Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 20
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þjáningar kvenna hafa löngum veriðmönnum hugleiknar, allt frá því aðdrottinn lagði á Evu að fæða börnsín með kvöl í refsingarskyni fyrir
að hafa boðið Adam upp á eplið forðum. Mörg
þúsund árum síðar söng Bob Marley „No
Woman, No Cry“ og nú endurómar stef hans
í yfirskrift átaksverkefnis Alþjóða Verkja-
fræðafélagsins (IASP) sem er „Real Women,
Real Pain.“
En er það svo að alvöruverkir fylgi alvöru-
konum? „Já, konur finna meira til, lengur til,
víðar til og nota önnur bjargráð en karlar,“
segir Karl Örn Karlsson, tannlæknir og kenn-
ari við Tannlækningastofnun Háskóla Ís-
lands. „Þá erum við ekki að tala um bráða
verki sem standa tvo þrjá daga heldur lang-
vinna verki og þráláta sjúkdóma sem eru mun
algengari hjá konum en körlum. Þetta er t.d.
mígreni, vöðvabólga, vefjagigt, iðraóeirð, liða-
og slitgigt, kjálkakvillar og fleira slíkt. Rann-
sóknir hafa sýnt að þrátt fyrir þetta eru
minni líkindi á því að konur fái viðhlítandi
meðferð við þessum verkjum en karlar.
Þröskuldurinn hjá karlinum virðist vera
hærri – hann tefur svolítið að leita til læknis –
en þegar hann kemur fær hann dúndrandi
meðferð og það er strax tekið mark á honum.
Konan leitar sér fyrr lækninga, er sér meira
meðvitandi um líkama sinn og tekur meira
mark á einkennum. Hún leitar sér því með-
ferðar fyrr en þá er síður tekið mark á
henni.“
Konur hafa gjarnan kvartað undan þessu
og segja að litið sé á þær sem móðursjúkar í
læknisheimsóknum. „Já, og bara orðið „móð-
ursýki“ segir sína sögu,“ segir Karl Örn.
„Enska orðið er „hysteria“ en „hysterium“ er
latneska heitið yfir leg. Þetta endurspeglar
kannski viðhorfin gagnvart verkjum kvenna.“
Endorfínið er sem verkjalyf
Hann segir fræðimenn vinna með tvö lyk-
ilhugtök í sambandi við verki. „Annars vegar
tölum við um kyn (e. sex) um líffræðileg ein-
kenni sem lúta að æxlun og viðhaldi tegund-
arinnar. Undir það fellur líkamsbygging, líf-
eðlisfræði, hormónastarfsemi og fleira. Hitt
hugtakið er kyngervi (e. gender) en það nær
yfir umhverfið, þ.e. sjálfsímynd, menningu,
félagsþætti, kynhlutverkin og fleira í þeim
dúr.“
Að sögn Karls Arnar er vissulega ekki
hægt að alhæfa um einstaklinga út frá öllum
konum eða öllum körlum. „Hins vegar hefur
hvort kyn um sig ákveðna líkamsbyggingu og
hormóna og þannig stýra hormónasveiflur
kvenna svolítið verkjunum sem þær upplifa.
T.d. hafa margar konur erfðafræðilega til-
hneigingu til að fá mígrenihöfuðverk, og þá fá
ófáar þeirra einkum mígreniköst dagana fyrir
blæðingar. Þetta kemur til af því að estrógen-
ið í líkamanum minnkar en estrógen tengist
framleiðslu á endorfíni sem slær á verki.
Þannig að þegar estrógenið fellur niður er
konan ekki með jafn mikið af verkjastillandi í
kroppnum og annars. Margar getnaðarvarn-
arpillur eru þannig samsettar að þær inni-
halda estrógen í þrjár vikur en svo er ein vika
frí. Þá verða konurnar sem eru á þeim virki-
lega aumar í öxlum og hnakka og fá frekar
höfuðverk. Þetta sé ég gjarnan hjá ungum
konum sem koma á stofuna til mín, en ég er
sérfræðingur í kjálkakvillum sem eru álags-
tengd vandamál í kjálkum, eiginlega vöðva-
bólga í andlitinu. Um leið og þessar ungu
stúlkur átta sig á samhenginu hættir þetta að
vera svo mikið vandamál.“
Tilfinningaleg upplifun
síður tekin alvarlega
Almennt segir Karl Örn konur hafa lægri
sársaukaþröskuld en karlar, við flest áreiti.
„Ef tilraunahópur er píndur gefast konurnar
fyrr upp en að vísu fer það svolítið eftir því
hvers kyns sá er sem er að gera tilraunina því
konurnar kvarta síður ef það er karlmaður.“
En hvað þá um þá rómuðu vitneskju kvenna
að karlar séu hinir mestu vælukjóar þegar
eitthvað bjátar á – þeir megi varla fá svo mik-
ið sem kvef áður en þeir fara að kveina?
