjólum og með
einangruðu tjaldi yfir. Sjálf tengir
svo Rosie sjálfa sig fyrir þennan
agnarsmáa „húsvagn“ með tveimur
kjálkum, axlaböndum og belti.
Hvernig Rosie hefur tekist að
draga vagninn á eftir sér á sinni
löngu för um heiminn er erfitt að
skilja, því Rosie er hvorki stór né
þung, heldur miklu fremur smávax-
in og létt. En það sem einkennir
hana er hversu glöð, kát og bjartsýn
hún er. Hún segir hlæjandi frá því að
hún sé eiginlega nokkurs konar
dráttarklár og því sé ekki undarlegt
að Amish-fólkið hafi helst kunnað að
gera henni vagn við hæfi því þar í
sveit nota menn mikið hestvagna
enn í dag.
Fyrir nokkrum dögum þegar Ros-
ie var að búa um sig undir nóttina í
kerrunni kom Ásdís Jóhannesdóttir í
Sel-hóteli þar að, bankaði á tjaldið
og bauð henni að koma með sér og
hvílast á hótelinu. Þar hefur Rosie
dvalið nokkra daga, hvílst og safnað
þreki til að halda áfram yfir öræfin
til Seyðisfjarðar. Það styttist nú í
leiðarlok á heimsreisu hennar, því
frá Íslandi stefnir hún heim til Wales
þar sem hún á afkomendur en eig-
inmann sinn hafði Rosie misst áður
en hún lagði upp í sína löngu för.
Reyndar safnar hún áheitum í ferð-
inni til styrktar krabbameins-
félögum í heimalandinu.
Rosie er ekki alveg ókunnug Ís-
landi, hún hljóp eitt sinn Reykjavík-
urmaraþon og hún hefur gengið um
landið að sumarlagi. Nú vildi hún
kynnast íslenskum vetri og það hef-
ur hún svo sannarlega fengið. Þessi
kvenhetja lét vel af þeim kynnum
öllum og ber landi og þjóð vel sög-
una. Vonandi farnast henni vel
ferðalag síðustu dagana á Íslandi í
átökum við erfið veður á Öræfum.
Morgunblaðið/BFH
Langförul Rosie Swale Pope er bú-
in að vera á göngu í ein fimm ár.
Á hest-
um post-
ulanna
SUÐURNES
Reykjanesbær | Umhverfissamtök-
in Blái herinn hafa hreinsað vel yfir
300 tonn af alls kyns rusli og drasli
úr umhverfi Reykjanesskagans á
þeim tíu árum sem liðin eru frá því
samtökin voru stofnuð. Auk þess
hafa samtökin fjarlægt um 20 tonn
af rusli annars staðar á landinu.
Blái herinn fagnar nú tíu ára af-
mæli sínu. Samtökin eiga upphaf
sitt í því að nokkrir sportkafarar
komu saman ásamt Stefáni Bjarka-
syni, framkvæmdastjóra íþrótta- og
tómstundamála hjá Reykjanesbæ,
til að stofna áhugaklúbb sportkaf-
ara. Sá hópur myndar kjarnann í
Bláa hernum.
Hópurinn hefur unnið að um-
hverfismálum frá upphafi. Þótt
mikið hafi áunnist á þessum árum
er af nógu að taka, að mati Tóm-
asar J. Knútssonar, formanns Bláa
hersins og yfirhershöfðingja, og
verður áfram unnið að þessum mál-
um.
Hafa fjar-
lægt yfir
300 tonn
Grindavík | Fræðslukvöld verður í
Saltfisksetrinu í Grindavík annað
kvöld, fimmtudag kl. 20. Meðal ann-
ars verður fjallað um Reykjanes-
fólkvang.
Sigrún Helgadóttir, líf- og um-
hverfisfræðingur, fjallar um
Reykjanesfólkvang sem er stærsta
friðlýsta svæðið sinnar tegundar á
Íslandi. Ármann Höskuldsson eld-
fjallafræðingur segir frá rann-
sóknum sem fram fóru á Reykja-
neshrygg sumarið 2007.
Fræðsla um
fólkvanginn
♦♦♦
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
7
–
2
2
9
2
Fyrri umsóknarfrestur er til mánudagsins 7. apríl,
seinni umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. maí.
Alþjóðlegur hópur framúrskarandi kennara frá viðskiptaháskólum
beggja vegna Atlantshafsins sem raða sér í efstu sæti í alþjóðlegum
samanburði á MBA-námi
Áhersla á sérfræðiþekkingu, persónulega færni og alþjóðlega færni
Námið fer fram á ensku
Sterk tengsl við atvinnulífið
ALÞJÓÐLEGT MBA-NÁM Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK
*Samkvæmt könnun meðal allra útskrifaðra nemenda frá 2002 til 2007.
Allar nánari upplýsingar og rafrænt umsóknar-
eyðublað er að finna á www.ru.is/mba.
Tökum við umsóknum núna
INNOVATECHANGE LEAD
95% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi gert þá hæfari og betri í starfi.
91% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi aukið möguleika þeirra á vinnumarkaðnum.*