Karl Örn kannast við þessi rök. „Þetta gell-
ur alltaf við þegar ég er með fyrirlestur um
þessi mál: „Þegar karlar verða veikir þá
verða þeir svo voðalega veikir og kvarta
manna mest!“ Þar erum við þó að tala um
bráð vandamál og ég held að karlar bregðist
verulega við þeim, t.d. ef þeir fá bráðatann-
pínu. Það er þó allt annað en þrálát verkja-
vandamál eins og vefjagigt eða mígreni sem
hefst við kynþroskaaldur og stendur fram yfir
fimmtugt.“
Hann segir að komið hafi í ljós að karlar
byrgi slíka sjúkdóma frekar og lengur inni í
sér en konur og tefji að leita sér lækninga og
geri það þá oft fyrir áeggjan kvenna. „Hjá
konum tengjast verkir meira inn í vinstra
heilahvel þar sem tilfinningasvæðin eru enda
lýsa konur oft verkjunum út frá tilfinningum
sem aftur gerir þá minna áþreifanlega. Í
læknavísindum er hefð fyrir því að allt eigi að
vera áþreifanlegt og mælanlegt og því er til-
finningaleg upplifun síður tekin alvarlega en
önnur. Verkir eru náttúrlega tilfinning – vond
tilfinning vel að merkja – og ef meiningin er
að lina verki hljótum við að taka á því líka.“
Meiri krókaleiðir hjá konum
Konur og karlar nota líka mismunandi að-
ferðir til að ná bata. „Þrátt fyrir meiri króka-
leiðir hjá konunum breytir það ekki svo miklu
um endaniðurstöður,“ segir Karl Örn og bæt-
ir við að ýmsar ástæður séu fyrir því að konur
leggi á sig slíkar krókaleiðir. „Ég held að það
sé bæði líffræðilegur munur og kyngervið,
þ.e. umhverfið – að það sé ekki tekið mark á
þeim. Konur eru ekki aðeins næmari fyrir
verkjum, heldur fyrir öðrum skynhrifum svo
sem sjón, heyrn og lykt. Kynbundinn verk-
jamunur getur því verið ein birtingarmynd
þess að konur séu næmari á nánasta umhverfi
sitt en karlar og því betur í stakk búnar til að
vernda afkvæmi sín. Endorfín og streitu-
hormón gagnast körlum betur en konum við
verkjastjórn vegna þess að þessi efni draga
úr egglosi og þar með viðhaldi tegund-
arinnar.“
Sem fyrr segir hefur Alþjóða Verkjafræða-
félagið ákveðið að tileinka þetta ár verkjum
kvenna og í tilefni af því stendur Tannlækn-
ingastofnun Háskóla Íslands fyrir málstofu
um konur og verki og kynbundinn verkjamun
á laugardag. Málstofan er haldin í samvinnu
við lyfjafyrirtækið Pfizer, Verkjafræðafélag
Íslands og Tannlæknafélag Íslands en tveir
heimsþekktir verkjasérfræðingar frá Banda-
ríkjunum, dr. William Maixner tannlæknir og
dr. Roger C. Fillingim sálfræðingur munu
verða þar með erindi.
„Tilgangurinn er að ná til lækna, uppalenda
lækna, nemenda í heilbrigðisvísindum og
sjúklinga því viðeigandi fræðsla er alltaf mik-
ilvægur hluti af meðferð. Það getur ekki verið
rétt að það sé sjúkdómur að vera kona en því
miður er oft tekið á því þannig.“
ben@mbl.is
Alvöruverkir hjá alvörukonum
© Mika/zefa/Corbis
Kvennakvalir Konur finna meira til, lengur og víðar og nota önnur bjargráð en karlar að sögn Karls Arnar Karlssonar, lektors við HÍ.
Morgunblaðið/Ómar
Málþing „Það getur ekki verið rétt að það sé sjúkdómur að vera kona,“ segir Karl Örn Karls-
son lektor en Tannlæknastofnun HÍ stendur fyrir málþingi um kynbundna verki á laugardag.
Langvinnir og þrálátir verkir
eru frekar fylgifiskar kvenna
en karla að sögn Karls Arnar
Karlssonar, lektors við
tannlæknadeild HÍ. Þrátt
fyrir þetta er minna mark
tekið á kvölum þeirra en
karlanna. En hvers vegna?
Bergþóra Njála Guðmunds-
dóttir leitaði svara.
Bara orðið „móðursýki“ segir
sína sögu – enska orðið er
„hysteria“ en „hysterium“ er
latneska heitið yfir leg. Þetta
endurspeglar kannski viðhorfin
gagnvart verkjum kvenna.
Málþingið Konur og verkir – kynbundinn verk-
jamunur verður haldið næstkomandi laug-
ardag á Háskólatorgi milli kl. 9 og 12
www.iasp-pain.org.